Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bauð Eyþóri Arnalds á fund þingmanna með borgarstjórn Reykjavíkur, þótt Eyþór væri ekki borgarfulltrúi og ekki þingmaður. Dagur B. Eggertsson vísaði honum af fundinum.

Eyþór Arnalds Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mætti á fund í boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, var vísað af fundi í Höfða í gær. Sá sem vísaði honum af fundinum var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.

Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var Eyþór mættur á fund sem ætlaður var borgarfulltrúum og þingmönnum kjördæmisins. Borgarstjórn Reykjavíkur hafði boðað til fundarins. Eyþór Arnalds er hvorki þingmaður né borgarfulltrúi, en sem oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík verður hann væntanlega borgarfulltrúi eftir kosningarnar í lok maí. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi sérstaklega boðið sér með á fundinn.

„Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund.“ Eyþór undrast að hann hafi ekki fengið að sitja fundinn. „Þetta er mjög óvenjulegt því alls staðar sem ég kem þá taka forstöðumenn stofnana taka þeir vel á móti mér.“ 

Dagur B. Eggertsson, sem er núverandi borgarstjóri, er oddviti Samfylkingarinnar í borginni. Borgarstjórnarkosningarnar verða haldnar 26. maí næstkomandi. Í samtali við Vísi.is sagði Dagur að Eyþór hafi mætt á fundinn fyrir „einhvers konar mistök“.

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, sem er ekki heldur borgarfulltrúi, hafi fengið boð frá þingmanni eða borgarfulltrúa um að sitja fundinn. „Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Dagur við Vísi.is.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða