Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Þingmaður sem rekur kúabú fer fyrir samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer fyrir hópnum sem fjallar meðal annars um starfsskilyrði og ríkisstyrki til kúabænda. Hann stundar sjálfur búrekstur samkvæmt hagsmunaskrá Alþingis.

Haraldur Benediktsson Fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: xd.is

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Harald Benediktsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, sem formenn samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. 

Við gerð búvörusamninga er meðal annars samið um starfsskilyrði kúabænda og ríkisstyrki vegna nautgriparæktar. Haraldur er bóndi á Vestri-Reyni og rekur þar kúabú ásamt eiginkonu sinni. Hann var formaður Bændasamtaka Íslands um árabil, en fram kemur í hagsmunaskrá hans á vef Alþingis að hann stundi búrekstur, sitji í stjórn Búhölds ehf. sem sér um leigu á landbúnaðarvélum og tækjum, stjórn Jóns Hreggviðssonar ehf. þar sem hann eigi helmingshlut og í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands, tilnefndur af Bændasamtökunum. 

Alls eiga átta fulltrúar sæti í samráðshópnum um endurskoðun búvörusamninga. Fram kemur í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins að hópnum hafi verið sett erindisbréf sem taki mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt og þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 

„Við skipan hópsins hef ég lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, m.a. með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins,“ er haft eftir Kristjáni Þór á stjórnarráðsvefnum. „Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að  öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup