Fréttir

Klám­mynda­leikari fenginn til að ræða við fram­halds­skóla­nema um kyn­heil­brigði

Stefan Octavian Gheorghe klámmyndaleikari ræddi við nemendur Menntaskólans á Ísafirði um samkynhneigð og lífshlaup sitt.

Ræddi við menntaskólanema Stefan Octavian Gheorghe, eini íslenski klámmyndaleikarinn svo vitað sé, kom í kennslustund í kynheilbrigði í Menntaskólanum á Ísafirði. Þar ræddi hann við nemendur um það þegar hann kom út úr skápnum sem hommi. Mynd: Instagram

Stefan Octavian Gheorg­he klámmyndaleikari var fenginn í tíma í Menntaskólanum á Ísafirði til að ræða við nemendur um lífshlaup sitt. Stefan, sem bjó áður á Ísafirði, lýsti því þegar hann kom út úr skápnum, hversu erfitt það hefði verið að vera inn í skápnum og hvernig það var að vera ættleiddur hingað til lands. Hann sagði nemendum, sem voru á aldrinum 17 til 20 ára, einnig frá því að hann ynni við klámmyndaframleiðslu en að sögn kennara áfangans, sem nefnist kynheilbrigði, var atvinna hans ekki rædd frekar.

Stefan hefur undanfarin misseri lýst því í fjölmiðlum hvernig hann hóf störf innan klámiðnaðarins. Þá er hann vinsæll snappari með fjölda fylgjenda og snappar meðal annars af setti þegar hann er við upptökur á klámefni, þó ekki af upptökunum sjálfum. Stefan lýsti því jafnframt yfir fyrir skemmstu að hann vildi fara í grunnskóla og fræða börn um klám þar.

Lýsti lífshlaupi sínu

Kolbrún Fjóla Arnardóttir, kennari við Menntaskólann á Ísafirði, fékk Stefan til að koma í tíma sem hún kennir í áfanga sem heitir kynheilbrigði. „Hann er Ísfirðingur og hann kom hingað til að segja krökkunum frá sínu lífshlaupi, þegar hann var að flytja frá öllum vinum sínum á Ísafirði, hversu erfitt var að vera ættleiddur og svo framvegis. Áður en kennslustundin hófst ræddum við saman og ég sagði við hann að það væri ekki í boði að glimmerhúða klámmyndaiðnaðinn eða neitt slíkt, og helst ekki að tala neitt um það. Óhjákvæmilega myndu krakkarnir samt spyrja út í það en hann ætti þá ekki að súkkulaðihúða það neitt. Hann var ekki mikið að ræða þetta í tímanum, hann var að ræða ættleiðingu sína og sitt líf á Ísafirði. Hann lýsti því þegar hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður, hvað hann var gamall þá, hversu erfitt það var fyrir foreldra hans og fjölskyldu. Það var það sem ég vildi að hann myndi mest tala um við krakkana. Það eru alltaf einhverjir krakkar sem eru að glíma við þetta. Hann var að tala mikið um sína andlegu líðan, að hann hefði átt erfitt í skóla vegna þess að honum leið illa, hann var ekki hann sjálfur og alltaf í einhverju leikriti.“

Ekki tilgangurinn að ræða kynlíf eða klám

Kolbrún Fjóla segir að Stefan hafi sagt nemendum frá því að hann ynni sem klámmyndaleikari en það hafi ekki verið rætt frekar. „Það var í boði að krakkarnir myndu spyrja hann út í það sem kom fram í tímanum en það kom bara ein spurning í lok tímans og hún var ekki tengd þessu, klámmyndaframleiðslunni.“ Ekki var rætt um klámiðnaðinn í tímanum að öðru leyti en því að Stefan sagði frá því að hann starfaði sem klámmyndaleikari. Engin gagnrýnin umræða fór því fram um klám og skuggahliðar þess.

Spurð hvor henni þyki ekkert vafasamt að fá klámmyndaleikar til að tala við framhaldsskólanema í tíma um kynheilbrigði segir Kolbrún Fjóla að það hafi aldrei verið tilgangurinn að fá Stefan til að ræða kynlíf í tímanum. Hefðu vafasamar spurningar komið upp hefði það verið hennar hlutverk að stöðva slíkt. „Stefan fékk ekki tækifæra til að lýsa sinni vinnu neitt. En óhjákvæmilega sagði hann frá því sem hann ynni við. Hann er náttúrulega frá Ísafirði, samkynhneigður og þekktur snappari og krökkunum þykir það eðlilega spennandi.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Fréttir

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið