Bæta kjör sín umfram almenning

Íslenskir þingmenn eru launahæstu þingmennirnir á Norðurlöndum og hafa hækkað langt umfram almenning í launum undanfarin ár og áratugi. Þeir brjóta reglur um þingfararkostnað og taka sér meira fé úr ríkissjóði en reglurnar segja til um án þess að vera dregnir til ábyrgðar.

johannpall@stundin.is

Íslenskir þingmenn fá hærra þingfararkaup en þingmenn í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Laun þeirra eru svipuð og hjá dönskum þingmönnum, nokkru lægri en hjá breskum þingmönnum og mun lægri en tíðkast í Þýskalandi. 

Þetta er niðurstaðan þegar grunnlaun þingmanna í Evrópuríkjum eru borin saman miðað við kaupmáttarjöfnuð. Ef litið er til grunnlauna þingmanna á gengi íslensku krónunnar í janúar 2018 án kaupmáttarjöfnunar eru íslenskir þingmenn hins vegar langlaunahæstu þingmenn Norðurlandanna.

Stuðst er við síðarnefndu aðferðina í nýlegri skýrslu starfshóps sem ríkisstjórnin skipaði um málefni kjararáðs. Út frá þeim mælikvarða eru mánaðarleg grunnlaun íslenskra þingmanna 263 þúsund krónum hærri en grunnlaun sænskra þingmanna og 186 þúsund krónum hærri en laun danskra kollega þeirra. Er íslenska þingfararkaupið 75 prósentum hærra en meðalþingfararkaup í ríkjum Evrópusambandsins. 

Hneykslunaralda fór um íslenskt samfélag þegar Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um rúmlega 44 prósent í einu skrefi, eða um 338 þúsund krónur á mánuði, þann 29. október 2016. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hvatti þingheim til að hnekkja ákvörðuninni með lagasetningu og ákvað að gefa launahækkunina sem féll honum sjálfum í skaut til góðgerðamála. 

Alþingi lét hins vegar ákvörðun Kjararáðs standa. Þannig nema nú mánaðarlegar launagreiðslur þingmanna 1.101 þúsund krónum og eru 65 prósentum hærri en meðallaun Íslendinga.

Launahækkunin var réttlætt á þeim forsendum að með henni væri verið að leiðrétta kjör þingmanna til samræmis við almenna launaþróun. Raunin er hins vegar sú að laun þingmanna hafa hækkað langt umfram laun almennings í landinu. 

Þingfararkaup hækkaði um 133,6 prósent á tímabilinu 2006 til 2016. Á sama tíma hækkaði launavísitala Hagstofunnar um 106,9 prósent. Ef litið er lengra aftur í tímann kemur í ljós að þingfararkaup hækkaði um 639 prósent á tímabilinu 1989 til 2016 á meðan launavísitalan hækkaði um 455 prósent. 

Þannig hefur stjórnmálastéttin fengið kjarabætur langt umfram almenning undanfarin ár og áratugi. Eftir launahækkunina í október 2016 og tregðu þingmanna til að hnekkja ákvörðun Kjararáðs eru Íslendingar sú Norðurlandaþjóð sem státar af launahæstu þingmönnunum og jafnframt launahæstu ráðherrunum. 

Þingmenn tóku sér meira en þeir máttu

Gott þingfararkaup og föst endurgreiðsla starfs- og ferðakostnaðar virðist þó ekki duga öllum þingmönnum. Undanfarnar vikur hafa komið fram upplýsingar sem varpa nýju ljósi á hve frjálslega einstakir þingmenn hafa umgengist reglur um þingfararkostnað. 

 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Við mælum með

Máttlaus  af blóðleysi og sorg

Máttlaus af blóðleysi og sorg

·
Ósýnilegu börnin

Ósýnilegu börnin

·
Fórna fágætri náttúru á heimsvísu

Fórna fágætri náttúru á heimsvísu

·
Ríka Ísland

Ríka Ísland

·

Nýtt á Stundinni

Bráðum (mjög fljótlega) koma blessuð jólin

Ása Ottesen

Bráðum (mjög fljótlega) koma blessuð jólin

·
Nýtir allt frá hala til heila hreindýrsins

Nýtir allt frá hala til heila hreindýrsins

·
Það sem ég hef lært af því að starfa á stríðshrjáðum svæðum

Það sem ég hef lært af því að starfa á stríðshrjáðum svæðum

·
Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg

Fólkið í borginni: Reykjavík er orðin döpur borg

·
Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon

Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon

·
Teiknaði fimmtíu tuskudýr á tveimur tímum

Teiknaði fimmtíu tuskudýr á tveimur tímum

·
Drykkjuveislur Stalíns

Illugi Jökulsson

Drykkjuveislur Stalíns

·
George H.W. Bush: Ræfilslegi njósnarinn sem varð forseti

George H.W. Bush: Ræfilslegi njósnarinn sem varð forseti

·
„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

·
Leyndardómurinn um týndu konuna

Sif Sigmarsdóttir

Leyndardómurinn um týndu konuna

·
Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

Þéna 714-föld laun fiskvinnslustarfsmanns en greiða lægra hlutfall í skatt

·
Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

·