Mest lesið

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
2

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
3

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
5

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
6

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
7

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·

Bjarni segir það vera Alþingis, frekar en sitt, að ákveða hvort Sigríði sé sætt á ráðherrastóli

„Tapi menn trausti getur það leitt til breytinga á skipan ráðherralista Sjálfstæðisflokksins.“

johannpall@stundin.is

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, lagði áherslu á það í umræðum um pólitíska ábyrgð og stöðu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun að Sigríður gegndi ráðherraembætti í umboði Alþingis. Það væri Alþingis, frekar en formanns Sjálfstæðisflokksins, að ákveða hvort Sigríði væri sætt á ráðherrastóli.

„Háttvirtur þingmaður þarf því ekki að horfa til formanns Sjálfstæðisflokksins með það hvort einstaka ráðherrar í ríkisstjórninni starfi áfram í hans skjóli, það er vilji meirihluta þingsins sem hefur úrslitaáhrif á hvort ráðherrar sitja í ríkisstjórn eða ekki. Þetta er þingbundin stjórn. Það er lagaumhverfið sem ég og við öll störfum við,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Helgi spurði hvort Bjarni, sem formaður Sjálfstæðisflokksins, liti svo á að seta Sigríðar Andersen sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn væri á hans ábyrgð. Þá benti Helgi á að ekki virtist vera pólitískur vilji fyrir því að virkja ákvæði um Landsdóm og hina lagalegu ráðherraábyrgð. „Það liggur fyrir að ákveðið tómarúm er í pólitískri ábyrgð á Íslandi. Maður hefði þá haldið að hæstvirtur forsætisráðherra bæri ábyrgð á setu annarra ráðherra en ef maður spyr hana bendir hún á formann Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn — ég er augljóslega að tala um hæstvirtan dómsmálaráðherra — nefnilega hæstvirtan fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktsson. Einn bendir á annan og öll þessi ábyrgðarkeðja virðist vera heldur óskýr,“ sagði Helgi og bætti við: „Mig langar þá að spyrja hæstvirtan fjármála- og efnahagsráðherra hvort hann sem formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn sé ábyrgur fyrir setu annarra ráðherra síns flokks í ríkisstjórn. Ef svo er ekki, hver er þá ábyrgur fyrir því?“

Landsdómsfyrirkomulagið enn í gildi

Bjarni Benediktsson benti á að lög um Landsdóm væru sannarlega enn í gildi. „Hafi menn þá sannfæringu að rétt sé að kalla saman landsdóm skulu menn tala fyrir því. Þetta er fínn vettvangur til þess. En það er alveg undarlegt að sjá sérfræðinga og aðra segja að lögunum hafi verið kippt úr sambandi út af orðum sem hafa fallið hér,“ sagði hann og vísaði þá væntanlega til nýlegrar umfjöllunar Fréttablaðsins um tómarúm í pólitískri ábyrgð á Íslandi. „Sumir hafa verið þeirrar skoðunar að þetta sé úrelt fyrirbæri og ég er þeirrar skoðunar. Það færi vel á því að lögin væru tekin til heildstæðrar endurskoðunar og fyrirbærið landsdómur fellt niður og við færðum þau mál í annan og almennari farveg, sem sagt það hvernig ráðherrar eru dregnir til ábyrgðar. En í millitíðinni gilda lögin að sjálfsögðu.“

Þá vék Bjarni að því í hvers skjóli ráðherrar sætu í ríkisstjórn. „Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins legg ég fram tillögu í þingflokknum sem fær blessun og ég fer með hana til samstarfsflokkanna. Ég held að þannig hafi það gengið fyrir sig hjá flestum flokkum fram til þessa. Ég styð alla ráðherra í ríkisstjórninni, þá sem sitja fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og alla hina.“

Helgi Hrafn spurði hvort það breytti þá engu ef dómsmálaráðherra græfi undan nýju dómsstigi á Íslandi með lögbroti við skipun dómara. „Nú er svo komið að þessi ágæti þingflokkur hefur ákveðið þetta. Og hvað? Er þá aldrei snúið við? Hver ber ábyrgð á því að hæstvirtur dómsmálaráðherra víki þegar hún stendur sig ekki í starfinu ef ekki formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn?“ 

„Tapi menn trausti getur það meðal
annars leitt til breytinga á skipan
ráðherralista Sjálfstæðisflokksins“

Í svörum sínum lagði Bjarni áherslu á ábyrgð þingsins og sagði Helga Hrafn ekki þurfa að horfa sérstaklega til sín. „Þetta er þingbundin stjórn. Það er lagaumhverfið sem ég og við öll störfum við. Ég var einfaldlega að reyna að útskýra fyrir háttvirtum þingmanni hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á hinum pólitíska vettvangi í mínum stjórnmálaflokki. Þar geta vissulega orðið breytingar af ýmsum ástæðum. Tapi menn trausti getur það meðal annars leitt til breytinga á skipan ráðherralista Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum og eru dæmi um það í sögunni í hinu íslenska stjórnmálalífi.“ Athygli vakti að Bjarni kom Sigríði Andersen ekki sérstaklega til varnar en tók sérstaklega fram að vel gætu orðið breytingar á skipun ráðherralista Sjálfstæðisflokksins ef ráðherrar glötuðu trausti.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
2

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
3

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
5

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
6

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
7

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
2

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
3

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
5

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
6

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
2

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
3

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
5

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
6

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·

Mest lesið í vikunni

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
1

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
2

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
3

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
4

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
6

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·

Mest lesið í vikunni

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
1

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
2

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
3

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
4

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
6

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·

Nýtt á Stundinni

Vinstra megin við Garðabæ

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·
Breytileiki tekna á Íslandi

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Breytileiki tekna á Íslandi

·
Systraást og samstaða

Systraást og samstaða

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

Illugi Jökulsson

Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·