Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Naumt skammtað til spítalareksturs en horfið frá óraunsæi fyrri stjórnar

Út­gjalda­aukn­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar til heil­brigð­is­mála renn­ur að mestu til fjár­fest­inga og fram­kvæmda en rekst­ur sjúkra­hús­þjón­ustu verð­ur lík­lega áfram í járn­um þeg­ar tek­ið er til­lit til mann­fjölda­þró­un­ar, öldrun­ar og að­sókn­ar ferða­manna.

Út­gjalda­aukn­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar til heil­brigð­is­mála renn­ur að mestu til fjár­fest­inga og fram­kvæmda en rekst­ur sjúkra­hús­þjón­ustu verð­ur lík­lega áfram í járn­um þeg­ar tek­ið er til­lit til mann­fjölda­þró­un­ar, öldrun­ar og að­sókn­ar ferða­manna.

Útgjöld til heilbrigðismála munu vaxa um 25,7 prósent að raunvirði á kjörtímabili ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur ef fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar gengur eftir. Hlutfall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu verður þannig um 8,3 prósent á síðasta fjárlagaári ríkisstjórnarinnar árið 2021, hærra en nokkur dæmi eru um á þessari öld, en nokkru lægra en 86 þúsund landsmanna kölluðu eftir þegar Kári Stefánsson setti af stað undirskriftasöfnun um endurreisn heilbrigðiskerfisins árið 2016 og krafðist 11 prósenta af vergri landsframleiðslu til málaflokksins.

Útgjöld til spítalareksturs dragast saman

Framlög ríkisins til sjúkrahúsþjónustu námu 85,6 milljörðum árið 2017 en verða 110,3 milljarðar árið 2021 eða tæplega 25 milljörðum hærri.

Af þessum 25 milljörðum rennur megnið til fjárfestinga, meðal annars byggingarframkvæmda við Hringbraut sem verða umfangsmestar árið 2021.

Áætluð framlög til fjárfestinga vegna sjúkrahúsþjónustu aukast um 16 milljarða en á sama tíma hækka rekstrar- og tilfærslugjöld um aðeins 8,6 milljarða.

Sú hækkun skiptist milli Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum og erlendrar sjúkahúsþjónustu, en hluti aukningarinnar fer í sérstakt átak um styttingu biðlista eftir tilteknum aðgerðum. 

Heilbrigðisinnviðir styrktirÚtgjöld til heilbrigðismála munu aukast talsvert í fjármálaráðherratíð Bjarna Benediktssonar ef áætlun hans gengur eftir.

Þegar tekið er mið af mannfjöldaþróun og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar verður að teljast ólíklegt að þessi aukning dugi til að halda í við eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu á spítölum og öðrum heilbrigðisstofnunum. 

Allt í allt munu útgjöld til reksturs sjúkrahúsþjónustu, deilt niður á fjölda Íslendinga miðað við áætlaða mannfjöldaþróun, dragast saman frá 2018 til 2021.

Ofan á þetta bætist að ferðamannastraumurinn mun halda áfram að valda álagi á heilbrigðisstofnanir. Því má búast við háværri gagnrýni frá forstöðumönnum spítalanna við framlagningu næstu fjárlagafrumvarpa. 

Dregið úr kostnaði sjúklinga um tæpa 2 milljarða á ári

Allt í allt hækka framlög til sjúkrahúsamála um 28,7 prósent frá 2017 til 2021, en aukningin til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, meðal annars hjá sérfræðilæknum og á heilsugæslustöðvum, verður 23,6 prósent á sama tímabili. Út frá þessu virðist sem stefnt sé að því að byggja upp opinbera kerfið í ríkara mæli en hið einkarekna.

Ef einungis er litið til rekstrarútgjalda er hins vegar ljóst að framlög vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa aukast um tvöfalt meira en til rekstrar og þjónustu á spítölum. 

Útgjöld vegna reksturs spítalanna aukast um 10,4 prósent á kjörtímabilinu meðan rekstrargjöld vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa aukast tvöfalt meira, um 23,6 prósent. Hluti af þeirri aukningu rennur til lækkunar á greiðsluþátttöku sjúklinga, en ráðgert er að veita samtals 8,5 milljarða til þess á tímabilinu sem fjármálaáætlunin tekur til, þ.e. frá 2019 til 2023, eða að meðaltali 1,7 milljarða á ári. 

Fram kemur í greinargerð áætlunarinnar að stefnt sé að því að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist á Norðurlöndunum. Þannig verði hlutfall heimila af heildarheilbrigðiskostnaði samkvæmt samræmdu viðmiði OECD komið 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

274. spurningaþraut: Lindsay Vonn, Padmé Amidala, göldrótt kerling, hegðun, atferli, framkoma
Þrautir10 af öllu tagi

274. spurn­inga­þraut: Lindsay Vonn, Padmé Ami­dala, göldr­ótt kerl­ing, hegð­un, at­ferli, fram­koma

Hérna er nú hlekk­ur á þraut­ina síð­an í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir loft­skip­ið á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir ný bók Ein­ars Kára­son­ar um og með Jóni Ás­geiri Jó­hann­es­syni? 2.   Hvað hét franska rann­sókn­ar­skip­ið und­ir stjórn Charcots leið­ang­urs­stjóra sem fórst út af Mýr­un­um ár­ið 1936? 3.   Lindsay Vonn sett­ist í helg­an stein ár­ið 2019...
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Viðtal

Ham­ingj­an ekki til sölu á net­inu

Yrsa Sig­urð­ar­dótt­ir er verk­fræð­ing­ur og rit­höf­und­ur sem hef­ur sér­hæft sig í glæpa­sög­um en finnst fátt mik­il­væg­ara en hlát­ur, að finna það sem er skemmti­legt og fynd­ið.
Fullir vasar
Bíó Tvíó#189

Full­ir vas­ar

Andrea og Stein­dór ræða kvik­mynd Ant­ons Sig­urðs­son­ar frá 2018, Full­ir vas­ar.
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
ViðtalFangar og ADHD

Ómeð­höndl­að ADHD get­ur boð­ið hætt­unni heim

Tal­ið er að sjö til átta pró­sent fólks sé með tauga­þroskarösk­un­ina ADHD. Nauð­syn­legt er að greina ADHD á fyrstu ár­um grunn­skóla og bjóða upp á við­eig­andi með­ferð, því ómeð­höndl­að get­ur það haft nei­kvæð áhrif á ein­stak­ling­inn og fólk­ið í kring­um hann. Ef barn með ADHD fær ekki að­stoð aukast lík­ur á að fram komi fylgirask­an­ir, sem geta orð­ið mun al­var­legri en ADHD-ein­kenn­in.
Veturinn kom þennan dag
ViðtalDauðans óvissa eykst

Vet­ur­inn kom þenn­an dag

Á hálfu ári missti Guð­laug Guð­munda Ingi­björg Berg­sveins­dótt­ir móð­ur sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlað­ast upp í lífi henn­ar en þrátt fyr­ir það sagði lækn­ir henni, þeg­ar hún loks leit­aði að­stoð­ar, að hún væri ekki að kljást við þung­lyndi því hún hefði svo margt fyr­ir stafni. Nú þeg­ar þrjú ár eru lið­in síð­an áföll­in riðu yf­ir er hún enn með höf­uð­ið fast í hand­bremsu, eins og hún lýs­ir því sjálf.
273. spurningaþraut: Eugene Onegin og Onedin-fjölskyldan, það er aldeilis!
Þrautir10 af öllu tagi

273. spurn­inga­þraut: Eu­gene Oneg­in og Oned­in-fjöl­skyld­an, það er al­deil­is!

Jú, hér er þraut gær­dags­ins. * Auka­spurn­ing nr. 1: Hvað heit­ir þetta unga skáld? Ann­að­hvort skírn­ar­nafn eða ætt­ar­nafn dug­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Einn helsti mátt­ar­stólpi ís­lenska lands­liðs­ins í hand­bolta allt frá 2005 er Al­ex­and­er Peters­son. Hann flutti til Ís­lands frá öðru landi rétt fyr­ir alda­mót­in 2000 og gerð­ist síð­an ís­lensk­ur rík­is­borg­ari. Frá hvaða landi kom Al­ex­and­er? 2.   Einu sinni var...
Betrun ætti að byggja á vísindalegri þekkingu
ViðtalFangar og ADHD

Betr­un ætti að byggja á vís­inda­legri þekk­ingu

Har­ald­ur Er­lends­son geð­lækn­ir vann á sín­um tíma á Litla-Hrauni og gagn­rýn­ir skort á þjón­ustu við fanga með ADHD hvað varð­ar geð­þjón­ustu og lyf sem virka. Fang­elsis­kerf­ið eigi að byggja á vís­inda­legri þekk­ingu um betr­un en ekki refs­ingu eða hefnd, sem gagn­ast föng­um með ADHD lít­ið.
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
ViðtalFangar og ADHD

Föng­um nú boð­ið upp á geð­heil­brigð­is­þjón­ustu

Geð­heilsu­teymi fang­elsa er ný­legt teymi á veg­um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem býð­ur föng­um upp á með­ferð við geð­heil­brigð­is­vanda svo sem ADHD. Með­ferð­in er fjöl­þætt og er boð­ið upp á sam­tals­með­ferð­ir og lyf ef þarf. „ADHD-lyf­in draga nátt­úr­lega úr hvat­vís­inni sem mað­ur von­ar að verði til þess að við­kom­andi brjóti ekki af sér aft­ur eða fari að nota vímu­efni aft­ur,“ seg­ir Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.
Meirihluti fanga með ADHD: Rétt meðferð gæti komið í veg fyrir afbrot
ViðtalFangar og ADHD

Meiri­hluti fanga með ADHD: Rétt með­ferð gæti kom­ið í veg fyr­ir af­brot

Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu, fé­lags fanga, hef­ur gagn­rýnt það úr­ræða­leysi sem hef­ur ver­ið í fang­els­um lands­ins varð­andi grein­ing­ar á með­ferð til dæm­is við ADHD þótt skrið­ur sé kom­inn á mál­ið. Hann seg­ir að breyta þurfi um kerfi í fang­els­is­mál­um.
Fann frið í fangelsinu
ViðtalFangar og ADHD

Fann frið í fang­els­inu

Á sín­um yngri ár­um var Völ­und­ur Þor­björns­son óstýri­lát­ur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörf­in fyr­ir at­hygli ágerð­ist eft­ir móð­ur­missi, spenn­an stig­magn­að­ist og ákær­ur hrönn­uð­ust inn. Í fang­elsi fann hann loks frið og upp­lifði dvöl­ina ekki sem frels­is­svipt­ingu held­ur end­ur­ræs­ingu. Í kjöl­far­ið upp­lifði hann am­er­íska draum­inn í Kan­ada og styð­ur nú við son í kyn­leið­rétt­ing­ar­ferli.
272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan
Þrautir10 af öllu tagi

272. spurn­inga­þraut: Berlín, skrímsli og fjöl­menn­asta orr­ust­an

Síð­asta þraut­in, hér er hún! * Fyrri auka­spurn­ing, hver er kon­an á mál­verki Al­ex­and­ers Ivanovs hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Á ár­un­um 1977-1979 gaf tón­list­ar­mað­ur einn út þrjár plöt­ur sem í sam­ein­ingu eru gjarn­an kall­að­ar „Berlín­ar-plöt­urn­ar“. Hver var þessi tón­list­ar­mað­ur? 2.   William Frederick Co­dy hét Banda­ríkja­mað­ur nokk­ur, sem fædd­ist í Iowa ár­ið 1846 en lést í Den­ver í Col­orado...
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Fréttir

Frá­vís­un­ar­krafa Jóns Bald­vins verð­ur tek­in aft­ur fyr­ir í hér­aðs­dómi

Lands­rétt­ur hef­ur gert ómerka frá­vís­un hér­aðds­dóms Reykja­vík­ur á máli Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar sem varð­ar kyn­ferð­is­lega áreitni. Flytja þarf frá­vís­un­ar­mál­ið að nýju.