Fréttir

Þungaðar konur settar í óþægilega stöðu

Laun ljósmæðra endurspegla bæði virðingarleysi gagnvart verðandi foreldrum og störfum kvenna. Þetta segir þunguð kona sem skrifaði stuðningsyfirlýsingu sem meira en 2.000 manns hafa skrifað undir á fáeinum dögum. Hún segir ótækt að þungaðar konur, sem jafnvel kvíða fæðingu, þurfi að óttast það líka að það verði kannski aðeins lágmarksmönnun og álag á ljósmæðrum þegar að þeirra fæðingu kemur.

Gengin 32 vikur Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir er ein fjölmargra sem sýnt hafa kjarabaráttu ljósmæðra stuðning. Hún segir lítið gert úr meðgöngu og fæðingu með því að hlúa ekki betur að stétt ljósmæðra. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ef tekið væri mið af vinnutíma, álagi og ábyrgð, kröfum um færni og hæfni, ættu ljósmæður að vera með hæstlaunaða starfsfólki landsins.“ Þetta segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, sem er ein fjölmargra kvenna sem sýnt hafa kjarabaráttu ljósmæðra stuðning með því að skrifa grein til að vekja athygli á mikilvægi þeirra. „Það verður sífellt meira áberandi hvað við berum í raun og veru litla virðingu fyrir konum og kvennastéttum. Það á að semja við þær um laun í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð. Mér finnst líka gert lítið úr meðgöngu og fæðingum, með því að hlúa ekki betur að þessari stétt. Það að eignast barn er eitthvað það stærsta sem maður gerir á ævinni. Maður leggur líkama sinn algjörlega undir og er varnarlaus þegar líkaminn tekur yfir, til að nýtt líf geti komið í heiminn. Það þarf sérstakar manneskjur sem mæta konu á þessu augnabliki,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir.

Óþægilegt ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Fréttir

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið