Fréttir

Þingmaður sem rekur kúabú fer fyrir samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer fyrir hópnum sem fjallar meðal annars um starfsskilyrði og ríkisstyrki til kúabænda. Hann stundar sjálfur búrekstur samkvæmt hagsmunaskrá Alþingis.

Haraldur Benediktsson Fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: xd.is

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Harald Benediktsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, sem formenn samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. 

Við gerð búvörusamninga er meðal annars samið um starfsskilyrði kúabænda og ríkisstyrki vegna nautgriparæktar. Haraldur er bóndi á Vestri-Reyni og rekur þar kúabú ásamt eiginkonu sinni. Hann var formaður Bændasamtaka Íslands um árabil, en fram kemur í hagsmunaskrá hans á vef Alþingis að hann stundi búrekstur, sitji í stjórn Búhölds ehf. sem sér um leigu á landbúnaðarvélum og tækjum, stjórn Jóns Hreggviðssonar ehf. þar sem hann eigi helmingshlut og í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands, tilnefndur af Bændasamtökunum. 

Alls eiga átta fulltrúar sæti í samráðshópnum um endurskoðun búvörusamninga. Fram kemur í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins að hópnum hafi verið sett erindisbréf sem taki mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt og þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 

„Við skipan hópsins hef ég lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, m.a. með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins,“ er haft eftir Kristjáni Þór á stjórnarráðsvefnum. „Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að  öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða