Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Illugi Jökulsson

Skýrt út fyrir Páli af hverju ég vil að Sigríður segi af sér

Illugi Jökulsson svarar hér spurningum Páls Magnússonar um mál Sigríðar Andersen

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson svarar hér spurningum Páls Magnússonar um mál Sigríðar Andersen

Skýrt út fyrir Páli af hverju ég vil að Sigríður segi af sér

Ég skrifaði þennan pistil hér í nýjasta tölublað Stundarinnar. Hann hefur líka birst á netinu.

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins  svaraði pistlinum á Facebook við heilmikinn fögnuð sinna manna og sagði þar á þessa leið:

Jæja, gamli og góði samstarfsmaður Illugi Jökulsson. Mér þótti vænt um að þú sagðir í grein í Stundinni að ég væri í eðli mínu bæði ''hreinskiptinn og réttsýnn''. Auðvitað þótti mér svo verra að þú teldir að vegna ''ráðherradrauma'' væri ég tilbúinn að súpa ''eitur valdaklíkunnar'' í Landsréttardómaramálinu. (Það kom mér þó enn meira á óvart að þú teldir að hin pólitískt vammlausa Steinunn Þóra Árnadóttir væri reiðubúin í sama eiturþamb).
Nú langar mig að spyrja þig: Þegar Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, braut jafnréttislögin 2010 - krafðist þú þess þá opinberlega að hún segði af sér ráðherraembætti? Þegar Svandís Svavarsdóttir, þá umhverfisráðherra, braut lög um umhverfismál 2011 - krafðist þú þess þá opinberlega að hún segði af sér ráðherraembætti? Þegar Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, braut jafnréttislögin 2012 - krafðist þú þess þá opinberlega að hann segði af sér ráðherraembætti? Ekki?
Núna nærðu ekki upp á nef þér af hneykslan yfir því að Sigríður Andersen sé ekki búin að segja af sér vegna þess að dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að hún hafi ekki sinnt nægilega vel sjálfstæðri rannsóknarskyldu á hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Nú get ég sagt þér að í engum ofangreindra tilvika taldi ég tilefni fyrir ráðherra til afsagnar (en í mörgum öðrum tilvikum sem ekki eru til umræðu hér!) Síðasta spurningin: hvor er samkvæmari sjálfum sér - þú eða ég?“

Mér finnst rétt að svara Páli hér, en smeygi þessum pistli svo líka inn á Facebook-síðuna hans þar sem svar hans birtist.

Og hér er altso svarið:

 

„Heill og sæll Páll.

Áður en lengra er haldið, þá verð ég eiginlega að lýsa hryggð minni yfir því að þú sért nú kominn í þann næturstað að þar þyki í lagi og reyndar bara fjári sniðugt að lýsa pólitíska andstæðinga sína „skítapakk“. Sjálfur er ég svoddan kveif að skjóti slíkar persónulegar svívirðingar upp kollinum á mínum blogg- eða Facebook-síðum, þá áminni ég ævinlega viðkomandi, og gildir þá einu um hvern svívirðingarnar hafa verið hafðar. En þú verður náttúrlega að fá að ráða þínum viðhlæjendum og aðdáendum.

[Innskot: Hér vísaði ég til þess að hafa verið kallaður „skítapakk“ af einum þeirra sem lýstu ánægju með færslu Páls. Hann hefur nú áminnt viðkomandi að slíkt vilji hann ekki, og beðist undan slíku í framtíðinni. Það er gott hjá honum.]

En svo ég svari nú spurningum þínum, þá er rétt að taka fram fyrst að ég hef aldrei og hvergi verið þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi hikstalaust og fyrirvaralaust að segja af sér þótt einhver embættisverk þeirra standist ekki ýtrustu lög eða reglur.

Það er vissulega fullgilt sjónarmið sem vel má færa rök fyrir, en ég hef bara aldrei verið þeirrar skoðunar.

Ég hef talað um samfélagsmál opinberlega í 30 ár og á þeim tíma hafa margir ráðherrar hlotið ýmsa byltu fyrir dómstólum, þar á meðal ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, og ég hef alls ekki endilega risið upp og heimtað afsögn þeirra.

Ég hef raunar yfirleitt haft meiri áhyggjur af siðferðilegum byltum þeirra.

Nú hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hlotið þann úrskurð frá Hæstarétti að er alvarlegur áfellisdómur um stjórnsýslu hennar, eins og þú hefðir alla vega einhvern tíma verið mér alveg sammála um. En þá bregstu við með þeim „what-about-isma“ sem meira að segja Bandaríkjamönnum – sem eru þó listamenn í brúkun þessa isma – þykir nú mörgum nóg um, þótt enn sé tíðkað í Hvíta húsinu og á Foxnews.

Svo telurðu upp dæmi Jóhönnu, Svandísar og Ögmundar og spyrð hvort ég hafi krafist þess opinberlega að þau segðu af sér.

Og meiningin er náttúrlega sú að hafi ég ekki gert það, þá sé mér sæmst að þegja og skammast mín og hætta að krefjast þess að hin góða Sigríður Andersen segi af sér.

Með tilliti til þess sem ég sagði hér að ofan, þá finnst mér ég varla þurfa að svara þeirri spurningu. Ég hef einfaldlega aldrei heimtað að allir ráðherrar sem á einhvern hátt, hvaða hátt sem er, ganga gegn lögum segi af sér.

Og ég verð að segja, Páll, að mér þykir satt að segja frekar billegt af þér, að ég segi ekki lágkúrulegt, að nefna Jóhönnu Sigurðardóttur hér til sögu. Mál hennar var bara ekki á nokkurn einasta hátt sambærilegt við mál Sigríðar nú, hvorki lagalega né siðferðilega, og á það hefur margoft verið bent. Það lá reyndar strax í augum uppi að kærunefnd jafnréttismála væri líklega á mjög hálum ís í því máli (um það má til dæmis lesa hér) og ég sá enga ástæðu til að krefjast afsagnar Jóhönnu vegna þessa.

Já, mér finnst frekar ódýrt af þér að draga þetta fram sem sambærilegt við mál Sigríðar. Ég vona að þú ætlir þér að verða með tímanum dýrari stjórnmálamaður en þetta.

Hvað mál Svandísar og Ögmundar varðar, þá var þar einfaldlega um frekar smávægileg lagaleg matsatriði að ræða – smávægileg í hinu stóra samhengi hlutanna, þótt mikilvæg væru vissulega á sínu sviði – að ég sá heldur ekki ástæðu til að krefjast afsagnar þeirra, frekar en ýmissa ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrr á tíð.

Mergurinn málsins er þessi:

Sigríður Andersen er ber orðin að því að hafa vaðið á skítugum skónum yfir ferli sem átti að bæta og treysta réttarkerfi okkar. Og þetta hefur hún gert þrátt fyrir að hún sé sjálfur dómsmálaráðherra lýðveldisins Íslands. Ég nenni ekki hér og nú að tilgreina allar hennar ávirðingar – þú þekkir þær jafn vel og ég.

(Ég efast reyndar lítið um að í hjarta þér sértu mér fullkomlega sammála um að ráðherra, sem hefur hagað sér eins og hún hefur gert, á ekki heima við ríkisstjórnarborðið í Stjórnarráðshúsinu, en látum svo vera.)

En meðal ávirðinga Sigríðar er að hún hefur hlotið dóm í Hæstarétti fyrir að hafa brotið lög.

Mjög mikilvæg lög um mjög mikilvægt mál. Þau gerast reyndar varla mikilvægari, málin, en sjálft réttarkerfið í landinu.

Mér þykir vissulega augljóst að sá dómur einn ætti að duga til að hún segði af sér, eða félagar hennar í stjórninni legðu að henni að gera það, komi hún ekki auga á það sjálf.

Lögbrot ráðherra gerast nefnilega varla alvarlegri en þetta. Svoleiðis er það nú bara.

Að dómsmálaráðherra sé dæmdur fyrir fúsk og valdníðslu (ég veit ekki hvað á að kalla það annað) í sambandi við svo mikilvægt mál sem skipun á dómurum við splunkunýtt dómsstig.

Þú fyrirgefur, Páll minn, en að nefna einu sinni ávirðingar til að mynda Ögmundar Jónassonar í sömu andránni og það, það er reyndar ekki bara ódýrt, heldur í alla staði ... já, lágkúrulegt.

Og þar viljum við ekki sjá þig.

En raunar er úrskurður Hæstaréttar alls ekki eina ástæðan fyrir því að ég krefst afsagnar Sigríðar Andersen.

Ástæðan er miklu frekar siðferðileg.

Framferði Sigríðar var reyndar ekki bara fúsk og valdníðsla, það var líka spilling.

Pólitísk spilling og vinahygli.

Að ráðherra hafi ekki sjálfur áttað sig á því að svona mætti hún ekki haga sér, það er næg ástæða fyrir mig til að krefjast afsagnar hennar.

Að hún hafi á öllum stigum málsins, brugðist við með hroka, yfirgangi, algjöru iðrunarleysi og undanbrögðum, það er líka næg ástæða fyrir mig.

Að hún hafi stórskaðað íslenskt réttarkerfi með framferði sínu, það er næg ástæða fyrir mig.

Og hún fer sífellt úr öskunni dýpra inn í eldinn – nú þegar til dæmis er komið á daginn að hún virti að vettugi allar ráðleggingar sem hún fékk, jafnvel inni í ráðuneytinu.

Allt þetta kallar á afsögn Sigríðar Andersen, ekki einungis dómur Hæstaréttar.

Spurningu um hvort ég sé samkvæmur sjálfum mér svara ég því hiklaust játandi. Ég fer fram á afsögn Sigríðar af pólitískum og siðferðilegum ástæðum, jafnvel fremur en lagalegum.

Í því sambandi má og geta þess að ég hef hvað eftir annað farið fram á að hinn nýi leiðtogi þinn, Bjarni Benediktsson, segi af sér opinberum embættum.

Hann hefur þó engan dóm hlotið í Hæstarétti.

Ástæðan fyrir því að ég hef krafist afsagnar Bjarna er sú að mér finnst óhæfa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands verði hvað eftir annað ber að undanbrögðum og hreinni lygi.

Þér finnst það kannski allt í lagi, núna þegar þú ert genginn í Sjálfstæðisflokkinn, en mér finnst það ekki í lagi.

Þó hann hafi engan dóm hlotið.

Þetta er sem sagt mitt svar við spurningum þínum.

Mér finnst vissulega að Sigríður Andersen eigi að segja af sér vegna þess að hún fékk dóm í Hæstarétti, því mál hennar er miklu, miklu alvarlegra en mál Svandísar og Ögmundar, að ég tala nú ekki um mál Jóhönnu sem er bara fáfengilegt að nefna í þessu samhengi.

En það er ekki rétt sem þú telur þér sæma að halda fram að ég nái ekki upp á nef mér af hneykslan yfir því að Sigríður sé ekki búin að segja af sér „vegna þess að dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að hún hafi ekki sinnt nægilega vel sjálfstæðri rannsóknarskyldu á hæfni umsækjenda um dómaraembætti“.

Með þessu orðalagi reyndirðu víst meðvitað að gera lítið úr þeirri sök, sem Sigríður var dæmd fyrir (þetta væri bara smá stjórnsýslufeill), og það er nú út af fyrir sig frekar billegt, en þessi dómur er sem sagt bara alls ekki eina ástæðan fyrir því að ég krefst þess að Sigríður segi af sér.

Ég var enda löngu byrjaður að fara fram á það, áður en Hæstaréttardómurinn féll.

Ástæðurnar eru miklu frekar pólitískar og siðferðilegar, eins og þú veist fullvel. Sigríður Andersen hefur ekki dómgreind eða pólitískan eða siðferðilegan þroska til að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands.

Að svo mæltu bið ég þig vel að lifa í þeim káta félagsskap sem þú hefur nú kosið þér, en endilega reyndu að kenna aðdáendum þínum mannasiði.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Stærsta lífsverkefnið

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið