Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Alls konar dót en ekkert hefðbundið

Fjöl­breytt bók- og prent­verk sem fyr­ir­finnst ekki í næstu bóka­búð verð­ur að finna á bók­verka- og prent­blóti Reykja­vík­ur sem fram fer á Kjar­vals­stöð­um á laug­ar­dag. Þau sem hafa áhuga á að eign­ast verk eft­ir upp­renn­andi lista­menn gætu gert margt vit­laus­ara en að líta þar inn, þar sem fjöldi upp­renn­andi lista­manna tek­ur þátt.

Alls konar dót en ekkert hefðbundið
Óreiðumótorinn Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sýnir „lítið drasl sem hún er sjálf búin að búa til“ á prentblótinu sem fram fer á Kjarvalsstöðum. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ímyndaðu þér lítið þorp þar sem íbúarnir tækju ákvörðun um að halda jólamarkað. Nema að í þessu þorpi væru allir hönnuðir, rithöfundar, teiknarar og listamenn. Þetta verður þannig – alls konar dót til sölu, bara ekki hefðbundið.“ Þannig lýsir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir andanum á bókverka- og prentblóti Reykjavíkur, sem fram fer á Kjarvalsstöðum 14. apríl næstkomandi. Meira en sextíu einstaklingar eða félög hafa bókað sér bás á samkomunni þetta árið.

„Ímyndaðu þér lítið þorp þar sem íbúarnir tækju ákvörðun um að halda jólamarkað. Nema að í þessu þorpi væru allir hönnuðir, rithöfundar, teiknarar og listamenn.“

Þetta er fjórða árið í röð sem prentblótið fer fram. Það var breskur nemandi við myndlistardeild LHÍ sem boðaði til þess í fyrsta sinn. Hann hafði ekki hug á að halda því áfram en aðrir voru komnir á bragðið og tóku við keflinu. Þeirra á meðal eru Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Sam Rees, samkennari hennar við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár