Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritstjórn Stundarinnar verðlaunuð fyrir umfjöllun um uppreist æru

Stund­in fékk þrenn verð­laun sem veitt voru við há­tíð­lega at­höfn í Hörpu í dag. Rit­stjórn Stund­ar­inn­ar fékk blaða­manna­verð­laun árs­ins fyr­ir um­fjöll­un um upp­reist æru og ljós­mynd­ari Stund­ar­inn­ar var verð­laun­að­ur fyr­ir myndaröð árs­ins af sam­fé­lagi heim­il­is­lausra í Laug­ar­daln­um og portrait mynd árs­ins.

Ritstjórn Stundarinnar verðlaunuð fyrir umfjöllun um uppreist æru

Ritstjórn Stundarinnar fékk Blaðamannaverðlaun ársins 2017 fyrir ít­ar­lega umfjöllun um upp­reist æru kyn­ferð­is­brota­manna, áhrif þess á fórn­ar­lömb mann­anna og tregðu stjórn­valda til upp­lýs­inga­gjaf­ar. Umfjöllunin var að mati dómnefndar vönduð, yfirgripsmikil og heildstæð.

Við sama tækifæri fékk Heiða Helgadóttir ljósmyndari Stundarinnar tvenn verðlaun, annars vegar fyrir myndaröð ársins um samfélag heimilislausra í Laugardal, sem hægt er að sjá hér: Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum.  Fékk hún einnig verðlaun fyrir portrait ársins, fyrir mynd af Sylviane Lecoultre Pétursson. 

Portrait ársins Í umsögn dómnefndar segir: Ljósmyndarinn dregur fram líkamstjáningu og svipbrigði Sylviane í ljóðrænni birtu sem varpar daufum skugga á vegginn, táknrænum skugga fyrir það sem ekki lengur er. Eiginmaður hennar barðist við krabbamein og valdi að fara til Sviss til að enda líf sitt.

Um leið og verðlaunin voru veitt opnaði árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara í Esju, austurhluta Hörpu. Veitt voru verðlaun í 7 flokkum auk bestu myndar ársins. Mynd ársins 2017 tók Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og er það mynd afNínu Rún Bergsdóttur sem situr í stól húðflúrara sem er að flúra „I am the storm“ á öxl Nínu. Hún er þar ásamt konum sem allar fengu sér sama húðflúrið og höfðu allar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu sama manns. Myndin er á margan hátt táknræn fyrir árið 2017 því reynsla þeirra kom af stað hreyfingu sem fékk heitið „Höfum hátt“.

Mynd ársinsGlódís Tara, Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir, fórnarlömb Róberts Downeys, fá sér allar sams konar húðflúr. Í umsögn dómnefndar sagði: Ekki er annað að sjá en að hér sé eitthvað alvanalegt að gerast. Húðflúr sem ristir ekki djúpt. Vinkonur saman. Það er þó víðsfjarri öllum sanni og myndin er á margan hátt táknræn fyrir árið 2017. Konurnar, Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir, urðu allar fyrir kynferðislegri misnotkun af hendi sama manns. Reynsla þeirra kom af stað hreyfingu sem fékk heitið Höfum hátt sem ásamt öðru varð til þess að ríkisstjórn landsins féll. Ljósmyndarinn hefur fangað viðkvæma stund. Fjórar manneskjur að tengjast eilífum böndum, sem fórnarlömb og sem aðgerðasinnar. Nína Rún Bergsdóttir og stoðirnar hennar þrjár allar að fá sér sama húðflúrið: „I am the storm“.

Sem fyrr segir voru verðlaun Blaðamannafélags Íslands einnig veitt í Hörpu í dag. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum og fóru tvenn verðlaun til RÚV, fyrir viðtal ársins og rannsóknarblaðamennsku ársins.

Verðlaunahafar og rökstuðningur dómnefndar var eftirfarandi:

Viðtal ársins

Viktoría Hermannsdóttir, RÚV,

fyrir viðtal við Árna Jón Árnason í þættinum Á ég bróður á Íslandi?

Viðtalsþáttur Viktoríu er unninn af fagmennsku og góðri tilfinningu fyrir efniviðnum. Í viðtalinu eru  hlustendur teknir með í spennandi ferð sem hefst með leit Bandaríkjamannsins David Balsam að bróður sínum hér á landi. Bróðirinn finnst og heitir Árni Jón Árnason.

Í áhrifamiklu viðtali nær Viktoría að draga fram hægláta persónu Árna, sem ekki  hefur krafist þess að taka mikið pláss í lífinu. Sambandi Árna við móður sína og systkini hér á á landi er vel lýst, sem og áhrifum þess að alast upp sem ástandsbarn. Um þann hluta hernámsins á Íslandi hefur ekki verið mikið fjallað og er viðtalið  frábær viðbót við hina vönduðu þáttaröð, Ástandsbörn, sem Viktoría gerði einnig á síðasta ári.  

Umfjöllun ársins

Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu,

fyrir umfjöllun ársins með greinarflokknum Mátturinn eða dýrðin

Sunna varpaði skýru ljósi á þá stöðu sem uppi er á raforkumarkaði hér á landi. Í greinaflokknum Mátturinn eða dýrðin sést hvernig sífellt fleiri togast á um náttúruauðlindirnar sem eru af skornum skammti. Bent var á áhrif breyttra neysluvenja landsmanna með rafbílavæðingu og að eftirspurn fyrirtækja eftir raforku væri nú meiri en hægt er að afgreiða.

Um leið og þróun þessarar umræðu kom vel fram var bent á hvernig núverandi staða kallar á aðgerðir til að auka orkuframboð eða draga úr notkuninni. Sunna ræddi við tugi manna um stöðuna: íbúa, náttúruverndarsinna, virkjanaaðila, forsvarsmenn stofnana og aðra sem hafa hagsmuni og skoðanir á málinu. Málefnið er mikilvægt, framsetningin skýr og greinargóð, byggð á heimildum sem sóttar voru víða. 

Rannsóknarblaðamanneska ársins

Alma Ómarsdóttir, RÚV,

fyrir rannsóknarblaðamennsku í umfjöllun um uppreist æru

Umfjöllun Ölmu um uppreist æru var heildstæð, þar sem allar hliðar málsins voru kannaðar. Rætt var við fulltrúa aðila sem sótt hafði um uppreist æru, konur sem brotið hafði verið gegn og aðstandendur þeirra og ferli umsóknar útskýrt.

Í samskiptum sínum við framkvæmdavaldið, sem ber ábyrgð á ferlinu, kom Alma hins vegar að lokuðum dyrum, þar sem neitað var að veita upplýsingar um hverjir hefðu fengið samþykktar umsóknir og hverjir veitt hefðu meðmæli með slíkum umsóknum. Ölmu tókst, meðal annars með kæru til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að tryggja að öll gögn kæmust upp á yfirborðið og dró þannig fram nýjar upplýsingar sem skiptu verulegu máli fyrir almenning.

Blaðamannaverðlaun ársins

fær ritstjórn Stundarinnar fyrir umfjöllun um uppreist æru

Umfjöllun Stundarinnar um uppreist æru var vönduð, yfirgripsmikil og heildstæð. Samhliða ítarlegum fréttaskýringum birtust í upphafi umfjöllunarinnar áhrifarík viðtöl Áslaugar Karenar Jóhannsdóttur við fórnarlömb Róberts Downey sem sýndu mikla næmni fyrir umfjöllunarefninu.

Stundin lagði af mörkum mikla frumkvæðisvinnu í þessu máli og greindi fyrst miðla frá því að annar kynferðisbrotamaður, Hjalti Sigurjón Hauksson, hefði fengið uppreist æru samtímis Róbert og að til þess hefði Hjalti hlotið meðmæli frá föður þáverandi forsætisráðherra. Sú uppljóstrun Stundarinnar átti eftir að draga verulegan dilk á eftir sér sem endaði með stjórnarslitum og kosningum.

Fyrirvari við umfjöllun: Stundin fjallar hér um atburði þar sem fjölmiðillinn sjálfur er viðfangsefni.

 

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
6
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Heimilið er að koma aftur í tísku
10
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár