Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Viðar spurði Áslaugu hvort hún vildi „hlýða“ og vera „undir“ sér – „Oj,“ svaraði hún

Viðar Guðjohnsen hallaði sér upp að Áslaugu Friðriksdóttur, eina kvenkyns frambjóðandanum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins, og spurði hvort hún yrði undirgefin sér.

Viðar Guðjohnsen Hefur sagt ungar konur vera með „metnaðargræðgi“ vegna þess að þær vilji fá leikskólapláss fyrir börn sín. Mynd: Facebook / Leiðtogakjör Viðars Guðjohnsen

Viðar Guðjohnsen, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, spurði Áslaugu Friðriksdóttur, annan frambjóðanda, hvort hún ætlaði að „hlýða“ honum og „vera undir“ honum ef hann færi með sigur af hólmi í prófkjörinu á fundi í Valhöll í gærkvöldi.

Viðar lét mikið að sér kveða á fundinum sem var á vegum Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. 

Viðar hefur talað fyrir því að útigangsmenn og fíkniefnaneytendur, einkum erlendir útigangsmenn, séu látnir mæta örlögum sínum án þess að fá hjálp, enda glími Íslendingar við mannfjölgunarvandamál. 

Þá hefur hann talað fyrir varðstöðu um „lífsrými“ Íslendinga, en orðið lífsrými samsvarar þýska hugtakinu Lebensraum sem skipar veigamikinn sess í orðræðu og hugmyndafræði nasista.

„Ætlar þú að hlýða mér, ef ég
verð forystumaðurinn og vera
undir mér og hlýða mér?“

Á fundinum í gær var Viðar spurður hvort hann sæi fyrir sér, ef hann ynni leiðtogakjörið, að geta átt gott samstarf við samherja sína. 

Viðar brást við með því að varpa spurningunni til Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, mótframbjóðanda síns og eina kvenkyns frambjóðandans í leiðtogaprófkjörinu. „Ætlar þú að hlýða mér, ef ég verð forystumaðurinn og vera undir mér og hlýða mér?“ spurði Viðar og hallaði sér upp að Áslaugu. Hún brást við með orðinu „oj“ og hristi höfuðið. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup