Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Þegar Haukur opnaði augu mín

Blaðamaður minnist Hauks Hilmarssonar.

Haukur Hilmarsson Barðist með kúrdískum sveitum gegn Íslamska ríkinu, en er sagður hafa verið felldur í árás tyrkneska hersins.

Daginn sem ég heyrði frásagnir af því að Haukur Hilmarsson hefði fallið frá var eins og einhver hefði lækkað hljóðstyrkinn í heiminum. Ég sendi sameiginlegum vinum skeyti og spurði hver vissi hvað í von um að einhver hefði rætt nýlega við hann og gæti staðfest ferðir hans til Sýrlands. Er það sá Haukur sem ég þekki? Sem ég þekkti?

Við kynntumst þegar við vorum saman í bekk í Háskóla Íslands að læra um gamla, dauða hvíta menn, en vináttan byrjaði ekki fyrr en í mótmælunum þann sama vetur. Eftir það bauð Haukur mér að fara með honum á FIT Hostel á Reykjanesi, þar sem hælisleitendur voru hýstir í iðnaðarhverfi nálægt flugvellinum svo það væri auðvelt að flytja þá úr landi. Haukur mætti þessu fólki af mikilli auðmýkt og virðingu, sýndi þeim hlýju og skilning og reyndi að hughreysta þá sem voru niðurbrotnir eftir endurteknar hafnanir íslenska ríkisins á hælisumsóknum og lamandi skriffinnsku.

Haukur sýndi mér hluta af íslensku samfélagi sem ég hefði annars ekki trúað að væri til, sem er kalt og ómannúðlegt. Enn fremur vakti hann eldmóð í mér fyrir að berjast fyrir betri heimi. Ég heyri svipaðar sögur frá öðrum vinum sem lýsa miklum áhrifum hans á líf þeirra, og frá hælisleitendum sem þakka honum fyrir að bjarga lífi sínu. Síðan þá hefur vitundarvakning átt sér stað í samfélaginu í þessum málum, og fleirum sem Haukur hefur talað fyrir, en hann hélt alltaf áfram að vinna óeigingjörn störf fyrir minnihlutahópa sem hafa ekki rödd.

Síðasta minning mín af Hauki var að hitta hann við Ingólfstorg þar sem hann bauð mér sopa af stórri Jameson-flösku sinni. Við ræddum saman í stutta stund og ég bauð honum að heimsækja mig á næstunni og kíkja á viskíflöskurnar mínar. Ef þessar óstaðfestu fregnir reynast ósannar vona ég að það verði úr þeirri heimsókn einn daginn.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Drög að skurðaðgerð: Austur-evrópsk framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Fréttir

Sigríður þrengdi að réttindum hælisleitenda sama dag og hún fékk stuðning frá þingmönnum Vinstri grænna

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins