Mest lesið

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
1

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Íslenskt réttlæti 2020
3

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
4

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
5

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu
6

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Þarf minni vinna að vera bölvun? 

Vinnutími fólks ætti að geta styst um 40 prósent með áhrifum gervigreindar á næstu árum.

Þarf minni vinna að vera bölvun? 
Fólk í fríi Vinnuvikan á Íslandi var síðast stytt árið 1971 með lögum.  Mynd: Shutterstock
ritstjorn@stundin.is

Framtíðin eins og hún snýr að okkur þessa dagana er oftar en ekki ógnvekjandi. Auk loftslagsbreytinga og uppgangs fasista óttast margir að hin svonefnda fjórða iðnbylting muni gera stóran hluta mannkyns atvinnulausan. En þurfa tækniframfarir endilega að kalla yfir okkur hörmungar?

Í fyrra kom út viðamikil skýrsla um þróun gervigreindar á vegum ráðgjafarfyrirtækisins Accenture. Samkvæmt henni er talið að gervigreind muni efla afköst í 12 af ríkustu löndum heims, sem samanlagt standa fyrir rúmlega helming af hagkerfi jarðarbúa, um allt að 40 prósent. Ætti þetta að tvöfalda hagvöxt þeirra frá um það bil tveim prósentum að meðaltali og upp í fjögur. Þau lönd sem koma best út úr tæknibyltingu þessari eru Bandaríkin og Finnland, en í þessum 12 ríkjum samanlagt er búist við að gervigreind muni bæta um 14 billjónum (e. trillion) við hagkerfið. 

Rannsóknarfyrirtækið Gartner hefur sett fram afar bjartsýna spá um tæknibyltingu þessa, þar sem þeir telja að vissulega muni 1,8 milljón störf hverfa fyrir árið 2020, en að sama skapi muni 2,3 milljón störf bætast við. Störfum mun fjölga mest hjá opinbera geiranum, í menntun og í heilsugæslu, en helst glatast í framleiðslu og flutningum.

Aðrir eru síður bjartsýnir. Kai-Fu Lee, stofnandi fjármagnsfyrirtækisins Sinovation Ventures, telur að vélmenni muni taka yfir allt að helmingi allra starfa á næsta áratug. Elon Musk hjá Tesla segir að á næstu 20 árum muni sjálfvirkir bílar leysa alla þá af hólmi sem starfa við akstur, sem muni gera um 15 prósent allra starfa í heiminum óþörf. Hagfræðingurinn Benjamin Jones hefur velt því fyrir sér að þegar gervigreindin kemst á það stig að hún endurbæti sjálfa sig sé hún það eina sem þurfi, auk fjármagns, til að vinna öll störf. 

Þriggja daga vinnuvika

Hvernig sem á það er litið er ljóst að mörg störf sem við tökum sem gefnum munu brátt hverfa. Atvinnuleysishlutfall er um þessar mundir minna en það hefur verið lengi, á evrusvæðinu er það um níu prósent, en helmingi hærra meðal þeirra sem eru undir 25 ára aldri. Ekki hafa því allir það svo gott, ekki einu sinni í ríku löndunum, og hér fer ansi myrk framtíðarsýn að gera vart við sig. Hvernig verður þegar 15 prósent, 50 prósent, eða jafnvel allir hafa ekkert að starfa við?

FrítímiMeð rýmri frítíma minnka líkurnar á að fólk brenni út í starfi.

Fransk-austurríski félagsfræðingurinn André Gorz benti á að eftir því sem framleiðslugeta hvers einstaklings eykst með aukinni tækni, þá ætti vinnutími hans að minnka sem því nemur og að bráðlega þyrfti enginn að vinna meira en annan hvorn mánuð. Þetta var árið 1989 og síðan hefur tækninni fleygt fram, en ekki er að sjá að vinnutími okkar hafi styst. Samkvæmt núverandi spám ætti vinnutími okkar þó að geta minnkað um 40 prósent. Við þyrftum því ekki að vinna nema þrjá daga í viku og ættum, eins og Finnar, að geta fagnað litla laugardegi á miðvikudagskvöldi og síðan farið í fjögurra daga helgarfrí. 

En einhvern veginn finnst manni ólíklegt að þetta muni gerast. Flestir vinnustaðir munu líklega hagræða og segja fólki upp frekar en að greiða fólki full laun fyrir þrjá daga á viku. Þetta eru ekki aðeins slæmar fréttir fyrir einstaklinginn heldur fyrir þjóðfélagið allt líka. Því fólk án vinnu eyðir minna, hjól atvinnulífsins hætta að snúast og kreppa brestur á í okkar kapítalísku hagkerfum. Öll þessi aukna framleiðslugeta verður því til lítils rétt eins og í kreppunni miklu þegar framleiðslutækin stóðu aðgerðalaus því það var enginn til að kaupa vörurnar.  

Tímafrek niðurlæging að vera á bótum

En hvað er þá til ráða? Aftur má líta til Finnlands. Í upphafi árs í fyrra gerðu Finnar tilraun með að greiða atvinnulausum laun frekar en að bjóða þeim bætur. Launin eru vissulega ekki há, aðeins um 70.000 krónur á mánuði, sem eru álíka laun og háskólanemar fá fyrir að vera í námi þar. Meðallaun í Finnlandi eru um 420.000 krónur fyrir skatt, og vantar því talsvert upp á að styrkurinn nái því marki. 

2.000 manns voru valdir til að þiggja launin í tvö ár. Munurinn á launum þessum og núverandi bótakerfi eru þau að þátttakendur þurfa ekki að vera í atvinnuleit til að fá greitt og jafnvel þó að þeir fái vinnu á tímabilinu missa þeir ekki styrkinn. Því miður munum við ekki fá niðurstöður rannsókna um tilraun þessa fyrr en eftir að henni lýkur, en hún mun standa til ársloka í ár. Blaðið Guardian tók þó forskot á sæluna og tók viðtal við sex barna föðurinn Juha Järvinen, sem var einn þessara 2.000 styrkþega. 

Í vinnuherbergi hans mátti sjá hugmyndir um listrænar útgáfur af Airbnb, kvikmyndagræjur og sjamanatrommur, sem hann hannar og selur fyrir 900 evrur stykkið. Er það nokkuð meira en styrkurinn sjálfur, sem nemur 560 evrum á mánuði. Järvinen þessi á sex börn, svo varla tekst honum að lífnæra fjölskylduna á borgaralaunum, enda segist hann vera blankur eftir sem áður. Hann lítur þó svo á að einmitt þessi upphæð geri það að verkum að hann losni við þá tímafreku niðurlægingu sem það er að vera á atvinnuleysisbótum, og geti því einbeitt sér að öðrum hlutum, svo sem því að búa til sjamanatrommur, þar sem hann þurfi ekki lengur að óttast að vera algerlega tekjulaus út mánuðinn. 

Borgaralaun frá hægri og vinstri

Annað dæmi frá Finnlandi sem hefur ratað í fjölmiðla er um Christian sem er á atvinnuleysisbótum en býr til gítarneglur úr tré í frítíma sínum. Fékk hann fyrir það um 250.000 krónur á ári, en lenti í kasti við yfirvöld sem heldur kusu að hann nýtti tíma sinn í að fylla út umsóknir. Juha Järvinen vill meina að þegar sköpunargáfu fólks sé sleppt lausri með aðstoð borgaralauna muni það leiða til frumkvöðlastarfsemi sem svo á endanum muni borga þau upp með afkomu sprotafyrirtækja. 

Juha skilgreinir sjálfan sig sem anarkista, en það vekur athygli að í Finnlandi vilja verkalýðsfélögin hvetja fólk til vinnusemi með lágum sköttum en hægripopúlistar á borð við Sanna Finna vilja skoða borgaralaunafyrirkomulagið. Verkalýðssamtök vara við þessum hugmyndum, þar sem þau telja þær hvetja suma til þess að vinna minna en myndi jafnframt auka launakröfur í störfum sem fæstir vilja. Til að fjármagna borgaralaun segja þau að það þyrfti að hækka skatta, sem svo aftur myndi draga úr áhuga fólks til að vinna sem mest.

Þar til vinstrimenn koma með hugmyndir um hvernig bæta megi kjör hinna lægst settu eins og þeir eitt sinn gerðu má búast við áframhaldandi uppgangi hægri popúlisma. Allar lausnir hljóma vel fyrir þeim sem heyra engar sem snúa að þeim. Hugmyndin um borgaralaun hefur þó birst í einhverri mynd í hinum ýmsu stjórnmálastefnum, og meðal áhangenda má nefna frjálshyggjupostulann Milton Friedmann, Græningjaflokkinn í Bandaríkjunum, Pírataflokkinn í Ástralíu og Martin Luther King. 

Fátækir fái laun frá skattinum

Þessi finnska tilraun með borgaralaunin er þó æði takmörkuð. Í sinni hreinustu mynd ættu allir rétt á launum þessum, jafnt milljarðamæringar sem atvinnuleysingjar, og eiga sumir erfitt með að kyngja því. Önnur hugmynd sem hefur verið til athugunar í Finnlandi er um neikvæðan tekjuskatt. Í stað þess að þeir sem eru undir ákveðinni tekjuupphæð borgi skatta fái þeir greiðslur frá ríkinu. Þetta kerfi ætti meðal annars að draga úr því að það letji fólk til vinnu að þurfa að óttast að missa styrki eða hækka um skattþrep. 

Þingmaður PírataHalldóra Mogensen hefur talað fyrir borgaralaunum.

Sumir vilja jafnvel tengja neikvæðan tekjuskatt við flatan skatt. Þeir sem eru undir skattleysismörkum myndu fá greitt frá skattinum, en þeir sem eru yfir þeim myndu greiða skatt. Hér má taka sem einfalt dæmi að skattleysismörk séu þrjár milljónir en skatthlutfallið er 50 prósent. Sá sem er með núll krónur í árslaun myndi þá fá greidda eina og hálfa milljón. Sá sem er með þrjár milljónir myndi hvorki borga skatt né fá endurgreiðslu, en sá sem er með sex milljónir myndi borga eina og hálfa í skatt. Þannig ætti kerfið að geta að mestu leyti borgað fyrir sjálft sig. 

Á umræðufundi á vegum European Anti Poverty Network á Grand Hótel í síðasti mánuði var hugmyndum um borgaralaun rædd og meðal mælenda voru Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og undirritaður. Annar mælandi, Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun, varaði þó við þessari lausn. Telur hann að aukinn kaupmáttur muni aðeins leiða til hærra húsnæðisverðs, dýrari matvöru og verðbólgu. Hagfræðingur á vegum BIEN, eða Basic Income Earth Network, benti þó á að verðbólga myndist þegar peningamagn í umferð eykst. Þetta ætti ekki að eiga við um borgaralaun, sem yrðu fjármögnuð með öðrum hætti.

Persónuafsláttur sem borgaralaun

En hvernig er þá best að fjármagna þau? Eitt sem stuðningsmenn fyrirkomulagsins benda á er að mikill sparnaður muni hljótast í kerfinu. Ekki verði lengur nauðsynlegt að reka fjölda stofnana sem ákveða hver eigi að fá hvaða bætur og svo fylgjast með því að þeir sem þær fái séu enn bótahæfir. Í tilraunum sem hafa verið gerðar í nokkrum bæjum í Kanada með borgaralaun hefur komið í ljós að heimsóknum til lækna jafnt sem geðlækna fækkar umtalsvert, enda virðast þau draga úr streitu fólks. Og ef til vill leiða þau einnig til minnkunar glæpa, sem eitt og sér ætti að spara samfélaginu þó nokkuð. Of snemmt er að segja til um hver þjóðfélagsleg áhrif borgaralauna munu verða, en tilraunir sem nú er verið að gera í hinum ýmsu löndum, frá Hollandi til Kenía, ættu að geta gefið nokkra vísbendingu á næstu árum. 

Fljótt á litið virðist sem hugmyndin um neikvæðan tekjuskatt gæti verið einfaldari í framkvæmd, en til þess þyrfti að breyta skattkerfinu allverulega. Og reyndar er það svo að íslenska skattkerfið býr yfir mjög framsækinni hugmynd sem því miður er vannýtt. Persónuafsláttur á Íslandi í dag er 53.895 kr. Í skýrslu hagdeildar ASÍ frá því í október í fyrra kemur fram að ef persónuafsláttur hefði fylgt launavísitölu frá 1989 ætti hann í dag að vera kominn upp í 105.660. Hvort sem borgaralaun eru hið endanlega markmið eða ekki þjónar persónuafslátturinn að hluta til sama tilgangi, og með því að efla hann til muna mætti bæta kjör margra sem mest þyrftu á því að halda. 

En hugmyndin um borgaralaun snýst ekki aðeins um að bæta kjör þeirra sem hafa minnstar tekjur. Hún snýst líka um að undirbúa samfélögin fyrir veröld sem hefur ef til vill mun minni not fyrir starfskrafta okkar en hingað til hefur verið raunin. En hvað gerum við án vinnu? Hvernig skilgreinum við okkur sjálf ef ekki út frá því sem við störfum við? Hver er tilgangur okkar, ef ekki að vinna? 

Hvað ef?Hvað myndir þú gera við þann tíma sem þú fengir ef lágmarksgrunnlaun væru tryggð?

Stutt vinnuvika og ótti við dauðann

Stjarneðlisfræðingurinn Neil deGrasse Tyson sagði að það sé tvennt sem fólk óttast mest, óháð samfélagi eða hagkerfi því sem það býr við; annað sé að deyja og hitt sé það að deyja fátækur. Eitt sinn þarf jú hver maður að deyja (þó jafnvel þetta verði ekki einu sinni öruggt í framtíðinni). En hvað ef við losnum við óttann við að deyja fátæk? Hvað gerum við þá? 

Í skáldsögunni Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley reyna yfirvöld að hámarka hamingju þegna sinna með því að láta þá vinna minna. Þetta leiðir hins vegar til aukins þunglyndis, svo vinnutíminn er aukinn á ný. Ef sá tími kemur að við þurfum ekki lengur að vinna helming allra okkar vökustunda, þá þurfum við að fara að svara grundvallarspurningum um hvað það er sem við viljum í raun. Sumir, á borð við Finnana hér að ofan, munu finna sér eitt og annað að dútla við, svo sem að búa til trommur eða gítarneglur. Aðrir þurfa líklega á skýrari ramma að halda. Er 40 klukkutíma vinna á viku það sem hentar okkur best, ef við fengjum að ráða því sjálf? Eða myndi kannski henta betur að fara í sund á morgnana, vinna síðan um eftirmiðdaginn og koma heim í kvöldmat endurnærð en ekki útbrunnin?    

Framtíðin er ekki bara eitthvað til að bregðast við. Hún er líka eitthvað sem við getum tekið þátt í að skapa. Árið 2015 gáfu hagfræðingarnir Nick Srnicek og Alex Williams út bókina Inventing the Future: Postcapitalism and a World Without Work. Segja þeir að eftir olíukreppur 8. áratugarins hafi ekkert hugmyndakerfi annað en frjálshyggjan reynt að vísa veginn inn í framtíðina. Við vitum jú hvernig fór fyrir henni árið 2008, en þeir Srnicek og Williams segja að kominn sé tími á nýja framtíðarsýn. Leggja þeir fram fjórar kröfur. 

1. Full sjálfvirkni eins margra starfa og mögulegt er. 

2. Stytting vinnuvikunnar þar sem sú vinna sem eftir er sé jafnt skipt. 

3. Örlát og skilyrðislaus laun fyrir alla þegna. 

4. Minni áherslu á dyggðir vinnuseminnar. 

Sjálfvirknin gæti þannig fært okkur inn í glæsta framtíð þar sem allir starfa við það sem hugur þeirra stendur til, frekar en að vélarnar muni hafa af okkur lífsviðurværið. En fyrst af öllu þurfum við að velta því fyrir okkur hvers konar framtíð það er sem við viljum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
1

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Íslenskt réttlæti 2020
3

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
4

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
5

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu
6

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Getur gleymt því að ferðast til útlanda á sínum launum
7

Getur gleymt því að ferðast til útlanda á sínum launum

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
4

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
5

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
6

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
4

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
5

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
6

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

„Nú verður réttlætið sótt“

„Nú verður réttlætið sótt“

Að meta menntun til launa

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Að meta menntun til launa

Íslenskt réttlæti 2020

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Íslenskt réttlæti 2020

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé