Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs

Ald­urs­hóp­ur­inn yf­ir sjö­tugu er einn eigna­mesti hóp­ur lands­ins. Sam­kvæmt kosn­ingalof­orð­um Ey­þórs Arn­alds og Sjálf­stæð­is­flokks­ins verð­ur þessi hóp­ur und­an­þeg­inn fast­eigna­skött­um.

Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs
Eyþór Arnalds Kynnti kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í hádeginu í dag. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Kosningaloforð Eyþórs Arnalds og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um undanþágu frá fasteignasköttum fyrir 70 ára og eldri, hagnast best einum eignamesta hópi borgarinnar.

Samkvæmt svörum Eyþórs minnkar skattaafslátturinn tekjur borgarinnar um hundruð milljóna króna, en fasteignaskattar fjármagnar meðal annars viðhald gatnakerfis borgarinnar. Tekjulægri eldri borgarar eru nú þegar undanþegnir fasteignaskatti, og því nýtist breytingin ekki þeim hópi.

Á kynningarfundi sínum í hádeginu boðaði Eyþór meðal annars færri hættuleg umferðarljós, breytta stillingu umferðarljósa til að hraða umferð, meiri tíðni almenningssamgangna og tíðari þrif á götum borgarinnar.

Eignamestir fá skattaundanþágu

Að meðaltali eiga Íslendingar yfir 67 ára aldri tæpar 46 milljónir króna í eignir, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en aðeins einn aldurshópur á meira, og eru það Íslendingar á aldrinum 60 til 66 ára, sem eiga 48 milljónir að meðaltali.

Rétt er að taka fram að meðaltalstölur sýna ekki misskiptingu innan aldurshópsins. Hinn dæmigerði Íslendingur sem er eldri en 67 ára á 34,4 milljónir króna í eignir, samkvæmt miðgildistölum, eða rúmlega 13 milljónum króna minna en meðaltalið.

Samkvæmt núgildandi reglum fá eldri borgarar undanþágu frá fasteignagjöldum ef þeir hafa tekjur undir 325 þúsund krónum á mánuði og helmingsafslátt af sköttum séu tekjurnar undir 434 þúsund krónum. Leið Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gerir hins vegar ráð fyrir því að elsti og einn eignamesti hópurinn fái skattaafslátt óháð tekjum.

Þegar horft er til þess hversu mikið eigið fé fólk af ákveðnum aldurshópi á í fasteign kemur elsti hópurinn, sem verður undanþeginn fasteignaskatti samkvæmt kosningaloforðunum, einna best út. Fólk eldra en 67 ára á að meðaltali 26,6 milljónir króna í eigið fé á mann, en mest eigið fé eiga 60 til 66 ára, eða að meðaltali 26,7 milljónir króna. Sem dæmi á fólk á aldrinum 40 til 44 ára, sem þarf áfram að borga fasteignaskatt, að meðaltali 10,6 milljónir króna í eigið fé.

Þannig á hver einstaklingur yfir 67 ára aldri á Íslandi að meðtalali 12 milljónum króna meira í eigin fé í fasteign sinni, heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu að meðtalali. Þegar horft er til miðgildis á dæmigerður íbúi á höfuðborgarsvæðinu 9 milljónir krónir í eignir í heildina, eða um 25 milljónum króna minna en dæmigerður eldri borgari yfir 67 ára aldri. Þar sem fasteignaskattar taka mið af fasteignamati er ljóst að mestan skattaafslátt fá þeir sem eiga mestar eignir.

Tekjur dæmigerðs eldri borgara, á aldrinum 67 ára og eldri, eru hins vegar aðeins rétt fyrir ofan miðgildistekjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu, eða 5,3 milljónir króna á ári.

Eyþór ArnaldsKynnti í dag kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar.
Viðstödd í IðnóGestir kynntu sér tillögur Sjálfstæðisflokksins í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í hádeginu í dag.

Tíðari almenningssamgöngur, en ekki borgarlína

Eyþór kynnti einnig loforð um að betrumbæta stillingar á umferðarljósum til að hraða umferð. Þá lofaði hann bættum almenningssamgöngum, tíðari ferðum strætó, betri biðskýlum og úrbótum í vegamálum. Í heildina sagðist Eyþór ætla að stytta ferðatíma til og frá vinnu um 20 prósent. Eyþór og framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík leggjast hins vegar gegn sameiginlegu verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kallast borgarlína, og gengur út á almenningssamgöngur í forgangsakstri og á sérakreinum.

Eyþór hefur áður rætt þær hugmyndir að fjölga hringtorgum. Í kosningaloforðum hans er kveðið á um að „fækka hættulegum ljósastýrðum gatnamótum“.

„Grasið er ekki slegið, götur og stígar ekki sópaðir.“

Eyþór kvaðst einnig vilja bregðast við svifryksmengun með tíðari þrifum á götum borgarinnar. „Borgin er skítug,“ segir í glærukynningu Eyþórs. „Grasið er ekki slegið, götur og stígar ekki sópaðir.“

Að auki kveðst Eyþór vilja tryggja öllum börnum leikskólapláss við 18 mánaða aldur, með því að auka sjálfstæði leikskólanna og fjölga dagforeldrum.

Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, lagði á dögunum fram þá hugmynd að auka tækifæri eldri borgara til að starfa á leikskólum til að bregðast við manneklu.

Þá sagðist hann lofa sparnaði í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, en útlistaði ekki þær tillögur nánar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2018

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann
Fréttir

Var and­víg­ur frek­ari upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is fyr­ir kosn­ing­ar en gagn­rýn­ir nú meiri­hlut­ann fyr­ir að hunsa vand­ann

Ey­þór Arn­alds lýsti sig ger­sam­lega mót­fall­inn auk­inni áherslu á upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is í Reykja­vík í kosn­inga­prófi RÚV í að­drag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Nú legg­ur hann fram bók­an­ir þar sem meiri­hlut­inn er gagn­rýnd­ur fyr­ir að „hunsa mála­flokk­inn“.
Hagsmunatengsl borgarfulltrúa: Eyþór enn í stjórnum fimm félaga
ÚttektBorgarstjórnarkosningar 2018

Hags­muna­tengsl borg­ar­full­trúa: Ey­þór enn í stjórn­um fimm fé­laga

Ey­þór Arn­alds sit­ur enn í stjórn­um fimm fé­laga og eru tvö þeirra eign­ar­halds­fé­lög með rúm­an einn og hálf­an millj­arð í eign­ir. Hann lof­aði að skilja sig frá við­skipta­líf­inu þeg­ar hann vann leið­toga­próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í janú­ar. Odd­viti Við­reisn­ar og fleiri ný­ir borg­ar­full­trú­ar sitja í stjórn­um fé­laga.
Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Vildi ekki verða „hús­þræll“ í vinstri- og miðju­sam­starfi en mynd­aði at­kvæða­blokk með Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, sæt­ir harðri gagn­rýni fyr­ir að hafa stillt sér upp með Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Mið­flokkn­um af praktísk­um ástæð­um. „Fram­kvæmd­ar­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi fyr­ir hönd allr­ar stjórn­ar­and­stöð­unn­ar skip­an okk­ar í nefnd­ir,“ sagði Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í dag.
Dagur áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Dag­ur áfram borg­ar­stjóri í nýj­um meiri­hluta

Full­trú­ar Við­reisn­ar verða formað­ur borg­ar­ráðs og for­seti borg­ar­stjórn­ar. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata var kynnt­ur við Breið­holts­laug í dag. Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, raul­aði „Im­per­ial March“, stef Darth Vader úr Star Wars mynd­un­um og upp­skar mik­inn hlát­ur við­staddra.

Mest lesið

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
3
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
3
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár