Fréttir

Viðar spurði Áslaugu hvort hún vildi „hlýða“ og vera „undir“ sér – „Oj,“ svaraði hún

Viðar Guðjohnsen hallaði sér upp að Áslaugu Friðriksdóttur, eina kvenkyns frambjóðandanum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins, og spurði hvort hún yrði undirgefin sér.

Viðar Guðjohnsen Hefur sagt ungar konur vera með „metnaðargræðgi“ vegna þess að þær vilji fá leikskólapláss fyrir börn sín. Mynd: Facebook / Leiðtogakjör Viðars Guðjohnsen

Viðar Guðjohnsen, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, spurði Áslaugu Friðriksdóttur, annan frambjóðanda, hvort hún ætlaði að „hlýða“ honum og „vera undir“ honum ef hann færi með sigur af hólmi í prófkjörinu á fundi í Valhöll í gærkvöldi.

Viðar lét mikið að sér kveða á fundinum sem var á vegum Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. 

Viðar hefur talað fyrir því að útigangsmenn og fíkniefnaneytendur, einkum erlendir útigangsmenn, séu látnir mæta örlögum sínum án þess að fá hjálp, enda glími Íslendingar við mannfjölgunarvandamál. 

Þá hefur hann talað fyrir varðstöðu um „lífsrými“ Íslendinga, en orðið lífsrými samsvarar þýska hugtakinu Lebensraum sem skipar veigamikinn sess í orðræðu og hugmyndafræði nasista.

„Ætlar þú að hlýða mér, ef ég
verð forystumaðurinn og vera
undir mér og hlýða mér?“

Á fundinum í gær var Viðar spurður hvort hann sæi fyrir sér, ef hann ynni leiðtogakjörið, að geta átt gott samstarf við samherja sína. 

Viðar brást við með því að varpa spurningunni til Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, mótframbjóðanda síns og eina kvenkyns frambjóðandans í leiðtogaprófkjörinu. „Ætlar þú að hlýða mér, ef ég verð forystumaðurinn og vera undir mér og hlýða mér?“ spurði Viðar og hallaði sér upp að Áslaugu. Hún brást við með orðinu „oj“ og hristi höfuðið. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða