Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Föðurmorð í sólkerfi langt, langt í burtu

Star Wars er ekki bara for­tíð­arnostal­g­ía. Rétt eins og all­ur al­vöru poppkúltúr spegl­ar hún sam­tím­ann. Keis­ara­veld­ið gamla var aug­ljós­lega byggt á erkitýpu illsk­unn­ar, nas­ist­un­um, en núna er­um við í Am­er­íku Don­alds Trumps.

Föðurmorð í sólkerfi langt, langt í burtu
Rey & Logi Lærlingur leitar lærimeistara. Mynd: Disney

Svarthöfði var ekki bara pabbi Loga geimgengils, hann var pabbi okkar allra. Þetta fullyrti bandaríski grínistinn Tom Shillue á uppistandi í Stúdentakjallaranum fyrir fáeinum árum og rifjaði upp þá gömlu góðu tíma þegar allir pabbar skipuðu okkur afkvæmunum fyrir í dimmrödduðum hásum baritón. Svarthöfði var yfirvaldið, sá sem gat skammað mann – maðurinn með grímuna sem stoppaði alla leikina áður en þeir urðu óþarflega skemmtilegir.

Tom Shillue er fæddur árið 1966 – sem rétt svo sleppur til að hann fatti Stjörnustríðs-myndirnar. Ef þú varst orðinn mikið eldri en fimmtán ára sumarið 1977 eru ekki miklar líkur á að þú skiljir þetta fjarlæga sólkerfi – því þú varst alinn upp í allt öðru sólkerfi.

Svarthöfði„Þeir voru strangi Svarthöfða-pabbinn sem fullyrti að Star Wars hefði eyðilagt bíómyndirnar.“

Fyrsta Star Wars-myndin breytti nefnilega öllu – við getum auðveldlega talað um Hollywood fyrir og eftir Star Wars. Vestrar, geimóperur, ævintýramyndir og flestar aðrar bíómyndir sem höfðuðu til krakka höfðu dottið rækilega úr tísku um miðjan áttunda áratuginn. Meira að segja Disney tókst ekki að framleiða hittara lengur. Þetta var alvarlega og hátimbraða Hollywood, þar sem epískum mafíósasögum og Víetnamuppgjörum var leikstýrt af leikstjórum sem voru svo alvarlegir að þeir urðu flestir fúlskeggjaðir fyrir aldur fram. Þeir – og gagnrýnendurnir sem elskuðu þá – voru strangi Svarthöfða-pabbinn sem fullyrti að Star Wars hefði eyðilagt bíómyndirnar, út af einhverri vafasamri sannfæringu um að áttundi áratugurinn hafi verið hin eina sanna gullöld hvíta tjaldsins. Samt var Lucas einn af þeim, hann var besti vinur Coppola og Scorsese og alveg jafn fúlskeggjaður og þeir. En hann sveik lit, myrkrarhliðin heillaði – eða voru Scorsese og Coppola kannski Svarthöfðarnir í þessari dæmisögu?

Eitt dæmi  um þetta er Ty Burr, gagnrýnandi The Boston Globe, sem viðurkenndi í dómi sínum um nýju myndina að upphaflega myndin hafi einfaldlega komið á versta tíma fyrir hann persónulega – þegar hann var tuttugu ára í kvikmyndaskóla, í miðju kafi að kynna sér helstu meistara hinnar alvarlegu kvikmyndalistar. Meira að segja sumir aðalleikarar upprunalegu myndanna ömuðust við þeim, Harrison Ford (35 ára árið 1977) fáraðist yfir textanum sem hann þurfti að fara með og öldungurinn Sir Alec Guinness plataði Lucas til þess að skrifa dauðasenu fyrir Obi van Kenobi svo hann þyrfti ekki að þylja þessar skelfilegu línur mikið lengur.

„Meira að segja sumir aðalleikarar upprunalegu myndanna ömuðust við þeim“

En hvað sem fólki kann að finnast um Star Wars er mikilvægt að skilja eitt: árið 1977 voru bíómyndir og sjónvarp fullorðinssport. Barnaefni var svo sjaldgæft að maður hljóp inn af leikvellinum tvisvar í viku til að sjá Tomma og Jenna og Stundina okkar, fleira var ekki í boði. Fyrir kynslóðinni sem ólst upp með upprunalegu myndunum var Star Wars því bernskan holdi klædd. Við sem komum næst á eftir upplifðum seríuna sem frummyndirnar, þótt okkar Star Wars væri kannski frekar Indiana Jones, Gremlins og Back to the Future. Svo hef ég meira að segja heyrt fólk sem er rúmlega tvítugt núna játa það að því þyki vænt um forleiksþríleikinn skelfilega – enda kom hann út þegar þau voru barnung – þótt þau séu fljót að taka fram að núna fíli þau upprunalegu myndirnar best.

„Leyfðu fortíðinni að deyja“

Nýjasta myndin, Síðasti væringinn (The Last Jedi), er öðrum Star Wars-myndum meðvitaðri um þessa arfleifð. Í síðasta kafla upplifðum við föðurmorð þegar Ben Solo – betur þekktur sem Kylo Ren – drap föður sinn Han Solo í geislasverðsbardaga. En núna eru í einhverjum skilningi aðalpersónur sögunnar systkinin Lilja og Logi, Liljan sem hvarf okkur í raunheimum fyrir ári síðan og Logi sem hvarf okkur úr Stjörnustríðsheimum í lok þessarar myndar. Stjörnustríð er orðin fjölskyldumynd þar sem kynslóðirnar takast á, ala hver aðra upp og leita hefnda fyrir erfiða æsku.

Lilja kveður Myndin er tileinkuð Liljunni okkar, með orðunum: „Í ástkærri minningu prinsessunnar okkar, hennar Carrie Fisher.“

Kylo Ren er kannski búinn að drepa pabba sinn en Logi var lærimeistari hans og frændi og Lilja mamma hans, hin unga Rey vill fá Loga sem lærimeistara og Lilja prinsessa og næstráðandi hennar kíma yfir ungu strákunum sem vilja endilega út að slást – áður en þær banna þeim það. Auk þess virðist sambandið á milli Kylo og Snoke, lærimeistara hans í svartagaldrinum, vera ansi stirt.

„Leyfðu fortíðinni að deyja“ 

Skúrkurinn Kylo fær líka eina af lykilsetningum myndarinnar: „Leyfðu fortíðinni að deyja.“ Hann gæti verið að tala fyrir leikstjórann Rian Johnson, þetta er hans helsta markmið með myndinni að virðist – að reisa Loga og Lilju verðugan minnisvarða en um leið að hreinsa sviðið og leyfa ungu kynslóðinni að berjast í næstu mynd. Það ætlunarverk tekst sérlega vel af því þau Mark Hammill og Carrie Fisher hafa sjaldan eða aldrei verið betri. Raunverulegur dauði Fisher veldur því að sérhver sena sem hún er í er þrungin merkingu – en myndirnar hafa heldur aldrei nýtt sér hana svona vel. Eftir upprunalegu seríuna fór það nefnilega að kvisast út að Carrie væri ein fyndnasta og klárasta leikkona Hollywood og sú hnyttni og viska skín vel í gegn hér. Mark Hammill var svo alltaf stærsti veikleiki upprunalega þríleiksins. En hann hefur lært sitthvað í leiklist á síðustu 40 árum, þótt það hafi að mestu verið utan sviðsljóssins, og á meðan síðasta mynd gaf okkur gamla góða Ford í síðasta sinn þá gefur þessi okkur splunkunýjan Hammill, gamla, geðstirða og fyndna Loga sem burðast með syndir heimsins á bakinu.

Mikki mús og fasisminn

En Star Wars er ekki bara fortíðarnostalgía. Rétt eins og allur alvöru poppkúltúr speglar hún samtímann, bæði meðvitað og ómeðvitað. Keisaraveldið gamla var augljóslega byggt á erkitýpu illskunnar, nasistunum, en núna erum við í Ameríku Donalds Trumps og hliðarsagan Rogue One, sem kom út fyrir ári síðan var stútfull af tilvísunum í þann nýja veruleika. Þetta er einnig að einhverju leyti til staðar í Síðasta væringjanum – sérstaklega í hliðarsögu sem gerist á spilavítisplánetunni Canto Bight. Þar útskýrir Rósa fyrir Finni að auðurinn hér sé allur tilkominn vegna vopnasölu – en við hittum líka fyrir götubörnin sem halda hagkerfinu gangandi, götubörnin sem Rósa var einu sinni hluti af, götubörnin sem við skynjum að muni leiða næstu uppreisn.

Rósa þessi er langstærsta nýja persóna myndarinnar – og mikilvæg á margan hátt. Hún er víetnamskrar ættar og með því heldur nýja serían áfram að gefa hvítu feðraveldinu fingurinn – en það sem skiptir eiginlega meira máli að hún er lúðastelpa úr verkamannastétt sem ýjað er að að gæti átt séns í hetjuna Finn, hugmynd sem sannarlega er byltingarkennd í glamúrheimi Hollywood.

„Loksins fær Stjörnustríðið almennilegan leikstjóra”

Svo kemur líka í ljós að leiðtogi þessarar nýju kynslóðar, Rey, er líka af verkamannaættum. Mögulega er það ástæða haturs sumra aðdáenda á myndinni  – aðdáenda sem eru aldir upp við konungsbornar Stjörnustríðshetjur. Anakin Skywalker virtist jafnvel vera eingetin og Logi, Lilja og Kylo eru öll afkomendur hans. Hvað er þá þessi almúgastelpa að vilja upp á dekk? Getur hún ekki verið launsystir Kylo eða dóttir Loga? En nei, hún er bara öreigabarn spilafíkla sem skildu hana eftir á ruslakistu alheimsins.

En áður en við gefum okkur að byltingin hefjist með Stjörnustríði er rétt að muna að rétt áður en myndin var frumsýnd keypti Disney Fox-kvikmyndafyrirtækið. Disney er tiltölulega nýbúið að kaupa Pixar, Marvel og Lucasfilm – og þar með réttinn af Star Wars. Disney er hægt og rólega að breytast í keisaraveldi, gæti lagt gervalla Hollywood undir sig á áratug eða svo ef fram heldur sem horfir. Þeir eru aldrei að fara að leiða byltinguna – þótt þeir njóti þess að selja okkur hana.

Græna mjólkin og undradýrin

En þetta er auðvitað miðjumynd á miðjuári. Það er búið að kjósa Trump og fátt virðist ætla að breytast í bili. Myndin fjallar ekki um að steypa nýja keisaraveldinu heldur bara um að lifa af, þessi mynd snýst ekki um að sigra neinar orustur heldur um að hörfa. Þannig kallast hún raunar á við helstu stríðsmynd ársins, Dunkirk, sem fjallaði einmitt um hetjuskapinn sem getur falist í því að hörfa til að halda áfram að berjast á morgun.

Sækýr Þessa furðuskepnu má mjólka og fá fagurgræna mjólk.

En það sem gerir myndina þó jafn góða og raun ber vitni er að loksins fær Stjörnustríðið almennilegan leikstjóra. Rian Johnson sannaði með Looper og frumraun sinni Brick að þar fer einn athyglisverðasti leikstjóri sinnar kynslóðar – og frumraunin Brick gaf raunar ákveðin fyrirheit um að hann gæti verið rétti maðurinn til þess að túlka Star Wars upp á nýtt. Brick er nefnilega í raun hálfgerð endurgerð á Möltufálkanum, nema núna er fálkinn dópklumpur og sagan gerist í gagnfræðaskóla. Johnson hefur óvenju gott lag á að finna gæða gamlar sögur nýju lífi – og hann er fljótur að átta sig á að Star Wars virkar best þegar hún man eftir að sýna okkur undrin í þessu fjarlæga sólkerfi. Helst þannig að maður hafi á tilfinningunni að David Attenborough sé að leikstýra sínum al-fríkaðasta dýralífsþætti í bakgrunninum. Og hér færir hann okkur furðuhesta og krystalsketti, froskanunnur og krúttlunda, og sækýr sem Logi mjólkar og tekur sér svo gúlsopa af fagurgrænni mjólk.

Og við viljum öll fá meira af þessari grænu mjólk, á meðan við klöppum krúttlegu porgunum (eða borðum þá). Þess vegna munum við halda áfram að mæta á Star Wars á hverju ári þangað til Disney verður búið að taka yfir gervalla heimsbyggðina.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
9
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu