Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Núverandi fyrirkomulag við stjórnun kynferðisbrotarannsókna má að miklu leyti rekja til skipulagsbreytinga sem gerðar voru eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við sem lögreglustjóri. Athygli vakti þegar Árni Þór Sigmundsson var gerður að yfirmanni kynferðisbrotarannsókna í stað Kristjáns Inga Kristjánssonar, þótt Kristján Ingi hefði miklu meiri reynslu af slíkum rannsóknum.

Stjórnun kynferðisbrotadeildar hefur ekki verið „með nægjanlega markvissum hætti“ undanfarin ár samkvæmt niðurstöðum innanhússskoðunar lögreglu á mistökum við rannsókn meintra kynferðisbrota starfsmanns hjá Barnavernd Reykjavíkur sem kynnt var í vikunni. Núverandi fyrirkomulag við stjórnun kynferðisbrotarannsókna má að miklu leyti rekja til skipulagsbreytinga sem gerðar voru eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sumarið 2015 var Árni Þór Sigmundsson gerður að yfirmanni kynferðisbrotarannsókna í stað Kristjáns Inga Kristjánssonar þótt Kristján Ingi hefði meiri reynslu af slíkum rannsóknum. 

Tilkynnt var um breytingarnar á starfsmannafundi þann 9. júlí 2015. Kristján Ingi, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður R-3, deildarinnar sem rannsakaði meðal annars kynferðisbrot, heimilisofbeldi og manndráp, var lækkaður í tign og gerður að lögreglufulltrúa. Honum var tilkynnt fyrirvaralaust um þetta fyrir framan tugi manns, en Kristján hafði starfað að kynferðisbrotarannsóknum um árabil og öðlast víðtæka reynslu og þjálfun á því sviði.

Vikið var að þessari atburðarás í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um sviptingar í miðlægu rannsóknardeild lögreglunnar haustið 2016. Bent var á að Kristján Ingi tilheyrði hópi þeirra fjölmörgu lögreglumanna sem voru lækkaðir í tign eða færðir til í starfi eftir að hafa ýmist tekið upp hanskann fyrir eða ekki viljað taka afstöðu gegn lögreglufulltrúa sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og bandamenn hennar innan lögreglunnar grunuðu um græsku.  

Samkvæmt niðurstöðum skoðunar lögreglu á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á máli starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur hefur stjórnun kynferðisbrotadeildar lögreglu verið ábótavant undanfarin ár.

Haft er eftir Árna Þór Sigmundssyni í Fréttablaðinu í dag að hann vilji ekki tjá sig um framtíð sína hjá embættinu. „Ég hef ósköp einföld viðbrögð. Ég ætla ekki að tjá mig nokkurn skapaðan hlut um hana,“ segir hann. „Þetta er eitt af því sem ég ætla ekki að tjá mig um núna.“ Fram kom á blaðamannafundi lögreglu í fyrradag að eng­inn starfsmaður yrði lát­inn sæta ábyrgð, færður til eða áminntur, vegna máls stuðningsfulltrúans hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur. Þess í stað yrði kyn­ferðisaf­brota­deild lög­regl­unn­ar styrkt um sex stöðugildi. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Drög að skurðaðgerð: Austur-evrópsk framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Fréttir

Sigríður þrengdi að réttindum hælisleitenda sama dag og hún fékk stuðning frá þingmönnum Vinstri grænna

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins