Eftirlit ríkisins með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva er að hefjast
Arðgreiðslubann var sett á einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í ráðherratíð Kristjáns Þór Júlíussonar. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að fyrst muni reyna á arðgreiðslubannið í ársreikningum einkarekinna heilsugæslustöðva fyrir 2017. Læknavaktin er undanskilin arðgreiðslubanninu þó að þjónustan sem veitt þar sem heimilislækna- og heilsugæsluþjónusta öðrum þræði.
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
2
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
132
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
3
Fréttir
7
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
4
FréttirSamherjaskjölin
62352
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
5
FréttirHeimavígi Samherja
1563
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
6
Þrautir10 af öllu tagi
4062
304. spurningaþraut: „Heyrðu snöggvast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“
Þraut númer 303 frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Hver er íþróttakonan sem prýddi forsíðu janúarheftis Vogue? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er borgin Luzern eða Lucerne? 2. En hvað heitir höfuðborgin í Sýrlandi? 3. Íslendingur einn sat árum saman í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen í síðari heimsstyrjöld. Um hann skrifaði Garðar Sverrisson magnaða bók sem hét Býr Íslendingur...
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
962
Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
Skjálftar um og yfir 5 á Richter hafa riðið yfir Reykjanesið. Staðsetningin er í kringum Fagradalsfjall. Sá fyrsti mældist 5,7 að stærð, 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili. Skjálftarnir teygja sig í átt að höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Eftirlitið með arðgreiðslumSjúkratryggingar Íslands eiga að hafa eftirlit með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva. Steingrímur Ari Arason er forstjóri stofnunarinnar. Mynd: Skjáskot frá RÚV
Enn hefur ekki reynt á arðgreiðslubann út úr einkareknum heilsugæslustöðvum sem Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, ákvað að setja á þetta tiltekna rekstrarform heilbrigðisþjónustu árið 2016. Sjúkratryggingar Íslands munu fyrst geta sinnt eftirlitshlutverki sínu með arðgreiðslubanninu þegar ársreikningar einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. Þetta kemur fram í svörum frá Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, við fyrirspurnum Stundarinnar um málið.
Steingrímur Ari segir að árið 2017 hafi Sjúkatryggingar Íslands gert nýja samninga við allar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem umrætt arðgreiðslubann er samningsbundið. „Samningar á grundvelli fjármögnunarlíkansins og kröfulýsingar voru gerðir á árinu 2017 við allar sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og því ekki komið til þess að hafa eftirlit með arðgreiðslum fyrr en ársreikningar stöðvanna fyrir árið 2017 liggja fyrir,“ segir Steingrímur Ari.
269 milljóna arður á átta árum
Þetta arðgreiðslubann skiptir verulegu máli fyrir eigendur einkarekinna heilsugæslustöðva, eins og til dæmis stöðvarinnar í Salahverfi. Eigendur þeirrar stöðvar, Haukur Valdimarsson og Böðvar Sigurjónsson, hafa til dæmis greitt sér út 269 milljóna króna arð á árunum 2008 til 2016.
Samningur Heilsugæslustöðvarinnar í Salahverfi við Sjúkratryggingar Íslands rann út í árslok 2016. Í viðtali við Fréttatímann í september það ár sagði Haukur Valdimarsson að eigendur stöðvarinnar hafi ekki ákveðið hvernig þeir myndu aðlaga sig að arðgreiðslubanninu. „Ef við höldum áfram þá þurfum við að semja upp á nýtt [...] Ég sé ekki hvernig menn ætla að fara að því að reka fyrirtæki sem er ekki í plús en það er annað mál. Menn verða bara að skoða hvort þeir treysta sér að reka svoleiðis fyrir- tæki. Þetta verður bara að koma í ljós.“
Þá námu arðgreiðslur Heimililæknastöðvarinnar í Lágmúla 122 milljónum króna á árunum 2001 til 2011 en sú stöð er í eigu margra lækna og er því ekki um að ræða mjög háa fjárhæð sem rann til hvers og eins.
„Þetta er öðruvísi en með öll önnur fyrirtæki í rekstri.“
Eitt rekstrarform tekið út fyrir svigaTeitur Guðmundsson lækninr var einn þeirra sem furðaði sig á arðgreiðslubanninu árið 2016.
Eitt einkarekið rekstrarform tekið út fyrir sviga
Arðgreiðslubannið vakti mikla athygli þegar Kristján Þór ákvað að setja það 2016 og var umdeilt, ekki síst meðal margra lækna. Eitt af því sem vakti athygli var að heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins skyldi setja slíkt bann.
Teitur Guðmundsson, læknir sem stendur að nýrri einkarekinni heilsugæslustöð í Urriðahvarfi í Kópavogi, sagði til dæmis við Fréttatímann í september árið 2016 að sér þætti „sérstakt“ að eitt tiltekið rekstrarform heilbrigðisþjónustu væri tekið út fyrir sviga með þessum hætti. „Þetta er öðruvísi en með öll önnur fyrirtæki í rekstri. En við ákváðum að bjóða í þetta engu að síður og undirgöngumst þær kröfur sem samningurinn felur í sér,“ sagði Teitur en með þessu átti hann meðal annars að önnur einkarekin heilbrigðisfyrirtæki sem eru að stóru leyti fjármögnuð af íslenska ríkinu geta greitt út arð til hluthafa sinna.
Stöðin í Urriðahvarfi var ein af þremur nýjum einkareknum heilsugæslustöðvum sem tók til starfa á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og þurftu þær allar að undirgangast arðgreiðslubann í samningum sínum við Sjúkratryggingar Íslands.
Mörg hundruð milljóna arður
Fyrirtæki sem veita heilbrigðisþjónustu að mestu eru fjármögnuð af íslenska ríkinu eru að á lista yfir fjörtíu arðbærustu fyrirtæki landsins árið 2017. Þar er bæklunarlæknafyrirtækið Stoðkerfi í Orkuhúsinu til dæmis en það hefur greitt út 372 milljóna króna arð til hluthafa sinna og Læknavaktin í Kópavogi hefur borgað 201 milljóna króna arð til sinna hluthafa frá hruninu 2008. Arðgreiðslubannið á heilsugæslustöðvarnar gildir ekki fyrir þessi fyrirtæki og ekki heldur fyrir röntgenmyndafyrirtækið Læknisfræðilega myndgreiningu í Domus Medica en það fyrirtæki greiddi 447 milljóna króna arð til hluthafa sinna á árunum 2011 til 2016.
„Almennar reglur gilda um rekstraruppgjör Læknavaktarinnar“
Læknavaktin undanskilin arðgreiðslubanni
Eitt af því sem vekur athygli í svörum Steingríms Ara er að heilbrigðisfyrirtækið Læknavaktin í Kópavoginum er undanskilin arðgreiðslubannninu þar sem starfsemi hennar er ekki skilgreind sem heilsugæsla með sama hætti og hinna stöðvanna. „Almennar reglur gilda um rekstraruppgjör Læknavaktarinnar og því ekki kveðið á um arðgreiðslubann í samningi SÍ og Læknavaktarinnar.“ Nýr samningur á milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknavaktarinnar var gerður í ársbyrjun 2017.
Læknavaktin veitir samt „heimilislækna- og heilsugæsluþjónustu“ líkt og heilsugæslustöðvar gera almennt. Um tilgang Læknavaktarinnar segir í ársreikningi félagsins: „Tilgangur Læknavaktarinnar ehf. (félagsins) er verktakastarfsemi á heilbrigðissviði, svo sem skipulagning og rekstur vaktþjónustu heimilis- og heilsugæslulækna ásamt skyldri starfsemi og þess að gæta hagsmuna hluthafa í hvívetna.“
Eins og áður segir hefur Læknavaktin greitt út 201 milljónar króna arð til hluthafa sinna en þar sem starfsemin er eðlisólík þeirri þjónustu sem heilsugæslustöðvar veita, jafnvel þó um sé að ræða heilsugæslu- og heimilislækningar að hluta, þá mega hluthafarnir áfram greiða sér arð út úr þess konar rekstarformi þrátt fyrir að starfsemin sé skyld þjónustu heilsugæslustöðva.
Eitt af því sem Teitur Guðmundsson benti á var að það væri kannski einkennilegt að bann væri lagt við arði í einni tegund einkarekinnar heilbrigðisþjónustu, til dæmis hjá heilsugæslustöðinni í Salahverfinu, á meðan arður væri heimilaður út úr fyrirtækjum eins og Læknavaktinni sem þó veita eðlislíka, en ekki alveg eins, þjónustu.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalHeimavígi Samherja
19157
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
2
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
132
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
3
Fréttir
7
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
4
FréttirSamherjaskjölin
62352
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
5
FréttirHeimavígi Samherja
1564
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
6
Þrautir10 af öllu tagi
4062
304. spurningaþraut: „Heyrðu snöggvast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“
Þraut númer 303 frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Hver er íþróttakonan sem prýddi forsíðu janúarheftis Vogue? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er borgin Luzern eða Lucerne? 2. En hvað heitir höfuðborgin í Sýrlandi? 3. Íslendingur einn sat árum saman í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen í síðari heimsstyrjöld. Um hann skrifaði Garðar Sverrisson magnaða bók sem hét Býr Íslendingur...
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
962
Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
Skjálftar um og yfir 5 á Richter hafa riðið yfir Reykjanesið. Staðsetningin er í kringum Fagradalsfjall. Sá fyrsti mældist 5,7 að stærð, 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili. Skjálftarnir teygja sig í átt að höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar.
Mest deilt
1
FréttirSamherjaskjölin
62352
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
2
ViðtalHeimavígi Samherja
19157
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
3
Aðsent
4145
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Mamma þarf líka að vinna
Hverjum gagnast efnahagsaðgerðir stjórnvalda þegar kemur að atvinnumálum?
4
Fréttir
16101
Undanþága til hjúskapar barna verður felld úr gildi
Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra verður ekki lengur heimilt að veita undanþágu til barna undir 18 ára aldri til að ganga í hjúskap.
5
FréttirLaxeldi
2971
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
6
FréttirHeimavígi Samherja
1564
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
7
FréttirSamherjaskjölin
762
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalHeimavígi Samherja
86459
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
2
MyndbandHeimavígi Samherja
89161
Hvað finnst Akureyringum um Samherja?
Stundin spurði Akureyringa út í mikilvægi og áhrif stórfyrirtækisins Samherja á lífið í Eyjafirði.
3
RannsóknHeimavígi Samherja
125454
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
Hvaða áhrif hefur það á 20 þúsund manna samfélag á Íslandi þegar stærsta fyrirtækið í bænum, útgerð sem veitir rúmlega 500 manns vinnu og styrkir góð málefni um allt að 100 milljónir á ári, er miðpunktur í alþjóðlegri spillingar- og sakamálarannsókn sem teygir sig víða um heim? Stundin spurði íbúa Akureyrar að þessari spurningu og kannaði viðhorf íbúa í Eyjafirði og á Íslandi öllu til Samherjamálsins í Namibíu. Rúmt ár er liðið frá því málið kom upp og nú liggja fyrir ákærur í Namibíu gegn meðal annars Samherjamönnum og embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri eru með málið til meðferðar á Íslandi.
4
Spurt & svaraðHeimavígi Samherja
89305
Samherji kaupir dagskrárefni af sjónvarpsstöð á Akureyri
Fjölmiðillinn N4 rekur sjónvarpsstöð á Akureyri. Miðillinn hefur tekið að sér dagskrárgerð, kostaða af Samherja, en telja það vel falla inn í þá starfsemi sem miðillinn heldur úti. „Við erum ekki fréttastöð,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Karl Eskil Pálsson.
5
ViðtalHeimavígi Samherja
19157
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
6
FréttirHeimavígi Samherja
54401
Umdeild aðkoma Samherja að fjölmiðlum
Blaðamannafélag Íslands fordæmdi í fyrra aðgerðir Samherja gagnvart fjölmiðlum. Þorsteinn Már Baldvinsson átti fimmtung í Morgunblaðinu. Samherji hefur keypt umfjöllun frá sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Sjónvarpsstöðin Hringbraut braut fjölmiðlalög í samstarfi við Samherja.
7
FréttirHeimavígi Samherja
43347
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
Mest lesið í mánuðinum
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
94276
Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
Ingjaldur Arnþórsson, fyrrverandi forstöðumaður Varpholts og Laugalands, segist orðlaus yfir lýsingum hóps kvenna á ofbeldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann segist aldrei hafa beitt ofbeldi eða ofríki í störfum sínum. Augljóst sé að einhver sem sé verulega illa við sig standi að baki lýsingunum.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
103520
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
Dagný Rut Magnúsdóttir segir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi liðið á meðferðarheimilinu Laugalandi. Þetta hafi verið hræðilegur tími. Hún var þar um nokkurra mánaða skeið þegar hún var fimmtán ára. Pabbi hennar, Magnús Viðar Kristjánsson, óttast að hún jafni sig aldrei að fullu eftir reynsluna sem hún hafi orðið fyrir á meðferðarheimilinu. Hann segir að kerfið hafi ekki aðeins brugðist Dagnýju heldur allri fjölskyldunni.
3
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
93836
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
„Ég er búin að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upplifði á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi þegar ég var unglingur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerðist,“ segir Kolbrún Þorsteinsdóttir, sem var fyrst vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti, sem árið 2000 var flutt í Laugaland í Eyjafirði. Ingjaldur Arnþórsson stýrði báðum heimilunum.
4
Leiðari
194615
Jón Trausti Reynisson
Harmleikur Katrínar Jakobsdóttur
Ólíkt fyrri forsætisráðherrum talar Katrín Jakobsdóttir ekki niður til fólks.
5
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
6
Aðsent
991.265
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
7
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
1981.560
Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
Sex konur stíga fram í Stundinni og lýsa alvarlegu ofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir á meðan þær dvöldu á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu aðilum. Forstöðumaður heimilanna hafnar ásökunum. Ábendingar um ofbeldið bárust þegar árið 2000 en Barnaverndarstofa taldi ekkert hafa átt sér stað. Konurnar upplifa að málum þeirra hafi verið sópað undir teppið. „Við vorum bara börn.“
Nýtt á Stundinni
Viðtal
12
Seldi paprikustjörnur til Kína
Draugur upp úr öðrum draug, fyrsta einkasýning Helenu Margrétar Jónsdóttir, stendur yfir í Hverfisgallerí til 13. mars. Helena leikur sér að víddum. Ofurraunveruleg málverk hennar eru stúdíur í hversdagsleika, formgerð, dýpt og flatneskju. Á verkum hennar má finna klassískt íslenskt sælgæti, eitthvað sem margir teygja sig í þegar þeir eru dálítið þunnir, sem er einkennandi fyrir titilveru sýningarinnar.
Mynd dagsins
7
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Ferðamenn sem koma hingað frá Grænlandi eru nú, einir þjóða, undanþegnir aðgerðum á landamærum og þurfa því hvorki að fara í skimun, sóttkví eða framvísa neikvæðu PCR-prófi. „Það hefur gengið vel, einungis 30 Covid-19 smit verið í öllu landinu." segir Jacob Isbosethsen (mynd) sendiherra Grænlands á Íslandi. Ef jafnmargir hefðu smitast hér og og á Grænlandi hefðu 195 manns fengið Covid-19. Í morgun var talan örlítið hærri, 6049 einstaklingar hafa fengið farsóttina hér heima.
Stundarskráin
13
Innsetningar, djass og afmæli
Tónleikar, viðburðir og sýningar á næstunni.
Fréttir
1357
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar, sem ríkisstjórnin lofaði samhliða lífskjarasamningum, fellur ekki í kramið hjá aðilum vinnumarkaðarins, fjármálafyrirtækjum og Seðlabankanum.
FréttirSamherjaskjölin
762
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
Aðsent
4145
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Mamma þarf líka að vinna
Hverjum gagnast efnahagsaðgerðir stjórnvalda þegar kemur að atvinnumálum?
FréttirLaxeldi
2971
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
Þrautir10 af öllu tagi
3955
306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?
Gærdagsþrautin, hér. * Aukaspurning: Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést? * 1. Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890? 2. Í hvaða landi er Chernobyl? 3. Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005? 4. Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali...
FréttirHeimavígi Samherja
1564
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
Mynd dagsins
3
Allir á tánum
Það var mikið um að vera við veg 42, vestan Kleifarvatns nú í morgun. Vegagerðin var að kanna aðstæður, starfsmenn á Jarðvársviði Veðurstofu Íslands (mynd) voru að mæla gas á hverasvæðinu í Seltúni, sem og grjóthrun. Þarna voru líka ferðalangar að vonast eftir hinum stóra, kvikmyndagerðarmaður að festa augnablik á filmu, enda höfðu mælst yfir 1000 jarðskjálftar á svæðinu fyrstu tíu tímana í dag. Þar af tveir yfir 3 að stærð, sá stærri átti upptök sín rétt norðan við Seltún, klukkan 03:26 í morgun.
Þrautir10 af öllu tagi
4060
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
Sko, hér er þrautin frá í gær! * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita. 2. Al Thani-fjölskyldan er auðug...
Mynd dagsins
1
Vá... loftlagsvá
Mál málanna í dag er auðvitað jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum, þeirri vá getum við ekki stjórnað. En til lengri tíma eru það auðvitað loftlagsmálin sem taka þarf föstum tökum áður en stefnir í óefni. Og þar getum við haft bein áhrif. Íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér uppfærð markmið í loftslagsmálum. Þar kemur fram að Ísland ætlar að minnka losun um...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir