Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
3

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
6

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
7

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Jón Trausti Reynisson

Uppgangur fáræðis

Við sendum heillaóskir okkar til þjóðarleiðtoga sem safna völdum. Menning okkar ræður því hvort við sækjum í lýðræði eða kjósum yfir okkur fáræði.

Jón Trausti Reynisson

Við sendum heillaóskir okkar til þjóðarleiðtoga sem safna völdum. Menning okkar ræður því hvort við sækjum í lýðræði eða kjósum yfir okkur fáræði.

Uppgangur fáræðis
Forseti Íslands og leiðtogar sem taka sér aukin völd Guðni Th. Jóhannesson forseti sendir þjóðarleiðtogum gjarnan lítt dulin umbótasinnuð skilaboð í heillaóskum sínum. Recep Erdogan Tyrklandsforseti, Xi Jinping, forseti Kína, Sisi Egyptalandsforseti, Donald Trump Bandaríkjaforseti, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. 

Nú þegar hvert ríkið á fætur öðru færist lengra í átt að einræði sendum við kveðjur okkar héðan frá Íslandi. 

Þetta virðist okkur fjarlægt, en við erum ekki undanþegin áhrifum af valdasamþjöppun og afleiðingum hennar. Sömu tilhneigingar eru til staðar á Íslandi, þótt menning okkar hafi hingað til hindrað einræði. Við horfum hins vegar iðulega á einræði sem fjarlægt og auðskilgreinanlegt fyrirbæri, þar sem einn eða fáir kúga þjóð sína. Fólk í einræðissamfélögum lýsir hins vegar almennt stuðningi við valdhafa, bæði þrátt fyrir valdasamþjöppun og vegna hennar.

Fólk spilar með. Og við sendum heillaóskir.

Heillaóskir okkar

Nýlega sendi forseti Íslands heillaóskir til nýkjörins leiðtoga stærsta lands heims, Rússlands, og fjölmennasta ríkis heims, Kína, þar sem forsetinn hafði fengið í gegn að tveggja kjörtímabila takmörk á setu einstaklings á forsetastóli yrði aflétt. Aðeins tveir greiddu atkvæði á móti, en 2958 meðlimir landsþings Kínverska þjóðþingsins kusu með því að veita Xi Jinping tækifæri til að vera leiðtogi til lífstíðar, í samstöðu um mikilvægi þess að Jinping fengi meiri tíma og vinnufrið til að vinna verkefni í þágu alþýðunnar. Kína, sem talið er að verði langstærsta efnahagsveldi heims innan fárra ára, hefur þannig tekið skref til einræðis frá tilraunum til lýðræðisvæðingar.

Donald Trump, forseti öflugasta lýðræðisríkis heims, fagnaði þessu í orði kveðnu, og sagði í léttum dúr að Xi Jinping væri „frábær“. „Honum tókst þetta. Hann verður forseti til lífstíðar. Kannski þurfum við að prófa þetta einhvern daginn.“ 

Forsetinn okkar sendi Xi Jinping heillaóskir okkar, en áréttaði reyndar mikilvægi þess að þjóðarleiðtogar „stuðli að friði í heiminum og leitist við að veita fólki öryggi og hagsæld, tryggja réttindi þess og einstaklingsfrelsi“.

Heillaóskir Guðna Th. Jóhannessonar til Pútíns, fyrir okkar hönd, voru með sama orðalagi. Áður hafði Guðni minnt einræðissinnuðu og fordómafullu karlrembuna Donald Trump á að við, eins og þjóð hans, „styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú“.

Þannig sendir Guðni kurteisisleg mótmæli úr okkar gildismati, pökkuð inn í heillaóskir. 

Donald Trump fór gegn ráðleggingum ráðgjafa sinna og óskaði Pútín til hamingju, þrátt fyrir meinta aðild Rússa að morði á fyrrverandi njósnara í Bretlandi. Trump hafði verið beðinn um að óska honum velfarnaðar, frekar en að fagna kjöri hans. 

Stuðningur við einræði

Eins og forseti Kína fékk Pútín óskoraðan stuðning til valdasetu frá þjóð sinni, með 76,7 prósent atkvæða. Þrjár stærstu sjónvarpsstöðvar Rússlands eru til dæmis undir stjórn aðila sem tengjast stjórnvöldum í Kremlin, og smám saman hefur gagnrýnin umræða verið veikluð, til dæmis með ofbeldi gegn blaðamönnum, gagnrýnendum og frambjóðendum, en þetta er ekki svo einfalt. Rússar vilja Pútín og Pútín fær Rússa til að vilja hann.

Eitt af sérstökum bandalagsríkjum Íslendinga hefur gert innrás í nágrannaríki sitt, líkt og Rússar gerðu, undir því yfirskyni að styrkja öryggiskennd sína. 

Í síðasta mánuði féll Íslendingur í Sýrlandi af völdum innrásarhers Tyrklands, þar sem fjöldi blaðamanna og meintra stjórnarandstæðinga hefur undanfarið verið fangelsaður, völdin safnast á hendur sitjandi forseta, meðal annars með stjórnarskrárbreytingu í fyrra, og yfirstandandi tilraun til að lögleiða refsileysi fyrir ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum.

Orðin sem okkur vantar

Okkur skortir réttu hugtökin til að ræða um þá virkni sem knýr valdasamþjöppun. „Notum rétt orð þegar þau eiga við, Donald Trump er fasisti,“ sagði fyrrverandi þingmaður Pírata í ræðustóli á Alþingi eftir að Trump hafði tekið sér sæti á forsetastóli. Orðið „fasisti“ er hins vegar vandasamt, þar sem það hefur gjarnan átt við um popúlista sem komist hafa til valda og loks beitt ofbeldi og ofríki til að kæfa niður andóf og náð stjórn á helstu stofnunum og jafnvel fyrirtækjum, þó svo að áróðursaðferðir þeirra kunni að vera sambærilegar og eiga sér jafnvel birtingarmyndir í áköllum ákveðinna íslenskra leiðtoga um varanlega og samhenta samstöðu þjóðarinnar (með þeim). Þegar við hugsum um fasista hugsum við um Benito Mussolini eða Adolf Hitler, í ljósi endaniðurstöðunnar - þess sem átti eftir að gerast en ekki birtingarmynd þeirra á sínum tíma. Jafnvel Adolf Hitler komst til valda með lýðræðislegum hætti og naut ríks stuðnings þjóðar sinnar, ekki síst við fyrstu innrásirnar og hernaðarsigra. Og naut fylgis á Íslandi, þar sem meðal annars var gefið út blaðið Fasistinn, honum og fleiri sterkum leiðtogum til stuðnings, og til að taka á vandamálunum „stéttastríði, atvinnuleysi og stjórnmálaspillingu“, rétt eins og fyrirmyndirnar gerðu. Birtingarmynd einræðis í huga okkar er almennt bundin við aðstæður þar sem of seint er að koma í veg fyrir það og því hefur hugtakið sem slíkt takmarkað praktískt gildi í forvarnarstarfi gegn því.

Vald þarf aðhald

Vald er eins og þyngdarafl, því meira sem verður af því, þess meira getur það dregið að sér. Þetta gerist gjarnan smám saman, og hefur endurtekið sig í landi eftir landi, þar sem vald fær ekki sterkt aðhald. Þannig nota valdhafar gjarnan aðstöðu sína til að breyta lögum sér í hag, taka stjórn á upplýsingagjöf og nýta sér að útdeila almannagæðum til að styrkja stöðu sína. Allt þetta hefur átt sér stað á Íslandi, þótt við köllum það ekki fasisma eða einræði, enda verðum við að eiga trúverðug hugtök sem hafa það praktíska gildi að eiga við um ástandið þegar völdum er safnað, sem lýsir stigskiptri valdasamþjöppun fremur en skyndilegri eðlisbreytingu milli lýðræðis og einræðis, sem er okkur skiljanlegust.

Til eru stuðningsmenn einræðis á Íslandi, og mun fleiri fylgja stefnu sem mætti kenna við foringjadýrkun, þar sem völd ákveðins manns eru metin sem forsenda framfara. „Mun betra að hafa einræði en þetta rugl sem kallast lýðræði,“ skrifaði einn Íslendingur í ummælum við umfjöllun á vef DV um einræði á dögunum. „Í dag til dæmis eru allir fjölmiðlar á landinu ein stór áróðursmaskína fyrir globalista og fjölmenningu og stjórna í raun hvað fólk kýs með skoðanamyndandi áróðri.“

Valdasamþjöppun helst alltaf í hendur við aðgerðir til að veikja eða yfirtaka frjálsa fjölmiðla, hvort sem það er árás á trúverðugleika með stimplandi uppnefnum eins og „Lügenpresse“ eða „Fake news“, eða í þróaðri útgáfu, yfirtaka kjarnameðlima valdaflokksins á fjölmiðlum sem tryggir endanlega samvirkni þeirra með valdhöfum, afléttir truflandi aðhaldi og eykur samstöðu almennings með þeim gegn gagnrýnisröddum.

Lýðræðið framkallar einræði

Nú sjö árum eftir Arabíska vorið hafa tveir menn verið í baráttu um að verða kjörnir forsetar Egyptalands. Annar þeirra er hershöfðinginn og núverandi forsetinn Sisi, og hinn lítið þekktur maður sem segist vilja að Sisi verði kjörinn forseti. Það þurfti ekki valdarán til þess að einræði kæmist aftur á, heldur ákveðna menningu. Í fyrstu kosningum eftir uppreisnina gegn einræðisherranum Hosni Mubarak kaus egypska þjóðin íslamista til valda, Muhammed Morsi, fulltrúa Múslimska bræðralagsins, úr flokki sem kenndi sig samt við Frelsi og réttlæti. Eftir að Morsi veitti sjálfum sér stórauknar valdheimildir til að setja lög, í þeim yfirlýsta tilgangi að tryggja öryggi þjóðarinnar og uppræta valdakerfi Mubaraks, hófust mótmæli gegn honum og notaði vinsæli hershöfðinginn Sisi tækifærið til að taka völdin. Í kjölfarið hefur verið alið á persónudýrkun á honum. Egyptar skiptu því út einum einræðisherranum fyrir annan eftir lýðræðistilraun sem endurspeglaði að lokum gildismat þjóðarinnar.

Ný hryðjuverkalög voru sett árið 2015, sem meðal annars hafa tryggt fangelsun 18 blaðamanna, þar sem ólöglegt er að fjalla um hryðjuverk öðruvísi en samhljóða því sem ríkisstjórnin lætur frá sér.

Hið saklausa einræði

Einræði einkennist almennt ekki af kúgun, þvingunum og ofbeldi. Það þarf sjaldnast að beita þvingunum, heldur er framkallað samþykki. Kim Jong-un er dýrkaður í Norður-Kóreu, sem veitandi gæða og varðmaður þjóðarinnar gegn meintum ógnum vesturveldanna.

Þvert á móti er húmor og ljúf framkoma algengari einkenni í framkomu einræðisherra. Í danskri heimildarmynd um gerð nýrrar stjórnarskrár í Simbabve má til dæmis sjá Róbert Mugabe, einn alræmdasta einræðisherra heims - sem áður var frelsishetja landsmanna í sjálfstæðisbaráttu gegn Bretum - gantast á fundi þar sem kynna átti áform um nýja og nútímalega stjórnarskrá með lýðræðislegu fyrirkomulagi, með að hann myndi auðvitað aldrei gefa eftir stjórnartaumana.

„Við erum frjálst og fullvalda fólk,“ sagði Mugabe og gaf til kynna að íbúar landsins gætu einfaldlega ákveðið að setja sér stjórnarskrá. En bætti svo við: „Ég vil að fólkið segi það sem það vill. En við erum bílstjórarnir og við dirfumst ekki að eftirláta það neinum öðrum.“ Viðstaddir hlógu dátt að gríni einræðisherrans, þar sem hann gróf strax undan fyrirhuguðum lýðræðisumbótum.

Inngrip í valddreifingu á Íslandi

Á Íslandi hafði nýrrar stjórnarskrár verið beðið allt frá því bráðabirgðastjórnarskráin að danskri fyrirmynd var tekin upp við sjálfstæði landsins. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lögðu áherslu á það eftir sjálfstæði. Slík tilraun, með pólitískt óháðu stjórnlagaþingi, endaði hins vegar með því að ráðandi stjórnmálaflokkar hunsuðu niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu og tóku völdin í eigin hendur. Sú þróun hefur á sinn hátt verið innsigluð af núverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, sem hefur sett stjórnarskrána í farveg stjórnmálaflokkanna með óljósum ákvæðum um hvort eða hvernig byggt verði á hinum samþykktu drögum eða endanleg niðurstaða borin beint undir þjóðina. Nefnd fárra þingmanna úr hagsmunahópi stjórnmálaflokka hefur tekið mótunarferlið yfir.

Íhaldsfólk á Íslandi reyndi reglulega að tengja saman gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi við stjórnarskrárgerð í Venesúela, í því skyni að vara við valdasamþjöppun, til dæmis í tímaritinu Þjóðmálum. En í Venesúela var stjórnlagaþingið undir skýrum áhrifum frá flokki Hugos Chavez og Nicolás Maduros, sem höfðu lagt undir sig stjórnkerfið og ríkisfyrirtæki með hræðilegum afleiðingum fyrir efnahag landsins. Hér var stjórnlagaráð óflokkspólitískt og ráðandi valdaflokkur kom ekki nálægt því, auk þess sem breytingarnar á stjórnarskránni kváðu efnislega á um valddreifingu á Íslandi en valdasamþjöppun í Venesúela.

Íslenskt fáræði

Hins vegar þekkjum við efnahagslegar afleiðingar þess að valdaflokkar gangi of langt í valdasamþjöppun, þar sem hér varð bankahrun í lausafjárkreppu sem kom í þeim stjórnskipunarlegu aðstæðum að seðlabankastjóri og forsætisráðherra voru nánir samflokksmenn, hluti af sama valdaflokknum, og seðlabankinn því ekki sjálfstæður.

Sjálfstæðisflokkurinn reyndi sína menningarbyltingu, með reglulegum inngripum í Ríkisútvarpið, sem lýst hefur verið. Síðasti útvarpsstjóri er nú einn herskáasti þingmaður flokksins, og útvarpsstjórinn á undan honum var fyrrverandi leiðtogi flokksins í Reykjavík. Ráðherra flokksins var settur yfir orkufyrirtækið okkar Landsvirkjun. Fyrrverandi formaður flokksins var settur yfir Seðlabankann. Helsti hugmyndafræðingur flokksins og stuðningsmaður leiðtogans fékk æviráðningu við háskólann og regluleg verkefni fyrir ríkisfé, nú síðast greiningu á orsökum efnahagshrunsins, sem hann hefur sýnt reglulega vanhæfni til. Dómarar voru skipaðir ólöglega, tengdir leiðtoga flokksins. 

Margt af þessu hefði aldrei verið látið viðgangast í helstu samanburðarríkjum okkar. En eins og gengur og gerist var leiðtoginn fyndinn, hann var vinsæll, var kjörinn af fólki og gerði ýmislegt gott samhliða því að safna það miklum völdum að heilbrigði lýðræðisins stafaði ógn af því.

Hagurinn af valddreifingu

Hver rannsóknin á fætur annarri hefur undanfarin ár sýnt samfélagslega jákvæð áhrif þess að valdefla einstaklinga. Til þess að bæta árangur hefur verkefnastjórnun í fyrirtækjum í auknum mæli tekið mið af því að fólkið á gólfinu sé valdeflt til að taka ákvarðanir, frekar en að þær fari í gegnum miðstýringu, til dæmis með agile-aðferðafræðinni sem á rót sína í hugbúnaðargeiranum. Til dæmis hafa rannsóknir Google á því hvað einkennir þau teymi fyrirtækisins sem ná bestum árangri leitt í ljós að lykilatriðin eru að fólk treysti sér til að tjá óhindrað skoðun sína, að allir hafi rödd og að þeir upplifi sálfræðilegt öryggi.

Þátttaka fólks í ákvörðunum og tilfinning um áhrif styrkir fólk sálfræðilega,eykur ábyrgðartilfinningu og minnkar firringu og vanvirkni. Þess vegna er ekki praktískt að taka því létt þegar okkar takmarkaði lýðræðislegi og borgarlegi réttur til að hafa áhrif er virtur að vettugi eða horfið frá viðmiðum um verðleika í útdeilingu á opinberum ábyrgðarstöðum. Fáræði helst í hendur við fáfræði, sem orsök og afleiðing.

Það er bæði praktískt og svo nauðsynlegt út frá manngildi að við fáum að hafa áhrif á umhverfi okkar og niðurstaðan verði hvorki sú að þröngur hópur svipti okkur þeim áhrifum, sér til hagsbóta, eða að við brjótum gegn mannréttindum annarra í krafti fjölda. Áhrifin eru oft illgreinanleg og óáþreifanleg, en á tímum vaxandi misskiptingar í heiminum og yfirvofandi gervigreindarbyltingar er næsta skref að við verðum forvirk, fremur en í viðbragði, gagnvart ógnum sem steðja að góðum gildum eins og valddreifingu, og getum bæði hindrað valdasamþjöppun strax í upphafi og tekið til við að miðla í það minnsta gildismati okkar á alþjóðavettvangi þegar brotið er á öðrum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
3

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
6

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
7

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
5

Dystópía

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
5

Dystópía

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·

Nýtt á Stundinni

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·