Mest lesið

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
3

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
5

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
6

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
7

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Stundin #98
Ágúst 2019
#98 - Ágúst 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 23. ágúst.

Þingmenn umgangast endurgreiðslukerfið frjálslega þrátt fyrir afdráttarlaus fyrirmæli siðareglna

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, rukkar Alþingi fyrir aksturskostnað vegna prófkjörsbaráttu og þáttagerðar á ÍNN. „Þingmenn skulu sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál,“ segir í siðareglum þingmanna.

Þingmenn umgangast endurgreiðslukerfið frjálslega þrátt fyrir afdráttarlaus fyrirmæli siðareglna
johannpall@stundin.is

Þrír þingmenn sem notuðust við eigin bifreiðar fengu meira en 30 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi í fyrra þrátt fyrir að reglur forsætisnefndar um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skuli notast við bílaleigubíl.

Í siðareglum alþingismanna er að finna býsna afdráttarlaust ákvæði um að þingmönnum beri að „sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál.“ Svo virðist þó sem ekki finni allir þingmenn sig knúna til að fylgja reglunum með nákvæmum hætti. 

Eins og frægt er orðið fékk Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi í fyrra eftir að hafa ekið tæplega 48 þúsund kílómetra. Flokksfélagar Ásmundar, meðal annars Páll Magnússon og Brynjar Níelsson, hafa komið honum til varnar og hæðst að umræðunni um aksturskostnað þingmanna. 

Þann 31. janúar 2017 samþykkti forsætisnefnd Alþingis breytingar á reglum um þingfararkostnað og bætti inn reglu um að „þegar alþingismaður þarf að aka meira en 15.000 km á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggur til“.

Ásmundur viðurkenndi í Kastljósi í gær að hann sætti sig ekki við þessa reglu og vildi ekki nota bílaleigubíl, enda væru bílaleigubílar yfirleitt útkeyrðir og slæmir. Sjálfur hefur þó Ásmundur undirgengist siðareglur þar sem hann skuldbindur sig til að tryggja að endurgreiðslur fyrir útgjöld sín séu „í fullkomnu samræmi“ við reglurnar.

Samkvæmt svari þingforseta við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um aksturskostnað alþingismanna er Ásmundur í hópi átta þingmanna sem fengu meira en 15 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan. Þrír af þessum átta óku meira en 30 þúsund kílómetra á eigin bifreið og fengu meira en þrjár milljónir endurgreiddar.

Forseti Alþingis hefur ekki veitt upplýsingar um hvaða þingmenn þetta eru. Þegar Stundin fjallaði um málið í fyrra og óskaði eftir upplýsingum frá þingmönnum um endurgreiddan aksturskostnað bárust aðeins svör frá 16 þingmönnum. Eva Pandóra Baldursdóttir Pírati var eini þingmaðurinn sem hafði innheimt akstursgjöld og vildi upplýsa hve mikið hún hefði fengið endurgreitt. 

Alþingi niðurgreiðir prófskjörsbaráttu Ásmundar

Ásmundur Friðriksson viðurkenndi í viðtali við Kastljós í gær að hann hefði rukkað Alþingi fyrir aksturskostnaði vegna prófkjörsbaráttu sinnar. „Já já, ég geri það,“ sagði hann. Hann sagðist þó ekki hafa látið ríkið endurgreiða sér kostnað vegna aksturs við upptökur á þættinum Auðlindakistan á ÍNN. Eftir að viðtalið var sýnt kom þó fram að Ásmundur hefði viðurkennt að hafa farið rangt með þegar hann var spurður um þetta atriði. „Hann sagði að upptökufólk hefði setið með honum í bílnum á leið í upptökur á viðtölum. Ferðirnar hafi fyrst og fremst verið til að hitta kjósendur en tökulið ÍNN hafi fengið að fljóta með til að gera sjónvarpsþætti,“ segir á vef RÚV

Reglur um þingfararkostnað lúta að ferðakostnaði sem varðar störf þingmanna með beinum hætti. Í reglunum er til að mynda minnst á „ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á“, „ferðir milli heimilis eða starfsstöðvar og Reykjavíkur“, „ferðir á fundi sem hann er boðaður á í Reykjavík vegna þingmannsstarfa meðan hann dvelst á heimili sínu“ og „ferðir í önnur kjördæmi en eigið á fundi sem hann boðar eða er boðaður á starfa sinna vegna“. 

Samkvæmt siðareglum ber þingmönnum að nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti. Þeir mega ekki nota aðstöðu sína til að vinna að eigin hagsmunum eða til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. Þá ber þeim að forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar.

„Ekki bara óheiðarlegt svindl og peningaplokk heldur gríðarlega ólýðræðislegt“

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, tjáir sig um túlkun Ásmundar á reglunum á Facebook og segir fráleitt að þingmenn rukki Alþingi um aksturskostnað vegna prófkjöra eða kosningabaráttu. „Enda eru þeir þá annað hvort að vinna fyrir sjálfan sig eða flokkinn sinn, ekki þingið. Að skrifa kostnað við prófkjör á Alþingi er ekki bara óheiðarlegt svindl og peningaplokk heldur gríðarlega ólýðræðislegt. Í því felst mikill aðstöðumunur á milli óheiðarlegra þingmanna og annarra frambjóðenda, venjulegs fólks sem þarf að kynna sig á eigin kostnað og taka sér launalaust frí í vinnunni til að ferðast um landið á eigin bíl,“ skrifar Margrét. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
3

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
5

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
6

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
7

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
5

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
6

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
5

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
6

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
5

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
5

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Nýtt á Stundinni

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

·