Mest lesið

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
1

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
3

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
4

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta
5

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

·
Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
6

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
7

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Stundin #97
Júlí 2019
#97 - Júlí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. ágúst.

Jón Trausti Reynisson

Endurtekin mistök Íslendinga

Þegar við umberum og upphefjum spillingu og fúsk breytum við paradísinni okkar í sjálfskaparvíti á sameiginlega ábyrgð okkar allra.

Jón Trausti Reynisson

Þegar við umberum og upphefjum spillingu og fúsk breytum við paradísinni okkar í sjálfskaparvíti á sameiginlega ábyrgð okkar allra.

Endurtekin mistök Íslendinga
Sáttin Mikil gleði var við myndun nýrrar ríkisstjórnar. En er rétt að mynda sátt um hluti sem eru augljóslega rangir og skaðlegir?  Mynd: Heiða Helgadóttir

Nú þegar við stöndum á hátindinum í bestu mögulegu stöðu er spurningin hvort við höfum lært af reynslunni. 

Yfirlit yfir það sem viðgengst bendir til þess að við séum aftur að kalla yfir okkur neikvæðar afleiðingar með okkar eigin aðgerðum.

Sjálfskaði í efnahagsstjórn

Í rannsóknarskýrslu Alþingis var fjallað um þau meðvituðu mistök stjórnmálamanna að lækka skatta á tímum gríðarlegrar ofþenslu, en það er eitt af grundvallaratriðum hagfræðinnar að þegar mikill vöxtur er í þjóðarbúinu sé hættulegt að lækka skatta nema útgjöld ríkisins og umsvif séu skert samhliða. 

„Svo virðist sem allir hafi verið sammála um að tímasetning skattalækkana á þeim miklu þenslutímum sem voru í íslenskum þjóðarbúskap árin 2005 til 2007 hafi verið óheppileg,“ segir í rannsóknarskýrslunni

Samt gerðum við það. Við gerðum eitthvað heimskulegt og hóphugsuðum: „Þetta reddast.“

Í dag, tæpum áratug eftir síðasta efnahagshrun, byrja viðvörunarbjöllurnar aftur að hringja án þess að við bregðumst við. Fjármálaráð hefur sent frá sér álitsgerð með ákveðnum áfellisdómi um fjármálastefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Fyrir kosningar lofaði Sjálfstæðisflokkurinn verulegri útgjaldaaukningu samhliða skattalækkunum, meðal annars lækkun tekjuskatts um tvö prósentustig, sem hentar tekjuhærri mest. Sömuleiðis lofuðu Vinstri græn verulegri útgjaldaaukningu, án skattahækkana til nægilegs mótvægis. Niðurstaðan er að á hátindi uppsveiflunnar boðar ríkisstjórnin hættulegar efnahagsaðgerðir – útgjaldaaukningu samhliða skattalækkunum. „Lækkun skatta við þessar aðstæður leiðir til aukinnar verðbólgu og er þar að auki þensluhvetjandi ef önnur tekjuöflun er ekki aukin eða dregið úr útgjöldum hins opinbera á sama tíma. Stefnan útlistar engar slíkar aðgerðir,“ segir fjármálaráð.

Ábyrgð okkar á stjórnmálamönnum

Við getum ekki bara kennt stjórnmálamönnunum um. Geir H. Haarde lýsti því í rannsóknarskýrslunni hvernig hann ákvað að lækka skatta, þótt það væri sem „olía á eldinn“, vegna þess að það hafði farið í gang kapphlaup stjórnmálaflokka um skattalækkunarloforð eftir að Framsóknarflokkurinn reið á vaðið.

Á árunum 2001 til 2008 var tekjuskattur fyrirtækja lækkaður úr 30 prósent í 15 prósent og á tímabili var tekjuskattur einstaklinga lækkaður um eitt prósent á hverju ári. 

Geir Haarde fjármálaráðherra viðurkenndi fyrir rannsóknarnefndinni að hafa innleitt varasamar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga í gríðarlegu góðæri, sem ýtir undir þenslu, í tilraun til að veiða atkvæði. 

Mesta kosningasigurinn í síðustu kosningum vann stóryrtur og drambsamur stjórnmálamaður sem lofaði að gefa okkur fjármálastofnun og hótaði fjölmiðlum fyrir að fjalla um brot hans á siðareglum.

Dramb: Heiðrinum stolið

Stjórnmálamenn hafa eignað sér heiðurinn af góðærinu, en þeir höfðu nokkurn veginn engin áhrif á það að tekjur af ferðamennsku fóru úr rúmlega 100 milljörðum króna á ársfjórðungi í tæpa 200 milljarða á ársfjórðungi á árunum 2013 til 2017, þegar mest er.

„Ferðaþjónustan hefur staðið undir um það bil helmingi hagvaxtar frá 2010,“ segir í greiningu Arion banka á þróun hagkerfisins frá því í mars síðastliðnum. 

Þeir sköpuðu ekki íslenska náttúru, og þeir beittu sér takmarkað fyrir vernd hennar. Þeir ollu því ekki að störf í ferðaþjónustu þrefölduðust á innan við áratug. En samt eigna þeir sér heiðurinn.

„Við höfum náð gríðarlegum árangri á flestum sviðum á kjörtímabilinu.“

„Við höfum náð gríðarlegum árangri á flestum sviðum á kjörtímabilinu. Rúmlega 18.000 störf hafa orðið til, atvinnuleysi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu, ráðstöfunartekjur fólks hafa aukist verulega og kaupmáttur hefur batnað hraðar og meira en dæmi eru um áður ... En áframhaldandi árangur verður ekki til af sjálfum sér,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni um „Árangur af öllum sviðum stjórnmálanna“ fyrir alþingiskosningarnar 2016. 

Paradísin og sjálfskaparvítið

Við tókum hins vegar ákvörðun í síðustu alþingiskosningum um að veita Sigmundi Davíð glæsilegt brautargengi í kosningum með nýjan flokk og háværa rödd í samfélaginu um eigið mikilvægi og getuleysi annarra, hvernig eigi að treysta á sterka leiðtogann, andspænis kerfinu, sem berst gegn óvinaöflum sem svífast einskis í baráttunni gegn honum og bjargræði almennings.

Tölurnar sýna að helsta lán okkar má rekja til tilfallandi hluta utan áhrifa stjórnmálamanna sem eigna sér heiðurinn, eins og náttúruperla og mannfæðar. Við búum í paradís náttúruauðlinda og efnahagur okkar endurpseglar það fyllilega, með fiskveiðar, náttúruferðamennsku og orkunýtingu sem grundvöll ráðandi atvinnuvega. Vandamál okkar má hins vegar rekja til mannlegra mistaka. 

Í einfaldri mynd voru óheiðarleiki og fúsk einhverjir helstu orsakaþættir síðasta manngerða hættuástands sem var framkallað á Íslandi. Þess vegna er baráttan fyrir sannleikanum og fagmennsku eitt stærsta efnahagsmál okkar, og við höfum undanfarið tapað nokkrum orrustum.

Fyrir hrun bjuggum við við gríðarlegt ofmat á okkur sjálfum og ekki síst þeim sem voru í stjórnunarstöðum, forsætisráðherranum Davíð Oddssyni og svo banka- og athafnamönnum. Samfélagsumræðan var undirlögð af mismunandi áherslum á það hvort Davíð Oddsson hefði rétt fyrir sér eða tilteknir athafnamenn. Þessir aðilar tóku til sín gríðarlega mikil völd og fjármagn á skömmum tíma og juku þannig misskiptingu og valdaójafnvægi, á kostnað almennings.

Stjörnur í fjármálafyrirtækjum

Bankakerfið er svipað stórt og árið 2000, en oftrú á fólki í fjármálageiranum er aftur á uppleið. Í nýlegum lista almannatengslafyrirtækis yfir eftirtektarverðustu unga stjórnendur landsins, „rísandi stjörnur“, sem vakti mikla umræðu á dögunum, var yfir þriðjungur starfsmenn fjármálafyrirtækja. Að baki lista sem þessum liggur gildismat, þar sem lítil áhersla er á raunhagkerfið og sköpun, sem dæmi. „Listinn inniheldur fjölmargar fyrirmyndir fyrir það unga fólk sem er að útskrifast úr námi í dag,“ segir í kynningu á listanum.

Bein og óbein áhrif fjármálafyrirtækja á samfélagið og menninguna voru veruleg fyrir hrun þeirra, og nú eru þau farin að endurtaka sig. Sjóðstýringarfyrirtækið GAMMA hefur keypt sig inn á Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem rekin er með almannafé, með samningi sem Sinfóníuhljómsveitin neitar að afhenda, með tilvísun í hagsmuni GAMMA. Stundin hefur kært leyndina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Í rannsóknarskýrslu Alþingis vegna síðasta hruns var sérstaklega varað við veikri stöðu fjölmiðla og áhrifa hagsmunaaðila á þá, sem gerir þá samdauna peninga- og stjórnmálavaldinu. 

„Ritstjórar og blaðamenn kunna þá að forðast umfjöllun um mál sem gætu skaðað viðskiptahagsmuni fjölmiðilsins“

„Sjálfsritskoðun er vitaskuld mjög erfitt að sanna en ætla má að hún sé tiltölulega sterk í smáu samfélagi þar sem fjölmiðlar eru í fárra eigu og atvinnumöguleikar fjölmiðlafólks því takmarkaðir. Ritstjórar og blaðamenn kunna þá að forðast umfjöllun um mál sem gætu skaðað viðskiptahagsmuni fjölmiðilsins eða haft áhrif á þeirra eigin starfsframa,“ segir í viðauka skýrslunnar.

Leynieignarhald og hagsmunastýring fjölmiðla

Eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi er ekki með þeim hætti að hlutleysi frá valdhöfum og hagsmunaaðilum sé tryggt. DV og fjöldi vefmiðla er skráð eign þekkts lögmanns athafnamanna, sem segir ekki hver fjármagnaði kaupin. Morgunblaðið er í eigu útgerðarmanna og svo tilvonandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ritstýrt af fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra. 

„Ráðning Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra, sem ritstjóra Morgunblaðsins og uppsögn margra reyndra blaðamanna þar sýnir hvernig eigendur fjölmiðla geta ráðskast með fjölmiðla ef þeim sýnist svo. Markmið þeirra virðist vera að ástunda skoðanafjölmiðlun og verja sérhagsmuni fremur en að tryggja faglega og sanngjarna umfjöllun,“ segir í viðauka rannsóknarskýrslunnar.

Samfélag okkar var að hluta ófært um að umbreyta lærdómi í umbætur.

Ný stjórnarskrá, með nútímalegri og skýrari stjórnskipan og auknu lýðræði, var sett ofan í skúffu eftir að hafa verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Fúsk og spilling við skipun dómara

Eitt af því mikilvægasta sem hægt er að gera í samfélagi er að viðhalda sjálfstæði dómskerfis og aðskilnaði framkvæmda-, löggjafar- og dómsvalds. Stjórnarfar á Íslandi einkenndist af stöðugum tilraunum valdhafanna til þess að koma að sínu fólki í dómskerfið. Frænda Davíðs Oddssonar, syni hans og vini, var komið fyrir í dómskerfinu á kostnað hæfari umsækjenda.

Skýrar reglur hafa verið settar til þess að koma í veg fyrir að ráðherrar misnoti aðstöðu sína til þess að veita sér tengdum aðilum aðgang að stöðum í kerfinu á kostnað þeirra sem eru hæfari og óháðir. 

Engu að síður hefur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki aðeins brotið lög við skipun dómara, eins og Hæstiréttur komst að niðurstöðu um, heldur hefur hún fært villandi skýringar opinberlega. Dómsmálaráðherra vék frá niðurstöðu óháðrar hæfisnefndar og valdi að skipa meðal annars eiginkonu þingmanns flokks hennar, sem býður sig fram í sama kjördæmi og hún. Þingmaðurinn ákvað eftir það að víkja úr oddvitasæti í kjördæminu fyrir henni. Annar sem hún skipaði sem dómara, sem þótti ekki meðal þeirra 30 hæfustu í stöðuna, er eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu hennar til margra ára. 

Dómsmálaráðherra hefur einfaldlega lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar landsins og við hefur tekið deila milli samráðherra hennar og óháðrar hæfisnefndar vegna skipunar dómara, þar sem samflokksmaðurinn, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur kappkostað að grafa undan trúverðugleika hæfisnefndarinnar, sem um leið er réttlæting á flokkspólitískum áhrifum á dómaravalið.

Vantraust er afleiðing af fúski og óheiðarleika

Þegar samfélag eða hópur virkar eins og hann á að gera, hefur skortur á fagmennsku og heiðarleika í för með sér rýrnandi traust. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og samflokksmenn hennar í Vinstri grænum, sem sögðust vilja uppgjör við vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar, ákváðu að styðja áfram Sigríði Andersen sem dómsmálaráðherra. Í stað þess að sýna í verki ábyrgð og kröfu um fagmennsku ákvað forsætisráðherra að skipa nefnd um hvernig ætti að endurheimta traust stjórnmálamanna. 

Nefndin mun án vafa komast að þeirri niðurstöðu að ráðherrar eins og Sigríður Andersen eigi að segja af sér til þess að viðhalda trausti á stjórnmálin.

Skortur á gagnsæi og gagnrýninni umræðu var grundvallarvandi í íslensku samfélagi fyrir hrun. Nú gildir hins vegar enn lögbann sem sett var á fréttir Stundarinnar af því hvernig félagi Katrínar í ríkisstjórn, Bjarni Benediktsson, stundaði viðskipti með bréf í Glitni á sama tíma og í kjölfar þess að hann komst yfir trúnaðarupplýsingar um bankann sem kjörinn fulltrúi.

Það er ekki tilviljun að kerfið bjóði upp á möguleikann á fyrirvaralausu banni á tjáningu um æðstu opinberu persónu samfélagsins. Og það er ekki heldur tilviljun að á sama tíma heldur dómsmálaráðherra, samflokksmaður Bjarna, ræðu yfir dómurum landsins þess efnis að ekki eigi að vera rýmri heimildir til að segja frá því sem opinberar persónur gera heldur en meðalmanneskjur sem ekki eru til dæmis umsvifamiklar í viðskiptum og stjórnmálum.

Þöggun er samþykkt og framfylgt af kerfinu. Ef það má þagga umfjöllun um helstu stjórnmálamenn samfélagsins á grundvelli persónuverndar þeirra þegar þeir rjúfa mörk viðskipta og stjórnmála í starfi fyrir almenning, hefur heimild til valdbeitingar og þöggunar verið rýmkuð með ófyrirsjáanlegum hætti.

Ófyrirsjáanleiki og gegnsæi

Sem samfélag þurfum við upplýsingar til þess að taka ákvarðanir og leynd grefur undan getu okkar til þess. 

Við vitum ekki hvert verður næsta vandamál, áskorun eða hugsanlegt hrun.

Síðasta hrun orsakaðast af því að straumur lánsfjár minnkaði skyndilega og krosstengd spilaborg íslenska fjármálakerfisins féll. 

Eins og lánsfé geta ferðamenn líka hætt að koma. Og við getum orsakað það með sambærilegri hegðun og áður, til dæmis ef markvisst er dregin upp blekkjandi mynd, eins og gert var í bankabólunni, í eiginhagsmunaskyni. Þegar ferðamenn upplifa meira og meira að í stað hins auglýsta frelsis og fámennis séu tollahlið og troðningur almenna reglan er grafið undan grunninum að aðdráttarafli Íslands sem ferðamannastaðar. 

Ef horft er fram hjá ferðamennsku erum við í frekar slæmum málum. Vöruskiptajöfnuður hefur verið óhagstæður frá árinu 2015. Í fyrra fluttum við inn vörur fyrir 170 milljarða króna meira en við fluttum út. Jákvæður þjónustujöfnuður er það sem heldur okkur sjálfbærum. En tekjurnar í grundvallariðnaði okkar eru hverfular og sveiflukenndar, og gjaldmiðillinn er til þess fallinn að sveiflast með og gera langtímauppbyggingu á annars konar starfsemi erfiðari.

Sóunarborgin

Eitt helsta einkenni Íslands er hversu hátt hlutfall landsmanna býr í einni borg og hversu mikil sóun fylgir vanhugsuðu skipulagi hennar. 83 prósent Reykvíkinga keyra á einkabíl í vinnuna, en 38 prósent íbúa í Osló og 23 prósent íbúa í Stokkhólmi. Það var pólitísk, mannleg ákvörðun að byggja bílaborg. Og nú á að gefa í. Eyþór Arnalds, fjórðungseigandi Morgunblaðsins, hefur boðað framboð í sæti oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á þeim forsendum að hann vill dreifa byggðinni og koma í veg fyrir nýjar almenningssamgöngur. „Bíllinn er okkar almenningssamgöngur,“ segir Eyþór. En einkabíllinn er, eins og felst í orðinu, andstæðan við almenningssamgöngur, og bæði kostnaðarsamur fyrir einstaklinga og samfélag, plássfrekur, mengandi og eyðslusamur.

„Bíllinn er okkar almenningssamgöngur“

Sjálfstæðismenn, með Eyþór í bílstjórasætinu, munu taka u-beygju með skipulag borgarinnar og stækka úthverfi, auka þörf á einkabílnum og þar með minnka í raun frelsi fólks með því að gera boðlegar almenningssamgöngur ómögulegar.

Góðu fréttirnar

Þrátt fyrir fjölda mannlegra mistaka höfum við verið fær um að gera margt vel. Undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur er þannig lögð áhersla á að styrkja þingræðið gegn framkvæmdarvaldinu, en engu að síður telja þingmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í lagi að styðja ráðherra sem brýtur alvarlega af sér.

Góðu fréttirnar eru þær að fjármálaráð er til og að það leyfi sér að gagnrýna stefnu stjórnvalda. Fjármálaráð er hins vegar pólitískt skipað og getur þannig verið auðveldlega lamað. Núverandi fjármálaráð var skipað af Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi fjármálaráðherra, og við munum sjá hvort Bjarni Benediktsson skipi sér hliðholla aðila í ráðið, eins og gert er í flokks- og klíkuræði. 

Hagkerfið er í grundvallaratriðum ólíkt því sem var í síðasta hruni. Einkaneyslan er minni en áður. Árið 2000 var hún 60 prósent af landsframleiðslu, en árið 2016 aðeins 49 prósent. Sparnaður er meiri en hann hefur verið frá síðustu öld, um 30 prósent af landsframleiðslu – mælt út frá fjárfestingu að viðbættum viðskiptajöfnuði.

Gildismatið hefur breyst. Nýr forseti Íslands leggur áherslu á hógværð frekar en hroka, jöfnuð frekar en elítisma.

„Seinni tíma vandamál“

Viðsnúningurinn er hins vegar skammt frá og að mörgu leyti voru umbætur kæfðar. Hættumerkin og mistökin liggja í loftinu. Við umberum og upphefjum stjórnmálamenn sem brjóta af sér án þess að axla ábyrgð á því. Stjórnmálamaður sem hrópar hæst, ber sér á brjóst á fölskum forsendum og berst gegn „kerfinu“, fær umboð okkar. Við sættum okkur við leynd og þöggun. Stjórnmálamenn taka upp hagstjórn sem augljóslega brýtur gegn langtímahagsmunum. Og við undirgöngumst á sama tíma „sátt“, og föllumst á forsendur hóphugsunar.

„Hættið nú að velta ykkur upp úr þessu.“

Þemalag áramótaskaupsins er oft lýsandi fyrir þann anda og það gildismat sem er ríkjandi hverju sinni. Um liðin áramót var boðskapur þemalagsins uppgjafarhyggja og doði, uppgjör við uppgjörið á fyrri mistökum og afturhvarf til dofins gagnrýnisleysis „þetta reddast“-hugarfarsins: „Hættið nú að velta ykkur upp úr þessu. Því það verður ekki til neins. Kannski er allt að fara í klessu. En það er seinni tíma vandamál.“

Vandamálið er að ef við sættum okkur einu sinni við það sem er rangt, og gefum eftir ábyrgð okkar, munum við samþykkja það aftur.

Tengdar greinar

Leiðari

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson
·

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Óvinir fólksins

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Óvinir fólksins

·

Við getum því valið að láta sem ekkert sé, látið sem það snerti okkur ekki, hafi ekki áhrif á líf okkar og samfélag, en við vitum samt að það er blekking. Atlaga að frelsi fjölmiðla er atlaga að okkur öllum.

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson
·

Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við ætluðum okkur það kannski ekki en framtíðarsýnin sem við skildum eftir okkur fyrir næstu kynslóðir er ansi myrk. Við höfum enn tækifæri til að breyta henni, en íslenskir stjórnmálamenn hafa líka séð tækifærin til að hagnast á ógninni. Nú stöndum við frammi fyrir ákvörðun, á tíma þegar það þykir „gróðavænlegt að láta jörðina fara til helvítis“.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
1

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
3

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
4

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta
5

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

·
Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
6

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
7

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
3

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
4

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
5

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Atvinnurekendur vilja lengja biðtíma fjölmiðla eftir upplýsingum
6

Atvinnurekendur vilja lengja biðtíma fjölmiðla eftir upplýsingum

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
3

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
4

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
5

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Atvinnurekendur vilja lengja biðtíma fjölmiðla eftir upplýsingum
6

Atvinnurekendur vilja lengja biðtíma fjölmiðla eftir upplýsingum

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
3

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
4

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
5

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni
6

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
3

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
4

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
5

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni
6

Fjármálaráðuneytið: Lægsta mögulega greiðslubyrði verðtryggðra lána verður hærri – Víðtækar undanþágur frá banni

·

Nýtt á Stundinni

Betri hugmynd handa Óla Birni

AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

·
Sjálfstæðisflokkurinn lækkar niður í 19 prósent

Sjálfstæðisflokkurinn lækkar niður í 19 prósent

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Zeitgeist

Hermann Stefánsson

Zeitgeist

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Hvernig dirfistu?

Símon Vestarr

Hvernig dirfistu?

·
Eitt Kína, margar mótsagnir

Eitt Kína, margar mótsagnir

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

·