Fréttir

Alþingi hefur ekki yfirlit yfir ábendingar úr rannsóknarskýrslum

Forseti Alþingis segir það ekki hlutverk embættisins eða skrifstofu þingsins að taka saman ábendingar úr rannsóknarskýrslum Alþingis sem snúi að þinginu sjálfu.

Ekki hlutverk Steingríms Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir það ekki hlutverk forseta að taka saman ábendingar úr rannsóknarskýrslum Alþingis sem beint sé að þinginu sjálfu. Mynd: Pressphotos

Forseti Alþingis eða skrifstofa þingsins búa ekki yfir yfirliti yfir þær ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis sem sérstaklega er beint að Alþingi sjálfu. Þær hafa ekki verið teknar saman og lítur forseti þingsins ekki svo á að það sé hans hlutverk, eða stjórnsýslu Alþingis, að gera slíkt né heldur að tryggja að brugðist sé við ábendingum sem beint er til þingsins. Það sé löggjafarvaldsins, þingmanna sjálfra, að gera það í samræmi við meginregluna um sjálfstæði Alþingis.

Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn spurði meðal annars um hvort forseti hefði tekið saman yfirlit yfir ábendingarnar, hvernig tryggt hefði verið að þeim hefði verið fylgt eftir og hver bæri ábyrgð á að svo hefði verið gert.

Ekki hlutverk forseta

Í svarinu kemur fram að slíkt yfirlit hafi ekki verið tekið saman af hálfu forseta Alþingis eða skrifstofu þingsins. Umræddar skýrslur varði ekki stjórnsýslu á vegum Alþingis eða stjórnsýslu sem þinginu hafi verið sérstaklega falin samkvæmt lögum og því sé það ekki hlutverk forseta Alþingis að hlutast til um viðbrögð við umræddum ábendingum, þó þær snúi að þinginu sjálfu. Alþingi sjálft, löggjafarsamkoman, hafi fjallað um störf rannsóknarnefndanna sem um ræðir og beint tilmælum til stjórnvalda þegar við hefur átt. Þannig hafi nefnd níu þingmanna fjallað um ábendingar og tillögur í skýrslu rannsóknarnefndar á falli falli íslensku bankanna. Sú nefnd hafi skilað þingsályktunartillögu árið 2010 um afgreiðslu skýrslunnar frá Alþingi og var sú tillaga samþykkt.

Í svari forseta segir enn fremur: „Í samræmi við 8. mgr. 45. gr. laga um þingsköp Alþingis hefur forsætisráðherra gert grein fyrir því í skýrslum sínum um meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis hvernig brugðist hefur verið við ábendingum og tillögum rannsóknarnefndar Alþingis.“

Björn Leví spurði einnig hver hefði verið tilnefndur ábyrgðaraðili umræddra mála. Í svari Steingríms kemur fram að það falli ekki undir stjórnsýslu þingsins að tilnefna slíkan aðila heldur leiði það af meginreglunni um sjálfstæði Alþingis að þingið sjálft ákveði með hvaða hætti það vilji framfylgja ályktunum sínum eða þeim rannsóknum sem farið hafi fram á þess vegum. Það sé ekki hlutverk forseta.

 
Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Fréttir

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið