Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Stefnumörkun BÍ í landbúnaðarmálum

Jón Viðar Jónmundsson kallar á eftir skýrri stefnumörkun í landbúnaðarmálum og segir að bændur þurfi að kjósa sér nýja forystu.

Það er sammerkt flestum stéttar- og fagfélögum að hafa skýra stefnumótum til að vita hvert skuli stefna. Í landbúnaði hér á landi verður þetta flóknara en víðast fyrst og fremst sökum þess að mörg stefnumið stangast meira og minna á. Við slíkar aðstæður verður enn brýnna en ella að stefnumörkunin sé skýr. Meðal annars vegna þess að við slíkar aðstæður er hættara við að skaði verði fyrir viðkomandi atvinnugrein sé stefnan ekki skýr. Þar sem markmiðin falla mest að sömu áhrifum geta hlutirnir frekar slampast í rétta átt.

Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa hins vegar á síðustu árum nánast sofnað á verðinum í þessum efnum. Það hefur þegar bitnað á stéttinni eins og ég hef verið að benda á víða í skrifum. Best var þetta opinberað við gerð síðustu búvörusamninga.

Allt umhverfi íslensks landbúnaðar og viðhorf almennings til atvinnugreinarinnar hafa tekið stakkaskiptum á síðustu áratugum. Þær breytingar reyna enn meira á að vinna skýra stefnumörkun. 

Gagnvart almenningi er líklega alvarlegast hve þéttbýlissvæðið á suðvesturhorninu hefur á margan hátt fjarlægst dreifbýlið. Enginn verður ásakaður um neitt illt í þessum efnum. Einn þáttur sem BÍ gerðir fyrir tveim áratugum var að hefja útgáfu Bændablaðsins. Því var meðal annars ætlað að brúa þetta bil að einhverju marki. Það held ég hafi tekist ótrúlega vel hjá fyrstu ritstjórum. Því miður er það liðin tíð. Fróðlegt væri að einhver tæki sér fyrir hendur að kanna hvaða mynd af íslenskum landbúnaði þetta blað skapar í dag. Hvaða mynd skapar netrugl ritstjórans af eyðimerkurhernaði í Arabíu eða þangáti í Ástralíu kryddað með sögum af vini hans Trump ásamt mótsagnafullum leiðurum formanns BÍ. Sannarlega forvitnilegt að skoða frekar.

„Sú reynsla sem fengin er af núverandi formanni, sem hefur orðið bændum hverjum og einum of dýrkeypt, sýnir að hann er að öllu leyti ófær um að vinna með þessi mál.“

Fyrir stéttina, íslenska bændur, á stefnufestan að birtast hvað sterkast við gerð búvörusamninga. Það verður um leið að segjast að andvaraleysi bænda almennt um þessi mál er ekki til fyrirmyndar og þar á þarf að verða breyting. Að öðrum kosti er ekki árangurs að vænta.

Við hátíðleg tækifæri segjast forystumennirnir stundum sækja ýmsar fyrirmyndir til Noregs. Það er nú sitthvað. Þar í landi er skýr stefnumörkun bæði stjórnvalda og bænda í málum landbúnaðarins. Stjórnvöld láta vinna víðtæka stefnumörkum á áratuga fresti. Samtök bænda leggja mikla og samfellda vinnu í sína stefnumörkum. Þar í landi er kjaraviðmiðun stór hluti samninga. Hér á landi segist formaður BÍ hafa lagt af kjarabaráttu. Það er alveg rétt og ætti hann að birta hagtöluyfirlit um árangur sinn á því sviði. Í Noregi mæta fulltrúar bænda með viðamiklar tillögur til samninganna og síðan samningaviðræður á móti stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum. Þetta er rækilega kynnt í málgögnum bænda þar í landi og rætt af fjölda bænda hverju sinni. Formaður BÍ ætti að benda á hvar tilsvarandi vinnu hans stjórnar er að finna eða yfirleitt umræður um þessi málefni. Allir vita að til síðustu samninga mætti hann án allra slíkra vinnuplagga eða heilstæðra tillagna með skýrum áherslum. Bændablaðið hefur einnig sýnt þrautseigju í að forða bændum frá allri slíkri umræðu.

Það eru þannig vinnubrögð í mikilvægustu málum sem bændur hafa ekki lengur nein efni á. Þar verður að gera breytingu. Hún verður að byrja með að bændur setji núverandi formann í ævarandi frí og kjósi sér nýja forystu sem byrjar að vinna í málefnum greinarinnar. Það þarf að gerast á næsta Búnaðarþingi.

Sú reynsla sem fengin er af núverandi formanni, sem hefur orðið bændum hverjum og einum of dýrkeypt, sýnir að hann er að öllu leyti ófær um að vinna með þessi mál. Hefur hann ef til vill aldrei nennt að vinna að nokkru máli?  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup