Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Treystir því að skattar lækki á næstunni

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segist hafa stutt hækkun fjármagnstekjuskatts í trausti þess að nú verði ráðist í skattalækkanir.

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær að hann hefði greitt atkvæði með skattahækkunum fyrir áramót, svo sem hækkun fjármagnstekjuskatts, í trausti þess að framundan væri tímabil þar sem skattar yrðu lækkaðir og tekjuskattskerfinu jafnvel umbylt.

„Ég tók þátt í því bæði sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar og sem stjórnarþingmaður að greiða atkvæði um skattkerfisbreytingar fyrir síðustu áramót. Það var mér erfitt,“ sagði hann. „Það var erfitt að hækka t.d. fjármagnstekjuskatt þó að ég gæti haft rök fyrir því, en það gerði ég og greiddi því atkvæði og studdi í því trausti að við værum að fara inn í tímabil þar sem við myndum ná fram lækkun á neðra þrepi tekjuskattsins, hugsanlega umbylta tekjuskattskerfinu, ég tala nú ekki um að lækka hressilega tryggingagjaldið. Það eru loforð sem voru gefin og það eru loforð sem ég tek hátíðlega og voru forsenda þess að ég tók þátt í að greiða atkvæði með hækkun skatta fyrir áramót.“

Fjármagnstekjuskattur var hækkaður um tvö prósentustig nú um áramótin og er gert er ráð fyrir að hækkunin skili ríkissjóði rúmlega 2,5 milljarða tekjum. Ef miðað er við hlutdeild tekjuhæstu 10 prósenta framteljenda í fjármagnstekjuskattstofninum undanfarin ár má ætla að hópurinn þurfi að standa undir að minnsta kosti 1,5 milljörðum af hækkuninni. 

Í stjórnarsáttmála boðar ríkisstjórnin að neðra þrep tekjuskatts verði lækkað og að slík lækkun verði eitt af útspilum hins opinbera í kjarasamningum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Sjálfstæðisflokkurinn að lækka neðra þrep tekjuskattskerfisins úr 36,94 prósentum í 35 prósent. Þeir stjórnarþingmenn sem Stundin hefur rætt við gera ráð fyrir að farin verði millileið og tekjuskatturinn lækkaður um eitt prósentustig, niður í 35,94 prósent, en slíkt mun kosta ríkissjóð um 14 milljarða á ári samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þarna er um að ræða skattalækkun sem skilar fólki sem er með meira en 835 þúsund króna heildarlaun á mánuði þrisvar sinnum meiri skattalækkun en fólki á lágmarkslaunum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup