Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bæta kjör sín umfram almenning

Ís­lensk­ir þing­menn eru launa­hæstu þing­menn­irn­ir á Norð­ur­lönd­um og hafa hækk­að langt um­fram al­menn­ing í laun­um und­an­far­in ár og ára­tugi. Þeir brjóta regl­ur um þing­far­ar­kostn­að og taka sér meira fé úr rík­is­sjóði en regl­urn­ar segja til um án þess að vera dregn­ir til ábyrgð­ar.

Íslenskir þingmenn fá hærra þingfararkaup en þingmenn í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Laun þeirra eru svipuð og hjá dönskum þingmönnum, nokkru lægri en hjá breskum þingmönnum og mun lægri en tíðkast í Þýskalandi. 

Þetta er niðurstaðan þegar grunnlaun þingmanna í Evrópuríkjum eru borin saman miðað við kaupmáttarjöfnuð. Ef litið er til grunnlauna þingmanna á gengi íslensku krónunnar í janúar 2018 án kaupmáttarjöfnunar eru íslenskir þingmenn hins vegar langlaunahæstu þingmenn Norðurlandanna.

Stuðst er við síðarnefndu aðferðina í nýlegri skýrslu starfshóps sem ríkisstjórnin skipaði um málefni kjararáðs. Út frá þeim mælikvarða eru mánaðarleg grunnlaun íslenskra þingmanna 263 þúsund krónum hærri en grunnlaun sænskra þingmanna og 186 þúsund krónum hærri en laun danskra kollega þeirra. Er íslenska þingfararkaupið 75 prósentum hærra en meðalþingfararkaup í ríkjum Evrópusambandsins. 

Hneykslunaralda fór um íslenskt samfélag þegar Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um rúmlega 44 prósent í einu skrefi, eða um 338 þúsund krónur á mánuði, þann 29. október 2016. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hvatti þingheim til að hnekkja ákvörðuninni með lagasetningu og ákvað að gefa launahækkunina sem féll honum sjálfum í skaut til góðgerðamála. 

Alþingi lét hins vegar ákvörðun Kjararáðs standa. Þannig nema nú mánaðarlegar launagreiðslur þingmanna 1.101 þúsund krónum og eru 65 prósentum hærri en meðallaun Íslendinga.

Launahækkunin var réttlætt á þeim forsendum að með henni væri verið að leiðrétta kjör þingmanna til samræmis við almenna launaþróun. Raunin er hins vegar sú að laun þingmanna hafa hækkað langt umfram laun almennings í landinu. 

Þingfararkaup hækkaði um 133,6 prósent á tímabilinu 2006 til 2016. Á sama tíma hækkaði launavísitala Hagstofunnar um 106,9 prósent. Ef litið er lengra aftur í tímann kemur í ljós að þingfararkaup hækkaði um 639 prósent á tímabilinu 1989 til 2016 á meðan launavísitalan hækkaði um 455 prósent. 

Þannig hefur stjórnmálastéttin fengið kjarabætur langt umfram almenning undanfarin ár og áratugi. Eftir launahækkunina í október 2016 og tregðu þingmanna til að hnekkja ákvörðun Kjararáðs eru Íslendingar sú Norðurlandaþjóð sem státar af launahæstu þingmönnunum og jafnframt launahæstu ráðherrunum. 

Þingmenn tóku sér meira en þeir máttu

Gott þingfararkaup og föst endurgreiðsla starfs- og ferðakostnaðar virðist þó ekki duga öllum þingmönnum. Undanfarnar vikur hafa komið fram upplýsingar sem varpa nýju ljósi á hve frjálslega einstakir þingmenn hafa umgengist reglur um þingfararkostnað. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu