Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Illugi Jökulsson

„Varist 15. mars“

Illugi Jökulsson segir frá því hvað gerðist á íðusdegi marsmánaðar árið 44 fyrir Krist

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson segir frá því hvað gerðist á íðusdegi marsmánaðar árið 44 fyrir Krist

„Varist 15. mars“
Caesar myrtur. Vincenzo Camuccini málaði myndina. 

Í dag er íðusdagur í mars, sem kallaður var á Íslandi á fyrri tíð. Íðusdagar voru komnir úr tímatali Rómverja og svo kölluðust 15. mars, 15. maí, 15. júlí og 15. október, en 13. dagur hinna átta mánuðanna. Þessir dagar höfðu einkum þýðingu fyrir tímatalið sjálf en þó voru ýmsir helgisiðir tengdir íðusdögunum með Rómverjum.

Allra kunnastur er íðusdagurinn í mars fyrir þá sök að árið 44 fyrir Krist var Júlíus Caesar myrtur á þessum degi.

Caesar hafði borið sigur úr býtum í langvinnum borgarastríðum sem plagað höfðu Rómaveldi. Lýðveldi hafði verið í Róm um aldir og Caesar var umhugað um að viðhalda því í orði kveðnu og neitaði þess vegna að taka sér konungsnafn. Hins vegar blandaðist engum hugur um að í reynd var hann orðinn einræðisherra í ríkinu.

Margir voru fegnir því að ró væri komin á eftir blóðug átök hershöfðinga og herstjóra sem staðið höfðu linnulítið í áratugi. Aðrir gátu hins vegar ekki hugsað sér að leggja af lýðveldið og þar voru fremstir í flokki ýmsir öldungaráðsmenn og höfðingjar. Sumir þeirra voru einlægir lýðveldissinnar, öðrum gramdist að öldungaráðið skyldi missa spón úr aski sínum er Caesar sölsaði undir sig æ meiri völd og enn aðrir vildu hefna harma sinna eftir að hafa stutt sigraða keppinauta Caesars.

Hinir óánægðu rottuðu sig saman og ákváðu að myrða Caesar þegar hann kæmi á fund í öldungaráðinu íðusdaginn 15. mars.

Sagnaritarinn Svetóníus skrifaði rúmum hundrað árum síðar:

„Margir augljósir fyrirboðar voru að morðinu á Caesar … Nokkru áður en hann dó var honum sagt frá hrossastóði sem hann hafði helgað fljótinu Rúbíkon og sleppt síðan lausu á þeim slóðum eftir að hafa farið yfir fljótið [og hafið þar með lokasóknina gegn andstæðingum sínum]. Nú voru hestarnir hættir að bíta gras en stóðu bara og grétu fögrum tárum án afláts.

Um svipað leyti var Caesar að stýra fórnargjöfum til guðanna og þá kallaði til hans spámaður sem Spurinna hét og sagði honum að vara sig á mikilli hættu sem myndi dynja yfir hann eigi síðar en íðusdaginn í mars.

Daginn fyrir þann íðusdag sáu menn að lítill fugl, sem kallast konungsfugl, flaug inn í Pompeiusar-leikhúsið [þar sem öldungaráðið hélt fundi um þetta leyti]. Hann var með litla lárviðargrein í gogginum en fjöldi annarra fugla eltu hann inn í leikhúsið og rifu hann þar í sig.

Nóttina fyrir íðusdag dreymdi Caesar að hann væri á flugi skýjum ofar og einnig að hann gripi um hönd æðsta guðsins Júpíters. Calpurníu konu hans dreymdi hins vegar að gaflinn á húsi þeirra hryndi og að eiginmaður  hennar væri stunginn til bana í örmum hennar.

Ennfremur feyktist skyndilega upp útidyrahurðin á húsi þeirra í morgunsárið.

Bæði af þessum ástæðum og vegna þess að hann var hálflasinn hikaði Caesar um hríð að morgni íðusdagsins og velti fyrir sér hvort hann ætti að sleppa því að fara á fund öldungaráðsins þennan daginn og fresta því sem hann hafði ætlað að gera, en að lokum kom Decimus [einn samsærismanna] og sagði honum að beðið væri eftir honum, og þá lagði hann loks af stað. Á leiðinni birtist maður sem rétti honum miða þar sem honum var sagt frá fyrirætlunum samsærismanna, en Caesar stakk miðanum í skjalabunka sem hann hafði í vinstri hendi og ætlaði sér að lesa hann seinna.

Við fórnarathöfn [á torginu framan við leikhúsið] tókst Caesari ekki að kalla fram heillatákn, þótt nokkrum fórnardýrum væri slátrað hverju á fætur öðru, en ákvað loks að ganga inn í leikhúsið þvert á alla fyrirboða. Hann hló þá að Spurinna og kallaði til hans að hann væri falsspámaður því nú væri íðus í mars upprunninn og hann væri við hestaheilsu, en Spurinna minnti hann á að dagur sannleikans væri upp runninn en ekki liðinn.“

Caesar gekk síðan inn á fund öldungaráðsins þar sem samsærismenn réðust að honum og stungu hann til bana. Þegar fyrsti maðurinn réðist að honum með hnífi hrópaði Caesar: „Hvaða ofbeldi er þetta?“ en þegar hann sá að hann var umkringdur og myndi ekki komast undan breiddi hann skikkju sína yfir höfuð sér og lagaði neðri hluta skikkjunnar einnig til yfir hnjám sér svo hann liti ekki óvirðulega út þegar hann félli.

Svetoníus segir að Caesar hafi ekkert sagt frekar áður en hann dó, þótt einhverjir haldi því að vísu fram að þegar hann sá skjólstæðing sinn Marcus Brútus í hópi samsærismanna hafi hann sagði á grísku: „Þú líka barnið mitt?“ En Svetoníus hefur greinilega ekki trú á að Caesar hafi í raun sagt þetta.

Og

Og síðan hefur það gjarnan verið haft að orðtaki að miklir menn skuli „varast 15. mars“ eða „íðusdag í mars“. Menn kunni kannski að fljúga hátt og virðast allsráðandi höfðingjar en gæti þeir ekki að sér, þá geti allt farið í hundana þegar minnst varir.

Og það mun vera jafn satt nú og fyrir 2062 árum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
7

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
4

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
6

Dystópía

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
4

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
6

Dystópía

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Nýtt á Stundinni

Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Hægðasnobb

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·