Mest lesið

Við verðum að tala um dauðann
1

Við verðum að tala um dauðann

·
Dýrasti þingmaðurinn
2

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
3

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
5

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
6

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
7

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar
8

Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

·

Jón Trausti Reynisson

Karlar að spara okkur pening

Þeir standa vaktina fyrir okkur og viðhalda leynd gagnvart okkur. Þegar þeir keyra sjálfir fram úr hófi benda þeir á útlendingana sem vandamálið.

Jón Trausti Reynisson

Þeir standa vaktina fyrir okkur og viðhalda leynd gagnvart okkur. Þegar þeir keyra sjálfir fram úr hófi benda þeir á útlendingana sem vandamálið.

Boðberar aðhalds Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Eyþór Arnalds bjóða sig fram fyrir flokkinn sem sparar almenningi útgjöldin.  Mynd: Samsett mynd / Stundin

Að hafa fé af almenningi undir fölsku yfirskyni og undir leyndarhjúp og benda svo á útlendinga sem vandamálið. Meðvirknislaust er þetta það sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi þjóðarinnar við lagasetningu landsins, hefur gert undanfarin misseri.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá yfirlýstu meginstefnu að hafa skatta sem lægsta, og samneysluna takmarkaða. Að fólk eigi ekki að þurfa að borga fyrir uppihald annarra, nema þeir séu þess veikari. Flokksmenn bjóða sig fram í borginni og á landsvísu með þann boðskap að þeir muni spara okkur öllum pening og láta fólk sjá um sig sjálft, sem mest. Einn frambjóðandinn í Reykjavík sagðist vilja leggja niður bókasöfn, kvaðst vera „niðurskurðarkóngurinn“, annar vildi láta dópista deyja án hjálpar til að spara pening, og sá þriðji, sem vann, vill hætta við þátttöku Reykvíkinga við að innleiða hraðvirkari almenningssamgöngur, til að spara fólki á einkabílum hlutdeildina í þessum sameiginlegum kostnaði við að koma í veg fyrir umferðarteppur.

„Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ spurði Ásmundur Friðriksson, þegar hann var spurður af blaðamanni út í greiðslur úr ríkissjóði til hans í svokallaðar endugreiðslur vegna aksturskostnaðar.

Kerfi leyndar sem býður upp á misnotkun

Stundin fjallaði fyrst um það í ágúst síðastliðnum að þingmenn hefðu fengið samtals 171 milljón króna í akstursgreiðslur frá 2013. Ásmundur Friðriksson var þar spurður um greiðslur til hans, en svaraði ekki. Skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, hafnaði því að veita sundurgreindar upplýsingar, jafnvel ópersónugreinanlegar. Það var tekin ákvörðun um að almenningur mætti ekki vita þetta.

Staðreyndin var sú að á sama tíma og Ásmundur Friðriksson kvartaði ítrekað undan kostnaði við hælisleitendur, fékk hann endurgreiddar að jafnaði 385 þúsund krónur á mánuði skattfrjálst. 

Fyrir nokkrum árum birti læknir við Landspítalann, með sex ára nám á bakinu, mynd af launaseðli sínum á samfélagsmiðlum, sem sýndi að hún fékk 276 þúsund krónur útborgaðar fyrir fulla dagvinnu, rétt tæplega 100 þúsund krónum minna en Ásmundur fékk í akstursgreiðslur, á núverandi verðlagi. 

Ásmundur fékk samtals 4,6 milljónir í endurgreiddan aksturskostnað úr ríkissjóði, af skattfé, en kostnaðurinn við reksturinn á bílnum hans var 2,5 milljónum krónum lægri, samkvæmt óháðum útreikningi Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann græddi því 2,5 milljónir króna skattfrjálst á árinu. Og þegar hann var spurður benti hann á útlendinga sem flýja hamfarir og stríð.

Páll ætlar að eyða meira af skattfé

Ásmundur er ekki einn. Þegar Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, heyrði af málinu, var viðbragð hans: „Góða fólkið er bókstaflega að ærast.“ Hann sagðist óttast að hann „hafi ekki verið nógu duglegur við að fara um kjördæmið“ sitt. „Ég ætla að bæta úr því,“ sagði hann.

Viðbrögðin eru því þau að Páll ætlar að eyða meira af skattfé til að verða eins og Ásmundur. En ef það er ekki prinsipp hjá sjálfstæðismönnum sem þessum að gæta aðhalds í kostnaði ríkisins, að takmarka útgjöld skattborgara við þá sjálfa, er óljóst hvert raunverulegt erindi þeirra er sem fulltrúar þessa flokks við löggjafarsamkomu þjóðarinnar.

Eitt er sú gilda stefna að gæta sérstaklega mikils aðhalds í útgjöldum ríkisins á kostnað samneyslu. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því. En líklega getum við flest verið sammála um að vera ekki með menn í vinnu við að setja leikreglur samfélagsins, sem fylgja ekki stefnu eigin flokks þegar kemur að peningunum okkar í vasa þeirra sjálfra, sem viðhalda leynd og reyna að stilla sér upp sem andsvarinu við hættulegum útlendingum á flótta, til að réttlæta veru sína við löggjöfina? Menn sem nota öll þekktu áróðurstrikkin til þess að sannfæra fólk - að ala á andúð við útlendinga, að boða einfaldar lausnir í flóknum málum, eins og samgöngukerfi borgar, og bregðast síðan hinir verstu við þegar fólk kvartar undan því að þeir séu kannski að taka fé úr ríkissjóði í órétti og skjóli leyndar - með hjálp reglna sem þeir bera sjálfir ábyrgð á.

Og það er ekki bara með ódýrum, popúlískum brögðum sem Ásmundur Friðriksson reynir að fá fólk á bakvið sig og etja því gegn útlendingum. Skattarnir okkar fara líka í að borga fyrir bensínið og notkun bílsins hans þegar hann ferðast um kjördæmið til að afla atkvæða í kosningabaráttu - með verulegu álagi þannig að hann kemur út í vænum gróða af framúrkeyrslunni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við verðum að tala um dauðann
1

Við verðum að tala um dauðann

·
Dýrasti þingmaðurinn
2

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
3

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
5

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
6

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·

Mest deilt

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
1

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Dýrasti þingmaðurinn
3

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn
4

Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
5

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
6

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·

Mest deilt

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
1

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Dýrasti þingmaðurinn
3

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn
4

Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
5

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
6

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·

Mest lesið í vikunni

Hvað gerist ef WOW fer í þrot?
1

Hvað gerist ef WOW fer í þrot?

·
Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu
2

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

·
Við verðum að tala um dauðann
3

Við verðum að tala um dauðann

·
Dýrasti þingmaðurinn
4

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
„Ég upplifði að það væri verið að misbjóða mér“
5

„Ég upplifði að það væri verið að misbjóða mér“

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
6

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·

Mest lesið í vikunni

Hvað gerist ef WOW fer í þrot?
1

Hvað gerist ef WOW fer í þrot?

·
Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu
2

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

·
Við verðum að tala um dauðann
3

Við verðum að tala um dauðann

·
Dýrasti þingmaðurinn
4

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
„Ég upplifði að það væri verið að misbjóða mér“
5

„Ég upplifði að það væri verið að misbjóða mér“

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
6

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·

Nýtt á Stundinni

Sjálfstæðismenn leggja í fjórða sinn fram frumvarp sem Íbúðalánasjóður segir að muni þrýsta upp fasteignaverði

Sjálfstæðismenn leggja í fjórða sinn fram frumvarp sem Íbúðalánasjóður segir að muni þrýsta upp fasteignaverði

·
Samfylkingin bætir við sig fylgi

Samfylkingin bætir við sig fylgi

·
N-ið: Drífa Snædal

Guðmundur Hörður

N-ið: Drífa Snædal

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Í textunum leynist fullt af slúðri

Í textunum leynist fullt af slúðri

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Dýrasti þingmaðurinn

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·
Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

·
Stofna félög vegna umskipunarhafnar í Finnafirði

Stofna félög vegna umskipunarhafnar í Finnafirði

·