Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Listin að verða sextugur
7

Listin að verða sextugur

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu
8

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Elísa Gyrðisdóttir

„Þau eru bara lítil einu sinni“

Það er annars konar hleðsla sem á sér stað í svona ferð, fjölskyldan þjappast saman í liðsheild og það er valdeflandi með meiru að finna hvað við getum margt sem virkaði ómögulegt úr fjarlægð. Hér er fjórða og síðasta grein Elísu Gyrðisdóttur um frumraun hennar í veraldarkennslu.

Elísa Gyrðisdóttir

Það er annars konar hleðsla sem á sér stað í svona ferð, fjölskyldan þjappast saman í liðsheild og það er valdeflandi með meiru að finna hvað við getum margt sem virkaði ómögulegt úr fjarlægð. Hér er fjórða og síðasta grein Elísu Gyrðisdóttur um frumraun hennar í veraldarkennslu.

„Þau eru bara lítil einu sinni“
Lærdómurinn Við komum heim sem sterk heild í takti við hvert annað, veraldarvanari, bjartsýnni, með nýjar hugmyndir, fulla tösku af núðlum og stærri hjörtu.  Mynd: Elísa Gyrðisdóttir

Aldrei fyrr hefur einn mánuður liðið svona hratt, allavega ekki janúar. Eina lúshæga undantekningin var sólarhringurinn sem ég var ein með börnin, þegar Arnar fór heim eftir viku tvö. Þá urðu vaktaskipti og hann og mamma bókstaflega mættust í loftinu milli Helsinki og Singapúr. Þessir 28 tímar liðu að mörgu leyti eins og 28 dagar. Til að gefa smá mynd af því þá skruppum við í næstu sjoppu til að gefa Hlyni Leó fyrsta ísinn sinn, sem væri ekki í frásögur færandi nema að við þurftum auðvitað öll hreinan alklæðnað á eftir. En á leiðinni heim, með bæði börnin saman í kerrunni, gengum við framhjá geit sem náði að slíta sig lausa frá pálmatré og kom spólandi að okkur með hornin á undan sér. Við sluppum naumlega, eigendurnir komu hlaupandi, öskrandi afsökunarbeiðnir og drógu hana í burtu, meðan ég var komin hálfa leið inn í húsið þeirra með kerruna. Hádramatískt. Tíu mínútum seinna borðaði Hlynur Leó á ljóshraða tvær stórar (dauðar) flugur á meðan Ylfa festi sig í hafmeyjubúningi. Þarna leit ég á klukkuna; það var ekki komið hádegi. Um kvöldið gekk ég ein gegnum trópískan skóg í niðamyrkri með eitt barn á bakinu, hitt í kerrunni, rennandi sveitt og með vasaljós á hausnum. Gott að ég hélt fast í kúlið allavega.

Ég var alveg að fara að verða þreytt á því að vera á vakt allan sólarhringinn þegar ég lenti á spjalli við kokkinn á hótelinu. Hún á dóttur jafngamla Hlyni Leó, en dóttirin býr hjá ömmu sinni á öðrum stað í Taílandi. Það er algengt hér að þegar barnið er mánaðargamalt, fari foreldrarnir að vinna og móðuramman sjái um barnið. Þessi kona sér barnið sitt á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti og aðstæður bjóða ekki upp á að hún ali hana upp nema í gegnum síma. Ég tók af mér forréttindagleraugun, fann aukabirgðir af uppeldisorku og þakkaði fyrir að hafa þetta tækifæri. Þau eru bara lítil einu sinni.  

„Slepptu áætlunum sem passa ekki við fjölskyldueininguna eins og hún er í dag, nema þú sért mikið fyrir togstreitu og erfiðleika.“

Lykillinn að því að ferðast með tvö lítil börn er annars fundinn; ekki gera neitt. Engin plön, ekkert stress. Slepptu áætlunum sem passa ekki við fjölskyldueininguna eins og hún er í dag, nema þú sért mikið fyrir togstreitu og erfiðleika. Best er að ferðast hægt og hafa allt í fljótandi formi, athuga fyrst hvað allir fjölskyldumeðlimir þurfa núna og ákveða þá hvað hægt sé að gera. Það munu koma tækifæri til að kíkja á fossinn/apana/safnið, en það þýðir lítið fyrir mig að bíta tímasetninguna í mig fyrirfram. Ég þurfti að stilla linsuna á það sem var nær mér og vera ekki að elta ímynduðu ferðina sem ég hélt að ég ætti að vera í - stórmikilvægt stillingaratriði fyrir væntingafíkil eins og mig.

Væntingar skipta nefnilega töluverðu máli fyrir ferð á þessu flækjustigi og ég mun aldrei fullyrða að þetta sé fullkominn aldur til að ferðast með börn. Þetta er vinnuferð. Ég vissi vel að ég væri ekki að fara að liggja og lesa bók á þessum hvítu instagramströndum eða fara í ævintýraferðir um eyjuna, heldur yrði ég að halda fast í litlar hendur og gala leiðbeiningar, úðandi moskítóspreyi með annarri og sólarvörn með hinni. Aldurinn 15 mánaða er krefjandi því sonur minn skilur leiðbeiningarnar en er nákvæmlega sama um þær. Og það á líka við um fjögurra ára aldurinn stundum. En uppskeran gerir það auðveldlega þess virði að taka stökkið frekar en að sitja í mjög svo þægilega sófanum mínum að slá „barnvænir áfangastaðir“ inn í leitina þangað til ég verð unglingamamma. Það er annars konar hleðsla sem á sér stað í svona ferð, fjölskyldan þjappast saman í liðsheild og það er valdeflandi með meiru að finna hvað við getum margt sem virkaði ómögulegt úr fjarlægð. Svo leynist heilmikil orka í því að fylgjast með börnunum sínum (og manninum!) gjörsamlega að springa úr lífsgleði í óvæntu og spennandi umhverfi. 

Þegar ég var ein þennan sólarhring, var að reyna að sofna og fannst kannski pínulítið fjarstæðukennt að vera alein með börnin í Asíu, þá fór ég að hugsa um allt fólkið sem við höfðum kynnst síðustu fjóra eða fimm dagana á nýju svæði. Ég taldi í huganum og komst að því að meira en fimmtán manns myndu vilja hjálpa mér ef ég lenti í vandræðum. Fimmtán mismunandi manneskjum í nágrenninu var ekki sama um okkur. Sumar þeirra urðu svo vinir sem okkur þykir regulega vænt um. Það er þetta sem ég elska við að ferðast, það rifjast upp fyrir manni hvað heimurinn er stútfullur af góðu fólki og að tengingar eru aldrei lengra en augnsamband í burtu. 

Kulnunin í hversdagsleika heimavinnandi foreldris er að lagast, það tók einungis mánuð í sól og bílfarm af ferskum kókoshnetum til að hressa mig við. Við komum heim sem sterk heild í takti við hvert annað, veraldarvanari, bjartsýnni, með nýjar hugmyndir, fulla tösku af núðlum og stærri hjörtu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Listin að verða sextugur
7

Listin að verða sextugur

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu
8

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
5

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
5

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám