
Fréttir
ASÍ varar við óábyrgri hagstjórn og gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hunsa ábendingar sérfræðinga
ASÍ furðar sig á staðhæfingum fjármálaráðherra um að minni samkeppnishæfni sé aðallega vegna launaþróunar: „Minni samkeppnishæfni útflutningsgreina má fyrst og fremst rekja til styrkingar á nafngengi krónunnar. Hlutdeild launafólks í hagvextinum er síst of stór.“

Ríkisstjórnin hefur ekki kynnt nein heildstæð áform um að styrkja tekjugrunn ríkisins til frambúðar svo hægt sé að standa undir auknum útgjöldum til langs tíma. Hætt er við því að þegar um hægist í efnahagslífinu muni tekjur ríkissjóðs ekki duga til að fjármagna núverandi útgjaldastig. Þannig þurfi jafnvel að grípa til aðhaldsaðgerða þegar síst skyldi, það er niðurskurðar eða aukinnar skattheimtu.
Þetta kemur fram í umsögn Alþýðusambands Íslands um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar sem fjárlaganefnd barst í dag. „ASÍ telur tvísýnt hvort að sú fjármálastefna sem hér er sett fram muni styðja við efnahagslegan og félagslegan stöðugleika á komandi árum sökum þeirra annmarka sem á henni eru,“ segir í umsögninni.
„Samkvæmt stefnunni á fyrst og fremst að auka útgjöld með því að draga úr afgangi af ríkisrekstrinum á sama tíma og dregið er úr tekjuöflunaráformum fyrri ríkisstjórnar. Hætt er við áform um að færa ferðaþjónustutengda starfsemi í efra þrep virðisaukaskatts og fyrirhugaðar eru frekari skattalækkanir. Engin áform virðast hins vegar uppi um að styrkja tekjugrunn ríkisins til frambúðar til að standa undir auknum útgjöldum.“
Ábendingar fjármálaráðs ítrekað hunsaðar
ASÍ gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hunsa ítrekað þær ábendingar sem fram koma í umsögnum fjármálaráðs um hagstjórn og framsetningu fjármálaáætlana og fjármálastefna. Þannig sé til að mynda ómögulegt að meta aðhaldsstig fjármálastefnunnar með fullnægjandi hætti í ljósi þess að í henni er ekki að finna greiningu á hagsveifluleiðréttum frumtekjum og frumgjöldum.
Í álitsgerð fjármálaráðs um fjármálastefnuna sem Stundin fjallaði um í byrjun janúar er varað sérstaklega við því að ráðist verði í stórfellda aukningu ríkisútgjalda án samsvarandi tekjuöflunar. Aðrar aðfinnslur fjármálaráðs lúta til dæmis að áformum ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi skattaívilnun fyrir ferðaþjónustuna, óljósri framsetningu og skorti á ítarupplýsingum, ósamræmi milli stefnumörkunar og spágerðar og áformum um þensluhvetjandi ráðstafanir án þess að neinar mótvægisaðgerðir séu tilgreindar.
„Hlutdeild launafólks í hagvextinum er síst of stór“
Í greinargerð sem fylgir fjármálastefnunni, sem lögð er fram í formi þingsályktunartillögu frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, er fullyrt að raungengi á mælikvarða launa hafi hækkað verulega síðastliðin ár sem dragi mjög úr samkeppnishæfni útflutningsgreina, sérstaklega þeirra sem eru með hlutfallslega háan launakostnað, svo sem nýsköpunar- og tæknigreina.
„Í síðustu kjarasamningslotu var samið um launahækkanir sem voru verulega umfram framleiðnivöxt en slík þróun er ósjálfbær til lengri tíma litið. Vegna hagfelldra ytri skilyrða rættust ekki spár um ólgu í efnahagsmálum í kjölfar svo mikilla launahækkana,“ segir í greinargerð fjármálaráðherra.
ASÍ lýsir furðu á staðhæfingum sem fram koma í þessum kafla. „Minni samkeppnishæfni útflutningsgreina má fyrst og fremst rekja til styrkingar á nafngengi krónunnar síðastliðinn ár en ekki launaþróunar. Þá sýna þær launahækkanir sem verið hafa umfram kjarasamninga á síðustu árum berlega að hlutdeild launafólks í hagvextinum er síst of stór,“ segir í umsögn ASÍ.
Nýtt á Stundinni

Fréttir
Börn bíða í níu mánuði eftir sálfræðiþjónustu á Suðurlandi

Fréttir
Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir
Vinir Hauks Hilmarssonar dreifðu límmiðum um miðborgina

Fréttir
Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Fréttir
Hélt #MeToo ræðu um karlrembuna í kokkabransanum

Fréttir
Ráðuneytið segir kosningaloforð Eyþórs óheimilt

Fréttir
Fjármálaráð: Tekjustofnar veiktir samhliða fordæmalausri útgjaldaaukningu

Fréttir
Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð

Fréttir
Sjálfstæðismenn sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn gerð skýrslu um flutninga á vopnum

Fréttir
Sjálfstæðismenn kusu gegn borgarlínu: „Myllusteinn um háls skattgreiðenda“
Mest lesið í dag

Fréttir
Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð

Fréttir
Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir
Launahækkanir forstjóra „ógeðslegt misrétti“

Fréttir
Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Pistill
Þar var einu sinni svo gott að djamma og djúsa

Fréttir
Ráðuneytið segir kosningaloforð Eyþórs óheimilt
Mest lesið í vikunni

Pistill
Lærði að lifa af

Afhjúpun
Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Fréttir
Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir
Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs

Úttekt
Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin

Athugasemdir