Mest lesið

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
4

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
5

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
6

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Illugi Jökulsson

Klunnalegur dólgur eða úthugsaður morðvargur?

Illugi Jökulsson gluggar í heimildir um hver hafi í raun verið voðaverk ítalskra fasista undir stjórn Benito Mussolinis

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson gluggar í heimildir um hver hafi í raun verið voðaverk ítalskra fasista undir stjórn Benito Mussolinis

Klunnalegur dólgur eða úthugsaður morðvargur?

Í flækjusögu síðustu viku sagði ég frá undarlegum lögum sem Pólverjar eru nú að setja og banna að pólska ríkinu eða „pólsku þjóðinni“ sé kennt um grimmdarverk þýskra nasista í síðari heimsstyrjöld. Þau lög virðast óþörf með öllu og hafa ekki gert annað en vekja athygli manna á þeim grimmdarverkum gegn gyðingum sem Pólverjar unnu sannanlega, þótt það hafi menn gert sem einstaklingar eða litlir hópar en hvorki sem „þjóð“ né „ríki“.

En upp á síðkastið hefur athygli líka verið farin að beinast að þætti ýmissa annarra þjóða að voðaverkum tuttugustu aldar. Þar á meðal eru Ítalir. 

Of vitlaus til að gera raunverulegan skaða?

Benito Mussolini

Vissulega er mála sannast að voðaverk fasistastjórnar Mussolinis komust ekki í hálfkvisti við hryllingsverk hinna þýsku nasista Hitlers. Af þeim sökum – og kannski líka af því Ítalir höfðu vit á því að losa sig við Mussolini áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk – þá hafa Ítalir sloppið ansi billega frá sögu aldarinnar. Myndin sem gerð hefur verið af fasistum er af frekar klunnalegum og nokkuð ofstopafullum dólg sem er þó eiginlega of vitlaus til að gera raunverulegan skaða af sér.

En nú eru menn að átta sig á því að sú mynd er ekki í öllum tilfellum rétt. Til dæmis er nýlega komin út merkileg bók, The Addis Ababa Massacre, eftir Ian Campbell, þar sem vakin er athygli á grimmdarverkum Ítala sem alltof lengi hafa legið nánast í þagnargildi.

Að því blóðbaði sem bókin fjallar aðallega um verður að hafa svolítinn formála. 

Kapphlaupið um Afríku

Allt frá því Rómaveldi í vestri hrundi árið 476 og þar til seint á 19. öld var Ítalía sundruð í ýmis smáríki og stórir hlutar landsins voru oft undir ægishjálmi útlenskra stórvelda. Þegar landið var sameinað 1870 taldist það í krafti stærðar og mannfjölda þegar í hópi stórvelda Evrópu og vildi gera sig gildandi í „kapphlaupinu um Afríku“ sem þá stóð yfir milli stórveldanna sem rifu til sín hvert svæði Afríku af öðru og gerðu að nýlendum, auðvitað fullkomlega í óþökk íbúa.

Reynsla Ítala af útlendum yfirráðum kom ekki í veg fyrir að þeir teldu sig hafa rétt til að ráðast inn í og leggja undir sig landsvæði annarra þjóða og þeir fóru með hervaldi og yfirgangi að sanka að sér nokkrum nýlendum, þar á meðal Eritreu og Sómalíu. 

Sóst eftir „nýlendudýrð“

Árið 1895 réðust þeir svo inn í Eþíópíu og vildu leggja landið undir sig. Innrásin var umdeild í Evrópu því Eþíópíumenn voru flestir kristnir og höfðu verið frá því á 4. öld, svo ekki gátu Ítalir skákað í því skjólinu – sem evrópsku stórveldin gerðu yfirleitt – að þeir væru að frelsa íbúana undan áþján heiðindóms eða íslam. Það var því ekkert nema græðgi í auðlindir og „nýlendudýrð“ sem vakti fyrir Ítölum.

Skemmst er frá því að segja að þótt Eþíópía væri harla frumstætt land miðað við iðnvætt Evrópuríkið, sem réðist á það, þá náði gríðarlega fjölmennur eþíópískur her að hrinda árás ítalska hersins árið eftir og hrökkluðust Ítalir þá aftur til Eritreu. Þetta var eina tilfellið á 19. öld þar sem Afríkuríki tókst að hafa betur en innrásarþjóð frá Evrópu.

Ekki slokknuðu nýlendudraumar Ítala þó við þetta og 1912 tóku þeir Líbýu af Tyrkjum og svo þegar fasistaleiðtoginn Benito Mussolini varð einræðisherra 1925 fór hann aftur að líta Eþíópíu hýru auga.

Árið 1935 réðust Ítalir svo inn í Eþíópíu öðru sinni. 

Negus negasti

Leiðtogi Eþíópíumanna var 43 ára gamall, Haile Selassie. Hann er kallaður „keisari“ á vestrænum málum en opinber titill hans var „negus negasti“ sem þýðir „konungur konunganna“ á amarísku, tungumáli hirðarinnar. Hann kvaddi þegar út her sinn en sjálf herkvaðningin gaf til kynna að líklega væru Eþíópíumenn nokkrir eftirbátar nútíma evrópsks herveldis, jafnvel þótt Ítalía væri. Kvaðningin hljóðaði svo:

„Allir karlmenn og piltar sem valdið geta spjóti skulu gefa sig fram í [höfuðborginni] Addis Ababa. Sérhver kvæntur karl skal taka með sér konu sína til að elda oní sig og vaska af honum. Sérhver ókvæntur karl skal taka með sér einhverja ógifta konu til að elda og vaska fyrir hann. Konur með börn, blindir og þeir sem eru of gamlir og lasburða til að valda spjóti eru undanþegnir kvaðningu. Hver sá sem finnst heima hjá sér eftir þessa skipun verður hengdur.“

Fjöldinn allur af Eþíópíumönnum hlýddu kalli keisarans en þótt hann gæti brátt teflt fram allt að 800.000 manna her varð fljótt ljóst að sá her var ekki einu sinni hálfdrættingur að nýtískulegum tólum og morðvopnum á við ítalska herinn sem réðist inn í landið 3. október. 

Ítalir beittu eiturgasi

Ítalski innrásarherinn taldi 100.000 manns en Ítalir áttu 500 flugvélar og 800 skriðdreka, meðan eþíópíski herinn réði yfir 13 flugvélum og 4 skriðdrekum. Flestöll skotvopn Eþíópíumanna voru frá því í stríðinu 1895–96 eða jafnvel eldri, en reyndar bar yfirgnæfandi meirihluti Eþíópíumanna aðeins spjót og skildi til varnar gegn vélbyssum Ítala.

Og þeir höfðu enga vörn gegn hættulegu vopni sem Ítalir beittu óspart í orrustum, en það var eiturgas. 

Bæði Ítalir og Eþíópíumenn voru meðlimir Þjóðabandalagsins, sem stofnað hafði verið í lok fyrri heimsstyrjaldar, og var ætla að tryggja frið í heiminum. Samkvæmt X. grein stofnsáttmála Þjóðabandalagsins áttu ríkin rétt allra meðlima ef á þau væri ráðist og nú krafðist Haile Selassie þess að önnur ríki bandalagsins legðu Eþíópíumönnum lið gegn Ítölum. Ekki var því neyðarkalli sinnt og var þetta eitt dæmið enn um gagnsleysi þessa bandalags sem var engan veginn megnugt að ráða við einræðisherra fjórða áratugarins.

Fyrir nú utan að stórveldin í Vestur-Evrópu höfðu ekki beinlínis úr háum söðli að detta þegar ætlast var til þess að þau stöðvuðu Ítali í að brjóta undir sig nýlendur í Afríku. 

„Slátrarinn frá Líbýu“

Í byrjun maí 1936 héldu Ítalir innreið sína í Addis Ababa. Þeir lýstu því þá yfir að stríðinu væri lokið og Eþíópía væri þeirra eign eftirleiðis. Ítalir eru taldir hafa misst um 10.000 manns í stríðinu en nákvæmar tölur eru ekki til um mannfall Eþíópíumanna. Wikipedia giskar á 275.000 fallna og má sú tala líklega láta nærri.

Haile Selassie hrökklaðist í útlegð til Bretlands en hvatti landa sína til að halda áfram baráttu gegn innrásarliðinu. Skæruhernaði var raunar haldið uppi víða um landið næstu árin en af því fréttu Evrópubúar fátt, því Ítalir vildu láta sem allt væri fallið í ljúfa löð í landinu og Eþíópíumenn væru hæstánægðir með yfirráð þeirra.

Svo fór þó fjarri. Yfir Eþíópíu var settur landstjóri að nafni Rodolfo Graziani sem hafði áður „stillt til friðar“ í Líbýu, en svo kölluðu Ítalir framferði hans sem fólst aðallega í að brjóta með blóðugu ofbeldi á bak aftur alla andstöðu gegn ítölskum nýlenduherrum. Heimamenn í Líbýu kölluðu hann „slátrarann í Líbýu“. Og Graziani, sem var sannfærður fasisti, gekk jafnvel enn harðar fram í Eþíópíu. 

„Drepið alla sem þið sjáið“

Í febrúar 1937 var handsprengju kastað að honum þar sem hann var að ávarpa útifund í Addis. Hann særðist nokkuð en þó ekki lífshættulega. Í refsingarskyni ákváðu hann og nótar hans að kenna Eþíópíumönnum lexíu. Bardagasveitir fasista voru kvaddar út og þeim var tilkynnt að þær hefðu nú „frjálsar hendur“ („casta bianca“) í borginni.

Allir vissu hvað það þýddi. Það var einfaldlega ætlunin að hefja nú handahófskennd fjöldamorð á íbúum höfuðborgarinnar. Ráðist var með skothríð að fólki á götum úti, hús þess brennd og fyrirtæki þess rænd. Til eru lýsingar á forsprakka þessa ítalska óþjóðalýðs, Guido Cortese, þar sem hann hvatti menn sína til að „drepa alla sem þið sjáið“. 

Ítalskir her- og lögreglumenn tóku þátt

Og það var gert. Ítalskir hermenn og lögreglumenn tóku þátt í fjöldamorðunum, þótt þeir munu hafa verið ögn tregir til í byrjun, en þegar blóðbaðinu linnti eftir fáeina sólarhringa lágu þúsundir manna í valnum. Sumir segja tíu þúsund, aðrir þrjátíu þúsund. En þessi fjöldamorð á íbúum Addis Ababa voru framin af alveg jafn skefjalausri grimmd og einkenndi hinar þýsku Einsatzgruppen sem fóru með djöfulæði um hernumin lönd í Mið- og Austur-Evrópu.

Þetta fjöldamorð var síðan þagað í hel, rétt eins og villimannlegt framferði Ítala í Eþíópíu almennt. Í maí 1941 sneri Haile Selassie til baka til Addis Ababa í fylkingarbrjósti breskra hersveita sem ráku Ítali um síðir burt úr landinu. 

Milljón íbúa Eþíópíu féllu

Þá er talið að Ítalir hafi alls verið valdir að dauða einnar milljónar Eþíópumanna. Stjórn Grazianis hafði látið reisa í landinu fangabúðir þar sem fjöldi manns var tekinn af lífi eða þrælkað til dauða, aðrir dóu úr hungri og sjúkdómum sem óhikað mátti kenna Ítölum um. Enginn vafi leikur á um að þetta voru vísvitandi fjöldamorð því til eru skjalfastar sannanir þar sem Graziani lýsir því yfir að útrýma eigi allri valdastétt Amhara í landinu.

Svo ekki var um neinn „klunnaskap“ að ræða. Hinn ítalski fasisti frá Mussolini og niður úr var úthugsaður morðvargur.

En árið 1946, þegar heimsstyrjöldinni var lokið og Haile Selassie leitaði til hinna nýju Sameinuðu þjóða um að fá einhvers konar bætur eða réttlæti fyrir þjóð sína, þá máttu sigurvegararnir ekki vera að því að sinna Afríkumönnum þessum. Nóg var að starfa í Evrópu og Japan. Bretar lögðust sérstaklega gegn því að þessum málum væri sinnt eða Graziani leiddur fyrir dóm, og þeir spornuðu meira að segja gegn því að Eþíópíumenn fengju aðild að Sameinuðu þjóðunum. 

Sat í fangelsi í 4 mánuði

Að lokum létu eþíópísk yfirvöld öll sín mál niður falla gegn því að fá stuðning Breta við að sölsa undir sig Eritreu. Graziani var að lokum dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir samvinnu við þýska nasista en látinn laus eftir fjóra mánuði, þar eða lögfræðingum hans tókst að sýna fram á að hann hefði einungis „hlýtt skipunum“.

Fjórir mánuðir fyrir að hafa stýrt illverkum sem kostuðu milljón mannslíf, það má heita vel sloppið.

En nú er bók Campbells sem sagt til vitnis um aukinn vilja til að taka upp gamlar syndir Ítala ekki síður en annarra. Og einmitt um það leyti er að rísa ný bylgja fasisma og útlendingahaturs á Ítalíu. Og Graziani þykir bara heldur flottur tappi í þeim félagsskap. 

 

 

 

Tengdar greinar

Flækjusagan

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Þegar Austurríkiskeisarinn Jósef II tók að sér kynlífsfræðslu fyrir Maríu Antonettu systur sína og Loðvík XVI eiginmann hennar

„Siðferðilegt drep“

Illugi Jökulsson

„Siðferðilegt drep“

Illugi Jökulsson

Ein öld er liðin frá því að úrslit réðust í borgarastyrjöldinni í Rússlandi, einum örlagaríkasta viðburði 20. aldar. Alexander Koltsjak virtist á tímabili þess albúinn að sigrast á kommúnistastjórn Leníns en það fór á annan veg og örlög Koltsjaks urðu hörmuleg.

Í dag var mesta fárviðri í Reykjavík fyrir 78 árum

Illugi Jökulsson

Í dag var mesta fárviðri í Reykjavík fyrir 78 árum

Illugi Jökulsson

Ofsaveður sem skall á suðvesturlandi 15. janúar 1942 var í Reykjavík á við þriðja stigs fellibyl.

Í dag ákærði Émile Zola franska ríkið í Dreyfus-málinu

Illugi Jökulsson

Í dag ákærði Émile Zola franska ríkið í Dreyfus-málinu

Illugi Jökulsson

Þann 13. janúar 1898 birti franska blaðið L'Aurore á forsíðu opið bréf til forseta Frakklands þar rithöfundurinn Zola fordæmdi málsmeðferð þá sem herforinginn Alfred Dreyfus hafði sætt eftir að hafa verið ákærður fyrir njósnir fyrir Þjóðverja.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
4

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
5

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
6

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
6

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
6

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Nýtt á Stundinni

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Glæpur og samviska

Glæpur og samviska

Vandi Rússlands

Þorvaldur Gylfason

Vandi Rússlands

Tölur um plast, tölum um plast

Tölur um plast, tölum um plast

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar