Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
4

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
5

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
6

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
7

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
8

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·

Kristín Ýr Gunnarsdóttir

Lærði að lifa af

Kristín Ýr Gunnarsdóttir lærði að takast á við áfallið með því að hætta að einblína á andlega heilsu og fara að hreyfa sig. Til að hún gæti lifað af þyrfti líkaminn að vera sterkur.

Kristín Ýr Gunnarsdóttir

Kristín Ýr Gunnarsdóttir lærði að takast á við áfallið með því að hætta að einblína á andlega heilsu og fara að hreyfa sig. Til að hún gæti lifað af þyrfti líkaminn að vera sterkur.

„Ég er komin hingað til að takast á við þau áföll sem hafa átt sér stað í lífi mínu,“ sagði ég við lækninn sem tók á móti mér. „Hvernig ætlar þú að gera það?,“ spurði hann mig á móti. „Ég veit það ekki. Ég veit bara að ég get ekki haldið áfram að gráta svona mikið,“ var eina svarið sem ég átti. Hann svaraði mér um hæl og benti mér á að ég ætti ekki roð í að vinna úr áföllunum á meðan ég væri enn í áfalli. Ekki beint svarið sem ég vildi heyra en í leiðinni svar sem átti eftir að hafa mikil áhrif á lífsviðhorf mitt.

Í síðasta pistli fjallaði ég um þá erfiðleika sem steðja að foreldrum fatlaðra barna þegar greiningarferli er í gangi. Þetta flókna ferli hefur mikil áhrif á geðheilsuna og erfitt er að vinna úr öllum þeim tilfinningum sem rótast um. Ég benti á að það vanti heildstætt teymi til að halda utan um foreldra í þessum aðstæðum. Bjóða þarf sálræna aðstoð frá upphafi.

Sorgin í hjartanu virtist óyfirstíganleg

Í marga mánuði áður en dóttir mín var greind með Williams heilkenni upplifði ég að henni liði ekki vel, það væri eitthvað að og eitthvað meira en bara ungbarnakveisa eða almenn óværð. Ég reyndi ítrekað að ræða þetta við fagfólk en mér var bent á að sennilega væri ég bara þreytt, kvíðin eða jafnvel með fæðingarþunglyndi. Vegna alls álagsins, sem fylgdi þessum fyrstu mánuðum dóttur minnar, endaði ég á því að fá taugaáfall. Það lýsti sér þannig að ég gat ekki hætt að gráta. Ég réð ekki við líkama minn og skalf og titraði í marga daga. Ég festist á þessum stað. Andleg vanlíðan var orðin svo slæm að hún braust fram sem líkamleg vanlíðan líka. Verkir og hjartsláttatruflanir voru jafn sjálfsagður partur af tilverunni og að anda. Ég leitaði til lækna og fór í allskonar rannsóknir. Ekkert fannst, hjartað fínt, lungun góð, þetta var ekki gigt en verkir og vanlíðan voru alltaf til staðar. Hver dagur var á við heila orrustu sem engin leið var að sigra.

Hann sagði mér að einmitt núna í lífinu væri ég stödd mitt á vígvelli en ég gæti valið hvernig orrustan færi.

Í ringulreiðinni við að reyna að hjálpa dóttur minni þurfti ég líka að huga að minni eigin geðheilsu og sækja hjálp í geðheilbrigðiskerfið. Þeir sem til þess þekkja vita að þar er ekki um auðugan garð að gresja. Kvíði var ekki nýr í mínu lífi og ég hafði áður reynt að leita á geðdeild. Það olli mér kvíða að þurfa að reyna það aftur. Þar upplifði ég að lausnin væru lyf. Þau eru oft á tíðum góð lausn og aðstoð við að komast yfir erfiða hjalla, en af því að ég kaus þau ekki þá vísaði ég í raun sjálfri mér út.

Eins og dýrin í skóginum

Ég gekk því á milli sérfræðinga sem hver og einn hjálpuðu mér. Einn gaf mér ráð til þess að takast á við að eiga fatlað barn, hvernig ég gæti mætt aftur út í samfélagið og hætt að láta álit annarra og hræðslu stjórna mér. Annar hjálpaði mér að þekkja tilfinningar mínar og viðurkenna þær þar til ég áttaði mig á að þær ættu allar rétt á sér.

En bestu ráðin fékk ég frá lækninum sem ég vitnaði til í upphafi þessa pistils. Hann sagði mér að einmitt núna í lífinu væri ég stödd mitt á vígvelli en ég gæti valið hvernig orrustan færi. Hann benti mér á að viðhorf mitt skiptir miklu máli. Hefji ég orrustuna með sorg í hjarta og brostnum draumum þá er það framtíðin, en hefji ég hana hinsvegar með von, sleppi tökunum og tek því sem að höndum ber þá á ég möguleika á sigri. Hann benti mér samt fyrst og fremst á að ég ætti að hætta að einblína á andlegu heilsuna og fara að hreyfa mig. Ég þyrfti að huga að líkama mínum. Hann þyrfti að vera sterkur til þess að ég gæti lifað af. Því stundum erum við mannfólkið bara eins og dýrin í skóginum, við þurfum bara að finna út úr því hvernig við lifum af. Svo sagði hann mér að halda bara áfram að gráta. Því það er hollt að gráta í erfiðum aðstæðum.

Orrustan er stundum lífið sjálft

Ég tók hann á orðinu og lagði allt í að hreyfa mig. Smám saman breyttist ég, hugarfar mitt, lund og allt saman. Hjartað fór að slá í gleðilegri takti og verkirnir hurfu. Ég hef því hjólað og hlaupið mig í gegnum allar þær tilfinningar sem hef ég upplifað síðustu ár. Á erfiðri vegferð hefur eitt áhrif á annað. Slæm andleg heilsa hefur áhrif á líkamlega heilsu. Streita veldur líkamlegum kvillum. Það er því svo mikilvægt að horfa á hlutina í heild sinni.

Þannig að ef þið sjáið grátandi konu á hlaupum, íklædda spandex og hugsanlega með hjól á öxlunum, þá er það bara ég að vígbúa mig til þess að sigra orrustuna sem lífið er okkur stundum!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
2

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·
Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
3

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð
4

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
5

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
6

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
4

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
5

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest deilt

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari
1

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
2

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu
3

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis
4

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð
5

Fæðingin er alltaf dálítil óvissuferð

·
Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga
6

Axel Pétur stofnar stjórnmálaflokk fyrir víkinga

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Mest lesið í vikunni

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli
1

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verðlaun handa tussum og gölluðum köllum

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum
4

Illugi Jökulsson

111 manns borguðu ruglið á Þingvöllum

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
5

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
6

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·

Nýtt á Stundinni

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

Skýrsla Hannesar birt: Ver Davíð og gagnrýnir rannsóknarnefnd Alþingis

·
Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

Jón Steinar kallar Evu Joly lævísa áróðurskonu

·
Bill Cosby bíður dóms

Bill Cosby bíður dóms

·
Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

Dótturfélag Íslandspósts áfram fjármagnað með vaxtalausu láni þrátt fyrir fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins

·
Leiguverð í Reykjavík hærra en í nágrannalöndunum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í nágrannalöndunum

·
Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala

·
Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Töpuð tækifæri - um Ísland og ESB

·
Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

Sonur hins látna segir fjölskylduna sæta persónuárásum í kjölfar manndrápsins á Gýgjarhóli

·
Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

Sævar Finnbogason

Aðskilnaðarkvíði og íslenska stjórnarskráin

·
Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

Guðmundur

Eigum við að kjósa í dag um væntanlega kjarasamninga?

·
Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

Sjö ára fangelsi fyrir bróðurmorð

·
Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

·