Mest lesið

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
2

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
3

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
4

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
5

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
6

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
7

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·

Eigandi Morgunblaðsins býður sig fram til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn

Eyþór Arnalds, sem á um fjórðung í Morgunblaðinu, býður sig fram í oddvitasætið fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Hann vill efla lestrarkunnáttu barna og berjast gegn borgarlínu.

Eyþór Arnalds Keypti nýverið allan hlut sjávarútvegsrisans Samherja í útgáfufélagi Morgunblaðsins.  Mynd: Heiða Helgadóttir
ritstjorn@stundin.is

Eyþór Arnalds, eigandi um fjórðungshlutar í útgáfufélagi Morgunblaðsins, hefur tilkynnt að hann vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Eyþór vill setja á oddinn andstöðu gegn borgarlínu, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um. Auk þess vill hann efla lestrarkunnáttu barna. 

„Lestrarkunnáttu barna hefur hrakað í grunnskólum samkvæmt nýlegum rannsóknum. Reykvísk börn eiga betra skilið. Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa nú þegar búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar,“ segir Eyþór í framboðstilkynningu sinni á Facebook.

Þá lýsir hann sig andsnúinn þéttingu byggðar og segir hana hafa leitt til dreifðari byggðar á höfuðborgarsvæðinu.

Eyþór var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Þá var hann fenginn af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til þess að gera úttekt á Ríkisútvarpinu. 

Eyþór hefur fengið stuðningsyfirlýsingu frá Frosta Sigurjónssyni, sem einnig hafði verið skorað á til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn, vegna andstöðu hans við nýjar almenningssamgöngur. „Frábært! Þú munt verða Reykjavík til mikils sóma sem borgarstjóri. Gangi þér allt í haginn,“ segir Frosti við færslu Eyþórs.

Víða með hagsmuni

Einkahlutafélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs, hagnaðist um 60 milljónir árið 2016. Þá er Eyþór eigandi að ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours, sem starfrækt er frá Reykjavíkurhöfn. Fyrirtækið keypti fyrr á árinu hvalasýningu á Granda í Reykjavík.

Þess að auki var hann einn af leiðandi aðilum við stofnun kísilverksmiðju Thorsil í Reykjanesbæ. Þá hefur hann stundað töluverð viðskipti tengd virkjunum.

Eyþór, þáverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, keypti virkjanakost við Hagavatn ásamt viðskiptafélögum sínum á 34 milljónir króna árið 2011. Á sama tíma vann hann að því sem kjörinn fulltrúi í Árborg að láta sveitarfélagið byggja virkjun í Ölfusá, sem nefnd er Selfossvirkjun. Ekki varð af samþykki þess. Stóriðjufyrirtæki Eyþórs, Thorsil, var á þeim tíma að leita að byggingarstað og rafmagni á Suðurlandi.

Þá var Eyþór stjórnarformaður málmbræðslunnar GMR í Hvalfirði, sem Umhverfisstofnun lagði dagsektir á árið 2016 vegna fjölda athugasemda sem ekki hafði verið brugðist við. Eyþór hætti síðar sem stjórnarformaður. 

Málmbræðslunni var síðan lokað og félagið tekið til gjaldþrotaskipta í janúar í fyrra, eftir að hún hafði meðal annars orðið rafmagnslaus vegna vangoldinna reikninga.

Einnig var Eyþór stjórnarformaður og prókúruhafi Becromal Iceland ehf, sem rekur aflþynnuverksmiðju í Eyjafirði. Eyþór svaraði fyrir það opinberlega þegar Kastljós afhjúpaði að verksmiðjan sleppti meira magni mengaðra efna í umhverfið en starfsleyfið heimilaði.

Eyþór keypti um 23 prósenta hlut í Morgunblaðinu í fyrra í gegnum félag sitt. Þá stofnaði hann félagið „Félag um forsetaframboð Davíðs“, sem studdi Davíð Oddsson í kjöri til forseta Íslands. Fyrr í dag greindi vefútgáfa Morgunblaðsins, mbl.is, frá því að „vaxandi líkur“ væru á framboði hans, samkvæmt heimildum miðilsins. 

Frestur til framboðs rennur út á morgun, miðvikudag. Kjörið fer fram 27. janúar og hafa tveir þegar gefið kost á sér í oddvitasætið, borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon. Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
2

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
3

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
4

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
5

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
6

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
7

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
2

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
3

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
5

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
6

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
2

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
3

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
5

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
6

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·

Mest lesið í vikunni

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
1

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
2

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
3

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
4

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
6

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·

Mest lesið í vikunni

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
1

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
2

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
3

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
4

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
6

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·

Nýtt á Stundinni

Vinstra megin við Garðabæ

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·
Breytileiki tekna á Íslandi

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Breytileiki tekna á Íslandi

·
Systraást og samstaða

Systraást og samstaða

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

Illugi Jökulsson

Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·