Mest lesið

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen
3

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Stríðið gegn konum
4

Stríðið gegn konum

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
5

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
6

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
7

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Stundin #97
Júlí 2019
#97 - Júlí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. ágúst.

Jón Trausti Reynisson

Spilling íslenskra alþingismanna

Hvers vegna fær íslenskur blaðamaður upplýsingar um þingmenn í Svíþjóð sem honum var neitað um á Íslandi? Rannsóknir sýna að vald minnkar siðferðiskennd og samkennd. Á Íslandi hafa þingmenn bætt hag sinn á kostnað annarra og þegið verulegar fjárhæðir til viðbótar í skjóli leyndar.

Jón Trausti Reynisson

Hvers vegna fær íslenskur blaðamaður upplýsingar um þingmenn í Svíþjóð sem honum var neitað um á Íslandi? Rannsóknir sýna að vald minnkar siðferðiskennd og samkennd. Á Íslandi hafa þingmenn bætt hag sinn á kostnað annarra og þegið verulegar fjárhæðir til viðbótar í skjóli leyndar.

Spilling íslenskra alþingismanna
Ný ríkisstjórn Boðaði ný vinnubrögð og sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu.  Mynd: Stjórnarráðið

Það er náttúruleg, sálfræðileg tilhneiging, sem sýnt hefur verið fram á með fjölda rannsókna, að fólk sem kemst í valda- eða áhrifastöðu hefur tilhneigingu til að spillast. 

Þrátt fyrir sjálfsmynd sakleysis og goðsögn sameiginlegra hagsmuna eru Íslendingar ekki undanþegnir spillingu. Þvert á móti er Ísland spilltasta land Norðurlandanna, samkvæmt úttekt Transparency International, og hefur metin spilling aukist töluvert síðustu fimm ár.

Þetta vekur þrjár spurningar. Hvernig lýsir vandinn sér, hvað orsakar hann og hvað getum við gert til að lágmarka hann?

Vald skerðir siðferðiskennd

Spilling verður ekki til vegna þess að slæmt fólk lýgur sig inn í trúnaðarstöður fyrir almenning. Sjálfar valdastöðurnar breyta viðhorfum og hegðun fólks til hins verra, gera það sjálfhverfara og sjálftækara.

Rannsóknir sýna að fólk í áhrifastöðum er líklegra en annað til þess að þykja í lagi að brjóta reglurnar. Þetta hefur verið staðfest með hegðun fólks í umferðinni og í fjölda viðhorfskannana. Fólk sem keyrir um á dýrum bílum er ólíklegra til að stoppa fyrir gangandi vegfarendum á gangbraut, en fólk sem keyrir ekki um á lúxusbílum. Vald fær fólk til að láta sig síður varða um aðra, gerir það sjálfhverfara. Fólk í áhrifastöðum hefur mun meiri áhuga á að hlusta á sjálft sig en aðrir. Það eitt að komast í áhrifastöðu eykur verulega líkurnar á því að þú takir síðustu kökusneiðina af sameiginlegum diski án þess að bjóða öðrum sem sitja við borðið.

Sem dæmi í nýlegri bók Dachers Keltners, prófessors í sálfræði við Berkley-háskóla, sem rannsakað hefur áhrif valds á hegðun og viðhorf, er vísað í rannsókn á því hvernig sú tilfinning ein og sér að hafa völd skerðir siðferði fólks: „Fólk sem leið eins og það væri valdamikið var líklegra til að segja að það væri í lagi að borga ekki skatta og að það væri ekkert rangt við að rukka ofreiknaðan ferðakostnað eða keyra of hratt. Þegar við höfum völd byrjar að fjara undan siðferði okkar.“ (Power Paradox, s. 120)

Við fáum þessar upplýsingar í Svíþjóð

Við höfum viljað líta á okkur sem samhenta, saklausa þjóð með sameiginlega hagsmuni. Ein einföld umfjöllun Stundarinnar sýnir muninn á minna spilltu og meira spilltu landi.

Blaðamaður Stundarinnar fékk umyrðalaust ítarlegar, persónugreinanlegar upplýsingar um akstursgreiðslur til 328 sænskra þingmanna á innan við viku eftir að hann sendi beiðni. Sami blaðamaður Stundarinnar sendi beiðni um sams konar upplýsingar til íslenska löggjafarþingsins og fékk synjun í ágúst í fyrra. Stundinni var synjað um jafnvel ópersónugreinanlegar upplýsingar, á grundvelli þess að greiðslur til þingmanna úr ríkissjóði væru einkamál þeirra, jafnvel þótt þeir væru kjörnir fulltrúar okkar allra og fengju greitt af sköttum okkar. Í ljós hefur komið að áhersla á leyndina kemur frá forseta Alþingis hverju sinni, sem er hluti pólitíska valdsins.

Blaðamaður Stundarinnar hafði þá þegar heimildir fyrir því að Ásmundur Friðriksson hefði þegið verulegar og óhóflegar greiðslur í endurgreiddan ferðakostnað. Raunveruleikinn er sá að sá sænski þingmaður sem hefur fengið hæstar akstursgreiðslur fékk 65 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Ásmundur fékk 385 þúsund á mánuði, eða nífalt meira.

Munurinn á þessum tveimur löndum birtist í tvennu. Í fyrsta lagi viðhalda íslenskir þingmenn leynd í eiginhagsmunaskyni. Í öðru lagi færa þeir meira fé í eigin vasa úr sameiginlegum sjóðum. 

3,7 kennarar fjármagna umframgreiðslur eins þingmanns

Í ljós hefur komið að þótt Ásmundur Friðriksson hafi fengið greiddar 4,6 milljónir króna í akstursstyrk frá ríkinu á einu ári, sé raunkostnaðurinn við akstur hans á Kia Sportage-bifeiðinni tvær milljónir. 

Niðurstaðan er að þingmaður eins og Ásmundur Friðriksson, hefur í skjóli leyndar, fengið greitt á fölskum forsendum 2,6 milljónir króna á einu ári skattfrjálst. Til þess að standa undir þessari umframgreiðslu á fölskum forsendum í skjóli leyndar til eins kjörins fulltrúa þarf að leggja alla staðgreiðsluskatta tveggja sérkennara sem fá 465 þúsund krónur í taxtalaun á mánuði. Þessi upphæð er líklega vanáætluð, en við vitum ekki fyrir víst hvaða þingmaður hefur þegið rúmar 24,3 milljónir króna á fjórum árum, sem þýðir að hverju sinni þarf staðgreiðsluskatta 3,7 grunnskólakennara á grunnlaunum til að fjármagna akstursgreiðslur umfram raunverulegan kostnað hjá þessum eina þingmanni. „Fólk hefur sagt við mig að þetta er miklu lík­­­ara ein­elti heldur en frétta­­flutn­ing­i,“ voru viðbrögð Ásmundar við því að þetta kom loksins fram. Páll Magnússon, samflokksmaður hans, brást við með því að lýsa því að hann ætti að eyða meira fé úr ríkissjóði í akstur, hann hafi ekki ekið nóg á kostnað almennings. „Ég ætla að bæta úr því.“

Hvað er spilling?

Þegar fólk í opinberum embættum beitir stöðu sinni til að viðhalda leynd og færir fjármagn úr ríkissjóði í eigin vasa án vitundar almennings og á fölskum forsendum, er það yfirleitt kallað spilling.

Þessi hegðun, látin óátalin, kennir kjörnum fulltrúum okkar að þeir græða á því að hegða sér óheiðarlega og hafa af okkur fé. Læri fólk slíka hegðun er líklegt að það yfirfæri hana yfir á önnur svið. Um leið verða það sameiginlegir hagsmunir hópsins að viðhalda leynd á þessu sviði. Það verður um leið gagnvirk réttlæting fyrir því að viðhalda leynd á öðrum sviðum. Spilling er siðrof sem hefur margfeldisáhrif. Lækningin gegn slíku siðrofi er félagslegt taumhald, eða ytra vald. Þetta ytra vald er almenningur í kosningum. Leyndin er leið þingmanna til að koma í veg fyrir að almenningur geti látið almannahagsmuni ná fram að ganga.

Ef fólk fær tækifæri til að taka fé frá öðrum án afleiðinga, aðhalds eða yfir höfuð vitundar annarra, er líklegt að það gangi of langt í að gæta hagsmuna sinna á kostnað annarra. Ef fólk mótar sjálft reglurnar og eftirlitið, er líklegt að það hagi því með eigin hagsmuni í fyrirrúmi.

Það sem hefur gerst á Íslandi síðustu áratugi staðfestir þetta að nokkru. Alþingismenn hafa til dæmis hækkað í launum langt umfram almenna Íslendinga síðustu þrjá áratugina, eins og kemur í úttekt Stundarinnar. 

Laun þingmanna hafa á síðustu áratugum hækkað langt umfram laun almennings. Þingmenn fengju til dæmis 150 þúsund krónum minna á mánuði í þingfararkaup í dag ef þeir hefðu fylgt almennri launaþróun frá árinu 1989. Þá er ótalið að við launakjör þeirra hafa bæst verulegar endurgreiðslur. Síðan bættu þingmenn við föstum endurgreiðslum til sín upp á 30 til rúmlega 200 þúsund króna á mánuði, eða meira ef haldin eru tvö heimili, og svo til viðbótar óreglulegum og ósýnilegum ferðakostnaði, sem í tilfelli eins þingmannsins var 385 þúsund krónur á mánuði skattfrjálst og rúmlega tvöfalt meiri en raunkostnaður hans við ferðir.

Mismunandi kröfur til fólks

Á sama tíma vara þingmenn almenning við því að biðja um launahækkanir – vegna þess að slíkt valdi því að verðbólgan aukist. Kjararáð, sem er skipað af Alþingi og fjármálaráðherra að 4/5 hluta, ákvað að koma í veg fyrir tækifæri almennings til að taka afstöðu þegar það veitti þingmönnum 338 þúsund króna launahækkun á einu bretti á kjördag 29. október 2016. 

Það var aðeins í kjölfar háværrar umræðu og fjölmiðlaumfjöllunar sem hluti þingmanna ákvað að taka málið upp í forsætisnefnd Alþingis og lækka reglulegar endurgreiðslur til sín á móti launahækkuninni.

Tilhneiging til þess að fólk í áhrifastöðum bæti kjör sín umfram aðra er ekki bundin við þingmenn. Sú ábyrgðarstaða sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna launþega á Íslandi umfram aðrar er forseti Alþýðusambands Íslands. Laun forseta ASÍ eru nú 148,6 prósent hærri en algengustu meðallaun. Árið 2000 voru laun forseta ASÍ 72 prósent hærri en meðallaun, samkvæmt úttekt Stundarinnar í fyrra.

Samþjöppun valds

Spilling snýst ekki bara um að draga að sér peninga annarra. Hún snýst líka um að draga að sér völd.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur hafnað ráðleggingum Ríkisendurskoðunar um að auglýsa stöður sendiherra til að ráða hæfasta einstaklinginn. Það er vegna þess að það hefur verðmætagildi fyrir stjórnmálaflokkana að geta úthlutað þeim gæðum sem sendiherrastöður eru, og eykur áhrif flokkanna að sama marki. Þannig borgar sig að þóknast flokknum, til að eiga von á gæðunum. 

Þingmenn hafa fjölgað verulega aðstoðarmönnum og aukið kostnað við þá. Engu að síður hafa aðstoðarmenn og ráðherrar skipulega hunsað fyrirspurnir vegna hagsmunaárekstramála sem Stundin hefur fjallað um. 

Þingmenn hafa tekið ákvörðun um að grípa inn í lýðræðislegt ferli sem sett var af stað til að breyta stjórnarskrá lýðveldisins, sem í upphafi var kynnt sem tímabundin stjórnarskrá. 

Ástæðan er líklega að stjórnarskráin riðlar valdahlutföllum. Hún heimilar persónukjör, sem veldur því að kjósendur geta valið einstaklinga óháð flokkum, og jafnar atkvæðavægi á landinu, sem veldur því að flokkarnir sem eru sterkastir á landsbyggðinni missa völd. 

Vanhæfi þingmanna í gerð stjórnarskrár

Alþingismenn eru vanhæfir til þess að stýra stjórnarskrárgerð, vegna þess að þeir eru viðfangsefni stjórnarskrárinnar og stjórnarskráin á að gæta almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Engu að síður hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sett stjórnarskrárgerð í hendur þingmanna, með óljósum skilaboðum um að hafa „hliðsjón af“ ýmiss konar vinnu sem unnin hefur verið í nefndum Alþingis og svo í stjórnlagaráði, en engin skuldbinding um að fylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu – þeirri einu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu á vegum Alþingis sem ekki hefur verið fylgt – heldur þvert á móti boðað að „skoðað“ verði hvort almenningur eigi aðkomu að málinu í kjölfar ákvörðunar stjórnmálamanna.

Önnur birtingarmynd samþjöppunar valds er þegar forsætisráðherra, í þessu tilviki Katrín Jakobsdóttir, sendi þingmönnum flokks síns ákúrur í viðtali við Ríkisútvarpið fyrir að velja ekki að styðja dómsmálaráðherra í vantraustsumræðum, á grundvelli flokkslínunnar byggt á þeim hagsmunum að minnka líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn slíti ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta er alvarlegra í því tilfelli þar sem ný ríkisstjórn hennar hafði sérstaklega boðað og státað af þeirri stefnu að efla sjálfstæði Alþingis – því þingmenn eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, ekki bara vera fylgifiskur þess eða framlenging. Sú stjórnmálahefð sem Katrín framfylgir er hins vegar hluti af menningu valdasamþjöppunar sem þeir valdamestu hafa komið á.

Innbyggð þörf fyrir aðhald

Félagsvísindin hafa sýnt fram á að vald spillir. Við veljum þá til áhrifa sem við teljum munu vinna að almannahagsmunum, en sálfræðilega og félagsfræðilega hafa völdin þau áhrif að skerða siðferðiskennd og samkennd fólks. 

Þrennt er hægt að gera til að minnka þessi áhrif. Meðvitund áhrifafólks sjálfs um áhrifin, ytra aðhald og reglur um takmörkun á samþjöppun valds. Þeir hafa nú þegar náð stjórn á gerð nýrrar stjórnarskrá, sem meðal annars átti að dempa völd stjórnmálaflokkanna og auka völd almennings. Ytra aðhaldið, sem birtist í afstöðu almennings byggðri á upplýsingagjöf fjölmiðla, er líka undir áhrifavaldi þingmanna. Fram að þessu hafa þeir ákveðið að sleppa því að styrkja einkarekna fjölmiðla eða veita þeim nokkrar ívilnanir, ólíkt samanburðarlöndum okkar, og haldið skattaumhverfi fjölmiðla óhagstæðara en í flestum ríkjum Evrópu. Afleiðingin er ekki aðeins veikari fjölmiðlar heldur að hagsmunaaðilar ná tökum á fjölmiðlum. Á móti ákváðu þingmenn að styrkja stjórnmálaflokka um 127 prósent hærri upphæð í ár en í fyrra, sem flutti meðal annars 195 milljónir króna aukalega úr ríkissjóði til ríkisstjórnarflokkanna þriggja, í þeim tilgangi að „auka traust á stjórnmálastarfsemi“ á Íslandi.

Nýja útgáfu Stundarinnar má lesa hér

Tengdar greinar

Leiðari

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson
·

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Óvinir fólksins

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Óvinir fólksins

·

Við getum því valið að láta sem ekkert sé, látið sem það snerti okkur ekki, hafi ekki áhrif á líf okkar og samfélag, en við vitum samt að það er blekking. Atlaga að frelsi fjölmiðla er atlaga að okkur öllum.

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson
·

Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við ætluðum okkur það kannski ekki en framtíðarsýnin sem við skildum eftir okkur fyrir næstu kynslóðir er ansi myrk. Við höfum enn tækifæri til að breyta henni, en íslenskir stjórnmálamenn hafa líka séð tækifærin til að hagnast á ógninni. Nú stöndum við frammi fyrir ákvörðun, á tíma þegar það þykir „gróðavænlegt að láta jörðina fara til helvítis“.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen
3

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Stríðið gegn konum
4

Stríðið gegn konum

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
5

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
6

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
7

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·

Mest deilt

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
1

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
3

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
4

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
5

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Stríðið gegn konum
6

Stríðið gegn konum

·

Mest deilt

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
1

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
3

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
4

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
5

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Stríðið gegn konum
6

Stríðið gegn konum

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“
2

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

·
Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni
3

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

·
Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa
4

Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa

·
Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi
5

Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi

·
Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni
6

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“
2

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

·
Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni
3

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

·
Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa
4

Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa

·
Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi
5

Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi

·
Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni
6

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

·

Nýtt á Stundinni

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

Af samfélagi

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

·
Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

Jökull Sólberg Auðunsson

Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Blómin í garðinum

Hermann Stefánsson

Blómin í garðinum

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Stríðið gegn konum

Stríðið gegn konum

·
Velkomin heim Valkyrja

Velkomin heim Valkyrja

·