Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fjöldi kvenna hef­ur deilt sög­um af þving­uðu sam­þykki í kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um und­an­farna sól­ar­hringa. „Þessi teg­und nauðg­un­ar, þar sem suð eða ann­ars kon­ar munn­leg­ur þrýst­ing­ur er not­að­ur til að þvinga fram sam­þykki, hef­ur langvar­andi skað­leg áhrif á þo­lend­ur rétt eins og aðr­ar teg­und­ir nauðg­un­ar og kyn­ferð­isof­beld­is,“ seg­ir Hild­ur Guð­björns­dótt­ir.

Fjöldi kvenna hef­ur deilt sög­um af þving­uðu sam­þykki í kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um und­an­farna sól­ar­hringa. „Þessi teg­und nauðg­un­ar, þar sem suð eða ann­ars kon­ar munn­leg­ur þrýst­ing­ur er not­að­ur til að þvinga fram sam­þykki, hef­ur langvar­andi skað­leg áhrif á þo­lend­ur rétt eins og aðr­ar teg­und­ir nauðg­un­ar og kyn­ferð­isof­beld­is,“ seg­ir Hild­ur Guð­björns­dótt­ir.

Undanfarna tvo sólarhringa hefur fjöldi kvenna deilt sögum af þvinguðu samþykki í kynferðislegum samskiptum í lokaða Facebook-hópnum „Aktívismi gegn nauðgunarmenningu“. Umræðan spratt upp eftir að meðlimur hópsins sagði frá persónulegri reynslu af þvinguðu samþykki og varpaði jafnframt fram þeirri spurningu til hópsins hvort það sem hefði gerst í hennar tilfelli væri nauðgun. Fjölmargar konur svöruðu henni og sögðu að þar sem ekki hafi verið um eiginlegt samþykki að ræða þá hafi þetta verið nauðgun. 

Þvingað samþykki er til að mynda stanslaust suð um kynlíf. Neitunin er ekki tekin gild heldur er haldið áfram að suða og/eða ýmsum brögðum beitt til þess að þvinga fram samþykki með munnlegum þrýstingi, til dæmis með því að kalla fram samviskubit, í þeim tilgangi að breyta nei-inu í já. 

„Margar konur enda því á að reyna að bæla þessa lífsreynslu niður og fá ekki stuðning til að vinna úr henni.“

Eftir að fyrsta sagan hafði verið send inn, hófu aðrar konur sem höfðu svipaða reynslu að senda inn sögur sínar í miklum mæli í sama tilgangi, til að spyrja hópinn hvort það sem hefði gerst í þeirra tilfelli væri nauðgun. Sögurnar streymdu inn og það varð ljóst að mikil þörf er á því að ræða þessa tegund nauðgunar. Flestar konurnar eiga það sameiginlegt að hafa sjálfar upplifað atburðinn sem nauðgun eða að minnsta kosti sem gróft brot, en gátu ekki fengið staðfestingu á því og voru óvissar um hvað ætti að kalla það ofbeldi sem þær urðu fyrir. Ein kona lýsir því meðal annars hvernig hún lét alltaf eftir eiginmanni sínum til margra ára svo hann hætti að vera pirraður og reiður. Önnur lýsir því þegar hún var beitt miklum þrýstingi til þess að stunda kynlíf með fyrsta kærastanum sínum og að hún hafi að lokum látið undan, því hann hafi verið farinn að hóta að hætta annars með henni. 

Hildur Guðbjörnsdóttir

„Þessi tegund nauðgunar, þar sem suð eða annars konar munnlegur þrýstingur er notaður til að þvinga fram samþykki, hefur langvarandi skaðleg áhrif á þolendur rétt eins og aðrar tegundir nauðgunar og kynferðisofbeldis,“ segir Hildur Guðbjörnsdóttir, ein af stjórnendum síðunnar, í samtali við Stundina. „Það sem flækir málið síðan enn frekar er að konan veit að það hefur verið brotið á sér, en fær oft ekki staðfestingu á því að upplifun hennar sé rétt. Margar konur enda því á að reyna að bæla þessa lífsreynslu niður og fá ekki stuðning til að vinna úr henni, sem veldur enn meiri skaða. Margar af konunum í hópnum höfðu leitað til sálfræðinga til að spyrjast fyrir um hvort um nauðgun hafi verið að ræða og fengið þau skilaboð frá fagfólki að þær hafi sjálfar verið að oftúlka eða misskilja aðstæður.“

Skorar á sálfræðinga að fara á námskeið

Hildur segir þetta skýrt dæmi um hversu mikilvæg umræðan er og hversu nauðsynlegt það er að veita fræðslu um samþykki og góð samskipti. „Og ennfremur sýnir þetta nauðsyn þess að allt fagfólk sem gæti mögulega þurft að aðstoða þolendur í sinni vinnu, til dæmis sálfræðingar, geðlæknar, meðferðaraðilar, læknar, lögregluþjónar og svo framvegis, sé vel upplýst um allar birtingarmyndir kynferðisofbeldis og áhrif þess á þolendur. Mig langar að nota þetta tækifæri til að biðla til Félags sálfræðinga til dæmis, að beita sér fyrir því að allir starfandi sálfræðingar fari á einhvers konar námskeið til að koma í veg fyrir að konum sé sagt af fagaðila að þvingað samþykki sé ekki nauðgun og að þær séu að misskilja eigin upplifun,“ segir Hildur. „Mér finnst líka mjög mikilvægt að það sé fjallað um þetta í skólum, í lífsleiknikennslu sem dæmi, hvað felst í kynferðisofbeldi og ofbeldissambandi. Mér er hugsað til allra þeirra ungu kvenna sem hafa reynslu af þvingunum í sambandi en hafa ekki fengið nægar upplýsingar til þess að átta sig á því að um ofbeldi er að ræða.“ 

Hildur segir þvingað samþykki endurspegla stærra vandamál, sem sé nauðgunarmenningin sem við búum við, sem gefur karlmönnum meðal annars þau skilaboð að þeir eigi að vera agressívir og konum að þær eigi að vera passívar. Þessi skilaboð sé meðal annars að finna dægurmenningu á borð við rómantískar gamanmyndir, þar sem karlinn heldur áfram að eltast við konuna þrátt fyrir neitun og þegar hann kyssir hana með valdi kemur í ljós að hún vildi hann eftir allt saman. „Þetta sendir svo röng og skaðleg skilaboð og þetta eru skilaboðin sem við höfum öll alist upp við á einn eða annan hátt,“ segir Hildur, en bætir því við að félagsmótunin réttlæti auðvitað á engan hátt ofbeldi og að fólk beri sjálft ábyrgð á gjörðum sínum. 

Hún bendir á að víða erlendis falli munnlegur þrýstingur (e. verbal coercion) undir skilgreininguna um nauðgun. „Samkvæmt rannsóknum verður ein af þremum konum í Evrópu fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni. Ef þessi tegund nauðgunar væri talin með er líklegt að talan yrði miklu hærri,“ segir hún. „Hvað þá ef allt hversdagslegt kynferðislegt áreiti væri tekið með, þá væri hlutfallið líklega hátt í hundrað prósent.“ 

Samþykkið þarf að vera áhugasamt

Hópurinn „Aktívismi gegn nauðgunarmenningu“ var myndaður í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar árið 2015, þegar konur sögðu eftirminnilega frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu verið beittar og vöktu þannig samfélagið til vitundar um hversu algengt það er í raun og veru. Síðan hafa orðið margar stafrænar byltingar þar sem konur hafa meðal annars endurheimt skilgreiningarvaldið á líkömum sínum, vakið athygli á hversdagslegu kynjamisrétti og, nú síðast, kynferðislegri áreitni. „Nú erum við loksins komin á þennan stað, að geta rætt um þvingað samþykki sem hingað til hefur ekki verið talið falla undir hefðbundnar skilgreiningar á kynferðislegu ofbeldi,“ segir Hildur. 

„Ef við ætlum virkilega að umbylta samskiptum kynjanna þá eiga konur ekki heldur að þurfa að sætta sig við að vera þvingaðar til að veita samþykki.“

Umræðan um þvingað samþykki sé þannig afar mikilvægt næsta skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi. „Það getur verið erfitt að ræða þessi mál, þar sem þessi tegund ofbeldis er mjög algeng og á sér oftast stað í nánum samböndum, en ef við ætlum virkilega að gera byltingu gegn kynferðisofbeldi þá verðum við að fara algjörlega ofan í saumana á þessum málum. Nauðgun er ekki aðeins framin af ókunnugum manni í húsasundi, enda er það sjaldgæfasta birtingarmynd nauðgana. Langflestar nauðganir eiga sér stað í heimahúsi þar sem gerandinn er einhver sem þú þekkir og treystir. Ef við ætlum virkilega að umbylta samskiptum kynjanna þá eiga konur ekki heldur að þurfa að sætta sig við að vera þvingaðar til að veita samþykki undir neinum kringumstæðum. Núna ætlum við að fá að tala um þetta og láta vita að við sættum okkur ekki við þetta lengur,“ segir hún.

 „Allt annað en áhugasamt samþykki er ekki raunverulegt samþykki,“ heldur Hildur áfram. „Þetta snýst bara um að bera virðingu fyrir konum almennt, bera virðingu fyrir þeim sem maður stundar kynlíf með og ganga úr skugga um að hinum aðilanum líði alltaf vel og að hún eða hann sýni áhugasamt samþykki. Hvers kyns þrýstingur á annan aðila til að gera eitthvað sem hún eða hann vill ekki gera er einfaldlega kynferðisofbeldi.“

Vitundarvakning Stígamóta um sjúka ást tekur meðal annars á þvinguðu samþykki:

 

 

Hér eru sjö sögur sem birst hafa í hópnum - birtar með leyfi:

Vaknaði við hann inni í sér

Mér var nauðgað þegar ég var 18 ára af strák sem ég var hrifin af og fór heim með og sagði svo nei við þegar hann vildi stunda kynlíf. Hann suðaði og suðaði, ég ýtti honum frá og sagði nei aftur og aftur en aldrei með mikilli festu og hann færði hendurnar á mér frá þegar ég hélt fyrir píkuna eða rassinn á mér og fór endurtekið yfir mín mörk alla þessa nótt, ef ég dottaði (klukkan var margt og ég hafði verið að drekka svo eðlilega þreytt) þá vaknaði ég alltaf við það að hann var kominn inn í mig. Fram af þessu hafði ég haldið að nei yrði alltaf nóg allavega þegar ég ætti í samskiptum við fólk sem ég þekkti.

„Staðreyndin er sú að mennirnir sem ég hef sofið hjá og hef ekki haft neinn áhuga á að sofa hjá eru fleiri en ég get talið á annarri hendi.“

Það eru sirka 15 ár síðan þetta gerðist og það er ekki langt síðan ég byrjaði að þora að segja nei við karlmenn þegar kemur að kynlífi. Einhvernveginn hef ég sannfært sjálfa mig um að ef ég segi nei og maðurinn virðir það ekki þá hafi mér pottþétt verið nauðgað, en ef ég segi ekki neitt þá finnst mér eins og ég geti frekar bara blokkað þetta úr minninu eða látið eins og ég hafi viljað sofa hjá viðkomandi.

Staðreyndin er sú að mennirnir sem ég hef sofið hjá og hef ekki haft neinn áhuga á að sofa hjá eru fleiri en ég get talið á annarri hendi. Mér finnst ég samt varla geta kennt þeim um neitt eða verið reið við þá af því það var ekkert tuð eða suð af þeirra hálfu. Ég gaf bara vilja minn aldrei til kynna vegna þess ofbeldis sem ég hafði orðið fyrir áður. Ef þeir hefðu samt spurt mig afdráttarlaust hvort ég vildi sofa hjá þeim hefði ég sagt nei, fyrir konur eins og mig eru sem betur fer til einhverjir menn þarna úti sem spyrja ennþá og bera virðingu fyrir svarinu sem þeir fá.

Áttaði sig á ofbeldinu eftir að sambandinu lauk

Ég var gift í mörg ár, og eingöngu eftir að við hættum saman fór ég að fatta ofbeldið sem hafði átt sér stað. Samt í lengsta tímann hélt ég að ofbeldið hefur verið andlegt. Svo yfir tímann fór ég að hugsa um þessi atvik sem gerðist allt of oft í gegnum árin sem ég hélt að væru normal. Þegar ég vaknaði stundum og hann var að stunda kynlíf með mér. Þegar hann suðaði og suðaði í mér að sofa hjá honum og ég gaf svo eftir því þá viss ég að hlutirnir myndu verða „normal“ aftur. Ef ég svaf hjá honum þá mundi hann ekki vera svona pirraður og reiður og sambandið okkur myndi verða gott aftur. 

Ég er svo brennd og broken eftir þetta (og annað atvik sem gerðist þegar ég var unglingur) að þó það eru komin tæplega 10 ár síðan við hættum saman, þá hef ég verið ein allan þennan tíma. Ég bara treysti ekki að það séu til karlmenn sem vita hvar mörkin eru og munu virða þau. Ég treysti sjálfri mér ekki til að velja ekki mann sem myndi bara vaða yfir mig aftur.

Þvinguð af fyrsta kærastanum

Mín fyrsta saga af tuði er líka fyrsta kynlífsreynslan mín, var ný fermd og í sambandi með strák sem var eldri og reynslumeiri, á þessum tíma var að byrja að rifjast upp fyrir mér áföll frá því í æsku svo ég var ekki beint á góðum stað. Ég kynntist honum í gegnum sameiginlega vini, var með lítið sjálfstraust og var bara ótrúlega ánægð að það væri einhver strákur skotinn í mér. Ég hafði aldrei áður stundað kynlíf en hann hafði töluvert meiri reynslu en ég, til að byrja með var hann ekkert ýtinn, þegar nokkrar vikur voru liðnar á sambandið byrjar hann að væla um það að ég vilji ekki sofa hjá honum, svona heldur þetta áfram og áfram, ég sagðist ekki vera tilbúin og hann vældi meira.

Hann bjó í öðru sveitarfélagi en ég og kom bara í bæinn um pabba helgar en bjó annars hjá mömmu sinni úti á landi svo mér tókst að standa á mínu nokkuð lengi, hann var farinn að hóta því að hætta með mér ef ég svæfi ekki hjá honum, vinkonur hans voru að hringja í mig og segja mér að ef ég svæfi ekki hjá honum myndi hann bara halda framhjá mér svo í einhverri desperate von um að halda í þennan strák þá féllst ég loksins á að sofa hjá honum, það var ótrúlega sárt, hann neitaði að nota smokk og það var enginn forleikur eða neitt.

Í kjölfarið leið mér mjög illa en reyndi að fela það eins og ég gat, 2 vikum seinna þá hættir hann með mér, hann var bara með mér til þess að geta kvittað við það á listanum sínum að afmeyja stelpu. Kemst svo að því nokkru seinna að allan tímann á meðan við vorum saman var hann að halda framhjá mér með vinkonu minni, það tók mig mörg mörg ár af því að leyfa strákum að gera hvað sem þeir vildu við mig þar til ég áttaði mig á því að það var ekki mér að kenna að hann hélt framhjá, hann hélt ekki framhjá því ég vildi ekki sofa hjá honum, hann hélt bara framhjá því hann var og er fífl!

Eiginmaðurinn fór ítrekað yfir mörkin

Mér var nauðgað á unglingsárum og fór í samband skömmu síðar sem stóð í um 20 ár. Ég sagði engum frá nauðguninni, fannst hún mér að kenna. Mér fannst líkami minn óhreinn, ógeðslegur og honum mátti bjóða svo til hvað sem var. Ég hef engan veginn tölu á öllum þeim skiptum sem ég sagði nei við kynlífi eða ákveðnum kynlífsathöfnum sem maðurinn minn hafði áhuga á. Hann meiddi mig, misbauð mér og fór ítrekað yfir mín mörk, smám saman varð ástandið verra og verra. „Nei“ var ekki virt, ég var leiðinleg, köld, sýndi honum ekki nægan áhuga og á allan hátt ómöguleg að hans mati ef ég var ekki alltaf til í hvað sem var. Ef nei-i var ekki breytt í já eða að minnsta kosti þegjandi hlýðni fylgdu endalaus leiðindi, hunsun eða ræður um hversu ömurleg ég væri. Það var því auðveldara að bara bíta á jaxlinn, flýja í huganum, láta þetta yfir sig ganga. Ég vildi halda fjölskyldunni saman og láta allt líta vel út á yfirborðinu. Ég hafði enga trú á að ég gæti fundið hamingjuna annars staðar, ég var skemmd, ónýt og vildi þrauka í því sem ég þó hafði. 

„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvaða áhrif svona reynsla hefur á sálarlífið.“

Frá því ég losnaði úr sambandinu hef ég verið að díla við afleiðingarnar. Skömmin, þögnin, sjálfshatrið og sú tilfinning að ég eigi ekkert gott skilið var yfirgnæfandi. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvaða áhrif svona reynsla hefur á sálarlífið. 

Í dag á ég yndislegan mann, ég hef upplifað það að virðing er borin fyrir mér og mínum vilja. Hann hefur engan áhuga á að sofa hjá mér ef mér líður ekki vel eða vil það ekki af hvaða ástæðu sem er. Mér finnst það dásamlegt og ekki sjálfsagt. Auðvitað ætti það að vera sjálfsagt að sá einstaklingur sem er mér kærastur sýni mér virðingu, reynslan kenndi mér annað. 

Ég er innilega þakklát konunum sem hafa rutt veginn. Fyrir mig hefur það verið allt frá Druslugöngunni til #metoo og allar sögurnar frá þessum hugrökku konum sem hafa stigið fram. Án ykkar hefði ég aldrei þorað. Barnanna minna vegna verður saga mín alltaf nafnlaus en sögurnar ykkar hafa hjálpað mér að finna mig aftur og standa með mér á hverjum degi. Risaknús á ykkur allar ❤

Beitt þvingunum með vinkonuna sér við hlið

16 ára fór ég með 17 ára vinkonu minni í video og cozy hjá vinum hennar sem ég kannaðist lítilega við, tveir strákar um tvítugt. 

Mér hefði aldrei dottið í hug hvernig aðstæður mundu þróast og ég réði ekkert við þær. 

Hún var skotin í öðrum þeirra vissi ég og sjálf var ég ponsu að pæla í hinum, ekkert svakalega, bara smá og var svo sannarlega ekki að spá í kynlífi, ég hafði aldrei gert það og eina „reynslan mín“ af slíku var nauðgun eldri manns tengdum mér fjölskylduböndum þegar ég var 14 ára, ég bjóst mögulega við kannski smá kúri, taldi mig örugga með vinkonu mína með mér.

Þetta byrjaði bara á videoglápi í rökkri en svo byrjar vinkona mín og annar þeirra að knúsast eitthvað en á örskotsstundu varð þetta eins og ég væri stödd í hryllingsklámmynd, þau fóru á fullt að ríða beint hliðina á mér með tilheyrandi látum og stunum og veinum og hinn strákurinn byrjaði að herja á mig að fá líka að ríða. 

„Það endaði á því að ég gafst upp og leyfði honum að stinga sér inn.“

Ég reyndi að neita aftur og aftur og aftur og leið skelfilega, reyndi að skýla mér og ná sambandi við vinkonu mína en hún var bara eins og einhver andsetin klámmyndastjarna veinandi hliðina á mér, skiptandi stanslaust um stellingar... hann suðaði og suðaði og spilaði á samviskuna og sjálfsmyndina, bendandi á hvað það væri gaman hjá hinum og gott að ríða og ég ætti bara að leyfa sér smá, segjandi afhverju ég væri ekki svona æðisleg eins og vinkona mín... káfandi og suðandi, haldandi mér í aðstæðunum... mér verður í alvöru óglatt að skrifa þetta, öllum þarna var drullusama hvernig mér leið og að ég vildi þetta ekki og var með tárin í augunum. 

„Öllum þarna var drullusama hvernig mér leið“

Það endaði á því að ég gafst upp og leyfði honum að stinga sér inn, ég var frosin, tók engan þátt, vildi bara að þetta hætti allt saman, að hann hætti að suða og þrýsta á mig, að hin hættu að stynja og ríða og veina, ég vildi bara að allt hætti og að ég kæmist út úr þessum viðbjóðslegu aðstæðum. 

Ég frétti seinna að ég væri ömurlegur dráttur, I wonder why... eða þannig.

Í dag sé ég þetta sem nauðgun, ég fékk ekki að segja nei, það var ekkert hlustað á mig, öllum var drullusama um mig. Hann beitti mig ekki beint líkamlegu ofbeldi til að nauðga mér en aðstæðurnar sem ég var sett í og að hann hleypti mér ekki út úr þeim og suðaði og suðaði endalaust og ýtti á allskonar takka til að fá það sem hann vildi án tillits til minna langana gerir það að verkum að þetta er augljós nauðgun í mínum huga í dag. 

Í alvöru, það þarf að kenna fólki frá unga aldri virðingu og góð samskipti, það er ekki í lagi að þvinga manneskju til að geta fróað sér inn í hana og misnota. 

Ógeð. 

Þetta og nauðgunin sem ég varð fyrir 14 ára markaði restina af unglingsárunum og leiddi af sér frekari ofbeldisglæpi sem teygðu sig langt inn á fullorðinsárin, fólk var duglegt við að brjóta niður varnirnar mínar og sjálfsmynd.

Fagaðili ráðlagði henni að gleyma

Fyrir nokkrum árum kynntist ég strák sem að mér fannst æðislegur. Hann var nokkrum árum eldri en ég, kom vel fram við mig til að byrja með og gerði líf mitt mikið skemmtilegra. 

Hann bjó ekki á sama stað og ég, en við hittumst við hvert tækifæri sem við gátum. Í eitt skipti kom hann til mín og við áttum frábæran dag saman. Þegar leið á kvöldið fór hann að reyna að klæða mig úr fötunum. Ég sagði honum að ég vildi þetta ekki, væri ekki tilbúin í þetta. Hann var sár á svipinn og benti mér á að hann hefði sko eytt sínum tíma í að koma til mín og eyða deginum með mér, þetta væri nú það minnsta sem ég gæti gert fyrir hann. Ég benti honum á að það hefði verið hans val að koma. Hann sá að ég varð sár og tók utan um mig, knúsaði mig og fór að tala fallega til mín, hvað ég væri æðisleg, hvað við áttum góðan tíma saman og svo framvegis.

Fljótlega fór hann aftur að reyna, hann fór inn á mig og ég færði mig. Þá byrjaði suðið, að hann væri bara svo æstur í mig, að hann væri svo hrifinn af mér og að ég þyrfti að hjálpa honum með þetta. Ég gaf mig, ég gat ekki hlustað á þetta lengur, vildi bara losna við hann.

Ég gaf mig eftir allt þetta suð og sagði ókei. Mörgum árum seinna ræddi ég þetta við fagaðila sem ég var hjá og þá var mér tjáð að eftir allt hefði ég sagt já, ég gæti ekkert gert í þessu nema sætta mig við þetta og sleppa því að sjá eftir þessu, lífið myndi halda áfram.

Fraus ítrekað og lét þetta yfir sig ganga

Ég á fjölmargar svona sögur. Ég hef verið notuð gegn mínum vilja af bæði mönnum sem ég hef þekkt og ókunnugum mönnum.

Vegna kynferðisofbeldis sem ég varð fyrir í æsku var sjálfsvirðingin sama sem engin og ég gat ekki varist. Ég bara fraus ítrekað og lét þetta yfir mig ganga. Ég beið ofbeldið af mér.

Eftir að ég kynntist manninum mínum sem ég elska og girnist, gerðist það nær ítrekað fyrstu 2 árin okkar saman að ég brotnaði saman eftir að við sváfum saman. Ekki vegna þess að hann var vondur við mig heldur vegna þess að ég fékk flashbökk sem yfirbuguðu mig.

Ég fór fyrst almennilega að njóta þess að stunda kynlíf þegar við vorum búin að vera saman í meira en 10 ár. Ég var með svo mikinn viðbjóð á sjálfri mér, líkama mínum og mér allri að þrátt fyrir stanslausa gullhamra frá honum um hve falleg, sexý, skemmtileg, góð og einstök ég væri þá bauð mér við sjálfri mér.

Í dag er ég allt önnur. Ég á erfitt með að skilja hvernig ég gat verið með þessar tilfinningar gagnvart sjálfri mér því ég hef alltaf verið með fallegan vöxt og verið líkamlega heilbrigð.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Ný fagráð sjúkrahúsa ekki lýðræðislega kosin
FréttirHeilbrigðismál

Ný fagráð sjúkra­húsa ekki lýð­ræð­is­lega kos­in

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um og með­lim­ir nýrra fagráða verða vald­ir af for­stjór­um sjúkra­hús­anna sam­kvæmt reglu­gerð. Formað­ur lækna­ráðs Land­spít­al­ans hef­ur sagt að for­stjóri verði „býsna ein­ráð­ur“ og að að­hald minnki.
74. spurningaþraut: Reynistaðabræður? Risaeðlan?
Þrautir10 af öllu tagi

74. spurn­inga­þraut: Reyn­istaða­bræð­ur? Risa­eðl­an?

Auka­spurn­ing­ar: Hver mál­aði mál­verk­ið hér að of­an? Og hver er kon­an á neðri mynd­inni? 1.   Hvað heit­ir stærsta varð­skip Ís­lend­inga um þess­ar mund­ir? 2.   Hvað heit­ir stærsti fjörð­ur­inn sem geng­ur inn úr Breiða­firði? 3.   Hver leik­stýrði kvik­mynd­inni „Með allt á hreinu“? 4.   Hver hóf skáld­sagna­fer­il sinn með bók­inni Hella ár­ið 1990? 5.   Hvenær urðu Reyn­istaða­bræð­ur úti á Kili? Hér má...
Kjaradeilur sigla Herjólfi í strand
FréttirVerkalýðsmál

Kjara­deil­ur sigla Herjólfi í strand

Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafa gef­ið út að með­lim­ir þeirra muni ekki ganga í störf fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags­ins á Herjólfi á með­an að þeir eru í verk­falli. Herjólf­ur mun ekki sigla til Vest­manna­eyja á með­an að vinnu­stöðv­un er í gangi.
Sögufölsun felld af stalli
Úttekt

Sögu­föls­un felld af stalli

Mót­mæl­end­ur í Banda­ríkj­un­um krefjast upp­gjörs og vilja stytt­ur og minn­is­merki um suð­ur­rík­in burt. Sagn­fræð­ing­ur seg­ir það ekki í nein­um takti við mann­kyns­sög­una að lista­verk á op­in­ber­um stöð­um séu var­an­leg.
73. spurningaþraut: Hver var næstfyrsta konan í Biblíunni?
Þrautir10 af öllu tagi

73. spurn­inga­þraut: Hver var næst­fyrsta kon­an í Biblí­unni?

Auka­spurn­ing­ar: Hvað er það sem sést á efri mynd­inni? Og hver er karl­inn á neðri mynd­inni? 1.   Getafix heit­ir öld­ung­ur einn, hann veit lengra nefi sínu, eins og sagt er, en er einkum vel að sér um jurta­fræði hvers kon­ar og kann öðr­um bet­ur að brugga ým­is lyf og kraftamixt­úr­ur um þeim. Til að ná sér í jurtir til að...
Einkafyrirtæki í sjálfboðastarfi andspænis ráðherraræði
Blogg

Þorbergur Þórsson

Einka­fyr­ir­tæki í sjálf­boð­a­starfi and­spæn­is ráð­herr­a­ræði

Mál Kára Stef­áns­son­ar, Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar og for­sæt­is­ráð­herra Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er for­vitni­legt. Ís­lensk erfða­grein­ing hef­ur skim­að tug­þús­und­ir Ís­lend­inga ís­lenska rík­inu að kostn­að­ar­lausu, en for­sæt­is­ráð­herra læt­ur eins og það sé bara sjálfsagt mál að einka­fyr­ir­tæk­ið sinni þessu verk­efni áfram. En þar kom að þol­in­mæði einka­fyr­ir­tæk­is­ins brast. Kári sendi ráð­herr­an­um bréf þann 1. júlí sl. og hvatti til þess að rík­is­vald­ið tæki sig...
Umhverfisáhrif smávirkjunar sýna veikleika rammaáætlunar
FréttirVirkjanir

Um­hverf­isáhrif smá­virkj­un­ar sýna veik­leika ramm­a­áætl­un­ar

Skipu­lags­stofn­un seg­ir virkj­un í Hverf­is­fljóti munu raska merku svæði Skaft­árelda­hrauns. Meta ætti smá­virkj­an­ir inn í ramm­a­áætl­un þar sem þær geti haft nei­kvæð um­hverf­isáhrif.
Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur
Fréttir

Fleiri bíða eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um og bíða leng­ur

Bið­list­ar eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um hafa lengst und­an­far­inn ára­tug og markmið stjórn­valda um bið­tíma hafa ekki náðst. Opn­un nýrra hjúkr­un­ar­rýma á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur létt á stöð­unni.
72. spurningaþraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hárnákvæmt svar við einni spurningunni
Þrautir10 af öllu tagi

72. spurn­inga­þraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hár­ná­kvæmt svar við einni spurn­ing­unni

Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni að of­an, hver er kon­an? Á mynd­inni að neð­an, hvað er þetta? Og að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir for­seti Frakk­lands? 2.   Hvað hét for­set­inn sem hann leysti af hólmi? 3.   Í hvaða heims­álfu er rík­ið Bel­ize? 4.   Hvað eru phot­on og glu­on? Svar­ið þarf ekki að vera hár­ná­kvæmt. 5.   Empire State bygg­ing­in í New York-borg í Banda­ríkj­un­um er...
María Ósk Sigurðardóttir látin: „Hún heillaði alla sem hún hitti“
Fréttir

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lát­in: „Hún heill­aði alla sem hún hitti“

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lést 2. júlí og skil­ur eft­ir sig stóra fjöl­skyldu, með­al ann­ars fjög­ur börn og tvö barna­börn. Gest­ný Rós, syst­ir Maríu, ræð­ir við Stund­ina um syst­ur sína eins og hún var og eins og fjöl­skyld­an vill að henn­ar verði minnst, með virð­ingu og kær­leika.
Messanum lokað eftir mótmæli fyrrum starfsfólks
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði

Mess­an­um lok­að eft­ir mót­mæli fyrr­um starfs­fólks

Sjáv­ar­rétt­ar­stað­ur­inn Mess­inn opn­aði síð­ast­lið­inn föstu­dag eft­ir eig­enda­skipti. Fyrr­um starfs­fólk sem hef­ur ekki feng­ið borg­að laun í fjóra mán­uði mót­mælti fyr­ir ut­an degi síð­ar. Við­skipta­vin­ir létu sig hverfa og staðn­um var lok­að.
Erfðasynd er sjálfsuppfyllandi spádómur
Blogg

Símon Vestarr

Erfða­synd er sjálfs­upp­fyll­andi spá­dóm­ur

Hver sagði okk­ur að við vær­um grimm, sjálfs­elsk og drottn­un­ar­gjörn dýra­teg­und? Og af hverju trúð­um við því?   Í mínu til­felli er því auð­svar­að. Ég ólst upp við að taka bibl­í­una mjög al­var­lega og rauði þráð­ur­inn í gegn­um hana er hug­tak­ið erfða­synd; sú hug­mynd að Guð hafi mót­að okk­ur í sinni mynd en að eitt af hinum sköp­un­ar­verk­um hans hafi...