Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Naumt skammtað til spítalareksturs en horfið frá óraunsæi fyrri stjórnar

Út­gjalda­aukn­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar til heil­brigð­is­mála renn­ur að mestu til fjár­fest­inga og fram­kvæmda en rekst­ur sjúkra­hús­þjón­ustu verð­ur lík­lega áfram í járn­um þeg­ar tek­ið er til­lit til mann­fjölda­þró­un­ar, öldrun­ar og að­sókn­ar ferða­manna.

Út­gjalda­aukn­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar til heil­brigð­is­mála renn­ur að mestu til fjár­fest­inga og fram­kvæmda en rekst­ur sjúkra­hús­þjón­ustu verð­ur lík­lega áfram í járn­um þeg­ar tek­ið er til­lit til mann­fjölda­þró­un­ar, öldrun­ar og að­sókn­ar ferða­manna.

Útgjöld til heilbrigðismála munu vaxa um 25,7 prósent að raunvirði á kjörtímabili ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur ef fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar gengur eftir. Hlutfall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu verður þannig um 8,3 prósent á síðasta fjárlagaári ríkisstjórnarinnar árið 2021, hærra en nokkur dæmi eru um á þessari öld, en nokkru lægra en 86 þúsund landsmanna kölluðu eftir þegar Kári Stefánsson setti af stað undirskriftasöfnun um endurreisn heilbrigðiskerfisins árið 2016 og krafðist 11 prósenta af vergri landsframleiðslu til málaflokksins.

Útgjöld til spítalareksturs dragast saman

Framlög ríkisins til sjúkrahúsþjónustu námu 85,6 milljörðum árið 2017 en verða 110,3 milljarðar árið 2021 eða tæplega 25 milljörðum hærri.

Af þessum 25 milljörðum rennur megnið til fjárfestinga, meðal annars byggingarframkvæmda við Hringbraut sem verða umfangsmestar árið 2021.

Áætluð framlög til fjárfestinga vegna sjúkrahúsþjónustu aukast um 16 milljarða en á sama tíma hækka rekstrar- og tilfærslugjöld um aðeins 8,6 milljarða.

Sú hækkun skiptist milli Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum og erlendrar sjúkahúsþjónustu, en hluti aukningarinnar fer í sérstakt átak um styttingu biðlista eftir tilteknum aðgerðum. 

Heilbrigðisinnviðir styrktirÚtgjöld til heilbrigðismála munu aukast talsvert í fjármálaráðherratíð Bjarna Benediktssonar ef áætlun hans gengur eftir.

Þegar tekið er mið af mannfjöldaþróun og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar verður að teljast ólíklegt að þessi aukning dugi til að halda í við eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu á spítölum og öðrum heilbrigðisstofnunum. 

Allt í allt munu útgjöld til reksturs sjúkrahúsþjónustu, deilt niður á fjölda Íslendinga miðað við áætlaða mannfjöldaþróun, dragast saman frá 2018 til 2021.

Ofan á þetta bætist að ferðamannastraumurinn mun halda áfram að valda álagi á heilbrigðisstofnanir. Því má búast við háværri gagnrýni frá forstöðumönnum spítalanna við framlagningu næstu fjárlagafrumvarpa. 

Dregið úr kostnaði sjúklinga um tæpa 2 milljarða á ári

Allt í allt hækka framlög til sjúkrahúsamála um 28,7 prósent frá 2017 til 2021, en aukningin til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, meðal annars hjá sérfræðilæknum og á heilsugæslustöðvum, verður 23,6 prósent á sama tímabili. Út frá þessu virðist sem stefnt sé að því að byggja upp opinbera kerfið í ríkara mæli en hið einkarekna.

Ef einungis er litið til rekstrarútgjalda er hins vegar ljóst að framlög vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa aukast um tvöfalt meira en til rekstrar og þjónustu á spítölum. 

Útgjöld vegna reksturs spítalanna aukast um 10,4 prósent á kjörtímabilinu meðan rekstrargjöld vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa aukast tvöfalt meira, um 23,6 prósent. Hluti af þeirri aukningu rennur til lækkunar á greiðsluþátttöku sjúklinga, en ráðgert er að veita samtals 8,5 milljarða til þess á tímabilinu sem fjármálaáætlunin tekur til, þ.e. frá 2019 til 2023, eða að meðaltali 1,7 milljarða á ári. 

Fram kemur í greinargerð áætlunarinnar að stefnt sé að því að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist á Norðurlöndunum. Þannig verði hlutfall heimila af heildarheilbrigðiskostnaði samkvæmt samræmdu viðmiði OECD komið 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Viðtal

Reyk­vísk skrif­stofu­kona um­lukin svarta­dauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
ÞrautirSpurningaþrautin

791. spurn­inga­þraut: Picasso mál­aði portrett af ... hvaða konu?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þetta fjall? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða vin­sæla hljóm­sveit sendi frá sér plöt­una Their Satanic Maj­esties Requ­est ár­ið 1967? 2.  Hver var þá að­al gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar?   3.  Dönsk yf­ir­völd og sér í lagi for­sæt­is­ráð­herr­ann hafa nú feng­ið skömm í hatt­inn hjá op­in­berri rann­sókn­ar­nefnd í Dan­mörku vegna fram­göngu sinn­ar í máli sem sner­ist um ákveðna dýra­teg­und. Hvaða dýr voru...
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
MenningHús & Hillbilly

Myndi ör­ugg­lega aldrei fara neitt ef hún vissi allt

Covid-far­ald­ur­inn birt­ist ljós­lif­andi á nýj­asta lista­verki lista­kon­unn­ar Eirún­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, Raun­tím­ar­efl­in­um, sem var saumað­ur með­an á far­aldr­in­um stóð. Ref­ill­inn tók mið af stöðu far­ald­urs­ins á hverj­um tíma og var loka­út­kom­an því ekki fyr­ir­fram ákveð­in.