Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
7

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Eigandi Morgunblaðsins býður sig fram til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn

Eyþór Arnalds, sem á um fjórðung í Morgunblaðinu, býður sig fram í oddvitasætið fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Hann vill efla lestrarkunnáttu barna og berjast gegn borgarlínu.

Eyþór Arnalds Keypti nýverið allan hlut sjávarútvegsrisans Samherja í útgáfufélagi Morgunblaðsins.  Mynd: Heiða Helgadóttir
ritstjorn@stundin.is

Eyþór Arnalds, eigandi um fjórðungshlutar í útgáfufélagi Morgunblaðsins, hefur tilkynnt að hann vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Eyþór vill setja á oddinn andstöðu gegn borgarlínu, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um. Auk þess vill hann efla lestrarkunnáttu barna. 

„Lestrarkunnáttu barna hefur hrakað í grunnskólum samkvæmt nýlegum rannsóknum. Reykvísk börn eiga betra skilið. Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa nú þegar búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar,“ segir Eyþór í framboðstilkynningu sinni á Facebook.

Þá lýsir hann sig andsnúinn þéttingu byggðar og segir hana hafa leitt til dreifðari byggðar á höfuðborgarsvæðinu.

Eyþór var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Þá var hann fenginn af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til þess að gera úttekt á Ríkisútvarpinu. 

Eyþór hefur fengið stuðningsyfirlýsingu frá Frosta Sigurjónssyni, sem einnig hafði verið skorað á til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn, vegna andstöðu hans við nýjar almenningssamgöngur. „Frábært! Þú munt verða Reykjavík til mikils sóma sem borgarstjóri. Gangi þér allt í haginn,“ segir Frosti við færslu Eyþórs.

Víða með hagsmuni

Einkahlutafélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs, hagnaðist um 60 milljónir árið 2016. Þá er Eyþór eigandi að ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours, sem starfrækt er frá Reykjavíkurhöfn. Fyrirtækið keypti fyrr á árinu hvalasýningu á Granda í Reykjavík.

Þess að auki var hann einn af leiðandi aðilum við stofnun kísilverksmiðju Thorsil í Reykjanesbæ. Þá hefur hann stundað töluverð viðskipti tengd virkjunum.

Eyþór, þáverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, keypti virkjanakost við Hagavatn ásamt viðskiptafélögum sínum á 34 milljónir króna árið 2011. Á sama tíma vann hann að því sem kjörinn fulltrúi í Árborg að láta sveitarfélagið byggja virkjun í Ölfusá, sem nefnd er Selfossvirkjun. Ekki varð af samþykki þess. Stóriðjufyrirtæki Eyþórs, Thorsil, var á þeim tíma að leita að byggingarstað og rafmagni á Suðurlandi.

Þá var Eyþór stjórnarformaður málmbræðslunnar GMR í Hvalfirði, sem Umhverfisstofnun lagði dagsektir á árið 2016 vegna fjölda athugasemda sem ekki hafði verið brugðist við. Eyþór hætti síðar sem stjórnarformaður. 

Málmbræðslunni var síðan lokað og félagið tekið til gjaldþrotaskipta í janúar í fyrra, eftir að hún hafði meðal annars orðið rafmagnslaus vegna vangoldinna reikninga.

Einnig var Eyþór stjórnarformaður og prókúruhafi Becromal Iceland ehf, sem rekur aflþynnuverksmiðju í Eyjafirði. Eyþór svaraði fyrir það opinberlega þegar Kastljós afhjúpaði að verksmiðjan sleppti meira magni mengaðra efna í umhverfið en starfsleyfið heimilaði.

Eyþór keypti um 23 prósenta hlut í Morgunblaðinu í fyrra í gegnum félag sitt. Þá stofnaði hann félagið „Félag um forsetaframboð Davíðs“, sem studdi Davíð Oddsson í kjöri til forseta Íslands. Fyrr í dag greindi vefútgáfa Morgunblaðsins, mbl.is, frá því að „vaxandi líkur“ væru á framboði hans, samkvæmt heimildum miðilsins. 

Frestur til framboðs rennur út á morgun, miðvikudag. Kjörið fer fram 27. janúar og hafa tveir þegar gefið kost á sér í oddvitasætið, borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon. Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
6

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
6

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

·

Nýtt á Stundinni

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·