Mest lesið

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
3

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
5

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
7

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra
8

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

·
Stundin #98
Ágúst 2019
#98 - Ágúst 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 23. ágúst.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Aðferðir til að lama fjölmiðla

Hundrað og sextán dagar lögbanns.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Hundrað og sextán dagar lögbanns.

Aðferðir til að lama fjölmiðla
Fyrir dómi Ritstjórar og blaðamenn Stundarinnar og Reykjavíkur Media voru kallaðir fyrir dóm þar sem þess var krafist að þeir svöruðu spurningum um heimildir. Kröfunni var hafnað. Áður hefur dómstjóri og dómari við héraðsdóm óskað eftir því að blaðamaður Stundarinnar veiti upplýsingar um heimildarmann sinn við vinnslu fréttar.   Mynd: Heiða Helgadóttir

 Eitt af grundvallaratriðum lýðræðis er að almenningur telji sig geta komið mikilsverðum upplýsingum á framfæri til fjölmiðla í skjóli nafnleyndar, til faglegrar og ritstjórnarlegrar úrvinnslu, í trausti þess að heimildarmenn njóti verndar.

Í þessu ljósi verður að skoða aðgerðir sýslumanns, þegar fulltrúi hans mætti fyrirvaralaust inn á ritstjórnarskrifstofur Stundarinnar, þar sem ritstjóra var gert ljóst að sýslumaður hefði í hyggju að fallast á kröfur þrotabús Glitnis um lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti þáverandi forsætisráðherra við bankann. Búið var að senda út fréttatilkynningu þess efnis, og slíkur asi var á málsmeðferðinni að ritstjóri Stundarinnar fékk varla korter til að kynna sér beiðnina og aðeins nokkrar mínútur til þess að skrifa andmæli, áður en honum var sagt að ekki væri hægt að bíða lengur, hann yrði að ljúka við andmælin svo hægt væri að leggja lögbannið á. Með mikilli andstöðu tókst að stöðva fyrirætlanir um að Stundinni yrði gert að afhenda gögn í málinu og fjarlægja fréttir um málið af heimasíðu sinni.

Frá því að sýslumaður beitti valdi sínu til að leggja ólögmætt lögbann á Stundina og Reykjavík Media liðu meira en hundrað langir og dimmir dagar þar til að sýknudómur féll loks í héraði. Jafnvel nú, eftir að dómur er fallinn, er lögbannið enn í gildi.

Lögbannið undirstrikar hversu auðvelt er að þagga niður í fjölmiðlum, en lögbann er aðeins ein leið af mörgum sem notaðar eru til þess. Hér á landi hafa fjölmiðlar verið teknir yfir af hagsmunaaðilum, úthýst af sölustöðum vegna gagnrýninna umfjallana og þeir stöðugt dregnir fyrir dómstóla, oft á vægast sagt hæpnum forsendum, með tilheyrandi kostnaði á tíma, orku og fjármunum.

Blaðamenn dregnir fyrir dóm

Hver sem er getur hvenær sem er dregið fjölmiðil fyrir dómstóla fyrir nánast hvað sem er. Á þeim þremur árum sem Stundin hefur verið starfandi hefur blaðamönnum miðilsins ítrekað verið stefnt fyrir dóm og þess krafist að þeir greiði háar fjárhæðir vegna frétta sem þeir skrifuðu.

Kona sem hefur verið þekkt fyrir að jaðarsetja múslima vildi tvær og hálfa milljón í bætur vegna þess að hún var nefnd í grein sem fjallaði um tengsl manna, sem voru handteknir í tengslum við manndráp, við íslenska þjóðernissinna. Konan fór fram á bætur vegna þess að hún var kölluð þjóðernissinni en gerði ekki athugasemd við það þegar hún fór síðan í viðtal við annan fjölmiðil og var þar kölluð þjóðernissinni. Máli hennar var vísað frá.

Skólastjóri vildi refsa blaðamanni fyrir að segja frá því að stór hluti kennarahópsins sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem stjórnunarhættir hans voru gagnrýndir.

Ritstjóri vildi refsa blaðamanni fyrir að segja frá því að hann hætti vegna þess að þrír lærlingar kvörtuðu undan kynferðislegri áreitni. Hann tapaði málinu í héraði en virðist ætla að áfrýja því til Landsréttar.

Maður sem lögreglan leitaði að í lengri tíma vegna mannshvarfs stefndi blaðamanni fyrir umfjöllun um hvarfið. RÚV samdi um málið, og þar dugði manninum að fá peninga, án þess að efni fréttarinnar væri borið til baka með nokkrum hætti.

Dæmin um að ráðist sé að blaðamönnum með þessum hætti eru fleiri, miklu fleiri en hægt er að telja upp hér. Hlutfall meiðyrðamála sem fara fyrir dómstóla er mun hærra hér en í nágrannalöndum okkar samkvæmt upplýsingum frá fjölmiðlanefnd. Eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst ítrekað að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á tjáningarfrelsi blaðamanna vinnast flest þessara mála fyrir dómstólum. Þrátt fyrir það sitja fjölmiðlar oft uppi með málskostnað sem er í raun mun hærri en þeim er dæmdur, ef þeim er yfir höfuð dæmdur málskostnaður, sem er alls ekki alltaf, auk þess sem tími og orka ritstjórnarinnar hefur farið í að halda uppi vörnum í stað þess að skrifa fréttir og veita almenningi upplýsingar sem hann á rétt á.

Farið fram á fangelsisdóm 

Hér höfum við líka staðið frammi fyrir því að blaðamanni var stefnt fyrir hatursáróður vegna leiðara þar sem fjallað var um viðskiptahætti auðmanna. Mennirnir sem þar voru til umfjöllunar gerðu enga efnislega athugasemd við umfjöllunina en sögðu hana „bera ríkan keim af hatursáróðri“ og „kynda undir andúð í garð þeirra“.

Lögmaðurinn sem sótti málið fyrir þeirra hönd tók síðan virkan þátt í yfirtöku á fjölmiðlinum, ásamt öðrum skjólstæðingi sínum, sem hafði einnig verið til umfjöllunar í miðlinum, farið í mál og kom í kjölfarið að yfirtökunni með það yfirlýsta markmið að koma ritstjóranum frá.

DV hafði verið leiðandi í umfjöllun um lekamálið og ýmsa viðskiptagjörninga þegar hlutir gengu kaupum og sölum á servíettum á aðalfundi þar sem tekist var á um yfirráð yfir miðlinum.

Í lekamálinu beitti ráðherra sér gegn blaðamönnum og fór fram á að þeir yrðu reknir, á sama tíma og hann hafði afskipti af lögreglurannsókn og fór síðan fram á að lögreglustjóri hafnaði frétt miðilsins af því. Aðstoðarmaður ráðherra fór fram á fangelsisdóm yfir blaðamönnum vegna mistaka sem voru leiðrétt samdægurs og beðist var afsökunar á, með þeim afleiðingum að alþjóðleg samtök blaðamanna hvöttu íslensk stjórnvöld til að breyta meiðyrðalöggjöfinni hér á landi þannig að hún væri líkari því sem þekkist annars staðar, þar sem blaðamenn njóti verndar verði þeim á að gera heiðarleg mistök en eiga ekki á hættu að fara í fangelsi vegna þess.

Árekstur hagsmuna

Að yfirtökunni afstaðinni var ráðinn viðskiptaritstjóri yfir eina viðskiptablaðamanninn, sem sá sig knúinn til að láta af störfum. Í ritstjórastólinn settist maður sem hafði starfað sem almannatengill fyrir auðmenn, tengdist stjórnmálaöflum, og sætti sjálfur rannsókn þegar hann skrifaði bók gegn sérstökum saksóknara þar sem hann talaði um að rannsóknir á efnahagsglæpum eftir hrun væru að hluta „ofsóknir“.  Á sínum fyrsta ritstjórnarfundi tilkynnti nýr ritstjóri blaðamönnum að blaðamennska á borð við rannsóknarvinnuna sem lá að baki lekamálinu yrði ekki liðin á hans vakt. 

Áður hafði hann verið fenginn til þess að vinna úttekt um miðilinn, þar sem niðurstaðan varð að skipta yrði um ritstjórnarstefnu, og var svo illa unnin að hún var harðlega gagnrýnd af þáverandi blaðamönnum og ritstjóra miðilsins, Blaðamannafélagi Íslands og Immi, alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, sem beinlínis varaði við skýrslunni.

Nú er hann hættur og sömuleiðis útgefandinn sem tók við rekstri DV eftir yfirtökuna – sá fjölmiðlamaður sem hefur verið staðinn að hvað alvarlegustum hagsmunaárekstri á vettvangi fjölmiðla, þegar hann var með kúlulán í banka sem var til umfjöllunar þar sem hann starfaði sem viðskiptaritstjóri. Í rannsóknarskýrslunni kom fram að enginn fjölmiðlamaður hefði skuldað eins mikið í bankakerfinu og hann, en þegar fjárfestingarfélag hans var tekið til gjaldþrotaskipta fengust tvær milljónir upp í 733 milljóna kröfur. Fjármunina hafði hann meðal annars notað til hlutabréfakaupa, til dæmis í fyrirtæki sem kom seinna að stofnun fjölmiðilsins Pressunnar, sem hann stýrði um tíma. 

Skuldir DV fjórfölduðust á árinu sem félagið var tekið yfir, lífeyrisgjöldum starfsmanna var haldið eftir á meðan stjórnendur voru á meðal þeirra launahæstu í bransanum, keyrðu um á jeppa í boði fyrirtækisins og keyptu hús með auglýsingasamningi, á sama tíma og skorið var niður í útgáfu, blaðamönnum sagt upp og allt stefndi í gjaldþrot, þar til félagið endaði í fjórða sinn í höndum sama lögmannsins og rak mál gegn ritstjórninni á meðan hún var leiðandi í uppgjörinu við hrunið, og er nú skráður eigandi félagsins, með óþekktri fjármögnun.  

Ráðning ritstjóra 

Hagsmunaaðilar munu alltaf beita valdi sínu gegn ritstjórnum sem eru þeim ekki þóknanlegar. 

Ritstjórar eru ráðnir í takt við áherslur eigenda og hagsmunaaðila. Eins og þegar Davíð Oddsson var ráðinn á Morgunblaðið, þrátt fyrir fjölda uppsagna á meðal starfsfólks og áskrifenda, þar sem hann situr núna og kallar Stundina „sorprit“ fyrir gagnrýna umfjöllun um formann Sjálfstæðisflokkinn og þáverandi forsætisráðherra. Það var líka í Morgunblaðinu sem annar ritstjóra Stundarinnar var teiknaður upp sem mannæta og villimaður vegna umfjöllunarinnar.

Á 365 var ráðinn aðalritstjóri sem hafði gagnrýnt sérstakan saksóknara. Seinna var vikulegur pistill vinsæls höfundar látinn víkja fyrir gagnrýni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á sérstakan saksóknara og dómstóla.

Á DV var Eggert Skúlason ráðinn ritstjóri þrátt fyrir augljósa andstöðu á meðal blaðamanna miðilsins og á meðan hann blikkaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson í beinni útsendingu blöstu tengslin við.

Stundum hafa áhrifamenn verið í beinu sambandi við eigendur eða stjórnendur fjölmiðla til að kvarta undan fréttaflutningi um sjálfa sig – eins og þegar Bjarni Benediktsson hafði samband við eiganda Birtings vegna umfjöllunar DV um viðskiptahætti hans, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallaði útvarpsstjóra, ritstjóra og fréttastjóra 365 á teppið til að kvarta undan neikvæðum umfjöllunum um sjálfan sig. Seinna hótaði hann fjölmiðlum málsóknum vegna umfjöllunar um aflandsfélagið sem hann átti á laun á sama tíma og hann fór með málefni föllnu bankanna sem forsætisráðherra þjóðarinnar.

Úthýst úr verslunum 

Þá er þekkt að auglýsendur beita valdi sínu með því að kaupa ekki auglýsingar í miðlum sem eru gagnrýnir í umfjöllunum. Alveg eins og ríkið hefur ítrekað hafnað því að kaupa auglýsingar í Stundinni, þegar auglýst er í öðrum miðlum. Ráðuneyti hafa sömuleiðis hafnað því að kaupa áskriftir og ráðherrar neitað að svara fyrirspurnum miðilsins.

Fyrirtæki, í opinberri eigu, setti það síðast í gær sem skilyrði fyrir kaupum á auglýsingu í blaðinu, að blaðamaður hringdi í framkvæmdastjórann og blaðið birti umfjöllun um það, eins og fríblaðið gerði. 

Fyrir nokkrum árum var tímaritinu Ísafold úthýst af sölustöðum Kaupáss, sem hélt úti um þriðjungi matvöruverslana á Íslandi, vegna umfjöllunar sem eigandanum mislíkaði, þótt það væri eitt best selda tímarit Birtings í þessum verslunum. Með því var fótunum kippt undan rekstri tímaritsins, sem var vegna þess lagt niður nokkrum mánuðum síðar.

Löggjöfin er enn óbreytt, en nú liggur fyrir frumvarp á vegum Pírata sem er ætlað að koma í veg fyrir að sýslumaður geti gengið fram með þessum hætti og þaggað niður í fjölmiðlum með ólögmætri valdbeitingu. Meiðyrðadómur getur enn kostað blaðamann umtalsverða fjármuni og fangelsisvist. Auk þess sem rekstrarumhverfi fjölmiðla er verra hér en þekkist víðast hvar annars staðar, þar sem fjölmiðlafyrirtæki fá bæði styrki og skattaívilnanir, ólíkt því sem þekkist hér, þar sem virðisaukaskattur var þvert á móti hækkaður á dagblöð og bækur.

Ólögmætt lögbann gildir enn

Eini munurinn er sá að nú er búið að úrskurða lögbannið ólöglegt og kveða á um að með aðgerðum sínum hafi sýslumaðurinn í Reykjavík ekki aðeins komið í veg fyrir að almenningur fengi frekari upplýsingar um viðskiptahætti stjórnmálamanna heldur hafi hann með því „raskað grundvallargildum tjáningarfrelsisins um frjáls skoðanaskipti og rétti einstaklinga til að taka við upplýsingum og mynda sér skoðun á samfélagslegum málefnum“.

Aðeins tólf dagar voru til kosninga þegar sýslumaður samþykkti að upplýsingum, sem áttu erindi til almennings, væri haldið frá honum með þessum ólögmætu takmörkunum á tjáningarfrelsinu. Í dómsorði er þetta tekið sérstaklega fyrir, enda „rétturinn til frjálsra kosninga og frelsið til að tjá sig um stjórnmál ein af undirstöðum lýðræðislegs stjórnarfars“.

Hvernig er hægt að upplifa það öðruvísi en sem valdníðslu þegar fulltrúi framkvæmdarvaldsins brýtur á tjáningarfrelsinu, rétti fólks til þess að fá upplýsingar og réttinum til frjálsra kosninga, með þessum hætti? Og viðhefur um leið vinnubrögð sem eru harðlega gagnrýnd fyrir dómi vegna ágalla, fráviks frá meginreglu og skorts á rökstuðningi.

Lögbannið var leið til þess að þagga niður í fjölmiðli, en afleiðingar þess hafa áhrif á okkur öll. Á endanum er lögbannið hluti af manngerðu umhverfi sem veikir fjölmiðla, gerir þá háða hagsmunaaðilum og vinnur gegn upplýsingarétti almennings.

Tengdar greinar

Leiðari

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson
·

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Óvinir fólksins

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Óvinir fólksins

·

Við getum því valið að láta sem ekkert sé, látið sem það snerti okkur ekki, hafi ekki áhrif á líf okkar og samfélag, en við vitum samt að það er blekking. Atlaga að frelsi fjölmiðla er atlaga að okkur öllum.

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson
·

Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við ætluðum okkur það kannski ekki en framtíðarsýnin sem við skildum eftir okkur fyrir næstu kynslóðir er ansi myrk. Við höfum enn tækifæri til að breyta henni, en íslenskir stjórnmálamenn hafa líka séð tækifærin til að hagnast á ógninni. Nú stöndum við frammi fyrir ákvörðun, á tíma þegar það þykir „gróðavænlegt að láta jörðina fara til helvítis“.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
3

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
5

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
7

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra
8

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
4

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
5

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
6

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
3

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“
4

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
5

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
6

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
3

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna
4

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

·
Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara
5

Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
6

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
3

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·
Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna
4

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

·
Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara
5

Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
6

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·

Nýtt á Stundinni

Ekki með 14 milljónir á mánuði

Ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

·