Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hagsmunaðilar kaupa útsendingartíma á Hringbraut til að fjalla um meinta andstæðinga sína

Þætt­irn­ir um Sam­herja­mál­ið og Sig­urplasts­mál­ið á Hring­braut voru kostað­ir af hags­mun­að­il­um í gegn­um milli­lið. Í þátt­un­um, sem eru skil­greind­ir sem kynn­ing­ar­efni, er hörð gagn­rýni á Seðla­banka Ís­lands, Má Guð­munds­son, lög­mann­inn Grím Sig­urðs­son og Ari­on banka. Fram­leið­andi þátt­anna lík­ir efn­is­vinnsl­unni við hver önn­ur við­skipti eins og sölu á bíl, íbúð eða greiðslu launa. Hring­braut tel­ur birt­ingu þátt­anna stand­ast fjöl­miðla­lög.

Hagsmunaðilar kaupa útsendingartíma á Hringbraut til að fjalla um meinta andstæðinga sína
Samherji borgaði og stýrði efnisvali að hluta Samherji greiddi fyrir þáttinn um rannsókn Seðlabanka Íslands á fyrirtækinu sem sýndur var á Hringbraut í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson stýrði að hluta til efnisvalinu í þættinum þegar hann gerði kröfu um að samtals hans og Más Guðmundssonar yrði spilað í þættinum og tók hann fulla ábyrgð á því. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Sjónvarpsþættir fjölmiðlafyrirtækisins Hringbrautar um Samherjamálið og Sigurplastsmálið  eru kostaðir af fyrirtækjunum sjálfum eða fyrirtækjum sem tengjast núverandi eða fyrrverandi stjórnendum þessara tveggja fyrirtækja.

Þáttur Hringbrautar um Samherja var sýndur á Hringbraut í október í fyrra og þátturinn um Sigurplast var sýndur nú í febrúar. Í báðum tilfellum eru aðilar sem fyrirtækjunum sem kosta þættina er uppsigað við, annars vegar Seðlabanki Íslands og Már Guðmundsson seðlabankastjóri, og hins vegar Arion banki og Grímur Sigurðsson skiptastjóri Sigurplasts, málaðir sterkum og ansi einhliða litum þó svo að þeim sé gefinn kostur á að koma í viðtal við blaðamanninn sem gerir þættina, Sigurð Kolbeinsson.

Þættirnir heita Atvinnulífið og hafa verið sýndir á Hringbraut frá árinu 2015. Yfirleitt snúast þættirnir um augljósar kynningar, heimsóknir til fyrirtækja, efni sem augljóslega er kostað, og þar sem ekki er fjallað um viðkvæm mál eða pólitísk þar sem kostunaraðilinn reynir að koma höggi á meintan andstæðing sem hann hefur átt í deilum við. En í þessum tveimur tilfellum, þáttarins um Samherja og þáttarins um Sigurplastsmálið er raunin önnur. Þar er skýrt markmið að segja sögu og rétta hlut einhvers aðila, Samherja og fyrrverandi eigenda Sigurplasts.

Samherji hefur deilt harkalega á Seðlabanka Íslands um árabil út af rannsókn bankans á meintu gjaldeyrislagabrotum útgerðarinnar og fyrrverandi eigendur Sigurplasts hafa gagnrýnt Arion banka og Grím Sigurðsson lengi fyrir hvernig staðið var að gjaldþrotaskiptum og uppgjörinu á þrotabúi fyrirtækisins.

„Í þeim þætti var meira að segja kannski svolítið langt gengið þar sem birt var samtal Þorsteins Más Baldvinssonar við Má Guðmundssonar seðlabankastjóra“ 

Þorsteinn Már stýrði efnisvali að hluta

Í tilfelli þáttarins um Samherja, sem fjallar um rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum gjaldeyrisbrotum útgerðarfyrirtækisins en málið var látið niður falla á endanum, er ekki tekið fram í byrjun þáttarins á heimasíðu Hringbrautar að um sé að ræða efni sem kostað er af Samherja. Sigurður Kolbeinsson, framleiðandi þáttarins, segir hins vegar að Samherji hafi greitt fyrir þáttinn.

„Samherji kostaði þann þátt að langmestu leyti. Í þeim þætti var meira að segja kannski svolítið langt gengið þar sem birt var samtal Þorsteins Más Baldvinssonar við Má Guðmundsson seðlabankastjóra án þess að hann vissi af því. Hann viðurkenndi það þegar við vorum að vinna þáttinn að þetta væri brot á reglum en hann ákvað að taka á sig alla ábyrgð og skaða jafnvel þó Hringbraut hefði þurft að lúta í lægri haldi ef þetta hefði orðið eitthvað,“ segir Sigurður Kolbeinsson í samtali við Stundina og vísar væntanlega til þess að ef Már Guðmundsson hefði viljað leita réttar síns í málinu þá hefði Þorsteinn Már eða Samherji tekið á sig greiðslu málskostnaðar- og eða skaðabóta.

„Ég hef ekkert við þá að tala sem hafa komið þannig fram við mig og fjölskyldu mína eins og mér fannst komið fram við mig.“

Kostunin tekin framKostunin þáttarins um Sigurplast er tekin fram í byrjun hans en þetta var ekki gert í tilfelli Samherjaþáttarins.

Neitar að tjá sig um kostunina

Í tilfelli þáttarins um Sigurplast, sem var endursýndur í vikunni, er kostunaraðilinn fyrirtækið K.B. Umbúðir sem er í eigu fyrirtækis fyrrverandi framkvæmdastjóra Sigurplasts, Sigurðar L. Sævarssonar, en hann var jafnframt einn af hluthöfum Sigurplasts þegar fyrirtækið fór í þrot árið 2011. Þessi kostun er tekin fram í upphafi þáttarins, öfugt við þáttinn um Samherja. KB Umbúðir stundar sams konar plastvöruframleiðslu og Sigurplast gerði á sínum tíma þegar Sigurður stýrði því. 

Sigurður neitar hins vegar að svara því af hverju fyrirtæki sem hann er skráður fyrir að 100 prósent leyti kostar þátt um fyrirtæki sem hann stýrði sem fór í þrot þar sem skiptastjóri fyrirtækisins, Arion banki og endurskoðendafyrirtækið Ernst & Young eru máluð sterkum litum.

Blaðamaður: „Af hverju er þitt fyrirtæki að kosta gerð þessa þáttar?“ 

Sigurður L. Sævarsson: „Ég ætla að segja eitt, og þetta verða síðustu samskiptin sem við munum eiga: Bjarni Ben sagði einhvern tímann að hann hefði lært það einhvers staðar að hann ætti ekki að slást við svín í svínastíu. Báðir yrðu drullugir en bara annar hefði gaman að því. Ég hef ekkert við þá að tala sem hafa komið þannig fram við mig og fjölskyldu mína eins og mér fannst komið fram við mig. Í þessu máli var komið þannig fram við mig, barnungar dætur mínar, fullorðna foreldra mína og allt mitt líf, að ég hef ekkert við þá tala,“ segir Sigurður en óljóst er hvað Sigurður á við með þessu og vill hann ekki útskýra hvað hann á við. 

Greinarhöfundur, blaðamaður Stundarinnar, skrifaði hins vegar talsvert um Sigurplastsmálið á sínum tíma og kann að vera að Sigurður sé að vísa til þeirrar umfjöllunar en hann vill ekki segja það.  

„Alveg eins og ef einhver selur íbúð, kaupir bíl eða borgar einhverjum laun þá eru þetta oftast trúnaðarupplýsingar á milli fólks.“ 

Segir alla vita um kostuninaSigurður Kolbeinsson segir að öllum eigi að vera ljóst að þættirnir séu kostaðir af hagsmunaðilum þar sem þeirra er tekið fram.

Ígildi þess að greiða laun, selja bíl eða íbúð

Sigurður Kolbeinsson, framleiðandi Atvinnulífsins, neitar að upplýsa hvað hann, eða fyrirtæki hans, fékk greitt fyrir að gera þættina. „Samkomulag framleiðanda og kostunaraðila er trúnaðarmál alveg eins og samtöl þín við þína heimildarmenn eru trúnaðarmál,“ segir Sigurður en hann neitar sömuleiðis að svara því hvort hann viti af hverju Samherji og fyrrverandi eigandi Sigurplasts kosta þættina sem hann vann fyrir þá. Bent skal á að það er ákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar blaðamönnum að tjá sig um heimildarmenn sína ef þeir hafa kosið að vera ekki nafngreindir. Slíkt trúnaðarákvæði um samskipti framleiðanda og kostunaraðila kynningar- eða fjölmiðlaefnis er ekki að finna í fjölmiðlalögum. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að vera að tjá mig um þetta við þig eða nokkurn annan. Ég segi ekki frá neinum trúnaðarupplýsingum sem ég á í viðskiptum. Hvers konar frekja er þetta? Þú ert að fara fram á hluti sem þér koma ekki við. Alveg eins og ef einhver selur íbúð, kaupir bíl eða borgar einhverjum laun þá eru þetta oftast trúnaðarupplýsingar á milli fólks.“ Blaðamaður: „En þetta er fjölmiðlun, þú ert ekki að selja bland í poka?“

Sigurður segir að það breyti engu hvort hann hafi fengið 100 kall eða 100 þúsund kall fyrir umfjöllunina þar sem málið sé „ekki frétt“. 

„Þessi þáttur kemur bara tilbúinn hingað í hús“ 

Hringbraut kemur ekkert að efni þáttanna

Í samtal við Stundina segir Guðmundur Örn Jóhannsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar, að sjónvarpsstöðin selji Sigurði Kolbeinssyni hálftíma útsendingartíma en að stöðin komi ekkert að framleiðslu þátta. „Þessi þáttur kemur bara tilbúinn hingað í hús,“ segir Guðmundur Örn. Sjónvarpsstöðin, eða fjölmiðlamiðlaveitan, í þessu tilfelli Hringbraut. Guðmundur Örn segir að sjónvarpsstöðin viti ekki hvað Sigurður Kolbeinsson fái greitt frá hagsmunaðilum fyrir þættina. Hann vill ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Hringbraut fær frá Sigurði Kolbeinssyni fyrir hálftíma sýningartíma. „Ég er bara að reyna að reka þessa stöð á núlli,“ segir Guðmundur Örn en það er á endanum Hringbraut sem ber ábyrgð á því að efnið sem stöðin birti standist fjölmiðlalög. 

Miðað við þættina tvo um Samherja og Sigurplast er ljóst að kostunaðilarnir hafa að minnsta kosti öðrum þræði haft ritstjórnarvald yfir efnisvali í þáttunum, samanber símtalið á milli Þorsteins Más og seðlabankastjóra sem Sigurður Kolbeinsson segir að forstjóri Samherja hafi krafist þess að fá að birta. Þetta virðist vera brot á fjölmiðlalögum.

Sjónvarpsþáttur Hringbrautar um Sigurplastmálið, sem forsvarsmaður Hringbrautar segir að sé ekki fréttatengt efni. Þátturinn er kostaður af fyrrverandi eiganda Sigurplasts.

Bannað að kosta fréttatengt efni

Í 42. grein fjölmiðlalaga segir að í þeim tilfellum þar sem fjölmiðlaefni er kostar megi kostunaðilinn ekki hafa áhrif á innihald efnisins. Orðrétt stendur í greininni: „Heimilt er fjölmiðlaveitu að afla kostunar við gerð og kaup hljóð- og myndmiðlunarefnis, svo framarlega sem kostandi hefur ekki áhrif á innihald, efnistök eða tímasetningu kostaðs efnis og raskar ekki ábyrgð og ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðlaveitunnar.“

Þá segir enn frekar í næsta efnislið greinarinnar að bannað sé að kosta fréttatengt efni, en þættirnir um Samherjamálið og Sigurplastsmálið verða líklega að flokkast sem slíkt efni en ekki kynningarefni, þar sem um er að ræða tilraun til einhvers konar rannsóknarblaðamennsku sem þó er kostuð. „Óheimilt er að kosta fréttaútsendingar og fréttatengt efni,“ segir í greininni. 

Samkvæmt fjölmiðlalögum má kynningar- og auglýsingaefni heldur ekki vera lengra en 12 mínútur að lengd en þættirnir um Samherja og Sigurplast eru tæpur hálftími. Fjölmiðlanefnd hefur áður úrskurðað um að fjölmiðlar megi ekki birta kynningarefni sem er lengra en þetta.  

Ef þættirnir um Samherja og Sigurplast eru kynningarefni en ekki fréttatengt efni þá er birting þeirra brot á fjölmiðlalögum að þessu leyti. 

„Hvernig samninga hann hefur gert við þessi fyrirtæki er hans mál“

Stenst skoðunSigmundur Ernir Rúnarsson segir að Hringbraut hafi sleppt því að birta þætti úr seríunni Atvinnulífið en að þetta hafi ekki verið gert í tilfelli Samherjaþáttarins og Sigurplastsþáttarins af því birting þeirra standist fjölmiðlalög.

Telur efnið ekki fréttatengt

Dagskrárstjóri Hringbrautar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, segir að hann telji að umræddir tveir þættir um Samherja og Sigurplast séu ekki fréttatengdir þættir og að birting þeirra standist lög um fjölmiðla. „Ég álít að það sé svo,“ segir Sigmundur Ernir. 

Hann segir að hann þekki ekki samkomulagið sem forsvarsmaður Atvinnulífsins geri við kostendur þáttarins. „Hvernig samninga hann hefur gert við þessi fyrirtæki er hans mál,“ segir Sigmundur Ernir.

Aðspurður um hvort Sigmundur Ernir hafi lagst yfir þættina til að meta hvort þeir standist fjölmiðlalög segir hann að það hafi verið gert. „Við erum að birta þarna sjónarmið stjórnenda þessa fyrirtækis og leitað álits annarra aðila og mótaðila. […]Almennt séð er kostun á efni vandmeðfarin,“ segir hann og bætir við Hringbraut hafi til dæmis ritstýrt Atvinnulífinu þannig í gegnum tíðina að sjónvarpsstöðin hefur ákveðið að birta ekki vissa þætti sem framleiðandinn hefur unnið. Í þessum tveimur tilfellum fannst Hringbraut hins vegar að þættirnir stæðust skoðun. 

Hringbraut hefur áður lent í bobba út af þættinum Atvinnulífinu. Í febrúar í fyrra þurfti Hringbraut að greiða 250 þúsund króna sekt til íslenska ríkisins  út af Atvinnulífinu og öðrum þætti sem stöðin sýnir vegna brota á fjölmiðlalögum. Þetta kemur fram í úrskurði frá fjölmiðlanefnd frá því í febrúar í fyrra. Brotið var meðal annars vegna viðskiptaboða í þáttunum og vegna þess að kynningar- og ritstjórnarefni var ekki nægilega vel aðgreint. Þessi úrskurður fjölmiðlanefndar sýnir meðal annars fram á það að það er alltaf fjölmiðlafyrirtækið, ekki framleiðandinn, sem ber á endanum ábyrgð á því að efnið sem miðilinn birtir standist fjölmiðlalög. 

Athugasemd ritstjórnar: Tekið skal fram að greinarhöfundur, Ingi F. Vilhjálmsson, er sonur Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, fyrrverandi samstarfsmanns Gríms Sigurðssonar, á lögmannsstofunni Landslögum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
3
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
6
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
7
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.
Minnast þeirra sem létust úr fíknisjúkdómnum: „Hann var á biðlistanum“
10
Fréttir

Minn­ast þeirra sem lét­ust úr fíkni­sjúk­dómn­um: „Hann var á bið­list­an­um“

Minn­ing­ar­at­höfn um þá sem hafa lát­ist úr fíkni­sjúk­dómn­um verð­ur hald­in í Dóm­kirkj­unni í dag. „Leið þessa fólks var grýtt, vörð­uð þján­ingu og óham­ingju, og eitt­hvað af þessu fólki hef­ur lík­lega dá­ið vegna úr­ræða­leys­is,“ seg­ir formað­ur Sam­taka að­stand­enda og fíkni­sjúkra sem standa að at­höfn­inni. Frændi henn­ar lést þeg­ar hann var á bið­lista eft­ir með­ferð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
4
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár