Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
7

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Vilja fella úr gildi bann við að móðga þjóðhöfðingja: „Snýst um tjáningarfrelsið“

Utanríkisráðuneytið leggst gegn því að fellt verði úr lögum ákvæði sem bannar að þjóðhöfðingjar séu móðgaðir. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG, segir hið sama eiga að gilda um þjóðhöfðingja og aðra.

Vill að heimilt sé að móðga þjóðhöfðingja Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur fráleitt að það varði sér ákvæði í almennum hegningarlögum að móðga erlenda þjóðhöfðingja. Lagaákvæðið vegi að tjáningarfrelsinu. 
freyr@stundin.is

Utanríkisráðuneytið leggst gegn því að lagagrein þar sem segir að það geti varðað allt að sex ára fangelsi að smána erlendan þjóðhöfðingja, þjóð eða fána erlends ríkis, verði afnumin. Í umsögn um frumvarp þess efnis sem ráðuneytið hefur sent inn til Alþingis er vernd erlendra sendierindreka og friðhelgi sendiráða lögð að jöfnu við vörn erlendra þjóðhöfðingja gegn móðgunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins telur ráðuneytið á villigötum og segir að afnám ákvæðisins snúist um vernd tjáningarfrelsisins.

Fjórir þingmenn Vinstri grænna lögðu í febrúar síðastliðnum fram frumvarp þess efnis að 95. grein almennra hegningarlaga yrði afnumin í heild sinni. Í greininni er tiltekið að það varði sektum eða fangelsi að smána erlendar þjóðir, ríki, ráðamenn, þjóðhöfðingja eða fána. Hið sama gildi um erindreka erlendra ríkja hér á landi. Þá er tiltekið að sömu refsingar liggi við ógnunum eða valdbeitingu gagnvart sendierindrekum eða sendiráðum. Síðastnefnda ákvæði greinarinnar var bætt inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa smánað Bandaríkin með því að kasta eldsprengju á sendiráð þeirra að Laufásvegi.

Leggja móðganir að jöfnu við vernd diplómata

Í umsögn utanríkisráðuneytisins er sem fyrr segir lagst gegn því að umrætt lagaákvæði verði afnumið. Einkum er þar vísað til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslendinga sem felist í aðild að svonefndum Vínarsamningi frá árinu 1961, um stjórnmálasamband ríkja. Í umsögninni kemur fram að af lestri greinargerðar með frumvarpinu megi ráða að því sé einkum beint gegn þeim hluta lagaákvæðisins sem snúi að vernd erlendra þjóðhöfðingja gegn smánun. Hins vegar myndu, með afnámi ákvæðisins, einnig falla út refsákvæði vegna annars þess sem tiltekið er í greininni. Er það af hálfu ráðuneytisins talið afleitt þar eð það vinni gegn ákvæðum Vínarsamningsins.

Hvað varðar móðgun við erlenda þjóðhöfðingja segir síðan í umsögn ráðuneytisins: „Má rökstyðja að öll sömu verndarsjónarmið og um sendiráð og sendierindreka eigi að gilda um þjóðhöfðingja erlends ríkis. Að mati ráðuneytisins skýtur skökku við ef þjóðhöfðingi erlends ríkis njóti minni réttarvemdar heldur en t.d. sendiherra viðkomandi ríkis, aðrir sendierindrekar og fjölskyldur þeirra.“

Ekki sér íslensk umræða

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segist telja að utanríkisráðuneytið sé á villigötum í málinu. Þannig hafi þegar árið 2002 fallið dómur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í máli franska dagblaðsins Le Monde, þar sem úrskurðað var að sérstök vernd þjóðhöfðingja fyrir móðgunum væri ónauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. „Þetta er ekki sér íslenskt mál, þessi umræða á sér stað í öðrum löndum. Þannig er verið að vinna að því á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og í samvinnu við International Press Institute að gera úttekt á löggjöf um sérvernd erlendra þjóðhöfðingja,“ segir Steinunn Þóra og bendir á mál þýska grínistans Jans Böhmermanns sem vakti mikla umræðu árið 2016. Þýska ríkisstjórnin neyddist þá til að heimila að ákæra yrði gefin út á hendur Böhmermann fyrir að hafa með flutningi sínum á ljóði um tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan móðgað erlendan þjóðhöfðingja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði þá að þýsk lög sem banni fólki að móðga erlenda þjóðhöfðingja yrðu afnumin innan tveggja ára. Málið á hendur Böhmermann var fellt niður.

Steinunn Þóra segir frumvarpið snúast um vernd á tjáningarfrelsi almennings. „Í grundvallaratriðum snýst þetta um málfrelsið, það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða. Það er það sem þetta snýst um, tjáningarfrelsi almennings. Það er almenn löggjöf sem snýr að meiðyrðum, hótunum um líkamsmeiðingar og svo framvegis sem hægt er að beita í þeim tilfellum og sömu reglur eiga vitanlega að gilda um þjóðhöfðingja sem aðra.“

Ekki vegið að vernd diplómata

Steinunn Þóra segir einnig að með því fella 95. grein laganna úr gildi sé heldur ekki verið að vega að vernd erlendra diplómata hér á landi. Vínarsamningurinn sé eftir sem áður í gildi auk almennra laga. Telji utanríkisráðuneytið hættu á slíku sé einfalt mál að styrkja aðrar greinar lagasafnsins. „Ég efast að vísu um að svo sé en það væri bara gott að fá fulltrúa ráðuneytisins inn á fund til að þeir geti borið fram rök fyrir því. Meginpunkturinn er sá það er partur af tjáningarfrelsinu að mega tjá sig um þjóðhöfðingja, um þjóðfána og svo framvegis.“

„Það á að vera hægt að gagnrýna þá sem eru skipaðir eða kjörnir æðstu talsmenn sinna þjóða.“

Varðandi þann hluta lagaákvæðsins sem snýr að ógnunum gagnvart sendiráðum og sendiráðsstarfsmönnum segir Steinunn Þóra að augljóst sé að sú klausa eigi á engan hátt heima í almennum hegningarlögum. „Sú grein var sett inn í lögin árið 2002, eftir að þrír menn voru ákærðir fyrir að hafa kastað bensínsprengju að bandaríska sendiráðinu. Þeir voru ákærðir og síðan dæmdir eftir þessari 95. grein sem þá var, sem sneri að móðgun við erlenda þjóðhöfðingja. Ég hef hins vegar alltaf talið að þeir hafi verið ranglega dæmdir, það hafi átt að ákæra þá fyrir eignaspjöll, tilraun til íkveikju eða eitthvað í þá veru. Alla vega hefði ekki átt að dæma þá samkvæmt þessum lögum. Það að utanríkisráðuneytið telji að nauðsynlegt sé að þetta ákvæði sé til staðar skil ég ekki, ég tel að ráðuneytið sé þar á villigötum. Þetta ákvæði á ekki við á þessum stað í lögunum.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
6

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
6

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

·

Nýtt á Stundinni

„Íslenska þjóðin á betra skilið en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni“

„Íslenska þjóðin á betra skilið en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni“

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·