Fréttir

Ranglega greind með millirifjagigt, kvíða og þunglyndi

„Á tímabili fór ég að efast um mína andlegu og líkamlegu heilsu,“ segir Þórey Helgadóttir, sem gekk á milli lækna og var ranglega greind með ýmsa kvilla þegar láðist að líta á niðurstöður blóðprufu sem sýndu alvarlegan járnskort og blóðleysi.

Þegar maður hittir Þóreyju Helgadóttur er erfitt að ímynda sér að sú hin sama hafi verið komin í andlegt og líkamlegt þrot skömmu áður vegna rangrar greiningar á sjúkdómseinkennum. Þegar við setjumst niður hefur hún lokið löngum vinnudegi, en Þórey starfar sem hrossaræktandi og tamningamaður í Bláskógabyggð.

„Þetta byrjaði í apríl 2016 en þá fann ég fyrir mikilli hjartsláttaróreglu og var ekki eins og ég átti að mér að vera,“ segir Þórey. Hún var þá stödd sem áhorfandi á  körfuboltaleik sonar síns. Eiginmaður hennar var með í för og sá fljótlega að ekki var allt með felldu.

Dagarnir liðu og óþægindin stigmögnuðust og fékk Þórey símatíma hjá lækni í heimabyggð. Hún lýsir fyrir honum einkennunum sem voru erfiðleikar með tal, þróttleysi og mæði við hin minnstu átök. Það var líkt og hjartað missti úr slag við líkamlega hreyfingu eða bætti við sig aukatakti, útskýrir hún. Þetta var ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

Segir Arnfríði ekki með réttu geta talist handhafi dómsvalds

Fréttir

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Fréttir

FM Belfast hafa enn ekki fengið greitt fyrir Airwaves

Pistill

Hvað vonuðum við?

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það eru engin átök á Gaza og atburðirnir eru ekki sorglegir

Fréttir

Nýr stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á leigufélag sem er virkt á húsnæðismarkaði

Pistill

Hvalárvirkjun og efnahagslögmálin

Fréttir

Eyþór efndi ekki loforðið í Árborg því það stóðst ekki lög en endurtekur nú leikinn í Reykjavík

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra