Fréttir

Ásmundur fékk rúmlega tvöfalda þá upphæð sem rekstur bílsins kostar

Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda kostar rekstur bíls Ásmundar Friðrikssonar rúmlega helmingi minna en Alþingin greiddi honum vegna aksturskostnaðar. Hann fékk því um tvær og hálfa milljón króna í endurgreiðslur umfram áætlaðan kostnað.

Ásmundur Friðriksson Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur fengið endurgreiðslur frá íslenska ríkinu vegna aksturs síns upp á 385 þúsund krónur á mánuði að meðaltali.

Rekstur á bíl Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, hefði átt að kosta rúmlega helmingi minna en þær 4,6 milljónir króna sem hann fékk endurgreiddar vegna aksturskostnaðar frá Alþingi. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) áætlar að það kosti rúmar 2 milljónir króna á ári að reka Kia Sportage jeppling Ásmundar, miðað við notkun hans á bílnum í fyrra, samkvæmt útreikningum sem Morgunútvarp Rásar 2 óskaði eftir.

Ásmundur keypti bílinn notaðan í desember 2016, en nýr kostaði slíkur bíll 6,7 milljónir króna í maí 2016. Árið 2017 ók Ásmundur tæpa 48 þúsund kílómetra og því reiknar FÍB með því að bíllinn falli meira í verði en meðalbíll, eða um 18% milli ára. Ásett verð bílsins nú gæti því verið í kringum 3,8 milljónir króna.

FÍB reiknar einnig fjármagnskostnað inn í dæmið, eða þá töpuðu innlánsvexti sem hefðu fengist fyrir peningana sem bíllinn kostaði. Alls nemur kostnaðurinn 2.071.376 krónum, eða meira en helmingi minna en Alþingi greiddi Ásmuni í akstursbætur. FÍB reiknaði einnig rekstrarkostnað bílsins ef hann hefði verið keyptur nýr og hækkar þá upphæðin í 2,44 milljónir króna.

Útreikningar FÍB líta svona út:

653.676 kr – Dísilolía
270.000 kr – Viðhald og viðgerðir
90.000 kr   – Hjólbarðar
160.000 kr – Tryggingar
26.000 kr   – Skattar og skoðun
13.000 kr   – Bílastæðakostnaður
36.000 kr   – Þrif og fleira
684.000 kr – Verðrýrnun
138.700 kr – Fjármagnskostnaður
Samtals: 2.071.376 krónur

Greiðslur umfram áætlaðan kostnað: Um 2,5 milljónir króna.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða