Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tapaði öllu en er kominn aftur á toppinn

Sindri Már Finn­boga­son missti fyr­ir­tæk­ið sem hann stofn­aði í hrun­inu, brann út í starfi í Dan­mörku og flutti til Los Ang­eles þar sem hann fram­leiddi kvik­mynd sem fékk væg­ast sagt dræma dóma. Hann hafði lít­ið sem ekk­ert á milli hand­anna þeg­ar hann flutti aft­ur til Ís­lands fyr­ir þrem­ur ár­um og stofn­aði miða­sölu­vef­inn Tix.is, sem nú er með yf­ir níu­tíu pró­sent markaðs­hlut­deild á Ís­landi og kom­inn í út­rás í Skandi­nav­íu.

Hinn 1. nóvember 2014 settist Sindri Már Finnbogason niður við skrifborðið sitt að Grjótagötu 7 og leit í kringum sig. Þessi skrifstofa var alltof stór fyrir hann. Á víð og dreif lágu pappakassar og skrifstofuhúsgögnin höfðu enn ekki fengið sinn eigin samastað. Sindri hafði mánuði fyrr stofnað miðasöluvefinn Tix.is og var enn eini starfsmaðurinn. Og nú var hann kominn með skrifstofu og ætlaði í samkeppni við fyrirtækið sem hann stofnaði tíu árum fyrr, fyrirtæki sem hafði átt allan markaðinn undanfarin áratug. Hvað í fjandanum var hann að hugsa?

Á einungis þremur árum hefur miðasöluvefurinn Tix.is tekið yfir miðasölumarkaðinn á Íslandi, er kominn með yfir 90 prósent markaðshlutdeild og kominn í útrás í Skandinavíu. „Þetta gerðist ótrúlega hratt og var mjög erfitt á tímabili. Ég var í raun bara hér, allan sólarhringinn, að forrita og hamast.“ 

Blaðamaður Stundarinnar heimsótti Sindra og fékk að heyra söguna að baki Tix.is. 

Kenndi sjálfum sér …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu