Mest lesið

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
1

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
2

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
3

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
4

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Samfarir kóngs og drottningar
5

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
6

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
7

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Stundin #109
Janúar 2020
#109 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. janúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

„Hef meiri áhyggjur af hundrað daga hömlum á tjáningarfrelsi en einhverri virðisaukaskattsprósentu“

Fjöldi þingmanna telur Ríkisútvarpið vera rót vandans í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, beindi sjónum að lögbanninu á umfjöllun um fjármál valdhafa og tregðu hins opinbera til að svara fjölmiðlum.

„Hef meiri áhyggjur af hundrað daga hömlum á tjáningarfrelsi en einhverri virðisaukaskattsprósentu“
ritstjorn@stundin.is

Sérstök umræða um stöðu einkarekinna fjölmiðla sem fram fór á Alþingi í hádeginu hverfðist að verulegu leyti um Ríkisútvarpið og stöðu þess á auglýsingamarkaði.

„Það er bara staðreynd að miðað við það fyrirkomulag sem við höfum haft, þá er búið að skekkja stöðuna með þeim hætti að það verður ekki við unað. Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem átti frumkvæði að umræðunni. 

Nefnd sem skipuð var af Illuga Gunnarssyni, þáverandi menntamálaráðherra, árið 2016 lauk störfum og afhenti skýrslu um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í dag. Þar er meðal annars hvatt til þess að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar. Viðskiptaráð hefur sent út fréttatilkynningu þar sem tillögunum er fagnað og var málflutningur margra þingmanna í takt við áherslur nefndarinnar.  

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, furðaði sig á málflutningi málshefjanda um Ríkisútvarpið og taldi vegið að stofnun sem hefði gegnt ómissandi hlutverki fyrir íslenskt samfélag í gegnum tíðina. 

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var hins vegar að miklu leyti sammála Óla Birni um að staða RÚV væri rót vandans á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

„Ástæðan fyrir skakkri samkeppnisstöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði er inngrip ríkisins í þennan markað, gríðarlega mikill stuðningur við einn tiltekinn fjölmiðil, Ríkisútvarpið,“ sagði Þorsteinn og velti því upp hvort aðkoma ríkisins að því að skaffa hágæða íslenskt dagskrárefni ætti ef til vill frekar að vera í gegnum samkeppnissjóði heldur en rekstur fjölmiðils. 

Una Hildardóttir, varaþingkona Vinstri grænna, sagði mikilvægt að standa við bakið á rannsóknarblaðamennsku. „Því beini ég því til hæstvirts mennta- og menningarmálaráðherra að skoða möguleikann á sérstökum sjóði fyrir rannsóknarblaðamennsku sem hægt væri að starfrækja á svipaðan hátt og launasjóð listamanna,“ sagði hún. 

Sagði hið opinbera þurfa að horfa í eigin barm

Andés Ingi Jónsson, þingmaður sama flokks, benti á að það væri fleira en fjárhagslegar áhyggjur sem gerðu fjölmiðlum lífið leitt á Íslandi.

„Þar getur hið opinbera litið nokkuð í eigin barm þegar kemur að því að svara upplýsingabeiðnum. Þá er ég ekki bara að tala um ráðuneytin sem oft draga lappirnar fram úr öllu hófi með að svara sjálfsögðum einföldum beiðnum fjölmiðla, heldur líka okkur hér á Alþingi sem virðumst eiga mjög erfitt með að svara greinargott þeim fyrirspurnum sem að okkur er beint varðandi rekstur þingsins,“ sagði Andrés. 

„Svo verð ég að nefna það sem enginn hefur nefnt og kemur mér nokkuð á óvart, sem er lögbannið á Stundina. Við erum í þeirri stöðu að fulltrúi framkvæmdavaldsins, fyrir hundrað dögum, setti lögbann á umfjöllun um hagsmunatengsl æðstu valdhafa. Ég, frú forseti, hef meiri áhyggjur af hundrað daga hömlum á tjáningarfrelsi en einhverri virðisaukaskattsprósentu.“ 

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að lögbannsmálinu, sem hér er fjallað um, og hefur verið stefnt af Glitni Holding fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem staðfestingarmál er enn yfirstandandi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
1

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
2

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
3

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
4

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Samfarir kóngs og drottningar
5

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
6

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
7

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
5

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
5

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
6

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Að auka streitu foreldra og barna

Svala Jónsdóttir

Að auka streitu foreldra og barna

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Margrét Hallgrímsdóttir

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Ritstjórn

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu