Mest lesið

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
1

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
2

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
3

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
4

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Þegar Grímur stal hátíðinni
5

Birgitta Jónsdóttir

Þegar Grímur stal hátíðinni

·
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu
6

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu

·
Kolbeinn segir Grænlandsferð ekki tilgangslaust bruðl
7

Kolbeinn segir Grænlandsferð ekki tilgangslaust bruðl

·
Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi
8

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi

·

Jórunn Pála Jónasdóttir

Landsfundur hrútskýrður

Jórunn Pála Jónasdóttir upplifði landsfund Sjálfstæðisflokksins allt öðruvísi en Bragi Páll Sigurðarson.

Jórunn Pála Jónasdóttir

Jórunn Pála Jónasdóttir upplifði landsfund Sjálfstæðisflokksins allt öðruvísi en Bragi Páll Sigurðarson.

Af landsfundi Sjálfstæðisflokksins Greinarhöfundur færir fram aðra sýn en pistlahöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson gerði í grein sinni „Landsfundur andlega gjaldþrota auðmanna“.  Mynd: Jórunn Pála Jónasdóttir

Ég legg vetrarleigubílnum mínum fyrir utan Laugardalshöllina. Leiðin liggur á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Síðasta landsfundi sem var haustið 2015 fylgdist ég með úr fjarlægð frá Vínarborg þar sem ég dvaldi við nám. Ung kona á þrítugsaldri hlaut kosningu sem ritari flokksins og fjölmörg ný stefnumál bættust við stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.

Bíllinn hefur verið kærkominn í lægðadrífunni síðustu vikur en með batnandi veðri verður honum skipt út fyrir reiðhjólið. Í framtíðinni verður kannski hægt að stóla allan veturinn á deilihagkerfið og tæknina um skjótan ferðamáta á milli staða. Fá far með rafdrifnum og sjálfkeyrandi bílum á forgangsakreinum sem koma með reglulegra millibili en nú. Þá verður líklega kominn grundvöllur fyrir að hafa frekar smærri og fleiri strætóbifreiðar sem fara jafnframt víðar og nær áfangastað. Ferð á milli Breiðholts og Kópavogs myndi taka tíu mínútur en ekki þrjátíu. 

Í móttökunni eru fulltrúar sem afhenda fundargögn, allt konur. Á sama tíma og ég mætir hin brosmilda Ragnhildur Alda sem skipar 12. sæti á lista í borginni. Síðar á fundinum yrði tillaga hennar um að Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir því að lögregla og heilbrigðisyfirvöld tækju fastar á byrlun nauðgunarlyfja samþykkt. Ég spjalla líka við Birgi Ármannsson, þingmann Reykjavíkurkjördæmis suður, sem er eins og fyrri daginn fús til þess að ræða málefni líðandi stundar.

Nýkjörin forysta ásamt Salome Þorkelsdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis, en því hluterki sinnti hún fyrst kvenna eftir að deildirnar voru sameinaðar.

Markmið dagsins er að fylgja á eftir tillögum mínum og Sigríðar Erlu Sturludóttur, varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem við leggjum fram fyrir hönd sambandsins. Við leggjum meðal annars til að Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir bættu öryggi á vegum og komi í veg fyrir banaslys í umferðinni. 

Það líða hins vegar ekki margar mínútur fyrr en ég er beðin um að taka einnig þátt í nefndarstarfi allsherjar- og menntamála, og þá fyrir hönd borgarstjórnarhópsins í Reykjavík, en ég er einmitt ein af þeim sex konum sem skipa efstu tíu sæti listans. Við innkomu í salinn blasir við fjöldi fólks, hvaðanæva af landinu, úr atvinnulífinu, í starfi fyrir ríki eða sveitarfélög og kjörnir fulltrúar taka líka virkan þátt. Ég legg meðal annars fram tillögu frá framboðslistanum í borginni um að auka möguleika stofnanna ríkis og sveitarfélaga til þess að fá lánuð listaverk í eigu hins opinbera en dæmi eru um að verk liggi undir skemmdum. 

Í stóra salnum má merkja eftirvæntingu í loftinu eftir næsta dagskrárlið en formaður flokksins er væntanlegur í púltið til þess að flytja setningarræðu þingsins og gera grein fyrir störfum flokksins frá síðasta landsfundi. 

Don‘t stop thinking about tomorrow

Don‘t stop, it‘ll soon be here

It‘ll be here better than before

Lagið í spilun minnir á að stjórnmálafólk má ekki sofna á verðinum og dugnaður er forsenda framfara.

Bjarni segir frá því að ríkisstjórnir hans hafi greitt niður 600 milljarða af skuldum. Viðsnúningur hefur orðið en vaxtagjöld eru enn þriðji stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Ég hugsa með mér hvernig það mynd yfirfærast á fjárhag einstaklings. Ég byrja á því að borga leigu, svo mat og þá vaxtagjöldin?

Umræður í #MeToo málstofu Landssamtaka sjálfstæðiskvenna.

Laugardagur. Áfram gakk í málefnavinnu en fyrst kaffi og netrúnturinn. Ég rekst á grein um landsfund á Stundinni. Höfundur minnist þar á tíu karlkyns sjálfstæðismenn og eina konu. Myndir sem eru valdar með greininni gera hlut kvenna á fundinum dapurleg skil. Staðreyndir fljóta um textann í bland við ýktar lýsingar, vangaveltur og upplifanir, og dansaður er línudans meðfram mannorði leikenda.

Umræður í #MeToo málstofu Landssamtaka sjálfstæðiskvenna.

Árshátíðarstemming um kvöldið, góður matur borinn fram sem rennur ljúflega niður nema á meðan Snjólaug Lúðvíksdóttir heldur uppistand og gestir ýmist frussa úr hlátri eða missa lystina yfir skrautlegum lýsingum. Fulltrúi XD í sveitarstjórn trúir mér fyrir því að hann hjóli oft á fundi en segi engum frá því. En hvað er eiginlega merkilegt við það? Spyr hann. Það er merkilegt, af því eflaust hefðu margir ákveðið fyrirfram að hann færi allra sinna ferða á lúxusjeppa af því hann er  sjálfstæðismaður og á miðjum aldri. Slík ályktun, yrði ein tegund fordóma. 

Sunnudagur. Eyþór Arnalds ávarpar hópinn. Á síðustu átta árum hefur skuldabyrði Reykjavíkur aukist að því sem nemur 1,5 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Meirihlutinn tilkynnir fyrirætlanir um að setja Miklubraut í stokk, um svipað leyti og uppsetning steinveggs á Miklubraut er að ljúka, en sú framkvæmd kostaði 500 milljónir. Fyrr á kjörtímabilinu hafnaði sami meirihlutinn tillögu um að setja Miklubraut í stokk.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Garðabæ og formaður bæjarráðs, og Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar, stjórnarkona í stjórn Akureyrarstofu og fulltrúi í skólanefnd.

Vala Pálsdóttir, formaður LS, segir frá umræðum um #MeToo sem fóru fram fyrr um daginn. Hún bendir einnig á að um helgina hafi konur verið í meirihluta af kjörnum fulltrúum í öllum nefndum landsfundar og þá sinntu fleiri konur en karlar formennsku í nefndum. Ennfremur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi nú 60 konur í sveitastjórnum vítt og breitt um landið – fleiri en allir aðrir flokkar til samans.

Mánudagur. Það örlar á þreytu eftir helgina. 

Ég hendi hjólaspandexgallanum í þvottavélina og kíki inn á Stundina. Ný grein um landsfund og ég rek upp stór augu. 

Höfundur, sem bendir á að þinggestir hafi ekki lagt við hlustir þegar kvenkyns fundargestir eru í pontu, talar um framsögu Veru Pálsdóttur en á væntanlega við Völu Pálsdóttur, formann Landssamtaka sjálfstæðiskvenna. Svo nefnir hann aðra konu sem hann náði ekki nafninu á og lætur þar við sitja. Þar var á ferðinni Elsa B. Valsdóttir, skurðlæknir, sem var formaður nefndar um stjórnmálaályktun landsfundar.

Nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ávarpar landsfundargesti.

Öfugt við aðra karlkyns sjálfstæðismenn sem viðkomandi höfundur hefur fjallað um í greinum sínum gætti hann hins vegar ekki að því að rita nöfn þessara kvenna rétt og láðist ennfremur að tiltaka trúnaðarstöður þeirra.

Um helgina komu á annað þúsund saman og ræddu hugmyndir og hlustuðu á aðra lýsa upplifun sinni í íslensku samfélagi. Sumir fengu sér sjálfstæðisderhúfu eða brutu ísinn á dansgólfinu við Mr. Blue Sky með ELO í botni.

Never mind, I’ll remember you this

I’ll remember you this way. 

--

Uppfært: Í fyrri útgáfu greinarinnar var ranglega haft eftir Eyþóri Arnalds að skuldabyrði Reykjavíkur hefði aukist um 1,5 milljón króna á hvern borgarbúa, en rétt eftir honum haft er 1,5 milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
1

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
2

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
3

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
4

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Þegar Grímur stal hátíðinni
5

Birgitta Jónsdóttir

Þegar Grímur stal hátíðinni

·
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu
6

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu

·

Mest deilt

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi
1

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
3

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður
4

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
5

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
6

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·

Mest deilt

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi
1

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
3

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður
4

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
5

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
6

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
5

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
6

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
5

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
6

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·

Nýtt á Stundinni

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Svalasta mynd 10. áratugsarins og sundlaugarbíó

Svalasta mynd 10. áratugsarins og sundlaugarbíó

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja aftur fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja aftur fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum

Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum

·
Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir

·
Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík

Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík

·
10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

·
Ísl-enska

Sigurjón Kjartansson

Ísl-enska

·
Þegar Grímur stal hátíðinni

Birgitta Jónsdóttir

Þegar Grímur stal hátíðinni

·