Mest lesið

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
2

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
3

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
4

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
5

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook
6

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
7

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
8

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·

Jón Trausti Reynisson

Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Viðar Guðjohnsen er ekki vitleysingur. Viðar er ekki vondur maður. Hann er stundum góður við fátækar, einstæðar mæður.

Jón Trausti Reynisson

Viðar Guðjohnsen er ekki vitleysingur. Viðar er ekki vondur maður. Hann er stundum góður við fátækar, einstæðar mæður.

Viðar Guðjohnsen Vill verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum Reykjavík.  Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur framkallað grundvallarspurningar um stefnuna sem við tökum með samfélagið okkar. 

Viðar Guðjohnsen, einn frambjóðenda til oddvita, hefur vakið mikla athygli fyrir þær einlægu hugmyndir sínar að „dópistar“ eigi ekki að fá hjálp, að þeir fái að deyja af eigin rammleik því það sé „mannfjölgunarvandamál hér“, að ekki eigi að niðurgreiða leikskóla fyrir „konur sem vilja búa til stofnanir sem ala upp börnin“ og að „leikskólar séu orðnir að geymslum fyrir konur með metnaðargræðgi“. Niðurstaða Viðars er að „duglega fólkið“ sé ranglega neytt til að borga fyrir „aumingja“ og fólk sem „keppist um að vera veikt“, eða konur sem hafa lagt undir sig kerfið.

Fyrir sumum sýnir Viðar hreina mannvonsku, en fyrir öðrum er hann hugsjónasinnað góðmenni, og enn öðrum er hann fylgismaður stefnu sem var áberandi á Íslandi mestan hluta þessarar aldar.

Góðmennið Viðar Guðjohnsen

Sonur Viðars, alnafni hans, Viðar Guðjohnsen, er einn þeirra sem hafa stigið fram og lýst því að faðir hans sé góðmenni, þrátt fyrir hugsjónir sínar, enda hefði hann lagt sig fram um að hjálpa ungri pólskri konu í erfiðri stöðu, svo dæmi væri tekið. „Fyrir um ári síðan kom hann til mín og spurði hvort ung pólsk kona með nýfætt barn gæti fengið að gista hjá okkur Verenu. Konan hafði í engin hús að venda. Hjá honum var allt fullt og hann gat ekki vísað henni á dyr. Án þess að fá nokkuð fyrir lagði hann á sig mikla vinnu til þess að hjálpa þessari ungu konu. Þetta er ekki einsdæmi, það vita allir sem þekkja pabba og ég skal líka segja ykkur það að þegar hrunið dundi á okkur öllum og leiga og húsnæði hækkaði upp úr öllu valdi hélt hann að sér höndum og reyndi hvað hann gat að hækka ekki leiguna nema í algjörri nauðsyn,“ sagði Viðar yngri og bætti við: „Þetta er nú þessi ,,vondi maður". Hann gerir þó stóran greinamun á því þegar hann hjálpar fólki með sína eigin peninga en þegar menn gera sig stóra og hjálpa fólki á kostnað skattgreiðenda. Það er nefnilega nokkuð auðvelt að vera góður með annarra manna fé.“

Heiðarlegi frjálshyggjumaðurinn

En stóra málið er ekki persóna Viðars, heldur sú hugmyndafræði sem hann vill innleiða og nýtur í grundvallaratriðum mun meiri stuðnings en ætla mætti.

„Í grunninnn er hann frjálshyggjumaður,“ sagði unga sjálfstæðiskonan Andrea Sigurðardóttir, kynnt sem viðskiptafræðingur, í viðtali um hugmyndir Viðars á Bylgjunni í morgun.

Hún lýsti því að hún bæri virðingu fyrir Viðari vegna þess að hann segði skoðanir sínar umbúðalaust, en hún gagnrýndi þó að þar væri hugmyndafræðinni pakkað inn með óæskilegum hætti. 

„Ég ber virðingu fyrir því að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Í grunninn, þá er hann frjálshyggjumaður, en hann pakkar þessum hugmyndum inn í svo kolvitlausar umbúðir að ég held að hann sé ekki að gera neinum greiða.“

„Þó hann segist vera það, þá er hann það ekki“

Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, sem ræddi Viðar með henni, sagði hins vegar að Viðar væri „vitleysingur“, en ekki frjálshyggjumaður. „Þó hann segist vera það, þá er hann það ekki,“ sagði Gunnar.

En Gunnar einfaldar þar og afskrifar umfang og áhrif hugmyndafræði Viðars. Stefna Viðars er hrein útgáfa af stjórnmálastefnu sem hefur haft afdrifarík áhrif á Ísland, með góðu og illu. 

Félagslegur darwinisti sem bjargar veikum að eigin frumkvæði

Viðar Guðjohnsen er hreinræktaður frjálshyggjumaður og allt það sem hann segir og gerir fellur vel að því, hvort sem það er að hjálpa persónulega einstæðum mæðrum eða svipta þær leikskólaplássi. Frjálshyggjumenn trúa því að hinir sterku eigi eftir eigin hentisemi að hjálpa þeim veiku í samfélaginu, á eigin forsendum. Þannig verður hinn sterki góðmenni og tilfallandi bjargvættur hins verr setta, hvort sem viðkomandi er í veikri stöðu varanlega eða tímabundið.

Pólitískar hugmyndar hans ganga hins vegar líka út á afgerandi stefnu frjálshyggjunnar sem kallast félagslegur darwinismi. Í þeirri stefnu er æskilegt að hinir veiku fái að verða undir, þannig að styrkleikar verði ofan á í samfélaginu. Rétt eins og dópistar mega deyja, vegna mannfjölgunarvanda, og konur eigi ekki að eignast börn nema þær eða eiginmenn þeirra, séu í sterkri stöðu, hafa hinir sterku heimtingu á að ríkja yfir hinum á grundvelli hins frjálsa markaðar. Best er að hinir sterku eignist börn, til þess að styrkja atgervi meðlima samfélagsins. Félagslegi darwinisminn daðrar við að vera nasismi án ríkisafskipta. Hann er frjálshyggja sem gengur út á að vald samfélagsins liggi ekki hjá ríkinu nema að lágmarki. Allir séu frjálsir, og því séu allir á þeim stað sem þeir verðskulda.

„Duglega fólkið“ og „aumingjarnir“

Viðar Guðjohnsen skiptir fólki í „duglega fólkið“ og hina, sem duglega fólkið borgar fyrir. Til dæmis þá veiku, eða þá sem „keppast við að vera veikir“ til að „ryksuga úr þeim sem eru duglegir,“ eins og hann talar um „aumingja“ sem jafnaðarmenn, eða „illmenni“ hafa skapað með samhjálparstefnu.

Sjálfur er Viðar ímynd hins sterka, sterkefnaður. Hann er afreksmaður í íþróttum og stofnaði fyrstu líkamsræktarstöð sinnar tegundar á Íslandi. Hann hjálpar þeim sem eru í veikri stöðu, en ef hann fær að ráða, verða hinir veiku í það veikri stöðu að það verður lítil skipuleg samhjálp, nema á forsendum þeirra sterku. Þannig munu einstæðar mæður þurfa að treysta á góðmennsku ríkra manna eins og hans til þess að framfleyta sér samhliða barnauppeldi.

Fátæk börn skulu alast upp fyrir náð og miskunn ríkra manna, svo þeir „duglegu“ þurfi ekki að borga fyrir menntastofnanir sem eiga að veita börnum grundvallarmöguleika á jöfnum tækifærum. Konur skulu vera háðar mönnum sínum, eða auðmönnum, ef þær eignast börn og helst á lægri launum þar sem við á, vegna þess að eftirspurn eftir mönnum sé svo víða meiri. 

Frelsið þitt í landi Viðars Guðjohnsen

En jafnvel þótt við látum okkur hafa það, andstætt hugmyndum Viðars, að halda úti sameiginlegum menntastofnunum til að tryggja öllum börnum möguleikann á að byggja upp verðleika sína og taka þátt í samfélaginu, verða tækifærin ekki jöfn. Þú getur fæðst sem kona í samfélag með kynbundinn launamun. Þú getur eignast barn og verið illa vinnufær á afmörkuðu tímabili. Þú getur glímt við veikindi.

Þú getur líka haft til að bera verðleika, en horft upp á klíkuskap eða fátækt valda því að þú getur ekki fullnýtt möguleika þína eins og þeir sem fæddust fyrir tilviljun í réttar aðstæður. Virkni samfélagsins fer að stýrast eftir vilja og hagsmunum þeirra „sterku“, þeirra sem hafa komist yfir auðlindirnar, þeirra sem rukka aðganginn að náttúruperlunum og fá úthlutuðum gæðum við fæðingu. 

Þú getur verið í þeirri stöðu að hafa illa efni á að reka bíl, í borg án almenningssamgangna. Þú getur ekki keypt íbúð nema í svefnhverfi, vegna þess að borgin var skipulögð fyrir fjölskyldubílinn en ekki fjölskylduna og fasteignaverð er of hátt miðsvæðis á gönguvænum svæðum, því þar er vinsælast að búa. Þú getur horft upp á bankamennina og sjóðina kaupa upp fasteignir, og orðið að leigja húsnæði af þeim, og vonað að einhverjir leggi lítið ofan á. Kannski, ef þú ert í nógu ömurlegri stöðu, kemur maður eins og Viðar Guðjohnsen og hjálpar þér. Og Guð blessi þann mikla yfirburðarmann.

Viðar Guðjohnsen er ekki vitleysingur. Viðar er ein rödd í kór ráðandi stjórnmálaafls á Íslandi, ekki eðlisólík, heldur á öðru stigi en meginlínan. Allar hugmyndir hans eiga sér einhverja birtingarmynd í stjórnmálum og veruleikanum. 

Stóra lygin er að frjálshyggjan í framkvæmd leiði af sér frelsi fyrir einstaklinginn, frekar en aukið vald þröngs hóps yfir öðrum, og skapi samfélagslegan styrk.

Þú ert ekki frjáls ef þú færð ekki tækifæri til að byggja upp getu og fullnýta hæfileika þína vegna þess að þeir efnuðustu hafa tekið vald yfir þér og samfélaginu þínu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
2

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
3

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
4

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
5

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook
6

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·

Mest deilt

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
2

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
3

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
4

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
5

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
6

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·

Mest deilt

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
2

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
3

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
4

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
5

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
6

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin
2

Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin

·
Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt
3

Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
5

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
6

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin
2

Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin

·
Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt
3

Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
5

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
6

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·

Nýtt á Stundinni

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra

·
Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Mikill stuðningur við #MeToo umræðuna á Íslandi

Mikill stuðningur við #MeToo umræðuna á Íslandi

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·
Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·