Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tregða hjá ákæruvaldinu til að rannsaka spillingu ráðherra

GRECO tel­ur að óljós mörk milli hlut­verks al­menna ákæru­valds­ins og hins sér­staka ákæru­valds Al­þing­is gagn­vart ráð­herr­um geti haft letj­andi áhrif á sak­sókn­ara­embætt­in að því er varð­ar rann­sókn­ir á spill­ingu æðstu vald­hafa.

Tregða hjá ákæruvaldinu til að rannsaka spillingu ráðherra
Spilling felldi ráðherra Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hrökklaðist frá völdum vegna spillingar. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra eftir lögbrot aðstoðarmanns hennar og Illugi Gunnarsson var staðinn að því að njóta persónulegrar fyrirgreiðslu frá fyrirtæki og eiganda þess og að nota ráðherraembætti sitt til að hygla sama fyrirtækinu. Mynd: Stjórnarráðið

GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, telja að óljós mörk milli ábyrgðarsviða almenna ákæruvaldsins og hins sérstaka ákæruvalds Alþingis gagnvart ráðherrum geti haft letjandi áhrif á saksóknaraembættin að því er varðar rannsóknir á spillingu æðstu valdhafa. 

Þetta kemur fram í skýrslu um fimmtu úttekt samtakanna á Íslandi sem var gerð opinber í morgun. Viðmælendur rannsóknarteymis GRECO á Íslandi, meðal annars fulltrúar ríkisstofnana, telja margt benda til þess að stofnanir ákæruvaldsins skorti vilja og sjálfstæði til að eiga frumkvæði að rannsóknum á lögbrotum æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Handhafar saksóknarvalds veigri sér jafnvel við að setja af stað rannsóknir sem kunni að ógna starfsframa þeirra.

„Saksóknarar staðfestu að fyrir utan eitt mál, gegn ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins sem fékk að endingu tveggja ára fangelsisdóm fyrir innherjasvik, hefðu þeir aldrei rannsakað æðstu embættismenn ríkisins, svo sem ráðherra ríkisstjórnar,“ segir í skýrslunni. „Bent var á að slík mál endi frekar með afsögn viðkomandi ráðherra eftir að þrýstingurinn er orðinn óbærilegur. Í umræðum var stundum vísað til þeirrar upplifunar almennings að ráðherrar nytu refsileysis þótt ástandið virtist vera að batna – fyrir fáeinum árum hefði ráðherra ekki einu sinni sagt af sér.“ 

Úttekt GRECO tók annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds og hins vegar til löggæslu. Til æðstu handhafa framkvæmdarvalds teljast ráðherrar, ráðuneytisstjórar og aðstoðarmenn ráðherra vegna eðlis starfs þeirra og nálægðar við starfssvið ráðherra. 

Stundin fjallaði nýlega um afgerandi mun á aðgerðum eftirlitsaðila á Íslandi og í Svíðþjóð gegn spillingu. Á undanförnum tveimur árum hefur ákæruvaldið í Svíþjóð hafið rannsókn á tveimur ráðherrum vegna spillingar þótt þar hafi komið fram takmarkaðri vísbendingar en í sambærilegum vandræðamálum íslenskra ráðherra.

Ólíkt því sem tíðkast í Svíþjóð eru spillingar- og aðstöðrubrasksmál á Íslandi aldrei rannsökuð sem meint mútumál, en engin dæmi þekkjast frá þessari öld um að stjórnmála- eða embættismaður á Íslandi hafi verið ákærður fyrir mútuþægni. Til samanburðar voru til dæmis fimm sænskir embættismenn ákærðir í fyrra fyrir að þiggja mútur af því þeir fengu ókeypis hátíðarkvöldverði frá tveimur félögum tónskálda og textahöfunda í Svíþjóð nokkrum árum áður. 

Í viðtali við Stundina í fyrra sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari að erfitt væri fyrir ákæruvaldið að stunda mikla frumkvæðisvinnu eins og rannsóknir á spillingarmálum út frá upplýsingum sem kæmu fram í fjölmiðlum. Ákæruvaldið hefði margt á sinni könnu. „Héraðssaksóknari hefur fullt af verkefnum sem óþarfi er að ég telji upp hér og hann mun ekki fókusera sérstaklega á spillingu. En spillingarmál er einn af þeim málaflokkum sem embættið mun þurfa að sinna,“ sagði Helgi sem taldi „fráleitt“ að stofna sérstaka spillingardeild innan ákæruvaldsins á Íslandi þar sem slík deild myndi ekki bera sig rekstrarlega: „Það er alveg fráleitt að stofna sérstaka deild, í þeim skilningi að um eiginlegt embætti væri að ræða, til að sinna spillingarrannsóknum á Íslandi. Þrátt fyrir allt eru mjög fá mál sem upp koma, enda Íslendingar fáir. Slík deild yrði aldrei rekstrarlega hagkvæm þar sem þar mundu ekki starfa nema 2–5 starfsmenn og málin fá.“

Þá sagði Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, að rannsóknir á spillingu væru viðkvæmar. „Þetta myndi alls ekki gerast í svona pólitískum málum. Það held ég að væri mjög viðkvæmt. Ef menn rjúka svona af stað og svo kemur réttmæt skýring eftir kannski tvo daga. Það væri kannski helst ef einhver hefur beinlínis komið ákveðnu kæruefni á framfæri til dæmis með tölvupósti eða kæru.“

Í skýrslu GRECO er bent á að túlka megi 11. gr. laga ráðherraábyrgð með þeim hætti að fyrir Landsdómi sé fyrst og fremst fjallað um pólitísk brot sem séu refsiverð samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum, en brot á almennum hegningarlögum geti verið tilfallandi. Í 3. mgr. 11. gr. laganna kemur fram að hafi ráðherra „jafnframt brotið gegn hinum almennu hegningarlögum“ skuli hegningin tiltekin í einu lagi í dómi Landsdóms. „Ef þessi túlkun er rétt, þá eru það saksóknarar sem bera meginábyrgð á því að hefja rannsóknir á háttsemi ráðherra. Þeir ættu að leika lykilhlutverk í þeim efnum,“ segir í skýrslu GRECO. 

Níu ábendingar til stjórnvalda varðandi
æðstu handhafa framkvæmdarvalds

Skýrslunni fylgja alls 18 ábendingar til íslenskra stjórnvalda um úrbætur, þar af níu varðandi æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Ábendingarnar voru þýddar á íslensku og birtar á vef Stjórnarráðsins í vikunni, en hér má sjá ábendingar GRECO til úrbóta hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdarvalds á Íslandi.

1. Unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, þar á meðal með virkri ráðgjöf, vöktun og eftirfylgni.

2. Siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, unnið verði leiðbeiningarefni með skýringum og raunhæfum dæmum og hægt verði að leita ráðgjafar um þær í trúnaði. Þá verði til staðar eftirlitsaðili með framkvæmd siðareglnanna og viðurlagakerfi komið á fót.

3. Komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi, þar á meðal með reglulegri fræðslu.

4. Settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila sem leitast eftir því að hafa áhrif á undirbúning löggjafar og önnur störf stjórnvalda.

5. Reglur um aukastörf æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði endurskoðaðar og gerð skýrari grein fyrir því hvaða störf eru heimil og hver ekki.

6. Settar verði skýrari reglur um gjafir og önnur fríðindi fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds, þar sem gert yrði ráð fyrir skýrum farvegi fyrir tilkynningar, birtingu upplýsinga og viðeigandi ráðgjöf til að tryggja að tekið sé á öllum tegundum fríðinda með viðunandi hætti.

7. Settar verði reglur um störf æðstu handhafa framkvæmdarvalds eftir að störfum fyrir hið opinbera lýkur.

8. Hagsmunaskráningarkerfi æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði bætt, sér í lagi með því að taka tillit til verðmætis eigna þeirra, fjárhæðar framlaga til þeirra og skuldbindinga. Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skráningarskylduna og láta hana ná yfir maka og börn á forræði viðkomandi, með tilliti til þess að slíkar upplýsingar þyrfti ekki endilega að birta opinberlega.

9. Trúverðugleiki hagsmunaskráningarkerfis fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði aukinn, með því að leitast við að tryggja að farið verði eftir reglum með eftirliti, viðeigandi ráðgjöf og fræðslu og með því að setja á fót viðurlagakerfi þegar skráning er ófullnægjandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spilling

Lækkun Íslands skrifast ekki á Grétar Þór og Þorvald
SkýringSpilling

Lækk­un Ís­lands skrif­ast ekki á Grét­ar Þór og Þor­vald

Ein mæl­ing, sem staf­ar af mati tveggja ís­lenskra há­skóla­pró­fess­ora á spill­ing­ar­vörn­um hér­lend­is, hef­ur dreg­ið Ís­land nið­ur list­ann í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency In­ternati­onal und­an­far­in ár. Ís­land féll um nokk­ur sæti milli ára, en það sem helst breyt­ist er mat sér­fræð­inga al­þjóð­legs grein­inga­fyr­ir­tæk­is, IHS Global In­sig­ht, á spill­ingaráhættu í tengsl­um við við­skipti hér á landi.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu