Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Nei, nei og aftur nei!
7

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

The Guardian: 175 þúsund manns lásu fréttina um Bjarna Benediktsson og Sjóð 9

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur synjað lögbannskröfu Glitnis HoldCo gagnvart Stundinni og Reykjavik Media. Í yfirlýsingu frá The Guardian rekur blaðamaðurinn Jon Henley ástæður þess að ákveðið var að birta fréttina um sölu Bjarna Benediktssonar á eignum sínum í Sjóði 9 í aðdraganda bankahrunsins 2008 og undirstrikar fréttagildi málsins.

The Guardian: 175 þúsund manns lásu fréttina um Bjarna Benediktsson og Sjóð 9
Mikill alþjóðlegur áhugi Blaðamaður The Guardian, Jon Henley, rekur í yfirlýsingu að The Guardian hafi metið fréttina um sölu Bjarna Benediktssonar á hlutdeildarskírteinum sínum í Sjóði 9 sem   Mynd: Pressphotos
ingi@stundin.is

Fréttin um  viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi þingmanns og núverandi fjármálaráðherra, með hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 fékk 175 þúsund lesendur á heimasíðu The Guardian í október síðastliðnum og var ein mesta lesnin fréttin hjá þessu heimsblaði þann daginn - var í 14. sæti.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá blaðamanni The Guardian, Jon Henley, sem hann sendi Stundinni í tengslum við málaferli GlitnisHoldco, móðurfélags þrotabús Glitnis banka, gegn Stundinni og Reykjavík Media þar sem bankinn fór fram á að lögbann sem félagið fékk Sýslumanninn í Reykjavík til að setja á Stundina og Reykjavík Media yrði áfram í gildi. 

Liður í umfjöllun um hrunið og útlánastefnu íslenska banka

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í lögbannsmálinu um hádegisbilið í dag og synjaði öllum kröfum Glitnis HoldCo. Stundin má hins vegar ekki segja frekari fréttir úr gögnunum frá Glitni sem lögbannið nær yfir fyrr en eftir þrjár vikur og þá aðeins ef Glitnir Holdco tekur þá ákvörðun að áfrýja ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.

Í dóminum segir meðal annars að ekki sé réttmætt að skerða rétt fjölmiðla eins og Stundarinnar til að fjalla um útlánastefnu íslenskra fjölmiðla og áhættusækni íslenskra fjárfesta jafnvel þó að umfjöllunin byggi á gögnum sem háð eru trúnaði: „Ljóst er að umfjöllun um viðskiptaleg umsvif þáverandi forsætisráðherra og annarra, þar sem meðal annars var vikið að áhættusömum fjárfestingum sem ekki skiluðu tilætluðum árangri eru þáttur í umfjöllun fjölmiðla um afleiðingar útlánastefnu íslenskra viðskiptabanka og áhættusækni íslenskra fjárfesta, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór. Eins og vikið er að í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar getur skerðing á frelsi fjölmiðla til að fjalla um slík málefni ekki talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Gildir þá einu þótt umfjöllunin byggi á gögnum sem undirorpin eru trúnaði og að birtar hafi verið upplýsingar sem gangi nærri friðhelgi einkalífs tilgreindra einstaklinga. “

GlitnirHoldco fór ekki fram á lögbann yfir Guardian

Yfirlýsing Jons Henley um fréttaflutninginn er birt hér í heild sinni en Stundin tók þá ákvörðun að birta hana ekki fyrr en eftir að dómur félli í lögbannsmálinu þar sem túlka hefði mátt slíka birtingu sem tilraun Stundarinnar til að hafa áhrif á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. 

Eitt af því sem vakti athygli í málinu var að GlitnirHoldco fór ekki fram á að lögbann yrði sett á The Guardian, jafnvel þótt breska blaðið hefði unnið að fréttaflutningnum með Stundinni og Reykjavík Media. Jon Henley rekur meðal annars í yfirlýsingunni hvernig fréttirnar um Bjarna Benediktsson og Sjóð 9 voru unnar og hvaða mat á heimildum fór fram hjá The Guardian áður en fréttin var unnin og birt. 

14 mest lesna fréttinJon Henley, blaðamaður The Guardian, segir að fréttin um Bjarna Benediktsson og Sjóð 9 hafi verið fjórtánda mest lesna fréttin á heimasíðu blaðsins daginn sem hún birtist.

Yfirlýsing Jon Henleys, blaðamanns The Guardian

„Sumarið 2017 fékk The Guardian aðgang að miklu magni rafrænna gagna, skjala og tölvupósta frá Glitni banka sem voru frá árinu 2008 og eldri. 

Það sem gögnin sýndu

Gögnin höfðu meðal annars að geyma fjölmörg skjöl sem tengdust Bjarna Benediktssyni, sem á þessum tíma var forsætisráðherra Íslands. 

Í gögnunum var meðal annars að finna heimildir um náin tengsl hr. Benediktssonar við bankann og upplýsingar um nokkur af viðskiptum hans í Glitni í aðdraganda þess að íslenska ríkið tók yfir fjármálakerfið á Íslandi í byrjun október árið 2008. 

Einna áhugaverðast í gögnunum var að þau sýndu fram á að hr. Benediktsson, sem var þingmaður á Íslandi árið 2008, seldi nánast allar eftirstandandi eignir sínar í fjárfestingarsjóði hjá Glitni dagana áður en neyðarlög voru sett en með þeim tók íslenska ríkið yfir rekstur íslenskra fjármálastofnana. 

Hr. Benediktsson, sem tilheyrir einni af ríkustu fjölskyldum Íslands, hafði áður sagt að hann hefði átt „einhverjar eignir á einhverjum tímapunkti“ í sjóðnum en að þetta hefði ekki verið „neitt sem skipti máli“. Gögnin sýndu fram á að hann átti 165 milljónir íslenskra króna (meira en 1 milljón pund) í fjárfestingarsjóðnum í mars árið 2008. 

Gögnin sýndu líka fram á að hann hafði átt í samskiptum við yfirmenn í Glitni þá daga sem um ræðir. 

Erindið við almenning

Engar vísbendingar voru um að hr. Benediktsson hefði brotið einhver lög þegar hann seldi þessar eignir en gögnin kölluðu fram spurningar um mögulega hagsmunaárekstra hjá honum þar sem hann var bæði þingmaður og einnig mikilsvirtur viðskiptavinur Glitnis.  

Í ljósi eftirfarandi forsendna: 

  • Áhugi umheimsins á fjármálahruninu á Íslandi og afleiðingum þess var mikill
  • Þeirrar staðreyndar að hr. Benediktsson var þingmaður á þessum tíma og nú forsætisráðherra
  • Þeirrar staðreyndar að nafn hans kom einnig fram í rannsókninni á Panama-skjölunum, þar sem The Guardian var leiðandi fjölmiðill í umfjölluninni
  • Þeirrar staðreyndar að fyrirrennari hr. Benediktssonar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði verið gert að segja af sér vegna opinberanna í þeirri rannsókn; 
  • Endurtekinna ásakana um spillingu og frændhygli á Íslandi, skort á gagnsæi og þeirrar staðreyndar að stjórnmálamenn og viðskiptamenn á Íslandi virðast vera ónæmir fyrir þessari stöðugu umræðu; 

þá var alveg ljóst að þetta var mögulega stór alþjóðleg frétt. 

Það var alveg klárlega áhugi hjá almenningi fyrir því að þessi frétt yrði birt. 

„Okkar mat var að birting fréttarinnar í lok október, upphaflega stóð til að birta hana þá, kynni að hafa of mikil áhrif á þingkosningarnar.“

Birting

Snemma í september setti ég mig í samband við Jóhannes Kristjánsson hjá Reykjavík Media, sem The Guardian hafði unnið með að Panama-skjölunum, til að fá álit hans og mat í ljósi greinargóðrar þekkingar hans á samhengi og bakgrunni sögunnar. Ásamt honum og Inga Frey Vilhjálmssyni á Stundinni rannsökuðum við gögnin og skjölin. 

Við komumst að samkomulagi um að við myndum birta okkar útgáfur af fréttinni - eina sem væri ætluð alþjóðlegum lesendahópi og aðra sem væri ætluðu íslenskum almenningi - á sama tíma, líkt og oft er gert í slíkum rannsóknum fjölmiðla. 

Sökum þess að Jóhannes og Ingi kröfðust þess ákváðum við að flýta birtingu fréttarinnar: Ríkisstjórn Hr. Benediktssonar féll þann 15. september og ákveðið var að kosningar skyldu eiga sér stað þann 28. október. Okkar mat var að birting fréttarinnar í lok október, upphaflega stóð til að birta hana þá, kynni að hafa of mikil áhrif á þingkosningarnar. 

Eftir að hafa leitað viðbragða og svara frá hr. Benediktssyni, líkt og ábyrgir blaðamenn gera, í löngu símasamtali mínu við hann þann 5. október birtum við fréttina þann 6. október. 

„Í samanburði við aðrar fréttir er þessi frétt sérstaklega sterk erlend frétt“

Alþjóðlegir lesendur

Fréttin var birt á áberandi stað á forsíðunni á vefsvæði The Guardian og var henni dreift á samfélagsmiðlum. 153 þúsund lesendur lásu fréttina fyrsta daginn sem hún birt, og 18 þúsund lesendur daginn eftir. Nú hefur hún fengið 175 þúsund lesendur. 

Í samanburði við aðrar fréttir er þessi frétt sérstaklega sterk erlend frétt; fáar erlendar fréttir fá meira en 100 þúsund lesendur á heimasíðu The Guardian. 

Fréttin var um tíma á topp 10 listanum og einnig á topp 5 listanum yfir mest lesnu fréttirnar á heimasíðu The Guardian þann daginn. Eftir að fréttir frá Bandaríkjunum og Ástrálíu voru birtar á heimasíðunni endaði fréttin sem 14 mest lesna frétt dagsins á heimasíðu The Guardian - sem er eiginlega ótrúlegt miðað við að fréttin voru nokkuð flókin og fjallaði um lítið land eins og Ísland. 

Ég tala fyrir hönd Guardian News and Media og fullyrði að þetta var án nokkurs vafa frétt sem hafði verulegt, alþjóðlegt fréttagildi. “

Jon Henley 

Fyrirvari: Stundin er aðili að málinu sem hér um ræðir þar sem lögbann GlitnisHoldco snýst um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar annars vega og Reykjavík Media hins vegar. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Nei, nei og aftur nei!
7

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
6

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
6

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

·

Nýtt á Stundinni

Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·