Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, telur að allir þingmenn séu sammála um að birta skuli allar upplýsingar um ferðakostnað.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, telur að allir þingmenn séu sammála um að birta skuli allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi nú á fjórða tímanum. 

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, setti málið á dagskrá og gagnrýndi að Alþingi hefði ekki nú þegar afhent fjölmiðlum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna. „Við þurfum að auka traust almennings á Alþingi og við gerum það ekki með því að svara ekki fjölmiðlum. Þess vegna vil ég skora á þingið að svara fjölmiðlum öllum spurningum sem lúta að greiðslum til þingmanna,“ sagði hún. 

Jón gagnrýndi Helgu Völu fyrir að taka málið upp. Þá sagðist Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vona að hægt væri að leiða málin til lykta án þess endilega að tala um þau í ræðustól Alþingis. 

„Ég átta mig ekki alveg á þessari uppákomu hér undir þessum lið, fundarstjórn forseta, í þessu samhengi. Ég hef ekki heyrt á nokkrum þingmanni hér á hinu háa Alþingi að það sé einhver andstaða við það að birta allar þær upplýsingar sem hér er verið að ræða,“ sagði Jón Gunnarsson. „Þetta er svona dæmigerð popúlistauppákoma, virðulegur forseti, í mínum huga að koma hér og eyða störfum þingsins í þetta þegar verið er af hálfu forseta þingsins og yfirstjórn þingsins að taka á þessu á málefnalegum grunni með það að markmiði að allar þessar upplýsingar verði uppi á borðum. Það hefur enginn þingmaður mælt á móti því, við erum öll sammála um það. Þessi óþarfa uppákoma hér skilar engu meira í hús í þeim efnum.“ 

Stundin kallaði eftir sundurliðuðum upplýsingum um aksturskostnað þingmanna í fyrra en fékk ekki. Forseti Alþingis birti nýlega ópersónugreinanlegar upplýsingar um hæstu akstursgreiðslur þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn um málið en Alþingi hefur ekki gefið upp sundurliðaðar upplýsingar um ferðakostnað einstakra þingmanna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Fréttir

Óásættanlegt að ferðaþjónusta fatlaðra skerðist vegna landsleiksins

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti