Fréttir

Segir ummæli um „lélegt fjármálalæsi“ koma frá ráðuneyti samstarfsflokks

Einar Hannesson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir orðin lýsa upplifun ríkisstarfsmanna sem ungt fólk í greiðsluvanda leitar til.

Einar Hannesson, aðstoðarmaður Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra, segir að ráðuneyti Ásmundar Einars Daðasonar sé ábyrgt fyrir orðum í greinargerð fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar þar sem fjárhagsvandi lágtekjufólks á leigumarkaði er settur í samhengi við „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“. 

Umfjöllun um lélegt fjármálalæsi sem eina af helstu áskorunum stjórnvalda á sviði fjölskyldumála er að finna í þingskjali, greinargerð fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem lögð er fram í formi þingsályktunartillögu frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra eins og lög um opinber fjármál gera ráð fyrir. Efnisgreinin birtist í sérstökum viðauka þar sem farið er yfir stefnumótun ráðuneyta fyrir málefnasvið og málaflokka yfir áætlunartímabilið. Þar er fjallað með almennum hætti um stefnu og markmið ríkisstjórnarinnar með tilliti til fjármála ríkisins. 

Einar Hannesson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, heldur því fram í athugasemd við frétt Stundarinnar að greinargerðin og viðaukinn sem fylgdi fjármálaáætlun þingsályktunartillögunnar sem Bjarni Benediktsson lagði fram sem fjármála- og efnahagsráðherra, sé í raun ekki greinargerð Bjarna Benediktssonar. „Þeir sem hafa trúað Stundinni og tekið hér stórt upp í sig hafa hlaupið 1. apríl. Þannig er að þetta er ekki greinargerð Bjarna Benediktssonar heldur kemur þessi texti frá Velferðaráðneytinu,“ skrifar hann. 

Þá segir hann textann endurspegla upplifun þeirra sem vinna við að hjálpa ungu fólki í fjárhagsvanda. „[Hann] endurspeglar það sem þeir sem vinna við þær stofnanir sem lifa og hrærast í greiðsluvanda ungs fólks hafa orðið áskynja,“ skrifar hann.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Inga Sæland segist ekki vera hugsjónalaus afæta

Fréttir

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið