Mest lesið

Við verðum að tala um dauðann
1

Við verðum að tala um dauðann

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
2

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·
Dýrasti þingmaðurinn
3

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
5

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
6

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi
7

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar
8

Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

·

Jón Trausti Reynisson

Um öfund okkar og óhóflega græðgi

Þúsund manns eiga 98% eigna í íslenskum fyrirtækjum. Stjórnmálamenn, nátengdir hópi þessara þúsund, vara okkur við því að sækja launahækkanir til þessa hóps.

Jón Trausti Reynisson

Þúsund manns eiga 98% eigna í íslenskum fyrirtækjum. Stjórnmálamenn, nátengdir hópi þessara þúsund, vara okkur við því að sækja launahækkanir til þessa hóps.

Auðmenn við valdataumana Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tveir síðustu forsætisráðherrar þjóðarinnar, eru báðir hluti af auðugasta eina prósenti landsins.  Mynd: Pressphotos/Geirix

Þegar það kemur fram í fréttum að þúsund manns eiga 98 prósent allra eigna einstaklinga í fyrirtækjum á Íslandi, og aðeins tíu manns eigi þriðjung alls, er sagt að umræðan um það sé „öfund“.

Þegar fólk fer fram á launahækkanir, ekki síst láglaunafólk og öryrkjar, eru þeir að ógna stöðugleikanum og stilla ekki kröfum sínum í hóf. 

Kannski erum við hin líka löt, höfum ekki úthald.

„Það virðist gefast vel hjá þeim hafa úthald til lengri tíma og vinna sín verk vel,“ sagði Hermann Guðmundsson athafnamaður, í yfirlýsingu í dag um drifkraft öfundarinnar og skelfilegar afleiðingar af sósíalisma, vegna fréttarinnar. „Fréttin er sett fram með svipuðu sniði og gert var í árdaga sósialista sem vildu ríkisvæða allar eignir. Það var reyndar víða gert með skelfilegum afleiðingum. Öfundin er drifkraftur en ekki góður leiðsögumaður,“ segir Hermann.

Tengslanet og klíkuskapur

Við þekkjum sögurnar. Að miklu leyti virðast tengsl, ýmist klíku- eða annars konar,  ráða því hvernig tækifæri fólk hefur til að stofna og starfrækja fyrirtæki. 

Hermann Guðmundsson og viðskiptafélagar hans í Engeyjarættinni áttu til dæmis ekki í vandræðum með að fá kúlulán í Glitni fyrir viðskiptum sínum. Bjarni Benediktsson, viðskiptafélagi hans, gat fengið kúlulán með persónulegri ábyrgð, sem hann tók til að yfirtaka fyrirtæki, flutti yfir í einkahlutafélag föður síns rétt fyrir hrun, sem síðar varð gjaldþrota, og losnað þannig undan persónulegri ábyrgð.

Við höfum mörg dæmi á Íslandi um að þröngur hópur fólks nær í skjóli bankaleyndar að græða á því að stunda vafasöm viðskipti, enda er kerfið undir sterkum áhrifum af hópnum.

Sumir áhrifamestu stjórnmálamannanna eru nátengdir hópnum, hluti af ríkasta eina prósentinu. Þetta gildir um tvo síðustu fjármálaráðherra og tvo af þremur síðustu forsætisráðherrum. Fjármálaráðherra, ásamt Alþingi, skipar í kjararáð, sem veitt hefur stjórnmálamönnum kjarabætur langt umfram almenning á síðustu árum. Eftir háværar umræður, sem einkenndust líklega af öfund, voru þeir knúnir til að draga örlítið úr föstum, skattfrjálsum endurgreiðslum til mótvægis.

Stjórnmálamenn eins og Bjarni Benediktsson, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, hafa undanfarin ár keppst um að vara við því að launþegar fái launahækkanir, sem sagt, að þessir þúsund borgi hinum 200 þúsund Íslendingunum sem eru virkir á vinnumarkaði, hærri laun.

Þetta er klassískt stéttamál, sem snýst um hvort hámarka eigi arðgreiðslur fyrirtækjanna til eigenda sinna, og hugsanlega fjárfestingu eða lúxusneyslu í kjölfarið, eða borga meira til starfsmanna, sem leiðir til fjárfestinga eða neyslu launþega.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hefur nú á stefnuskránni að lækka veiðigjöld sjávarútvegsfyrirtækja, að minnsta kosti meðalstórra og lítilla. Veiðigjöld voru samtals 4,6 milljarðar króna árið 2016-2017, eða tæp 10 prósent af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja. Árið áður voru þau 6,9 milljarðar króna, þar áður 7,7 milljarðar og 12,8 milljarðar árið 2012-2013. Til mótvægis stefnir ríkisstjórnin á að hækka fjármagnstekjuskatt um tvö prósentustig, úr 20 í 22 prósent.

Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja jókst um 300 milljarða króna á sex árum, sem er ekki lítið þegar horft er til þess að eignahlutur einstaklinga í fyrirtækjum á Íslandi er samtals 1.200 milljarðar króna. 

Íslenska elítan

Tilfellið er að tækifæri bjóðast gjarnan eftir tengslaneti, frekar en verðleikum. Og tækifærum til að öðlast verðleika, til dæmis með kostnaðarsamri menntun, er líka misskipt.

Rannsókn sem birt var síðasta sumar sýndi fram á að „elíta“, sem stjórnar stærstu fyrirtækjum og stofnunum Íslands og er í „lykilstöðum boðvalds og valda í atvinnulífinu“, er að miklu leyti búsett í Garðabænum og á Seltjarnarnesi. 

Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á myndun íslenskrar elítu, einna helst í viðskiptalífinu. Niðurstöður hennar eru að innri tengsl viðskipta- og atvinnulífselítunnar séu „allnokkur“ og að viðskiptaelítan hafi sterk tengsl við fjölmiðlaelítu. Í rannsókninni segir að það séu „vísbendingar um að elítur séu til staðar hérlendis, þær séu að styrkjast og ójöfnuður að aukast, eins og víða annars staðar.“

Við hliðina á frétt Morgunblaðsins um að þúsund Íslendinga ættu 98 prósent eigin fé fyrirtækja á landinu var sagt frá nýrri lúxusgistingu við Bláa lónið, þar sem gestir hafa úr að velja 12 einkaþjónum, eða gestgjöfum. Fleiri og fleiri fréttir birtast af uppbyggingu lúxusþjónustu, gjaldheimtu við náttúruperlur og lífsstíl þeirra sem nýta sér hana.

Hagsmunir 99,7 prósentanna

Það er ekki þar með sagt að þessir þúsund sem eiga nokkurn veginn allt sem einstaklingar eiga eigi það ekki almennt skilið. Hvað þá að svipta ætti þá eigum sínum í sósíalískri byltingu, eins og sumir athafnamenn virðast samstundis óttast við gagnrýna umræðu um misskiptingu.

En allir hinir, sem veita aðgang að sameiginlegum auðlindum, sem vinna fyrir fyrirtækin, kaupa vörur, en eru ekki hluti af rétta tengslanetinu og svo framvegis, verða að átta sig á því hversu mikil völd liggja hjá þessum þrönga áhrifahópi og hvernig hópurinn tekur sig saman um að styrkja stöðu sína með lagasetningum, stýringu upplýsinga og jaðarsetningu gagnrýninnar umræðu, til dæmis með því að væna fólk um lágkúrulegar hvatir þegar það ræðir misskiptingu í samfélaginu og gætir hagsmuna sinna í samkeppni við ríkustu 0,3 prósentin. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við verðum að tala um dauðann
1

Við verðum að tala um dauðann

·
Dýrasti þingmaðurinn
2

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
3

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
5

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
6

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·

Mest deilt

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
1

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Dýrasti þingmaðurinn
3

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn
4

Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
5

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
6

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·

Mest deilt

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
1

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Dýrasti þingmaðurinn
3

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn
4

Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
5

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
6

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·

Mest lesið í vikunni

Hvað gerist ef WOW fer í þrot?
1

Hvað gerist ef WOW fer í þrot?

·
Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu
2

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

·
Við verðum að tala um dauðann
3

Við verðum að tala um dauðann

·
„Ég upplifði að það væri verið að misbjóða mér“
4

„Ég upplifði að það væri verið að misbjóða mér“

·
Dýrasti þingmaðurinn
5

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
6

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·

Mest lesið í vikunni

Hvað gerist ef WOW fer í þrot?
1

Hvað gerist ef WOW fer í þrot?

·
Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu
2

Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu

·
Við verðum að tala um dauðann
3

Við verðum að tala um dauðann

·
„Ég upplifði að það væri verið að misbjóða mér“
4

„Ég upplifði að það væri verið að misbjóða mér“

·
Dýrasti þingmaðurinn
5

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn
6

Gerir upp erfitt áfall úr æsku í gegnum sönginn

·

Nýtt á Stundinni

Sjálfstæðismenn leggja í fjórða sinn fram frumvarp sem Íbúðalánasjóður segir að muni þrýsta upp fasteignaverði

Sjálfstæðismenn leggja í fjórða sinn fram frumvarp sem Íbúðalánasjóður segir að muni þrýsta upp fasteignaverði

·
Samfylkingin bætir við sig fylgi

Samfylkingin bætir við sig fylgi

·
N-ið: Drífa Snædal

Guðmundur Hörður

N-ið: Drífa Snædal

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Í textunum leynist fullt af slúðri

Í textunum leynist fullt af slúðri

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Dýrasti þingmaðurinn

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn

Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·
Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

·