Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Stundarskráin

Milljarður rís, blúshátíð og dragdrottningar í geimnum

Tónleikar, sýningar og viðburðir dagana 9.–27. mars.

DJ Assault, Alvia, Intr0beatz

Hvar? Húrra
Hvenær? 9. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Uppruna ghetto techno-stefnunnar má rekja til Detroit. Um er að ræða hráa elektróníska og taktfasta tónlist með ögrandi textum. DJ Assault er oft álitinn guðfaðir stefnunnar, en með honum spila Alvia Islandia, íslenska trap-drottningin, sem hefur skipað sér sess í hip-hop senunni í Reykjavík, og Intr0beatz, einn af bestu taktsmiðum Íslands.

Milljarður Rís 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. mars kl. 12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

UN Women á Íslandi efna í sjötta skiptið til dansbyltingar þar sem ofbeldi gegn konum er mótmælt. Í ár er viðburðurinn tileinkaður konum af erlendum uppruna sem þurfa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Eins og áður mun DJ Margeir þeyta skífum og halda uppi stuðinu.

Drag-Súgur: Teleport us to MARS!

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 16. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Dragdrottningarnar í kabaretthópnum Drag-Súgur hafa undanfarin tvö ár haldið reglulegar sýningar þar sem grín og glens og metnaðarfull tilþrif eru í fyrirrúmi. Þema kvöldsins er geimurinn og það sem honum tengist, allt frá framúrstefnulegri tísku til nördakúltúr. Munið bara að úti í geimnum heyrir enginn þig hrópa: „Yaaaas queen!“

Sónar Reykjavík 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 16.–17. mars
Aðgangseyrir: 19.990 kr.

Sónar er alþjóðleg hátíð tileinkuð raf- og danstónlist sem var stofnuð fyrir 25 árum, en hún er haldin í fimmta skiptið í Reykjavík. Fjögur mismunandi svið rísa í Hörpu, þar með talinn næturklúbbur í bílakjallara byggingarinnar. Um 50 hljómsveitir og listamenn koma fram, eins og hin breska Underworld, bandaríski Danny Brown, Bjarki og fleiri.

Músíktilraunir 2018

Hvar? Harpa
Hvenær? 18.–21. og 24. mars
Aðgangseyrir: 1.500–2.000 kr.

Músíktilraunir er árleg keppni ungra tónlistarmanna sem á sér yfir 35 ára sögu. Þar koma um 40–50 nýjar hljómsveitir fram í von um að verða krýndar sigurvegarar tilraunanna. Margar af efnilegustu hljómsveitum landsins hafa einmitt stigið sín fyrstu skref á hátíðinni, eins og Mammút, Samaris, Hórmónar, Between Mountains og fleiri.

Babies

Hvar? Húrra
Hvenær? 23. mars kl. 22.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

Babies er einn af kröftugustu og skemmtilegustu coverlaga-flokkum landsins, en hann skipa heimsklassa tónlistarmenn úr ýmsum hljómsveitum. Búast má við miklu fjöri og úrvali af dansvænum lögum frá mismunandi tímabilum.

Goth Night: ESA útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 24. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

ESA, Electronic Substance Abuse er eins manns verkefni Jamie Blackers sem hefur verið viðloðinn svart- og dauðamálmssenu Bretlands. Sem ESA skapar hann tilraunakennda hljóðheima sem eru undir áhrifum iðnaðarrokks og einkennist af þungum og hvössum tortímandi töktum. ESA fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar, „The Beast“.

Blúshátíð í Reykjavík 2018

Hvar? Hilton Reykjavík Nordica
Hvenær? 27.–29. mars 
Aðgangseyrir: 11.990 kr.

Blúshátíðin hefst með Blúsdeginum þann 24. mars, þar sem Skólavörðustígurinn er lagður undir hátíðina frá 14.00–16.00. Þar verður meðal annars tilkynnt um val heiðursfélaga félagsins 2018. Síðan verða þrennir tónleikar þar sem koma fram meðal annars Laura Chavez og Ina Forsman, Larry McCray og fleiri.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Fréttir

„Mjög gott samráð“ milli ráðuneyta en töldu ekki ástæðu til að láta Norðurlöndin vita

Fréttir

Stundin fær fjölmiðlaverðlaun götunnar

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika