Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Baráttumaður fyrir landamæralausum heimi

Aktív­ist­inn Hauk­ur Hilm­ars­son er sagð­ur hafa fall­ið í inn­rás tyrk­neska hers­ins í norð­ur­hluta Sýr­lands, 31 árs að aldri. Hauk­ur á að baki merki­leg­an fer­il sem bar­áttu­mað­ur fyr­ir flótta­mönn­um, sem sum­ir þakka hon­um líf sitt. Vin­ir hans og fjöl­skylda minn­ast hans sem hug­sjóna­manns sem fórn­aði öllu fyr­ir þá sem minna mega sín.

Baráttumaður fyrir landamæralausum heimi
Mótmælendur reyndu frelsun Stór hópur mótmælenda gerði aðsúg að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar Haukur var handtekinn. Mynd: Pressphotos

Hugsjónamaður með ljónshjarta, baráttumaður fyrir þeim sem minnst mega sín, tilbúinn til að fórna öllu fyrir velferð annarra. Svona lýsa vinir og fjölskylda Hauki Hilmarssyni aktívista, sem sagður er hafa fallið í átökum í norðurhluta Sýrlands, 31 árs að aldri. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Haukur komið töluvert við sögu íslenskra stjórnmála í rúman áratug, meðal annars fyrir þátt sinn í búsáhaldabyltingunni og baráttu fyrir réttindum flóttamanna, sem margir þakka honum líf sitt. Barátta hans leiddi hann í fremstu víglínu vandans, þar sem hann varði hugsjónina í bardögum við ISIS.

Myndin af HaukiHersveit YPG sendi út þessa mynd af Hauki þegar tilkynnt var um að hann hefði fallið í árás tyrkneska hersins í Afrin.

Lítið er vitað um atburði dagsins 24. febrúar, þegar Haukur er sagður hafa fallið í sprengjuregni tyrkneskra hersveita ásamt tveimur öðrum úr hans hersveit. Heimildum ber saman um að Haukur hafi komið til Rojava, svæðis …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.
„Þið eruð djöfulsins fasistar og ættuð að skammast ykkar“
FréttirFlóttamenn

„Þið er­uð djöf­uls­ins fas­ist­ar og ætt­uð að skamm­ast ykk­ar“

Drög að frum­varpi um lok­að bú­setu­úr­ræði hafa feng­ið á sig tölu­verða gagn­rýni í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – bæði frá ein­stak­ling­um og sam­tök­um. Er frum­varps­til­lag­an með­al ann­ars bendl­uð við fas­isma, fanga­búð­ir og að­för gegn mann­rétt­ind­um. Rauði kross­inn, Mann­rétt­inda­skrif­stofa, UNICEF og Barna­heill lýsa yf­ir áhyggj­um af vist­un barna í bú­setu­úr­ræð­inu og segja ákvæði frum­varps­ins óljós og mats­kennd.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár