Mest lesið

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
4

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
5

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
6

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Harmleikurinn í Helguvík

Fullkominni harmsögu United Silicon í Reykjanesbæ er ekki endilega endanlega lokið.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fullkominni harmsögu United Silicon í Reykjanesbæ er ekki endilega endanlega lokið.

Harmleikurinn í Helguvík
Skóflustungan Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra stilltu sér upp hvort sínum megin við forstjórann, Magnús Garðarsson, við fyrstu skóflustunguna að United Silicon í ágúst 2014.  Mynd: Aðsend

Nú hefur rekunum verið kastað á United Silicon í Helguvík og stjórnmálamenn tala um harmleik. Enginn, sem átti hagsmuna að gæta eða bar ábyrgð, mætti í útförina. Ljóshærður, lokkaprúður almannatengill sem sálusöng fyrir hönd eigenda, hallaði undir flatt og horfði í myndavélar fjölmiðla með blíðlegu augnaráði og sagði þetta allt saman fjarskalega dapurlegt.

Er rétt að telja harmleikinn um United Silicon hafa hafist í ágúst árið 2014 þegar  forsætisráðherrann tók fyrstu skóflustunguna og sagði af því tilefni að þetta væri mikill gleðidagur enda ætti verksmiðjan að verða sú stærsta í heiminum? Eða hefst hann árið 2009 þegar Magnús Garðarsson, sem átti vafasaman feril í viðskiptum að baki og fjögur gjaldþrot, fær hugmynd að verksmiðju og fer fyrir hópi fjárfesta, sem tekst á undraverðan hátt að fá Arion banka til að moka peningum í verkefnið? Bankinn útvegar síðan lífeyrissjóði til að reiða fram rúma tvo milljarða, eftir að viðvörunarljósin eru farin að blikka. 

En þar með er ekki öll sagan sögð. Fjárfestingarsamningur tryggði fyrirtækinu hálfan milljarð í ríkisaðstoð og sveitarfélagið lét verksmiðjuna hafa 200 milljóna lóð sem aldrei hefur fengist króna fyrir og ráðgerði framkvæmdir fyrir hundruð milljóna.

Skammt frá kísilverksmiðjunni í Helguvík hriktir í ryðgaðri beinagrind álversins sem átti að leysa allan vanda bæjarins fyrir hrun. Það var nú aldeilis hlegið og klappað þegar stjórnmálamennirnir tóku fyrstu skóflustunguna að því.

Vissulega fór þetta ævintýri með United Silicon líka mjög kunnuglega af stað. Þar komu við sögu huldumenn í útlöndum, vildarvinir flokksins, leynd yfir eignarhaldi, misnotkun lífeyrissjóða og ódýrt erlent vinnuafl.

Og það stakk óneitanlega í augun að verksmiðjuhúsið var þrettán metrum hærra en deiliskipulagið leyfði.

Danska ráðgjafarfyrirtækið COWI, sem var sagt ábyrgt fyrir mengunarspá í umhverfismati, sór hana seinna af sér. 

En verksmiðjan fékk samt starfsleyfi. 

Og þetta var allt í boði hrunsins, allir flokkar kyrjuðu með vegna þess að það átti að reisa Reykjanesbæ úr rústum.

Verksmiðjan átti að bjóða frábær kjör. Gríðarleg tækifæri. En hvert vorum við komin í harmleiknum þegar stjórnendur verksmiðjunnar sendu verkalýðsfélaginu fingurinn og neituðu að semja um lögboðin lágmarkslaun? Og svo voru það öryggismálin sem voru í algerum ólestri og stofnuðu starfsfólki í stórhættu. 

Skömmu eftir að verksmiðjan var gangsett með pomp og prakt, fór hún að spúa eitri  og ólykt yfir bæinn. 

Það má kannski velta fyrir sér á hvaða blaðsíðu í harmleiknum íbúarnir ráku nefið upp í loftið og fundu ólykt, ef þeir voru á móti atvinnuuppbyggingu, en ekki, ef þeir voru framsýnir og stórhuga. 

En svo brast stíflan. 

Alls konar fólk úr öllum flokkum fór að flykkjast á heilsugæslustöðina með einkenni frá öndunarfærum. 

Og þá blandaði Umhverfisstofnun sér í málið. 

Reiptog Umhverfisstofnunar við eigendur fyrirtækisins endaði þannig að krafist var ýmissa úrbóta, meðal annars þurfti að reisa stóran skorstein, en kostnaður hefði hlaupið á þremur milljörðum. Það lét þannig í eyrum að eigendur verksmiðjunnar hefðu viljað halda áfram að eitra fyrir bæjarbúum á meðan þeir væru að safna sér fyrir skorsteini en sú hugmynd þótti ekki góð.

Og úti er ævintýri. 

Það liðu þrjú ár, þar til fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun, þar af var verksmiðjan einungis fjórtán mánuði í rekstri, sem einkenndust af átökum, svikum og mengun og illri meðferð á fólki og fjármunum.

Það má segja að fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins nálgist að vera of ótrúverðug persóna í harmleik, það vantar bara trúðsandlitið. 

Eða hvert vorum við komin í harmleiknum í desember 2016, þegar forstjórinn brunaði á ofsahraða eftir Reykjanesbrautinni á 20 milljóna króna glæsikerru sem hann hafði líkt við eldflaug í samtali við fjölmiðla? Hann var handtekinn af lögreglunni, eftir að hafa valdið slysi á brautinni, og bíllinn gerður upptækur. 

Skömmu síðar var honum gert að hætta hjá félaginu vegna samstarfserfiðleika og svo hvarf hann einnig úr stjórn. Nokkru seinna var hann svo kærður fyrir fjárdrátt sem er talinn hlaupa á hundruðum milljóna.

Átta gammar hringsóla núna yfir hræinu og Arion banki undirbýr að leysa til sín eignina eigur úr þrotabúinu og freista þess að selja hana aftur. Eftir sitja lífeyrissjóðirnir sem tapa rúmum tveimur milljörðum af sparifé almennings. Og íbúar Keflavíkur geta hlakkað til næstu uppfærslu í Helguvík sem gæti orðið nýr “harmleikur” ef sveitarstjórnin grípur ekki í taumana. Bankinn þarf að bjarga andlitinu og sveitarstjórnin bókhaldinu en gert var ráð fyrir að verksmiðjan skilaði bænum 100 milljónum á ári eftir að fjárfestingin væri greidd að fullu. 

Að líkindum ráða peningarnir för, ekki íbúar sem hafa fengið nóg. Bankamenn og fjárfestar munu lýsa upp draugaskipið í Helguvík og hefja leikinn upp á nýtt. Fyrst var fjárausturinn réttlættur með því að skapa þyrfti störf. Nú verður hann réttlættur með því að bjarga þurfi verðmætum.

Eftir hrun hefur hann átt pólitískt líf sitt undir því að grafa eftir gulli í Helguvík

En það barst aumleg tilkynning, daginn eftir að flestum verkamönnunum í United Silicon var sagt upp störfum. Tilkynningin var frá guðföður stóriðjukirkjugarðsins í Helguvík, Árna Sigfússyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Eftir hrun hefur hann átt pólitískt líf sitt undir því að grafa eftir gulli í Helguvík, vinna í stóriðjulottóinu til að verða aftur stórkarl í samfélaginu.

Í tilkynningunni segir hann þó ekkert um United Silicon, Hann segist einfaldlega vera hættur í stjórnmálum þótt hann hafi ekki fundið sér neitt annað að gera.

Þar með er enn ein harmleikjastjarnan stigin af sviðinu.

Það ætti að vera glæsilegur lokapunktur í þessu handriti. Það eru allir búnir að fá nóg.

Eða kannski var þetta ekki alvöru harmleikur, heldur framhaldssaga þar sem peningamenn og stjórnmálamenn halda áfram að féfletta almenning í boði stóriðjustefnunnar. Vonandi samt ekki.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
4

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
5

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
6

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi
7

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
6

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
6

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Nýtt á Stundinni

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Glæpur og samviska

Glæpur og samviska

Vandi Rússlands

Þorvaldur Gylfason

Vandi Rússlands

Tölur um plast, tölum um plast

Tölur um plast, tölum um plast

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Ólánssaga úkraínskra flugvéla