Aðsent

Hvað mér liggur á hjarta, Hermann Stefánsson!

Listamaðurinn og skáldið Bjarni Bernharður svarar rithöfundinum Hermanni Stefánssyni í umræðu um hugsanleg listamannalaun til hins fyrrnefnda og háðska áeggjan þess síðarnefnda þar að lútandi.

Bjarni Bernharður Bjarnason Höfundur var ósáttur við að fá ekki úthlutuðum listamannalaunum og hvatti Hermann Stefánsson rithöfundur til þess að hann fengi þau, með háðskri lýsingu. Mynd: Kristinn Magnússon

Ég vil vekja athygli á DV uppslætti á vefnum, frá 8. janúar, þar sem Hermann Stefánsson rithöfundur fabúlerar um mig og listsköpun mína. Það verður að segjast eins og er, að ég kannast ekki við sjálfan mig í þessum skrifum Hermanns S. Þetta eru ekki fögur ummæli sem hann hefur um mig og skáldskap minn í þessum vefuppslætti, og mér er til efs að talað hafi verið jafn afdráttarlaust niður til mín, á minni lífsfæddri ævi. Hermann þekkir mig ekki að nokkru marki, hefur sjálfsagt aldrei kært sig um að kynnast mér, en styðst greinilega við upploginn kjaftaþvætting, að viðbættri súrblandinni eigin skoðun um persónu mína, sömuleiðis reist á grunni upploginna kjaftasagna. Hermann fellst á að ég eigi að fá ritlaun, en auðvitað var honum það nauðugur einn kostur, ekki hefði hann kært sig um að vera þekktur fyrir þá hrokafullu yfirlýsingu, að ég ætti engin ritlaun skilið – sem í raun getur alveg eins verið hans skoðun!  Hann hefur engar forsendur til að leggja dóm á ritverk mín – hann hefur ekki kynnt sér þau að neinu ráði.  Og að ég búi mig undir að gera usla á netinu með „rugli“ er vægast sagt hæpin staðhæfing. Hvað hann kallar rugl, er hans mál, en frómt frá sagt er ég ekki þekktur fyrir að fara með rugl á netinu. Og þetta: „Að mér liggi eitthvað á hjarta“. Það er nú akkúrat það. Hermann Stefánsson, sem sjálfsagt lítur á sjálfan sig sem „alvöru rithöfund“ sem eigi erindi við heiminn, er þarna að gefa í skyn að mín ritstörf séu „hnútar í sálarlífinu sem ég finni mig í að höggva á“, að ritstörf mín þjóni aðeins sjálfum mér, en séu ekki það, sem hann og aðrir íslenskir „alvöru“ höfundar séu að fást við – ritverk sem þjóni almanna-hagsmunum, ekki það sem minn skáldskapur er, hugfróun örvinglaðs manns. Ja, svei, segi ég nú bara! Sem leiðréttingu við ranghugmyndum Hermanns, og þeirra, sem í villu síns svima vaða um ritstörf mín, þá er skáldskapur minn byggður fastmótaðri hugmyndfræði. Þá leyfir Hermann sér að tala um ljóðagerð mína sem „brokkgenga“. Þessu mótmæli ég harðlega, brokkgengur þýðir í íslensku máli að vera taktlaus, og það kannast ég ekki við í mínum ljóðum, sem þvert á móti eru í líkingu við taktbundna rammíslenska hefð fornkvæða. Ég veit ekki hvort hann hefur lesið frásögnina af lífshlaupi mínu „Hin hálu þrep“, en það fullyrði ég, að í þeirri bók fer fyrir meiri stílsnilli, en hann ræður við. Mitt líf og minn skáldskapur er annars ekkert til að hafa að skotspóni fyrir opnum tjöldum, ekkert fyrir ritsóða að velta sér uppúr, eins og  H.S.  gefur sig út fyrir að vera, í þessum umrædda pistli á D.V. vefnum – en venjulega er Hermann S. prúður penni, að minnsta kosti í eigin ritverkum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Viðtal

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag

Pistill

Katrín: Mas, mas, mas í heila mínútu

Úttekt

Ótrúlegur ráðherraferill Sigríðar Andersen: Lögbrot, leyndarhyggja og harka gagnvart hælisleitendum

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Mest lesið í vikunni

Pistill

Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Viðtal

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag

Pistill

Katrín: Mas, mas, mas í heila mínútu

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga